Tíminn - 31.03.1977, Page 13

Tíminn - 31.03.1977, Page 13
Fimmtudagur 31. mars 1977. 13 Spriklandi fiskur j stdðinni að Laxalóni. Fjölbreytt tilrauna- stöð. 1 laxeldisstöð rikisins i Kolla- firði hafa, eins og fyrr greinir, farið fram tilraunir með islenzku vatnafiskana: lax, bleikju og urriða. Kollafjarðar- stöðin nýtur óvenju hagstæðs landrýmis til þessara nota og býr yfir fjölbreyttri aðstööu til starfs og er almennt séð einkar vel staösett. Stöðin hefur að- gang að lindarvatni, heitu vatni og árvatni. I stööinni er klak- hús, er rúmar 3 millj. hrogna, og tvö eldishús með 52 kerjum. bá eru i stöðinni 12 útitjarnir, stórar ferskvatnstjarnir og lón niðri við sjóinn, auk tveggja móttökutjarna, að ógleymdri kistu til að láta laxinn ganga i, þegar hann kemur úr sjó. Þá er ennfremur sjótjörn i Koííafirði. Mörg" verkefni. Fyrr var getiö þeirra þátta i starfsemi Kollafjaröarstöðvar- innar, er snerta almenna ráð- stöfun á framleiðslu hennar til fiskræktar i ám og vötnum, sala hrogna og seiða til annarra eldisstöðva, val á laxi til undan- eldis og sala á sláturlaxi og matarbleikju. Einnig hefur ver- ið gert að umtalsefni fóðurtil- raunirog laxeldi i sjó, og til við- bótar má nefna aö mismunandi útbúnaður, klakbúnaður, eldis- kassar, eldisker og tjarnir, er bæði eru innan og utan dyra, hefur verið reyndur á ýmsa vegu i sambandi við klak og fiskeldið, auk ýmissa geröa sjálfvirkra fóðrara. Fræðslu- og kynningar- starf. Töluvert fræðslu- og kynningarstarf hefur átt sér stað á sviði fiskeldis og fisk- ræktar i beinum tengslum við Kollafjaröarstööina, m.a. hafa þúsundir manna heimsótt stöö- ina á liðnum árum, svo sem sér- stakir áhugamenn og sérfræð- ingar um þessi mál, innlendir og erlendir, skólafólk i hópferöum, ferðamenn og almenningur. Módelstöð. Meginverkefni laxeldis- stöðvar rikisins hefur verið að skjóta styrkum stoðum undir fiskeldi og taka þátt i að reyna nýjar fiskræktaraðferðir. Fyrst og fremst hefur verið unnið með laxinn og keppt að þvi aö fá sem bezt gönguseiði. Margvislegrar vitneskju og upplýsinga hefur verið aflað og liggur nú m.a. fyrir hvað þurfi að vera fyrir henditilþess að unntsé að reisa og reka fiskeldisstöð svo að i lagi sé. Beztu gönguseiðin. Þar sem liklegt er aö flestir muni vilja fá aö vita um göngu- seiði af laxi, verður i örstuttu máli dregiö saman það helzta, sem fram hefur komiö við rann- nota sjálfvirka fóðrara. Eins og fyrrer vikið aö, á þetta fyrst og fremst við um eldi seiða og þá einkanlega laxaseiða, sem þurfa hollt og gott fóður, ef vel á að takast til um árangur. Fiskfóðurverksmiðjan. Nú hófust tilraunir til að setja . saman islenzkt fiskfóður, þurrfóöur i samvinnu laxeldis- stöðvar rikisins og fyrrnefndrar rannsóknastofnunar fiskiðnað- arins. Árangur þessa varð sá, að það tókst að búa til þurrfóður, sem gaf ákaflega góða raun. Sett var á laggirnar verksmiðja, Fiskfóður h.f., að Oxnalæk i ölfusi, sem fram- leiðir islenzka fiskfóðrið. Aö visu kom fram galli i fóðrinu 1974, sem valdið hefur erfiöleik- um, en menn vaéhta þess að þeir verði yfirstignir. Ætla má aö islenzkt fiskifóöur, þurrfóöur, ráði mjög miklu um framtiö fiskeldis hér á landi. Spyrja mætti, hvort lykillinn aö vel- gengni fiskeldis hér á landi i framtiöinni sé fólginn i þessu? Or eldishúsi Kollafjaröarstöövarinnar. sóknir og tilraunir i Kollafirði og á að tryggja sem bezt göngu- seiði og góðar endurheimtur á laxi úr sjó. Unnt er að fá