Tíminn - 18.03.1977, Blaðsíða 11
Föstudagur 18. marz 1977
11
tJtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri:
Steingrimur Gíslason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu
viö Lindargötu, slmar 18300 — 18306: Skrifstofur f Aöal-
stræti 7, slmi 26500 — afgreiösluslmi 12323 — auglýsingá-
1 slmi 19523.. Verö I iausasölu kr. 60.00. Askriftargjaid kr.
1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f.,
Auðskilin afstaða
Fyrir nokkru var haldinn flokksstjórnarfundur
Samtaka frjálslyndra og vinstri manna og kom
það á óvænt, þvi að flestir voru farnir að halda, að
þau væru úr sögunni. Þetta var lika trú ýmissa
helztu manna Samtakanna og þvi höfðu þeir Ólaf-
ur Ragnar Grimsson og Baldur Óskarsson leitað
sér skjóls hjá Alþýðubandalaginu og skipað sér
þar lengst til vinstri til þess að árétta umskiptin,
en Karvel Pálmason hafði beðið um vist hjá
Gylfa Þ. Gislasyni og hefur hún þó ekki þótt eftir-
sóknarverð að undanförnu. Margir héldu, að
Samtökin hefðu hlotið rothöggið við brotthlaup
þessara þremenninga. Sú varð þó ekki raunin.
Mikill meirihluti flokksstjórnarmanna mætti á
fundinum á dögunum og reyndust þess alfúsir að
halda félagsskapnum áfram. Það kom þannig i
ljós, að aðeins örfáir höfðu fylgt þeim Karvel,
Ólafi og Baldri yfir til hinna nýju heimkynna.
Það er bersýnilegt, að þetta hefur valdið mikl-
um vonbrigðum bæði hjá Alþýðubandalaginu og
Alþýðuflokknum. Lúðvik Jósefsson og Ragnar
Arnalds trúðu þeim sögusögnum Baldurs og
Ólafs, að þeir myndu færa þeim nær öll Samtökin
á silfurfati, ef þeir fengju sæti i miðstjóm
Alþýðubandalagsins. Þeir fengu sætin, en aðrir
Samtakamenn reyndust eftir sem áður ófúsir til
að fara i sióð þeirra. Augljóst er einnig, að fáir
Vestfirðingar munu fylgja Karvel inn i Alþýðu-
flokkinn og er þvi enn ekki afráðið, hvort flokk-
urinn muni taka við honum.
Raunar þarf það ekki að koma á óvart, þótt fáir
Samtakamenn fari að dæmi áðurnefndra
þremenninga. Þeir eru yfirleitt vinstrisinnaðir
lýðræðissinnar. Fyrir slika menn er ekki fýsilegt
að ganga i Alþýðubandalagið um þessar mundir
meðan enginn veit, hvert för þess er heitið, og það
getur alveg eins orðið sértrúaður kommúnista-
flokkur og ihaldssamur krataflokkur. Raunveru-
lega standa nú um þetta átök i Alþýðubanda-
laginu, sem enginn veit hvernig lyktar, en stefnu-
skrá þess er svo loðin, að hún rúmar báða þessa
möguleika. Ekki er þó fýsilegra fyrir vinstri
menn að leita til Alþýðuflokksins, þar sem aðal-
hugsjónin virðist nú vera draumur um nýja
viðreisnarstjórn. Afstaða þeirra Samtakamanna,
sem hvorki vilja fylgja ólafi Ragnari né Karvel
eftir, er þvi mætavel skiljanleg.
Mál þroskaheftra
1 ágætri grein eftir Vilhjálm Hjálmarsson
menntamálaráðherra, sem nýlega birtist hér i
blaðinu, var vakin athygli á, að siðustu árin hefði
kunnátta til að hjálpa þroskaheftum vaxið og þvi
væri unnt að koma miklu fleiri en áður áleiðis til
nokkurrar sjálfsbjargar. Talsvert hefði lika verið
gert til að bæta aðstöðuna i þeim efnum. A fjár-
lögum ársins 1977 væri veitt framlag til ýmissa
framkvæmda á þessu sviði og styrktarsjóður
vangefinna hefði verið endurreistur og tekjur
hans auknar. Þó væri þörf meiri umbóta til hjálp-
ar þroskaheftum. Það hvetti vissulega til fram-
kvæmda, að i ótrúlega erfiðum tilvikum hefði
verið unnt að koma þroskaheftum einstaklingi
nokkuð á leið til ómetanlegs ávinnings fyrir hann
sjálfan, aðstandendur hans og þjóðfélagið.
Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Verður Chirac
borgarstjóri?
Pad gæti orðið örlagarikt fyrir Giscard
SIÐASTLIÐINN sunnudag
fór fram fyrri umferö i
borgar- og sveitarstjórnar-
kosningum i Frakklandi, en þá
náöu kosningu aöeins þeir
frambjóöendur, sem fengu
hreinan meirihluta atkvæöa.
Siöari umferöin fer fram á
sunnudaginn kemur og veröa
þá endanleg úrslit ráöin i
mörgum stórborgum og
héruðum. Fyrri umferöin
leiddi i ljós aukiö fylgi vinstri
flokkanna, þ.e. sósialista og
kommúnista og smáflokka,
sem eru i samfylgd viö þá.
