Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 19.06.1964, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 19.06.1964, Blaðsíða 8
ER RANNSÓKN ÚT AF BORGARHÚSUNUM VID KAPLASKJÓLSVEG ÓHJÁKVÆMILEG Það hefur verið heldur en ekki fum á máttarvöldum Reykjavíkurborgar og fleiri á- standspersónum út af grein í síðasta tbl. Frjálsrar þjóðar um kaupin á íbúðarhlokkun- um við Kapaskjólsveg. Heyrðum við á skotspón- um, að málið væri miklu skuggalegra en blaðið liafði gefið í skyn, og mundi það t. d. ranghermi, að Sölunefnd varnarliðseigna hefði selt Sameinuðum verktökum efni og vélar til bygginganna úr góssi sínu af Keflavíkurvelli. Snerum við okkur því til Sölunefndarinnar og óskuð- um upplýsinga um málið. \'ar okkur tjáð, að Sölunefnd- in hefði alls ekkert selt til þessara bygginga, hvorki efni né vélar. En þegar við spurð- um um það, hvernig efni og \’élar hefði verið unnt að fá frá Vellinum án milligöugu Sölunefndarinnar, fengum við engin svör. Hér skal því krafi/.t skýrra svara um það frá borgaryfir- völdum og tollyfirvöldum. hvemig og hverjum tollar hafa verið greiddir af efni og vélum til umræddra bvgg- inga? Það sjá allir, að borgaryfir- \'i)ldin geta ekki ausið út fé borgarbúa til gróðamanna og sérréttindamanna Sjálf.stæðis flokksins, án þess að a. in. k. allt sé á hreinu, að því er lögin snertir. Og það mega hinir háu lierrar vita, að það er von- laust að ætla að reyna að þegja þetta mál í hel ftláls þióö Föstudagurinn 19. júní 1964. Sölumennskan 17. júní Skíðaferð á sumri Þeir sem hafa yndi af göngu- og fjallaferðum eða hafa löngun til þess að læra á skíðurn og njóta sumarleyfis í hópi glað- værra félaga á einum fegursta stað íslenzku öræfanna, fá á- gætt tækifæri til alls þessa í sumar. Eins og undanfarin þrjú sum- ur efna þeir félagarnir, Valdi- mar Ornólfsson, Eiríkur Haralds son og Sigurður Guðmundsson til skíða- og gönguferða í Kerl- ingarfjöllum, í samráði við Ferðafélag íslands. Þessar ferðir hafa notið mikilla vinsælda og vaxandi aðsóknar almennings og er nú þegar farið að panta í ferðirnar. Farnar verða sex ferðir sem hér segir: 1. ferð mánud. 6. júlí— mánud. 13. júlí. 2. — miðvikud. 15. júlí— miðvikud. 22. júlí. 3. — föstud. 24. júlí— föstud. 31. júlí. 4. — þriðjud. 4. ágúst— þriðjud. 10. ágúst. 5. — miðvikud. 12. ágúst— þriðjud. 18. ágúst. 6. — fimmtud. 20. ágúst— miðvikud. 26. ágúst. Eins og sjá má af þessari tíma töflu eru ferðirnar í júlí átta daga hver en í ágúst' eru þær sjö daga hver. Júlíferðirnar kosta kr. 3.200,00 á mann ágústferðirn LÍTIÐ FRÉTTABLAÐ , ./<#<•. .-u** ' Happdrættis- vísa Ágætur kaupandi Frj þj. á Djúpavogi lét fylgja eftirfa.randi vísu er hann sendi greiðsln fyrir happdrættismiða Margir lögðust laun mín . löngum var þeim sundrað. Nú vill þjóðin frjálsa tb frá mér krónur hundraf- Ekki var nú þyngr." í honum samt en svo að hann sendi „tollinn sinn“ tvöfaldan. í 9. viku sumars 1964. sérsjónarmiðum á fran. færi og milligönguaðiii hér heima fyrir bæði sjónarmiðin er Heims kringia. Nýlega var dreift um bæinn yfi, 100 blaðsíðna bók, sem inniheldur ræðu, er Súsloff nokkur hélt yfi ? miðstjórn kommúnista flokks Sovétríkjanna og fjallar um hugsjóna stríð Kínverja og Sové* manna. Þetta er ákaí lega fróðleg lesning á köflum spennand. eins og glæpareifa;, Aftur á móti er vafa samt að lesendur hneys. ist til kommúnisma r’ lestrinum. Vafasamur W<ki blankur ávinningur Kínverjaj- og Sovet menn eiga nú í mikium illdeilum, sem ekki ei enn séð fyrir endann á Þeir nota hvert tæki færi til að koma sínum Mö-rg dæmi mætu sjálfsagt forma un> eyðslusemi unglinga sem fá mikla pening. í hendurnar. Leigubil stjóri í Rvík sagði frétt? manni L.F. eina slíka sögu: Það var