Tíminn - 15.03.1977, Qupperneq 11

Tíminn - 15.03.1977, Qupperneq 11
Þriöjudagur 15. marz 1977 iÍLCTil'lÍlí' n Otgefandi Framsóknarflokkurinn, Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur GIslason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu vib Lindargötu, slmar 18300 — 18306: Skrifstofur I Aöal- stræti 7, slmi 26500 — afgreiösiuslmi 12323 — augiýsingá- ' simi 19523.. Verö I lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr. 1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f., Graskögglamálið Á nýloknu Búnaðarþingi voru að vanda rædd mörg sameiginleg hagsmunamál landbúnaðarins og þjóðarbúsins. Eitt hið stærsta þeirra var tvi- mælalitið graskögglamálið. Landbúnaðarráð- herra skipaði á siðastl. vori nefnd til að gera til- lögur um þetta mál og var formaður hennar Hjalti Gestsson ráðunautur. Alit nefndarinnar var til meðferðar á Búnaðarþingi og hlaut þar góðar undirtektir. Samkvæmt þvi virðist ljóst, að gras- kögglar með meiri eða minni iblöndun annarra efna, geti komið i stað meginhluta innflutts fóður- bætis. Á árunum 1974-1976 voru að meðaltali flutt- ar inn um 60 þús. smál. af kjamfóðri. Til þess að ná framangreindu marki þarf að fimmfalda af- köst innlenda fóðuriðnaðarins, og auka fram- leiðslu úr 8 þús. smál. upp i 40 þús. smál. á ári. í nefndarálitinu kemur fram, að rétt sé að gera ráð fyrir þvi að þessi breyting taki alllangan tima og leggur nefndin til, að þessi umrædda fram- leiðsluaukning verði að fullu komin til fram- kvæmda árið 1990. Árleg meðaltalsafkastaaukning þarf að verða um 1400-2500 lestir og rækta þarf um 8500-9000 hektara lands. Þá þarf að byggja allmargar verksmiðjur, og ef hver þeirra væri álika stór og sú verksmiðja, sem nú er i Gunnars- holti, þyrfti 11 slikar. Fjárfesting við þær fram- kvæmdir væri 1.800-2.260 milljónir kr. Árleg fjár- festing yrði þvi um 160-180 millj. kr. miðað við verðlag nú, en hins vegar er bent á það i nefndar- álitinu að þessar tölur myndu lækka verulega, ef tollar og söluskattur af efni i verksmiðjurnar yrðu felldir niður, eins og nefndin leggur til. Þá vill hún gefa graskögglaverksmiðjunum kost á raforku á sama verði og áburðarverksmiðjunni, til þess að lækka framleiðslukostnaðinn. Til þess að ná framangreindum markmiðum leggur nefndin til, að fjár verði aflað með þvi að stofna fóðuriðnaðarsjóð. Tekjur sjóðsins verði hreyfanlegt gjald af cif-verði innflutts kjamfóðurs allt að 6% og jafnhá upphæð úr rikissjóði árlega og kjarnfóðurgjaldið nemur. Hlutverk sjóðsins verði að veita styrki og lán til stofnunar fóðuriðnaðar og styðja rekstur nýrra verksmiðja i byrjun. Einnig leggur nefndin til að Byggðasjóður taki upp fastan lánaflokk til fóðuriðnaðar, og nemi lán Byggðasjóðs allt að 20% af stofnkostnaði. Stofn- lánadeild landbúnaðarins láni um 15% af stofn- kostnaði. Lán og styrkir Fóðuriðnaðarsjóðsins og framlög stofnana, bænda og einstaklinga verði um 65% af stofnkostnaði. Tvimælalaust er hér um að ræða eitt mesta framfaramálið, sem biður úrlausnar á næsta ára- tug. Góður árangur Nokkuð hefur verið rætt að undanförnu um kostnað við slátrun og heildsöludreifingu á sauðfjárafurðum. í þeim umræðum hefur það komið fram og hefur þvi ekki verið mótmælt, að hvergi i vestrænum löndum mun vera minni munur á verði þvi, sem neytendur greiða fyrir landbúnaðarvörur, og þvi verði, sem fram- leiðendur fái fyrir vörurnar, en á Islandi. Þetta er glæsilegur árangur af samvinnu bænda um vinnslu og sölu afurðanna. Mestu ræður hér umboðssölufyrirkomulagið, sem tryggir, að bændur fái sinn hlut af söluverðinu. Að sjálfsögðu er hér ekki reiknaður með i útsöluverðinu 20% söluskattur, sem rikissjóður innheimtir. ERLENT YFIRLIT Ráðherrum stefnt fyrir