Tíminn - 18.03.1977, Blaðsíða 2
2
Föstudagur 18. marz 1977
Lúörasveitirnar á sameiginlegri æfingu á Selfossi fyrir skömmu.
Lúðrarnir þeyttir á
Selfossi á morgun
erlendar fréttir
Schmidt
kanslari
dæmdur í
sekt fyrir
meinyrði
Helmut Schmidt, kanslari
Vestur-Þýzkalands, var ný-
lega dæmdur til aö greiða
fimm þúsund marka sekt, sem
jafngildir nær fjögur hundruð
þúsund krónum islenzkum,
fyrir ummæli, sem hann lét
frá sér fara i kosningabarátt-
unni í V-Þýzkalandi siöastliðið
ár.
Aðili sá sem ummælin voru
höfð um, Fritz Wuttmann,
þingmaður frá Munchen, haföi
krafizt þess að kanslarinn yrði
dæmdur i allt að fimm hundr-
uð þúsund marka sekt, og hef-
ur hann áfrýjað dómnum i
málinu, sem hann telur allt of
vægan.
Bakgrunnur málshöfðunar-
innar var ræða sem Schmidt
héit meðan á kosningabarátt-
unni stóð, en i henni hélt hann
þvi fram, að Wittmann vildi
láta Vestur-Þjóðverja svara
Austur-Þjóðverjum i sömu
mynt, þegar hinir siðarnefndu
beita skotvopnum viö landa-
mæri rikjanna tveggja, og
með þvi skapa hættu á styrjöld
milli þeirra.
Wittmann kvaðst hins vegar
aldrei hafa látið sér neitt um
munn fara, sem stutt gæti
þessa fullurðingu kanslarans,
og dómstóll sá, sem fjallaði
um málið fellst á það að um-
mæli kanslarans hefðu ekki
veriö réttlætanleg.
Alda hefnd-
armorða
gengur
yfir Libanon
Reuter, Mukhtara i Libanon —
Að minnsta kosti sextíu og
átta manns hafa siðastliðinn
sólarhring verið drepin i öldu
hefndarmorða, sem gengiö
hefur yfir Libanon vegna
morösins á Kamal Junblatt,
leiötoga vinstri manna þar i
landi, en hann var skotinn til
bana á miðvikudag.
Tugir þúsunda manns
flykktist i gær til fjallaþorps-
ins Mukhtara, til þess að vera
við útför Junblatts, sem var
einn af þekktustu stjórnmála-
leiðtogum Libanona. Ekki er
enn vitaö hverjir morðingjar
hans voru.
Haft er eftir kristnum
þorpsbúum þar, að þeir viti
um að minnsta kosti fimmtfu
og átta kristna menn, sem
myrtir hafa verið i hefndar-
skyni i þorpunum umhverfis
Mukhtara, en þaöan er fjöl-
skylda Junblatts komin.
Aö minnsta kosti tiu manns
til viðbótar hafa verið myrtir i
Beirút, að þvi er haft er eftir
áreiöanlegum heimildum.
Openberar sendinefndir,
sem komu til að vera við-
staddir útförina, óku fram hjá
ummerkjum eyðileggingar i
þorpinu Boutme, þar sem
brunnar bifreiöar stóðu með-
fram götum, og að minnsta
kosti fjögur lik lágu á vlða-
vangi.
Fregnir herma, að morö-
ingjarnir hafi ekki náöst I
neinu þessara tilvika.
Junblatt var myrtur af laun-
skyttum, sem notuðu sportbif-
reið með númeraspjöldum frá
Baghdad til undankomu.
NÆSTKOMANDl laugardag 19.
marz kl. 5 halda Lúðrasveit Sel-
foss og Lúðrasveit Hafnarfjarð-
ar sameiginlega hljómleika I
Selfossbiói.
Þetta er i 3ja sinn sem þessar
lúðrasveitir hafa meö sér þetta
Framsóknarfélögin 1 Arnes-
sýslu héldu almennan fund um
stjórnmálaviðhorfið i Hótel Sel-
fossi siðastliðiö þriðjudagskvöld.
Fjölmenni var á fundinum.
Frummælendur voru ólafur Jó-
hannesson dómsmálaráðhcrra og
þingmenn Framsóknarflokksins i
Suðurlandskjördæmi.
Garðar Hannesson simstjóri i
Hverageröi, setti fundinn og
skipaöi Hrafnkel Karlsson á
Hrauni fundarstjóra og Pál Lýðs-
son i Litlu-Sandvik fundarritara.
Ólafur Jóhannesson dóms-
málaráðherra ræddi m.a. um
landhelgismálið og sigurinn er
vannst i þvi máli. Hann ræddi og
um atvinnumál og orkumál
einnig um veröbólguna, en enginn
vildi stiga fyrsta skrefið til að ná
henni niður. Þá ræddi ráöherra
um viðskiptahalla og Eftaaðild,
aflabrögð, kaupmátt launa, sem
rýrnað hafi og eðlilegt sé að
verkalýðsfélögin vildu rétta sinn
hlut. I lok ræðu sinnar fór hann
nokkrum orðum um dómsmálin,
en áfengi og fikniefni sagði hann
vera undirrót margra glæpa.
Þór'arinn Sigurjónsson alþing-
ismaður ræddi m.a. um stjórn-
samstarf. Fyrir ári siðan voru
haldnir sams konar hljómleikar
i Bæjarbiói í Hafnarfirði, þar áð
ur á Selfossi. Alls eru um 50
hljóðfæraleikarar i báðum
sveitunum Stjórnendur eru
Asgeir Sigurðsson og Hans
Ploder. Efnisskrá hljómleik-
armyndunina og ástandið i
þjóðmálum, er úrræði ólafs Jó-
hannessonar fyrirkosningar náðu
ekki fram. Fór hann orðum um
uppbyggingu Þorlákshafnar og
atvinnu er þar skapaðist, svo og
að fullvinna ætti landbúnaðarvör-
ur i héraði. Fjármagn til vega-
framkvæmda i Suðurlandskjör-
dæmi væri ekki nóg. Ræddi hann
einnig um byggingu sjúkrahúss
Suðurlands, fyrirhugaðar skóla-
byggingar og fleira.
