Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 19.06.1964, Qupperneq 7

Frjáls þjóð - 19.06.1964, Qupperneq 7
Forsætisrdðherra .... Frh. af bls. 1. um almennings, fyrst Jón Helga son gæti enn talað íslenzku, haf- andi verið í Danmörku meira en hálfa ævina. Nú fá þeir Gunnar Gunnars- son og Halldór Kiljan Laxness að heyra sama sönginn, svo að einhverjir séu nefndir af sextíu- menningunum, þeim sem dval- izt hafa erlendis. Lágkúruleg áróðurs „aðferð Prófessor Jóhann Hannesson skrifaði fyrir nokkru í Lesbók Mbl. hugleiðingu um það, er smjaðri er beitt í áróðursskyni. Forsætisráðherrann virðist ekki lesa sitt eigið blað mjög vand- lega, a. m. k. hefur hugvekja prófessorsins ekki megnað að bæta hann. Það er ekkert annað en ]æ- víslegt smjaður fyrir almenning að bera viðnámsþrótt hans í menningarmálum saman við við- nám þeirra manna, sem bein- línis lifa og hrærast í tungunni sjálfri, sitja daglega við upp- sprettulindir hennar og rækta með sér fagurt málfar. Almenningur beitir að sjálf- sögðu tungunni ósjálfrátt, notar það orð sem fyrst kemur upp í hugann. íslenzkur almenningur er á- reiðanlega tiltölulega vel við því búinn að mæta erlendum á- UPPREIMAÐIR STRIGASKÓR allar stærðir GÚMMlSKÓR með hvítum sóla. Skólavörðustíg 12. hrifum, en þegar flóðbylgja er- lends menningarstraums skellur á honum úr einni átt, stendur hann uppi berskjaldaður. Menntaður maður, sem dvelst í útlöndum, hefur þroska til að velja og hafna, hefur yfirsýn yfir það, sem að honum er rétt. Munu þó allir sammála um, að hver sá sem dvelst í framandi samfélagi, verður stöðugt að ’ vera á verði, ef málkennd hans og þjóðerniskermd á ekki að slævast. Ofmat og vanmat Það væri rangt að ofmeta gildi menntunar, en við skulum ekki vanmeta það heldur. AUan þorra manna vantar þann þroska og yfirsýn, sem þarf til að stand- ast sterk menningaráhrif úr einni átt. Allir þekkja dæmi um það hve ýmsir, bæði menntaðir og ómenntaðir, eru fljótir að týna tungu sinni, er þeir dvelj- ast með erlendum þjóðum. Það verður býsna dýr tilrauji, ef við ættum að ganga úr skugga um það tölulega, hve stór hluti þjóð arinnar hefur þrótt til að stand- ast áhrif dátasjónvarpsins. Það verður að teljast fordæm- anlegt ábyrgðarleysi, að forsæt- isráðherra skuli nota 20 ára af- mæli lýðveldisins til að grafa vísvitandi undan viðnámsþrótti þjóðarinnar í menningarmálum með því áróðursvopni, sem er auvirðilegast allra: smjaðrinu. Skíðaferð á sumri Frh. af bls. 8. - valið sér gönguleiðir við sitt hæfi, því þarna er fjölbreytni í landslagi, mjög athyglisverð náttúrufyrirbæri, sem gaman er að skoða, svo sem hverir, íshell- ar og hrikaleg gljúfur, Skíða- kennslan er að sjálfsögðu einn aðalliðurinn í útiveruimi. Þeir sem aldrei hafa stigið á skíði en langar til þess að læra undir- stöðuatriði skíðaíþróttarinnar fá þarna ágætt tækifæri til þess. Þáttakendum er skipt í hópa eftir getu og er þannig komið í veg fyrir, að byrjendur verði fyrir truflunum af völdum þeirra sem lengra eru komnir Komið verður upp litlum skíðalyftum eins og áður og geta þátttakend- ur námskeiðanna fengið sérstök afsláttarkort. Kvöldvökur þar efra hafa þótt takast vel og fer þar saman söng ur, leikir og dans. Farmiðasölu annast skrifstofa Ferðafélags íslands, Túngötu 5, simi 19533 og 11798, og Þor- varður Örnólfsson, sími 10470. Á það má minna, að meðal vinninga í Ferðahappdrætti Frjálsrar þjóðar er einmitt ferð fyrir tvo í Kerlingarfjöll. Ný skrifstofa F.l. Framh, al bls. 8. framt verður tekicS á móti farpöntunum, farmiðar seld- ir og önnur þjónusta er lýt- ur að ferðalögum veitt. - Þessi nýja skrifstofa í Hótel Sögu mun starfa sem deild Úr aðalsöluskrifstofu félagsins í Laekjargötu 2 og Birgir Ólafsson skrifstofu- stjóri þar, mun hafa yfirum- sjón með henni. Starfsstúlka í skrifstofunni verður Kristín Guðjohnsen, sem að undan- förnu hefur starfað í bók- anadeild Flugfélagsins í Lækjargötu 2. Æskan og .... (Frh. af bls. 1.) nýlega á Hreðavatni, í Þjórs árdal og víðar. Hins