Tíminn - 24.02.1977, Síða 15

Tíminn - 24.02.1977, Síða 15
Fimmtudagur 24. febriiar 1977 15 hljóðvarp Fimmtudagur 24. febrúar. 7.00 Morgunútvarp Veöurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Guöni Kolbeinsson les söguna af „Briggskipinu Blálilju” eftir Olle Mattson (14). Enskupróf I 9. bekk kl. 9.10 (útv. fyrir prófanefnd menntamálaráöuneytisins. Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttirkl. 9.45. Létt lög milli atriöa. Viö sjóinnkl. 10.25: Ingólfur Stefánsson talar viö Kjartan Guöjónsson sjó- mann. Tónleikar. Morgun- tónleikar kl. 11.00: Julian Bream leikur á gitar Sónötu f A-dúr eftir Paganini / Mic- hael Ponti leikur á pianó Scherzo i d-moll op. 10 og i c- moll op. 14 eftir Klöru Schu- mann / Jacqueline du Pré og Daniel Barenboim leika Sónötu i e-moll fyrir selló og . pianó op. 38 nr. 1 eftir Brahms. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tilkynningar. A frlvaktinni Margrét Guömundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Hugsum um þaöAndrea Þóröardóttir og Gisli Helga- son sjá um þáttinn og ræöa viö fyrrverandi eiturlyfja- neytanda, sem segir sögu sina af fikniefnaneyzlu og afbrotaferli. 15.00 Miödegistónleikar 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir) Tönleikar. 16.40 Sigrandi kirkja Séra Arelius Nielsson flytur fyrra erindi sitt. 17.00 Tónleikar 17.30i^Lagiö mitt Anne-Marie Markan kynnir óskalög barna'innan tólf ára aldurs. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Sinfóniuhljómsveit Islands leikur i útvarpssal Einleikari: Einar Jóhannesson. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. Klarinettu- konsert I f-moll op. 73 eftir Carl Maria von Weber. 20.00 Leikrit: „Horft af brúnni” eftir Arthur Miller (Aöur útv. 1959) Þýöandi: Jakob Benediktsson. Leik- stjóri: Lárus Pálsson. Per- sónur og leikendur: Eddie... Robert Arnfinnsson Beatrice kona hans... Reglna Þóröardóttir, Alfieri lögmaöur... Haraldur Björnsson, Marco... Helgi Skúlason, Katrin... Krist- björg Kjeld, Randolpho... Ólafur Þ. Jónsson, Louis... Klemenz Jónsson, Mikki... Flosi ólafsson, Lögreglu- menn... Jón Aöils og Bragi Jónsson, 21.45 Tónlist eftir Erik Satie Francis Poulec og Jacues Férier leika á tvö pianó. 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Lestur Passiusálma (16). 22.25 „Siöustu ár Thorvald- sens” Björn Th. Björnsson íykur lestri þýöingar sinnar á minningum einkaþjóns Thorvaldsens, Carls Rrederiks Wilckens (12). 22.45 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. mmm m Hættulegt ferðalag eftir AAaris Carr enninu. Móða var á sólgleraugunum og hún þróði að komast í f orsælu. Það var eins og steikjandi sólin drægi úr henni allan mátt og hún gekk hratt á eftir Mike upp frá árbakkanum. Þeir höfðu ráðið henni til að klæðast síðbuxum úr bómulloghúnsáaðþeirhöfðu og farið í síðar buxur. Þegar þau komu inn í skóginn, sá Penny hvers vegna. Gróðurinn óx þarna svo hratt að ómögulegt var að halda stígnum auðum og síðbuxur hlífðu fótleggjunum gegn rispum og sárum. Frumskógurinn var heitur og rakur. Milli mahónítrjáa, pálma og sedrustrjáa sá hún undurfagrar orkídeur. Litskrúðugir páfagaukar og ap- ar hlupu frá stígnum þegar þau nálguðust og skræktu gjallandi viðvörunaróp sín, þegar brast í greinum og kvistum undir fótum þeirra. — Nú erum við að verða komin, sagði Mike og nam staðar. Penny staðnæmdist við hlið hans. Hún sló eftir moskitóflugu og óskaði þess að hún hefði líka farið í ermalanga blússu. — Af hverju kom Brian ekki með okkur? spurði hún og leit yfir öxl sér. — Hánn þurfti að ganga f rá ýmsu um borð, en kemur seinna og þá geturðu hitt hann. Ég ætlaði bara að ganga úr skugga um að þú hefðir allt sem þú þarf nast, áður en ég fer og hjálpa honum. — Hvað voru margir menn hérna upphaflega? — Þeir voru 'ekki margir fyrst, en þegar starfsemin jókst voru um það bil hundrað á launaskrá, einkum Indíánar og Brasilíumenn. Við fórum dálítið öðruvísi að, en venjulegt er á gúmmíplantekrum, reyndum að rækta gúmmítré á ákveðnu svæði, þannig að við fengjum ekki aðeins gúmmí úr villtum trjám. Við þurftum að ryðja stór landsvæði til að það tækist það var erfitt á stundum en margborgaði sig. — Ekki furða þó að pabbi hafi haft mikið að gera. Það hlýtur að hafa verið meira en fullt starf að vera læknir alls þessa fólks. Mikebrosti stríðnislega. — Maður skyldi ætla það. Ég skal segja þér allt um hann seinna. En við verðum að halda áfram ef þú vilt ekki að maurarnir og moskító- flugur éti okkur upp á staðnum. Það er varasamt að halda kyrru fyrir