skömmu eftir lokadaginn, að ung ur piltur tók sér fari með honum snemma nætur — og bað hann aka með sig upp aí Selási; sjoppur allar lokaðar í bænum, en sig vantaði tilfinnanlega tvær flöskur af „kók‘ Þegar í bæinn kom aft- ur og drengur hugðist greiða ferðina, 200 kr eða þvi sem næst, verð ur honum þrifið um brjóstvasann og segir svo: „Æ, ég er síga- rettulaus“. og biður bílstjórann að aka með sig aftur upp að Selási Bílstjóranum blöskrað .em vonlegt var ráðslag piltsins, og spurð: hvo-rt honum fyndist ekki þessi varningui orðinn dýr, þegar svo hátt flutningsgjald væri komið á hann. Drengur svaraði eitthvað á þá lund að sig munaði vxst ekki um nokkra skitna hundraðkalla, því að hann væri að koma at' vertíð og væri sko ekki blankur! ar kr. 2.850,00. í þessu gjaldi er innifalið: ferðir frá Reykjavík og til baka, fæði og gisting, skíða- kennsla og leiðsögn i göngu- ferðum. Þeir sem ekki hafa á- huga á því að fara á skíði geta Frh. :í bls. 7. Kjarvalsbók i Thors Vilhjálmssonar Út er komin hjá Helgafelli nnkií bók um Kjarval eftii Tlior Vilhjálmsson rithöfund Er hún svipuð að ytri gerð og bækur þær, sem Helgafell hefui áður gefið út um nokkra kunnustu myndlistarmenn þjóðarinnar, fen gjörólfk þeim að því, er tekur til liins ritaða efnis. í eftirmála kemst höfundur syo að orði; „Þessari bók er ekki ætlað að vera sagnfræði né listfræði. Heldur eru í henni mjög per- sónulegar hugrenningar um manninn Kjarval og listamann- inn, áhrif af list hans og kynn- um við meistarann og Iréttir af ferli tians og háttum.“ Þessarar merku bókai verður nánar getið hér í blaðinu síðar. Það hefur vakið almenna hneykslun Reykv'íkinga, hve sölumennskan setur æ meiri svip á hátíðahöldin 17. júní. Sóða- skapurinn sem þessu fylgir, er fyrir neðan allar hellur. og lét þó hátíðanefndin hreinsa til á svæðinu öðru hverju. Að þessu sinni munu hafa verið gefin leyfi fyrir um 80 sölutjöldum, en auk þess voru allir veitingastaðir í miðborg- inni opnir. Það virðist vera orðið keppikefli margra þennan dag að snapa eftir fé borgarbúa, og sumir virðast nota frjálsræðið þennan dag til að leggja vel á varninginn. Verðlag virtist vera misjafnt, sumir voru sanngjarnir, en aðrir smurðu vel á. . ■ Væri fyllsta ástæða til að i framkvæmdanefnd hátíðahald- anna revndi að draga sem mest úr sölumennskunni á þjóðhátíð- ardaginn, því að söluprangið set- ur skugga á daginn. Atliugandi væri, hvort ekki mætti skipu- leggja sölutorg fyrir hina ötulu sölumenn utan við sjálft hátíða- svæðið og jafnframt tryggja að fyllsta þrifnaðar sé gætt. Ný skrifstofa F.í.íHótel Sögu Nýlega opnacSi Flugfélag Islands upplýsinga- og sölu- skrifstofu í anddyri Hótel Sögu, Reykjavík. Skrifstofan mun veita al- hliða upplýsingar um fertSir innanlands og utan og jafn- Framhald á 7. síðu. SUNDLAUG VÍGÐ í MOSFELLSSVEIT 17. júní var tvöfaldur hátíðis- dagur hjá íbúum Mosfells- hrepps, því þá var vígð afar myndarleg sundlaugarbvgging á Varmártúni í grennd við Hlé- garð. Vígsluathöfnin fór hið bezta fram og var þarna margt manna samankomið, enda var margt til skemmtunar, m. a. boð sundskeppni milli stjórnar ung- mennafélagsins og hreppsnefnd- arinnar og var keppni afar jöfn og spennandi og lauk með naum um sigri ungmennafélagsins. Þá vakti geysimikla kátínu boðróð- ur á völtum flekum milli bænda og iðnaðarmanna og fengust aldrei úrslit í þeirri keppni, þar sem ræðararnir voru oftast á kafi í vatni. í knattspyrnukapp- leik milli giftra og ógiftra báru þeir giftu sigur af hólmi, enda gamlir kunningjar frá ís- landsmótum í hópi giftia. Mvnd in sýnir er gestir gengu frá lauginni til að taka þátt í kaffi- drykkju í Hlégarði.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.