Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 19.06.1964, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 19.06.1964, Blaðsíða 2
AM ALÍ A Tilraunaleikhúsið Gríma. Amalía, einþáttungur eft- ir Odd Bjömsson. Leik- stjóri er Erlingur Gísla- son, leiktjaldamálari Þor- grímur Einarsson. Til að- stoðar leikstjóra og höf- undi: Gísli AlfreSsson og Krisíbjörg Kjeld. Ljósa- breytingar: Jón Ólafsson. „Amalía“ er hinn fjórði af einþáttungum Odds Björns sonar, sem gefnir voru út 1963. Eins og hin prentaða gerð þáttarins er, minnir hún helzt á „atómljóð" sett á svið. En höfundur hefur töluvert breytt þættinum, sett nokkur orð framan við hann og slegið í hann leikritsbotn, sem virð- ist annars vanta í prentaða þáttinn. Við þessar breyting- ar höfundar hefir þátturinn fengið meira leikritssnið. Tónninn í þessu verki Odds Björnssonar minnir mest á „Partí“, eftir sama höf und, sem sýnt var í fyrra: Það mætti jafnvel hugsa sér að Amalía væri að koma heim úr fyrrnefndri veizlu. Leikur- inn fjallar um hið sama al- gjöra vonleysi og tilgangs- leysi. „Amalía“ stefnir þó ennþá útúrdúraminna að sama boðskapnum og „Partí". Veigamestu breytingarnar á uppsetningu leiksins frá hinni prentuðu gerð eru þær, að í stað litskuggamynda í speglunum eru komnir leik- endur í speglana, og um leið hefur röddunum fækkað nið- ur í þrjár. Gangur leiksins er í stuttu máli þessi: Amalía, ieitlagin miðaldra kona (Erlingur Gíslason) kemur heim í alrú- ið herbergi sitt, þar bíður hennar aðeins snyrtiborð með þrem speglum og þrem spegil myndum, þessar spegilmynd- ir e: j: roskin kona (Bríet Héðinsdóttir) hégómleg kona (Kristín Magnúss) og roskinn maðpr (Karl Sigurðs:,un) Am- alía sezt við snyrtiborð sitt, og fyrst í stað eru spegilmynd irnar bundnar henni og hreyfa sig eins og hún þær hefja svo tal við hana og fá sér „einn lítinn“, og smátt og smátt losnar um þær, og þær taka að rífast innbyrðis, og að lokum ganga þær út úr spegl- unum, og er þær fara aftur inn í þá, skipar ein þeirra Amalíu að taka af sér (fölsku) brjóstin, lendarnar, rassinn og andlitið, og síðast snýr hin útþurrkaða Amalja séi við og að áhorfendum. Leikritið end ar svo svipað og „Partí“, þ. e. á ferlegu neyðarópi fiá öllum persónum og kolniðamyrkri, Þetta óp í endann þótti mér raunar misheppnað. minnti um of á þessar kómísku hryll- ingsmyndir, sem astíð er ver- um stöðum, og skrifast það plús hjá leikstjóra. Enn er ó- nefndur einn leikarinn. áhorf- andinn fær að sjá sem snoggv ast á sviðinu unga og bráð- snotra stúlku, sem heitir Stef- anía Sveinbjörnsdóttir Leiktjöldin eru lítil gylltm rammi um speglana á svört- um grunni, mér líkar það mjög vel hjá höfundi að sneiða hjá öllu því drasli í „klúnkestíl“, sem tröllsligar oft leikrit, um leið og tjaldið er dregið frá. Höfundur notar tjöld til að segja sitt, en ckki til að gefa verki sínu leiðin- legan raunveruleikablæ eða til að láta það gerast á ein- hverjum vissum stað eða á vissum tímum. Eins og fyrr er nefnt, er strikið tekið beinna í „Am- alíu“ heldur en í „Partíi“. Ef til vill mun einhverjuin þykja það galli á leikritinu, að svo lítið er um uppfyllingu og gamansemi í verkinu, slíkt er eiginlega varla að finna nema í þrætu spegilmyndanna, ann ars staðar er aðeins napurt háð og kaldhæðni. Oddur hefur sinn eigin per sónulega stíl. Hann virðist mest hafa orðið fyrir áhrifum frá nútímaljóðlist og Ionescu, Frá nútímaljóðlist hefur hann það, að bregða upp hin- um óvæntu myndum, sem koma fyrir líkt og hinir sker- andi tónar elektróniskrar tón- listar, en frá Ionescu mynd- ina af hinu daglega sálar- morði (sbr. einþáttunga Ion- escu, „Kennslustundina' og „Borðið og stólana“) Þessi á- hrif bræðir hann svo saman í leikritun sinni. Það er á við ískalt og hress andi