í skóginum. Penny þurfti að hlaupa við fót að baki honum og hún greipandann á lofti stundarf jórðungi síðar, þegar þau voru greinilega komin á leiðarenda. Framundan var stórtrjóður, þar sem kofar þaktir pálmablöðum stóðu í hring umhverfis stórt opið svæði. Yfir öllu skein sólin svo björt að nokkur stund leið unz Penny sá að allir kof- arnir stóðu á háúm stöplum og milli allra kofanna lágu eins konar brýr. Allt í kring var þéttur skógurinn eins og veggur. Þetta var mjög myndræn sjón og Penny fannst hvítir kofarnir hálf óraunverulegir í þessuum- hverfi. Mike sneri sér að henni og brosti snöggt, en hélt síðan áfram yfir opna svæðið, Hann hjálpaði henni upp stig- ann upp á brúna og síðan að kofa, sem hann vissi að enginn bjó í. Svo kinkaði hann kolli og ýtti upp hurðinni. — Komdu inn og bíddu hér. Ég ætla að athuga hvað strákarnir hafa gert við farangurinn þinn. Penny stóð í dyrunum og sá hann sveif la sér yf ir riðið á brúnni og stökkva niður. Almáttugur hvílík orka, sem þessi maður bjó yfir! Hún sneri sér við og leit á hina kofana. Við fyrstu sýn hafði henni fundizt allt autt og dautt, en svo virtistsem koma hennar hefði lífgað stað- inn við. Indíánakona með sítt, svart hár kom gangandi þvert yf ir torgið með stóra körf u áf nýþvegnum þvotti á höfðinum. Hún klifraði uppstigann að kofa Pennýjar og setti körfuna niður á fjalagólfið. Án þess að heilsa eða brosa sneri hún við og settist í efstu tröppuna. — Nei hættið nú alveg! Hvaðan í ósköpunum kemur þú, Ijúfan? Ung kona kom út úr einum kofanum og gekk eftir brúnni til Pennýjar. Hún var klædd kín- verskum slopp og dökkt hárið var klippt þvert fyrir allt í kring. Hún var austurlenzk í útliti. Skásett grænleit augun virtust full fjandskapar, þegar þau virtu fyrir sér grannan líkama Pennýar og Ijósa húðina. — Nei, góðan daginn, Júlía! Penny varð feginn að Mike var kominn aftur. Undir venjulegum kringumstæðum hefði henni þótt ánægju- legt að hitta aðra hvíta konu, en þessi hávaxna, granna kona verkaði svo fráhrindandi, að Penny fékk gæsa- hús. Hugboð, eða ef til vill grænu óvingjarnlegu augun, sem mældu hana út frá hvirfli til ilja. Mike kinkaði kolli til Indíánakonunnar, sem sat þarna hin þolinmóðasta og beið með taukörf una sína og Penny til undrunar rofnaði þetta sviplausa, óhaggan- lega andlit af breiðu, Ijómandi brosi. — O, það er gaman að sjá þig aftur, Mike! Gekk ferð- in vel? Júlía horfði spyrjandi á hann — Ég bjóst ekki viðaðþú kæmir með vinkonutil baka. Það var glettnisglampi í gráum augum Mikes, þegar hann leit á Penný sem roðnaði, en hann gerði enga til- raun til að skýra málið, ýtti aðeins upp hurðinni með fætinum og bar farangurinn inn. Penný reyndi að halda hurðinni, en hann tók í handlegg hennar og dró hana með sér út á brúna aftur. — Þetta er dóttir Davenports læknis. Hann brosti til Júlíu. — Látið henni líða vel og sjáið um að hún hafi allt sem hún þarfnast. Ég get ekki stanzað hérna. Eitt- hvað af mannskapnum kemur aftur í dag og ég hef heil ósköp að gera. — Allt í lagi, þú getur trúað mér fyrir henni. Hvað heitir hún? Það er eins og hún sé hrædd við að opna munninn. — Nú, ég hélt að enginn nema þú hefðir þau áhrif. á karlmenn sagði Mike glottandi. — Penny getur svo sannarlega tekið til orða um ýmislegt. Þið verðið góðir vinir, þegar hún er búin að jafna sig. Penny fann hvernig reiðin vall upp í henni. Hún vissi ekki hvort það var hitanum að kenna eða snöggum um- skiptum frá ánni til frumskógarins. Hún starði á þau hin og vissi ekki hvort henni var verr við þessa stund- ina. — Vertu nú svo vænn að reyna að koma aftur í kvöld, Mike. Þessi seinasta vika hefur verið óvenju leiðinleg. Penny f urðaði sig á hve rödd Júlíu og fas gat breytzt. Það var einhver ákaf i kominn yfir hana og skásettu austurlenzku augun, sem rétt áðan höfðu verið svo köld, Ijómuðu nú af hlýju. Penny leit á Mike, en það var ómögulegt að lesa nokkuð í brosandi, brúnu andliti hans. — €g sé hvað ég get, Júlía, sagði hann vingjarnlega. — En ég þori ekki að lofa neinu. Þú veizt bezt sjálf hvað ég er önnum kaf inn. En ég er viss um að þér leið- ist ekki með Pennýju. Um leið og hann var farinn, f ékk Penny það aftur á tilf inninguna, að Júlíu geðjaðist ekki að henni. — Ef þú ert að vonast eftir af þreyingu og skemmtun- um, þá finnurðu það ekki hér, sagði hún stuttlega og með sterkum bandarískum hreim. — Þetta er leiðinleg- asti staður í heimi. „Taktu þetta ekki nærri þér, Jói. Wilson hefur rekiö mig út milljón sinnum.” DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.