Tíminn - 18.03.1977, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.03.1977, Blaðsíða 5
Föstudagur 18. marz 1977 5 Svanlaug Árnadóttir, hjúkrunarfræöingur, formaöur Hjúkrunarfélags islands. Fulltrúa- fundur Hjúkrun- arfélags- ins FULLTROAFUNDUR Hjúkrunarfélags islands var haldinn f Reykjavik dagana 11. og 12. marz s.l. Daginn fyrir full- trúafund var kjörfundur á skrif- stofu félagsins og var kosinn nýr formaöur f staö Ingibjargar Helgadóttur, sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Formaöur til þriggja ára var kosin Svanlaug Árnadóttir hjúkrunarfræöingur, en þrir félagsmenn voru i kjöri. Samkvæmtlögum félagsins átti fulltrúafundur að kjósa 2 fulltrúa i stjórn og tvo i varastjórn. Þar eö fleiri gáfu ekki kost á sér var sjálfkjöriö i stjórn að þessu sinni. Stjórn félagsins skipa nú: Svanlaug Arnadóttir, formaður, Anna S. Stefánsdóttir, Sigriöur Einvarösdóttir, Fanney Frið- björnsdóttir, Björg Olafsdóttir, Þuriður Backmann og Gyða Thorsteinsson. Varastjórn: As- laug Björnsdóttir, Maria Gisla- dóttir, Helga Snæbjörnsdóttir, Pálina I. Tómasdóttir, Dórothea Sigurjónsdóttir, Jóna Valgeröur Höskuldsdóttir. Fulltrúafundurinn samþykkti einróma ályktun, þar sem lögð er áherzla á þaö, að landsmönnum beri öllum skylda til aö taka virk- an þátt I umhverfisvernd, og mót- mælt er öllum áætlunum stjórn- valda um stóriðju á Islandi, sem valdið geti mengun á lofti, landi og legi. • • Paöerumvið SAMSOI.ll BRAIJÐ E ins taklingar verulega afskiptir í lánakerfinu? — sparifé þeirra fimmtíu og þrír milljardar, lán til þeirra tæpir þrettán milljarðar HV-Reykjavik. — Við Treystum okkur ekki til að svara þvi til með beinum orð- um að einstaklingar séu veru- lega afskiptir i útlánum lána- stofnana, það er banka, en hins vegar getum við bent á, að samkvæmt hagtölum þeim, sem komu út um siðustu ára- mót, voru spariinnlán I bönk- um og sparisjóðum, sem ætla má aö séu að mestu frá einstaklingum komin, samtals 53.5 milljarðar króna, en á sama tima voru útlán til ein- staklinga ekki nema 12.9 milljarðar króna, sögðu þeir Baldvin Tryggvason, spari- sjóðsstjóri, og Jón G. Tómas- son, formaður stjórnar Spari- sjóðs Reykjavikur og ná- grennis, á blaðamannafundi, sem sparisjóöurinn boðaði til I gær, i tilefni þess, að nú eru liðin rétt um f jörutiu og fimm ár frá þvi hann tók til starfa. — Sem peningastofnun höf- um við þá sérstöðu, sögðu Baldvin og Jón ennfremur i gær, að við lánum eingöngu til einstaklinga og nær eingöngu til húsbygginga, Ibúðakaupa eða endurbóta á ibúða- húsnæði. Við teljum að sparisjóðurinn gegni þýöingarmiklu hlut- verki á þessu sviöi, raunar þýðingarmeiru en við höfðum gert okkur grein fyrir. Þegar við fórum til þess aö taka saman eins konar kynningar- lesningu fyrir þennan fund, duttum við niðurá þaö, að þótt hlutur okkar i heildarlánveit- ingum alls bankakerfisins til einstaklinga á öllu landinu sé aðeins rúmlega átta af hundraði, þá er hlutur okkar að lánum til einstaklinga á starfssvæði sparisjóðsins, það er I Reykjavik, Kópavogi og Selt jarnarnesi, rúmlega sextán og hálfur af hundraöi, og hlutur okkar af lánum til ibúðamála einstaklinga á þessu svæði um tuttugu og átta af hundraði, eöa rúmlega fjórðungur. Við höfðum alls ekki gert okkur grein fyrir þvi hvað við vorum stórir fyrr. Annars er það með helztu áhugamálum okkar núna, að útvega okkur með einhverju móti fé til aukinna lána til þeirra, sem vilja endurbæta eldri ibúðir. Þróunin undan- farin ár hefur verið sú, að eldri hverfi hafa tæmzt, nýrri hverfi aftur risið ákaflega hratt. Þetta teljum við að mestu leyti komið til vegna rangrar stefnu húsnæðismála- stjórnar, sem lánar svo miklu minna til kaupa eða endurbóta á eldri ibúðum en til nýrra ibúða (2.7 milljónir til nýrra, hámark 450 þús. til eldri). Þetta vildum við fá að leið- rétta, með þvi að lána til endurbóta i auknum mæli. Við höfum reifað þetta mál nokkuð við Seðlabankann og ein hugmyndin er sú, að við fengjum að taka lán i Seðla- bankánum, allt að jafnvirði þess sparifjár sem við sam- kvæmt reglum verðum að hafa bundið þar, sem eru um þrjú hundruð milljónir króna, með tryggingu i þeim bundnu innistæðum. Siðan fengjum við að lána þetta fé til endur- bóta á eldra húsnæði, en með þessu móti gætum við lánað fimm hundruð einstaklingum sex hundruð þúsund krónur hverjum. Þetta er þó engan veginn komið nálægt framkvæmda- stigi og búast má við aö hljóð heyrðist úr horni hjá þeim at- vinnuvegi, sem setið hefur að þessu bundna sparifé,—

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.