Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 19.06.1964, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 19.06.1964, Blaðsíða 4
1 \ JON UR VÖR: r r LISTAHATIDIN OG FÁTÆKT SKÁLDA ListahátíSin er aS syngja sitt síSasta. Hlutur rithöf- unda hefur aS þessu sinni veriS minni en skyldi, og þó kannski vakiS minni athygli en verSugt væri. Þegar frá er taliS þaS sem fram fór viS opnun hátíSarinnar hef- ur flest af því, sem rithöf- undarnir hafa lagt til, fariS fram hjá almenningi. Bóka- sýningarinnar í ÞjóSminja- safninu er varla getiS. Leik- þættir tveggja höfunda vöktu athygli áhugamanna en aSsókn aS þeim og upp- lestrum rithöfunda var dræm. — Um hlut skáld- anna er ekki rætt í blöSum. ViS opnun listahátíSar- innar, flutti H. K. Laxness aSalræSuna. Vissulega var þar margt viturlega sagt, eins og Kiljans var von og vfsa, en þó fannst mér og greina þar nokkurt tóma- hljóS. Og hvert var nú ræSuefni skáldsins? NotaSi hann tæki færiS til þess aS gera kröfur til þjóSfélagsins fyrir hönd stéttar sinnar, eins og flestra er siSur nú á dögum? Nei, svo ófrumlegur var ekki H. K. L. á hátíSarstund. Hann fræddi okkur á því, aS mestu meistaraverk heimsins hefSu veriS gerS af fátækl- ingum, sem áttu sér varla til hnífs og skeiSar. Nefndi þar til GySingaþjóSina til forna, Grikki og íslendinga. Þarf ég ekki aS rekja þessa ræSu. Hún kemur sjálfsagt bráS- um á prent og hefur þegar veriS tvíflutt í útvarpinu. En Kiljan minnti ennfremur á lítillæti flestra þessara fornu skálda. Þeir töldu ekki hæfa aS láta nafns síns getiS. Þessa hefur hann oft minnzt áSur. Hann lét þess og get- iS, aS góSu listaverki lægi ekkert á aS koma fyrir al- menningssjónir. Tíminn skiptir þar sem sagt engu máli. Þó hafSi hann nokkr ar áhyggjur af því, aS ýms- ar heilagra manna sögur ís- lenzkar væru ekki til á prenti, Sæmundar-Edda og Lilja Eysteins ekki handbær- ar til aS sýna útlendingum. Eg hef þá trú, aS ef uppi væri á íslandi jafn málsnjall maSur og Halldór Kiljan Laxness myndi honum veit- ast auSvelt aS sanna ís- lenzkri þjóS, aS margt þaS sem NóbelsskáldiS sagSi í þessari frægu ræSu sinni, væru staSlausir stafir. Aldrei skal ég reyna aS telja neinum trú um aS ég sé lærSur maSur. En af lestri fyrri ritgerSa H. K. L. og ýmsum öSrum ritum hafSi mér skilist, aS óhætt myndi aS hafa þaS fyrir satt, aS ■ meS þessum þjóSum er hann nefnir, hafi til forna sem síSar veriS allmikil stéttaskipting og hafi þeirj er festu skáldskap þeirra á bækur, átt viS nokkurt efna legt öryggi aS búa. Minni í þessu sambandi á útreikn- inga fræSimanna á þeim nautafjölda, sem þurfti til framleiSslu á skinnum til handrita hverrar bókar. ! Á síSustu árum hefur ver- iS mikil útgáfa fornrita, og heilagra manna sögur eru til í gömlum útgáfum. ÞaS sem kann aS vera óprentaS af þeim og fornum kvæSum, hlýtur aS verSa gefiS út næstu mannsaldra, ef svo heldur fram sem horfir. (Liggur því kannski á? ). Hins vegar er enn svo á- statt meS þjóS vorri, aS rit- höfundar og skáld eiga mjög undir högg aS sækja aS koma út um sína daga þeim bókum sem þeir rita. Þeir \ eiga fæstir þaS eftirsóknar- verSa lítillæti, aS láta næstu kynslóSum eftir aS dæma um þaS, hvort þær séu prent ' hæfar. Enda sjálfsagt flestir þeirrar skoSunar, aS ef orS þeirra eiga erindi á prent, ' þá sé þaS helzt viS þeirra ! samtíS. Flest ljóSskáld á íslandi hafa engar tekjur frá tíma- ritum, útvarpi eSa bókaút- gefendum og fá sjaldan eSa Halldór Laxness ræSir viS dr. Gylfa Þ. Gíslason óg dr. Gunnar G. Schram viS opnun málverkasýningar