vegar mótmælir þing ið því kröftuglega, að ungt fólk sé spilltara að eðlisfari en áður, þótt ýmsir telji svo vera og hafi hátt um mikla spillingu æskunnar. Þingið hikar ekki við að staðhæfa, að hinir fullorðnu eigi langoftast meginsök á ávirðingum unga fólksins, m. a. með vítaverðu for- dæmi á ýmsum sviðum og þá ekki sízt um neyzlu á- fengis og tóbaks. Þingið átelur sérstaklega þá háttu forráðamanna þjóð arinnar að veita áfengi í veizlum og móttökum hins opinbera, þótt vitanlegt sé, að þar er um að ræða á- hrifamikið og hættulegt for- dæmi öllum landslýð, ekki sízt æskunni. Mættu þeir gjarnan rifja upp hið sígilda spekimál sr. Hallgríms Pét- urssonar: „Hvað höfðingj- arnir hafast að; hinir ætla sér leyfist það“. Loks minnir þingið á þau uppeldislegu sannindi, að fordæmið er meira virði en allar umvandanir. Uppnám .... Framh. af bls. 2. þegar þeir komu á vettvang var að hefjast sjónvarp á ill- ræmdum glæpaþætti, sem heitir á ensku „The Untouch- ables“ eða „Hinir ósnertan- legu“!!l Ekki varð förin með öllu árangurslaus, þvi að svo mik- ið var fátið og fumið á stöð- inni, meðan íslendingarnir áttu þar viðdvöl, að útsend- ing stöðvaðist 2—3 mínútur og sáu þeir, að á skerminn kom spjald, sem á stóð: „Sorry! We are having trouble", sem útleggst laus- lega: „Afsakið! Hér er allt í patí.“ Frétt frá ríkisstjórninni í 2. gr. kjaradóms frá 3. júlí 1963, segir svo: ,,Á tímabilinu frá 1. júní til 30. september ár hvert, er heimilt, með samkomulagi forstöðumanna hlut- aðeigandi stofnana og starfsmanna, að fella niður vinnu á laugardögum, enda lengist dagvinnutími aðra daga vikunnar, svo að full vinnuvika náist á 5 dögum“. Orðið hefur að samkomulagi, að heimild þessari sé beitt, með því skilyrði, að fært sé að dómi forstöðu- manns og viðkomandi ráðuneytis að fella niður störf á umræddum tfma, svo og að vinnutími þeirra starfsmanna, sem ekki vinna á laugardögum skv. framansögðu, lengist í staðinn um eina klst. á mánu- dögum allt árið með þeim hætti, að þá verði unnið til kl. I 8. Tilkynning Til loka septembermánaðar verða skrifstofur vorar og vörugeymslur lokaðar á laugardögum. Þá breytist og afgreiðslutími, þannig að framvegis verður opið frá kl. 9—1 2.30 og kl. 1 3—1 7.30 alla mánudaga, en frá kl. 9— 1 2.30 og kl. 1 3— I 6 aðra virka daga. Áfengis og tóbaksverzlun ríkisins. Eignizt og lesig bækur, sem máli skipfa. fjallar um dýpstu og innilegustu samslripti karls og konn þ. á. m, um ástina, kynlífið, frjógvun, getnaðarvarnir barna uppeldi, hjónalífið og hamingjuna, Höfundar: Hannes Jónsson. félagsfræðingur, Ff-tur H. J. Ja;c- obsson, forstöðumaður fæðingardeildar Landsp.talans; Sigurjón Björnsson, sálfræðingur; dr. Þórður Eyjóifsson, hæstaréttar- dómari: dr Þórir Kr Þórðarson. prófessor Höfundarnir tryggja gæðin, efnið ánægiuna Þessi bók á erindi til alira kynþioska karla og kvenna Verkalýðurínn og fjjóðfélagið eftir Hannes Jónsson félagsfræ'Sing. er úrvalshandbók tvrir alla þá, sem taka vilja ábyrgan bátt 1 féiagsstarfi og ná ár- angri í fundarstörfum og mælsku. Bók þessi fjallar á hagnýtan og fræðilegan hátt um fundar- stjórn, fundarsköp, og allar tegundir félags- og fundarstarfa. í henni er líka rökfræðiágrip, fróðlegur kafli um áróður og margar teikningar af fyrirkomulagi i fundarsal. Vlunið, að leikni i félagsstörfum og mælsku getur ráðið miklu um þjóðfélags- legan frama ykkar og framvindu þjóðfélagsmála. Upplagið er takmarkað af þessum úrvalsbókum. Tryggið ykkur eintök meðan til eru. J FELAdSI Pósthólt 31 — Reykjavík — Ssmi 40624 PONTUNARSEÐILL iPóstsent um lano allt). Sendi héi með kr...... til greiðslu eftirtalin.d bókarpöntun, sem óskast póstlögð strax 'Merkið það sem við ál — Fjölskyldan og hjónabandið i/eré kr 150.00. — Félagsstörf og mælska. Veið 150. 00. Nafn: ............................................ Heimili: ...................................... Frjáls þjóð — fóstudaginn 19. júní 1964. 7

x

Frjáls þjóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.