steypibað að sleppa út úr rjómalogni hinnar hefð- bundnu „persónusköpunar" leikhúsa og kvikmj'ndahúsa borgarinnar og fara að sjá Amalíu. Það væri gaman að sjá svipinn á hinum íhaldsam- ari borgurum, er þeii sitia í myrkrinu í leikslok. Hamingjunni sé lof. að við fáum einstöku sinnum að sjá tilbreytingu eins og „Amal- íu“. Aðalsteinn Davíðsson Oddur Björnsson. ið að bjóða upp á í kvik- ( myndahúsum bæjarins. ) Leikritið er e. t. v mörg- ) um tormelt, en það mun eiga( að túlka, eins og áður er sagt, ^ vonleysi og tilgangsleysi ) mannskepnunnar og skilnings/ Ieysi hennar á eigin lífi. Vesl-( ings Amalía skilur ekki neitt^ í þeim ósköpum, sem vfir) hana hafa dunið, hún kennir) kommúnistum og „þvi Opin- ( bera“ um það allt saman, og^ hún kann ekki nema eitt ráð,} hún gramsar í skúffum sínum ( að leita að því liðna og fær^ sér „einn lítinn“. Leikritið er) fullt af kaldhæðni, að ég ekki( segi mannfyrirlitningu Nú á ( tímum, er list er yfirleitt böl-) sýn og stefnir að því að segjaj mönnum sem mest með tákn-( máli og bastrakt myr.dum, á^ þetta leikrit vel heima ) Leikendur skila alveg sínu. *) Bezt þótti mér Bríet, sem( tókst að verða bæði ótrúlega ( geðvonzkuleg kcrlingar- ) grybba og hugguleg gömul^ kona til skiptis. Annars eru ( þessi hlutverk þannig að lítil^ hætta mun að ofleika þau (en) það er gildra, sem t. d. vel-/1 Hestir leikarar flana stöðugt ( í, er þeir reyna að lesa Ijóð). ^ Hlutverk Karls Sigurðssonar) er harla vanþakklátt áhorf- ( andinn botnar ekkert í, hvað • höfundur vill með sköllóttan) karl í einum speglinum Leik-'( urinn gengur eðlilega hratt( með „meltingarnæði" á rétt-^ Uppnám .... (Frh af bls 1.) an, sem er vfirmaður setuliðs- ins í fjarveru þess, sem nú gegnir stöðunni, og báru fram sömu kröfu. Hann vísaði mál- inu frá sér, kvaðst ekki hafa heimild til að taka ákvörðun, heldur yrði hann að fá fvrir- mæli frá utanríkisráðherra, sendiherra eða frá Washing- ton. Frjáls þjóð hefur haft tal af Ragnari Arnalds og sagðist honum svo frá, að þeir þre- menningarnir hefðu ekki verið fyrr komnir inn á Völl- inn en íslenzkur lögreglu- þjónn vék sér að þeim og virtist hafa miklar áhyggjur af komu þeirra. Hafði hann lesið það í blöðum að til stæði að sprengja sjónvarps- stöðina í loft upp og virtist helzt óska, að þeir hyrfu þeg- ar á braut. Buðu þeii félagar honum að leita í bílnum, ef hann óttaðist að þeir hefðu sprengiefni eða vopn með- ferðis, en lögreglumaðurinn kvaðst ekki hafa heimild til þess, þar sem Ragnar Arnalds væri alþingismaður. Nú kom bandaríska lögregl an til skjalanna og fylgdist herlögregla nákvæmkga með ferðum þeirra hvert sem þeir fóru. Er yfirmaður varnarliðsins hafði vísað kröfunni frá héldu þeir félagar til sjónvarpsstöðv arinnar. Um leið og þeir voru komn ir inn í húsakynni stöð\’arinn- ar, þar sem um 15 rnanns voru að starfi, allt Aineríkan- ar, hringdi síminn þar. Fói einn starfsmaðurinn í símann og að símtalinu loknu varð algert uppnám í stöðinni. Átt að vísa þeim tafarlaust á dyi en hótað barsmíð ella („somc body is going to be hurt“ og annað í þeirn dúr.) Þeii spurðu, hvort ekki væri hæg1 að fá að skoða stöðina, er fengu það svar, að það væri a. m. k. ekki hægt þennac dag. Fóru þeir félagar við svo búið. Þess má geta, að Frh. á 7. síðu ÍP ’firestaíiie'" ^ .THUNDERVOLT' kerti '•..áaðeins KR. 27. & PRESTOLITE „THUNDERVOLT" en. útbúin sjálfhreinsandi kveikjuoddi, sem fyrirbyggir sótmyndun — þannig að neistinn er alltaf jafnsterkur — kostirnii eru: — AuSveldari gangsetning, aukin vélarorka, minni benzíneyðsla og lengri ending kertisins. — — SENDUM í PÓSTKRÖFU A Þ. JÓNSSON & CO BRAUTARHOLTI 6 - SIMI 15362 - REYKJAVIK ' a 2 Frjáls þjóS — föstudaginn 19. júní 1964.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.