landsdóm Söguleg ákvörðun italska þingsins Sleppur Rumor? SA ATBURÐUR geröist siöastl. fimmtudag á sameiginlegum fundi beggja deilda italska þingsins, aö samþykkt var aö svipta tvo fyrrverandi varnarmálaráö- herra ítaliu þinghelgi og ákæra þá fyrir sérstökum landsdómi vegna ásakana um, að þeir heföu þegiö mútur af ameriska fyrirtækinu Lock- heed Aircraft Corporation meðan þeir voru varnarmála- ráöherrar, en þaö var á árun- um 1968-1970. Hér er um aö ræöa þá Luigi Gui, sem nú á sæti i öldungadeildinni fyrir Kristilega flokkinn, og Mario Tanassi, sem á sæti i fulltrúa- deildinni fyrir sdsialdemó- krata, og var nýlega orðinn formaöur þeirra, þegar hann var fyrst ákæröur og lét hann þá af formennskunni. A sam- einuðum fundiitalska þingsins eiga sæti 630 fulltrúadeildar- menn og 332 öldungadeildar- menn. Þaö var samþykkt meö 487 atkvæöum gegn 451 aö ákæra Gui en meö 513 gegn 425 aö ákæra Tanassi. Jafnframt var ákveöið aö ákæra niu menn, sem voru háttsettir embættismenn á þessum tima,fyrirmeinta aöildþeirra aö umræddum mútum. Meöal þeirra er Diulio Fanali hers- höföingi, sem var æösti yfir- maður flughersins á þessum tima. Þaö hefur aldrei gerzt áöur, aö Italska þingið hafi svipt þingmenn þinghelgi eöa ákveðiö aö ákæra fyrrverandi ráöherra. Atökin urðu lika hörð á þinginu og stóöu um- ræður nær samfleytt i viku. Báðir lýstu þeir Gui og Tan- assi sig saklausa. Aðalverj- andi Gui á hinum sameigin- lega þingfundi var Aldo Moro fyrrv. forsætisráöherra, en aðaiverjandi Tanassi var Giu- seppi Saragat, fyrrum forseti italska rikisins. UPPHAF þessa máls var það, aö bandarisk þingnefnd uppíýsti, að Lockheed-flug- vélaverksmiðjan heföi beitt stórfelldum mútum til aö tryggja sölu á flugvélum sin- um erlendis. Einkum heföi þessari aöferö þd veriö beitt i Japan og á ítallu. Upp- ljóstranir þessar vöktu strax mikið uppnám i Japan og hafa m.a. leitt til ákæru á hendur Tanaka fyrrv. forsætisráð- herra. Á Italiu vakti máliö i fyrstu ekki eins mikið upp- nám, en þó fór svo, aö sérstök þingnefnd var skipuö til aö rannsaka málavexti. Hún skil- aöi áliti i janúarmánuöi siöastl. og lagði til, aö áöur- greindir menn yröu ákæröir. í nefndinni uröu mikil átök um, hvort ekki ætti einnig aö ákæra Mariano Rumor fyrrv. forsætisráöherra, en þaö var fellt i nefndinni meö eins at- kvæöis mun. Sá orörómur komstfljóttá kreik, aö einn af þremur mönnum, sem gegndu forsætisráöherraembættinu á þessum tima, heföi einnig þegiö mútur, en þessir menn voru þeir Rumor, Moro og Leoni,sem nú er forseti Italiu. Fljótlega þótti uppvist, aö Moro væri ekki neitt viö þessi mál riöinn, en grunur féll aöallega á Rumor. Mikill ágreiningurvarö lika um þaö I nefndinni, hvort ekki ætti einnig aö ákæra hann. ÞAÐ vakti lika strax mikla andstööu i þinginu, aö Rumor skyldi sleppa. Litill flokkur, Radikali flokkurinn, hófst strax handa um aö safna undirskriftum meöal þing- manna undir áskorun um, aö hann skyldi einnig ákærður. Kommúnistaflokkurinn lýsti strax fylgi sinu viö undir- skriftirnar, en Kristilegi flokkurinn snerist öndveröur á móti. Ekki fengust nema 375 undirskriftir, en 477 heföi þurft til þess, aö Rumor yröi ákæröur. Þaö var Sósialista- flokkurinn, sem bjargaöi hon- um meö þvi að neita aö taka þátt i undirskriftunum. Sú af- staöa hans hefur vakið allmik- ið sundurlyndi meöal óbreyttra liösmanna hans. Þótt Rumor hafi þannig sloppiö aö sinni, munu and- stæöingar hans hafa huga á, aö láta málið gegn honum ekki falla niöur. Radikali flokkur- inn hefur einnig krafizt frekari rannsóknar á þvi, hvort Leoni forseti hafi veriö eitthvaö við mútumáliö riöinn. Þ.Þ. Forsætisráöherrarnir þrfr Leoni, Moro og Rumor Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.