I ræöu Jóns Helgasonar al-
þingismanns kom fram hvað
framundan er i úrbætum i lána-
málum landbúnaðarins. Rótgróin
stefna Framsóknarflokksins ætti
að vera og væri að styðja frum-
býlinga landbúnaðarins. Ræddi
Jón um áróður andstæðinga
Framsóknarflokksins gegn land-
helgissamningunum og áróður
þeirra gegn landbúnaðinum. Þá
sagði hann, að fyrsta verk rikis-
stjórnarinnar hefði veriö að
stuöla að láglaunabótum.
Aðrir ræðumenn á fundinum
voru, Jósep Helgason, Gisli
Högnason á Læk, Gunnar Krist-
mundsson, forseti Alþýðusam-
bands Suðurlands, Jón R.
anna er fjölbreytt og ættu allir,
sem ánægju hafa af léttri hljóm-
sveitarmúsik að finna eitthvað
við sitt hæfi. Meðal annars kem-
ur þarna fram 7 manna Dixie-
landhljómsveit skipuð mönnum
úr báðum lúðrasveitunum.
Hjálmarsson, fræðslustjóri,
Garðar Hannesson i Hveragerði,
Þórður Snæbjörnsson i Hvera-
gerði og Hrafnkell Karlsson á
Hrauni. í ræðum heimamanna
kom fram hve mikið vandamál i
landbúnaöinum væri búsetuskipti
á jörðum og að frumbýlislán þurfi
að auka. Fækkun á mjólkurfram-
leiðendum á svæði Mjólkursam-
sölunnar væri 30-40 bændur á
ári, eða sem svaraði einni sveit.
Lán til hitaveitna þurfi að auka.
Þá voru þingmenn hvattir til að
bæta kjör láglaunafólks og sýna
að það væri hægt að gera jafnvel i
stjórn með ihaldinu. Gagnrýni
kom fram á það hvernig þing-
menn Framsóknarflokksins
hefðu staðið að herstöðvar-
samningnum. Auka þurfi fræðslu
um áfengismál i skólum og bjór-
inn sem virðist vera aðalmál
málanna hjá þjóðinni bar á góma.
Einnig var rætt um róg og áróður,
erdómsmálaráðherra hefur orðiö
fyrir.
Ölafur Jóhannesson dóms-
málaráðherra svaraði þeim fjöl-
mörgu fyrirspurnum er fyrir
hann voru lagðar. Sagði m.a., að
Framhald á bls. 23
55. hér-
aðsþing
55. héraðsþing Héraðssam-
bandsins Skarphéðins var
haldið á Hellu dagana 26.-27.
febrúar siðastliðinn. Þingið
sátu 67 fulltrúar frá 23 aðild-
arfélögum. Fyrir þinginu
lágu umsóknir tveggja fé-
laga um inngöngu I sam-
bandið, þ.e. frá Skotfélagi
Hveragerðis og Mimi,
iþróttafélagi menntaskóla-
nema á Laugarvatni og var
aðild beggja samþykkt. Þá
voru samþykktar nokkrar
breytingar á lögum HSK og
margar samþykktir og
ályktanir gerðar. Það kom
fram á þinginu, að vegna
hinnar slæmu fjárhagsstöðu
sambandsins, getur það ekki
lengur haft framkvæmda-
stjóraá launum, eins og ver-
ið hefur hingað til, en stjórn-
armenn munu gegna starfi
hans fyrst um sinn. Núver-
andi stjórn HSK er þannig
skipuð: Kristján Jónsson
formaður, Hreinn Erlends-
son ritari, Kristján Agústs-
son gjaldkeri og Finnbogi
Jóhannsson og Páll Björns-
son meðstjórnendur.
Verzlunar-
fulltrúaskipti
í franska
sendiráðinu
Verzlunarfulltrúa Frakklands
Daniel Paret sem starfað hefur
hér á landi siðan i ágúst 1973, hef-
ur verið falið að taka við verzlun-
ardeild franska sendiráðsins i
Zagreb i Júgóslaviu.
Daniel Paret var áður i Frank-
furt am/Main i 6 ár.
Nýskipaður verzlunarfulltrúi
Frakklands Robert Poublan, er
væntanlegur til landsins fyrir
mánaðamótin.
Þar eð Daniel Paret þurfti að
fara héðan með mjög stuttum
fyrirvara, gafst honum ekki timi
til að kveðja alla þá sem hann
hefur kynnzt og haft viðskipti við
á þessum þrem árum, þá biður
hann blaðið að birta kveðjur og
þakklæti til allra sem hafi gert
honum dvölina hér ánægjulega.
Siguröur Kristjánsson
Útför
Sigurðar
Kristjáns-
sonar
Sigurður Kristjánsson, fyrr-
um sparisjóðsstjóri á Siglu-
firði og heiöursborgari Siglu-
fjarðarkaupsstaðar, andaöist
11. marz. Hann verður jarð-
sunginn frá Frikirkjunni i
Reykjavik I dag. Minningar-
grein um hann mun birtast I
Islendingaþáttum Timans sið-
ar.
Ólafur Jóhannesson I ræðustóli á Selfossfundinum. — Ljósmynd: PÞ.
Fj ölmennur
flokksfundur
á Selfossi