Þessir flokkar hafa meö sér
bandalag, en i fyrri umferö-
inni buöu þeir þó viöast fram
sérstaklega, en munu svo taka
höndum saman i siöari um-
feröinni. I fyrri umferöinni
fengu þeir um 51,5% atkvæöa
og bendir þaö til, aö þeir
myndu fá meirihluta i þing-
kosningum, ef þær færu fram
nú, en þingkosningar eiga ekki
aö fara fram fyrr en á næsta
ári og getur sitthvaö gerzt,
sem breytir þessu á þeim
tima, en óliklegt þykir eftir
þessiúrslit, aö Giscard forseti
flýti kosningunum.
Sósialistar unnu mest á af
vinstri flokkunum. en
kommúnistarb éldu vel sinuog
þykja þaö hagstæöari úrslit
fyrir þá en spáö haföi veriö.
Sennilega styrkja þessi úrslit
samstarf flokkanna, sem heföi
getaö versnaö, ef kommúnist-
arheföu haldiö áfram aö tapa,
eins og þeir hafa gert aö
undanförnu.
ORSLITIN uröu verulegur
hnekkir fyrir stjórnarflokk-
ana, sem fengu nú ekki nema
46,5% atkvæöanna. Miöaö viö
úrslit forsetakosninganna,
þegar Giscard náöi kosningu,
urðu þau mest áfall fyrir Lýö-
veldisflokk hans og miöflokk-
ana, sem studdu hann, en gæta
veröur þess, aö þessir flokkar
náöu þá einum bezta árangri
sinum. Gaullistar töpuðu þá
verulega og miöað við þau úr-
slit, réttu þeir nokkuð viö aö
þessu sinni. Af þvi má senni-
lega ráöa, aö þeir séu heldur
að eflast aftur undir forustu
hins nýja leiötoga síns, Jacqu-
es Chirac. Orslitin urðu þvi
talsveröur persónulegur sigur
hann, einkum þó i Paris,
og siöar veröur vikiö aö.
Ekki er ósennilegt, aö þaö
valdi Giscard forseta nokkr-
um áhyggjum, þvi aö yfirleitt
er þvi spáö, aö Chirac stefni aö
Chirac ræöir viö kjósendur
Rene Dumont — hvaö gera fylgismenn hans?
þvi aö keppa viö hann um for-
setaembættið i næstu kosning-
um. Grunnt hefur veriö á þvi
góða milli þeirra siöan Chirac
sagöi af sér sem forsætisráö-
herra á siöastl. sumri og sneri
sér eingöngu aö þvi aö efla
flokk sinn. Þaö er Giscard
nokkur raunabót, aö Raymond
Barre, sem hann skipaöi for-
sætisráöherra viö brottför
Chirac, hefur þótt reynast vel
og benda skoðanakannanir til,
aö hann njóti vaxandi vin-
sælda og skáki oröiö bæöi
þeim Giscard og Chirac,
a.m.k. eins og nú standa sakir.
ÞAÐ GETUR haft mikil
áhrif á framvindu franskra
stjórnmála, hver úrslitin
verða i borgarstjórakosning-
unum I Paris á sunnudaginn
kemur, en þar þarf aö kjósa aö
nýju. Þar haföi Giscard teflt
fram iönaöarmálaráöherra
sinum, Michel d’Ornano, og
treyst á, aö stjórnarflokkarnir
myndu fylkja sér um hann.
Chirac vildi hins vegar ekki
sætta sig viö þetta og gaf sjálf-
ur kost á sér fyrir hönd Gaull-
ista. Úrslitin uröu þau i fyrri
umferöinni, aö Chirac fékk
28% atkvæöa.en d’Ornanoekki
nema um 20%. Hann mun þvi
draga sig i hlé og Chirac
keppa viö frambjóöendur
vinstri flokkanna, en þeir
fengu um 40% i fyrri umferö-
inni.
Þaö veröa þeir kjósendur,
sem kusu flokk umhverfis-
verndunarmanna I fyrri um-
ferðinni, er ráöa munu úrslit-
um um, hver veröur borgar-
stjóri I Paris. Þessi flokkur
fékk um 10% atkvæða i Paris i
fyrri umferðinni. Leiötogi
hans er Rene Dumont, heims-
frægur visindamaöur á sviöi
jarðræktar. Dumont, sem er
73 ára gamall, hefur skrifaö
margar bækur, sem flestar
fjalia um umhverfisvanda-
mál. Hann bauö sig fram i for-
setakosningunum 1974 fyrir
hönd umhverfisverdarmanna
og fékk þá ekki nema 1% at-
kvæðanna. Nú bauö flokkurinn
fram i mörgum borgum og
mun hafa fengiö samanlagt
um 2% greiddra atkvæöa I öllu
landinu, en taka veröur tillit
til þess, aö hann bauö viöa
ekki fram. Mest fylgi hlaut
hann i Paris eöa 10%. Kjós-
endur hans eru liklegir til aö
ráöa þvi, hver borgarstjóri
Parisar verður.
Sérstakur borgarstjóri hef-
ur ekki verið i Paris i nær 100
ár. Giscard forseti ákvaö aö
endurreisa embættiö. Senni-
lega mun hann sjá eftir þvi, ef
þaö veröur til þess aö gefa
Chirac tækifæri til aö vera
mun meira i sviösljósinu en
ella.
Þ.Þ.