Listahá- tíSarinnar í Listasafni ríkisins. aldrei ríkisstyrki. Ef þau ekki sætta sig viS hiS forna hlutskipti, aS eiga ljóS sín í handriti, verSa þau aS gefa meS þeim nokkur þúsund krónur á ári, þ. e. a. s. ef þau bera svo heiSarlega á- sjónu, aS prentsmiSja láni þeim fyrir útgáfunni f nokk- ur ár Þetta hélt ég aS Halldór Kiljan Laxness ætti aS vita, og væri tímabærara ræSu- efni en sú gamla vizka, aS skáld eigi aS vera fátæk og ekkert liggi á aS gefa út samtímaverk. — ESa eigum viS aS trúa því, aS voru góSa mannúSarskáldi sé sama um öll íslenzk skáld, sem nafn bera og leyfa sér aS vera einnig lifandi? Ber hann nú orSiS aSeins dauSa nafnleysingja fyrir brjósti? Sjaldan hafa Islendingar — og þá ekki sízt skáldin — veriS samstilltari í fögn- uSi en þegar heiSur H. K. Laxness var gerSur mestur. Enn sem fyrr unnum viS skáldi voru allrar sinnar frægSar og ríkidæmis. ViS skiljum jafnvel líka, aS hon- um þyki þetta nú allt saman vera hégómi. En viS skilj- Frh. á bls. 6. Jóh. Ásgeirsson: Sagnir frá eyðibýlum Garðakot Vigfús Hjörleifsson var sonur síra Hjörleifs prests að Skinnastað. Vigfús byrjaði bú skap í Garðakoti í kring um 1880. Á hann hlóðst ómegð, svo að hann varð að leita til hreppsins. Og var hann þá kominn til Ólafsfjarðar, 14' hreppar tóku þátt í flutningi hans, unz hann lenti í fæð- ingarhreppi sínum, Keldunes- hrepp. Og þar var honum fengin jörðin Ferjubakki til ábúðar árið 1888. Gerðist hann þá ferjumaður við lög- ferjuna á Jökulsá á FjöIIum. Hann átti að hafa 25 aura fyrir að ferja mann og 10 aura fyrir hestinn. En vitað var að Vigfús ferjaði fleiri hundruð manns árlega sem ekki gátu borgað einn einasta evri í ferjutoll. Vigfúsi var þetta ljúft því liann vildi greiða fvrir fátækum, en var í nöp við auðmenn ug stór- bokka. í 18 ár var Vigfús þarna ferjumaður, þar til að brúin kom á Jökulsá 19. sept. 1905. Það var eitt sinn snemma dags, að stúlka nokkur kom að Ferjubakka og bað Vigfús að ferja sig vestur yfir. Hún var frá prestsetri þar í grennd, og kvaðst ekki geta haldið það út lengur að vera þar, þar sem hún yrði að þræla alla daga, án kaups, ut- an kjól einn er hún sagóist hafa með sér. Þegar Vigfús hafði ferjað hana yfir Jökulsá, bað hún hann að ferja ekki þann mann yfir sem kynni að verða sendur á eftir sér. Að stundarkorni liðnu kom prestsfrúin sjálf að leita að vinnukonunni. Vigfús spurði frúna, hvort hún ætlaði að taka stúlkuna með sér aftur til baka, ef hún næði henni. Frúin kvað það ekki, heldur að ná af henni kjólnum, því honum hefði hún stolið. Vig- fús sagði þá eitthvað á þá leið að hann héldi nú að stúlkan ætti kjólinn fyrir alla vinnuna, frá krossmessu til sláttar. Og sagði hann frúnni þegar að hann ferjaði hana ekki yfir í þeim erindagerð- um. — En frúin var ekki ráða laus, hún fékk mann til þess að ríða yfir Jökulsá út við ós, um fjöru, og til Húsavíkur. Þar náði hann kjólnum af stúlkunni um leið og hún var að stíga á skip. Þegar Vigfús frétti þetta síðar er sagt að hann hafi tekið vel upp í sig. Áhaldasmiður StaSa áhaldasmiðs viS Áhaldadeild VeSurstofu Is- lands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt 12. launaflokki kjarasamnings starfsmanna ríkisins. Nánari ppplýsingar í Áhaldadeild VeSurstofunnar, Sjómannaskólanum, Reykjavík. Umsóknum um stöðu þessa ásamt upplýsingum um aldur, mennt- E un og fyrri störf óskast skilað til samgöngumála- ráðuneytisins fyrir 30. þ. m. VeSurstofa Islands. 4 Frjáls þjóð — föstudaginn 19. júní 1964.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.