göngu- seiði á einu ári i eldisstöð með þvi að ylja klakvatnið og flýta þar meðþroska hrogna. Til þess að seiðin lifi af sjávardvölina, þurfa þau að vera i náttúrulegri birtu, þ.e. að fá eðlilegar sveifl- ur dagsbirtu og myrkurs i sam- ræmi við sólarganginn að vetr- inum, enda hafi seiðin náð 10-12 sm lengd. Nauðsynlegt er, aö gönguseiðin séu sett i sleppi- tjörn við ána, sem þau eiga aö fara i, nokkrum vikum áöur en þau eiga að ganga til sjávar og fóöruö i tjörninni. Árangursrikt starf. Starfsemi i laxeldisstöð rikis- ins i Kollafiröi á að baki skamman tima, 15 ár, sem talizt getur byrjunartimi til að ná fót- festu. Þrátt fyrir aö margthafi áunnizt og sumir hlutir þar stór- merkir á heimsmælikvarða, eins og útfærsla afréttaraöferö- arinnar svonefndu, er fjölda spurninga um fiskeldismál og fiskræktar aðferðir ósvarað. Er þess aö vænta, að svör við þeim fáist á næstu árum og þvi fyrr og betur, ef stutt veröur meir með fjárframlögum en hingað til við bakið á þessu tilrauna- og rannsóknarstarfi, sem verið hefur ómetanlegt að dómi þeirra, sem bezt þekkja til i þessum efnum. Kjarni, sem hlúa ber að. 1 aldarfjóðungsstarfi að fisk- eldi hér á landi hafa skipzt á skin og skúrir. Sumt af þvi, sem gert hefur verið, hefur verið byggt á völtum fótum og hrunið en skilið eftir reynslu. Annað hefur varað i stuttan tima og lagzt niður vegna breyttra við- horfa þeirra aðila, sem að þvi stóðu. Eftir stendur kjarni, sem þarf að hlúa að, m.a. með þvi að treysta hann og efla eftir föng- um með auknum stuðningi hins opinbera, t.d. með fjárhagslegri fyrirgreiðslu i formi hagstæðra lána. 11. febrúar 1977 Helztu heimildir: Arni isaksson: Umbætur á gönguástandi eins árs laxaseiða i Kollafiröi. Sérprentun 1976, 11 bls. Þór Guðjónsson: Eldi og endur- heimturá laxi i laxeldisstöðinni i Kollafirði. Sérprentun 1973, 12 bls. Arbækur Félags áhugamanna um fiskrækt. Veiðiinálastofnunin: Óbirt efni. Ó, ljúfa lif til þin ég kom með fangið fullt af gjöfum. Ó, blinda lif, þú þáðir þær ekki. Fjórða kvæðið i flokknum Konan heitir: Má ég þykjast maður? Þessa spurningu leggur litil stúlka fyrir móöur sina. Að sjálfsögðu fær Anna Gréta já- kvætt svar, en er um leið bent á, að miklu betra mundi maður i reynd aö vera, það vefst fyrir barninu að skilja svarið. Þá varð mér ljóst, að lengur mætti ei dragast að tendra i barnsins hreina, gljúpa huga Þann neista, er seinna yrði að ljósum loga, er hlekki bræddi veiklyndis og vana. Er þetta ekki takmark, sem sprettur upp af frelsisþrá kon- unnar, að búa dóttur sina undir aö verða sjálfstæður, ábyrgur þjóðfélagsþegn. Það er verðugt verkefni aö breyta almennings- álitinu til samræmis við sann- gjarnari lifsaöstöðu. Konan má ekki vakna, segir meöalmennið, sem uggir um völd sin og áhrif, ekki sizt þegar kona á i hlut, hana vill hann hafa heima, þjónandi sér frá vöggu til grafar eins og tiðkazt hefur — og viöa enn. Ég stóð eitt sinn við hlið manns, sem var spurður, hvernig væri að vera kvæntur gáfaðri konu. Mér fannst, að spurningin hlyti að vera glens, og spyrjandinn liti á hjónin, sem hann átti við sem jafningja, og honum yrði svarað léttilega, en i stað þess var honum svarað I fullri alvöru: — Mér mundi ekki lika það vel, ef ég væri látinn finna til þess. Táknrænt fyrir algeng við- horf, konan má vera greind, það þykir jafnvel æskilegt vegna af- komendanna, en hún.að vera svo ,,vel gerö” að fara dult með gáfur sinar. Reyndar konur ráðleggja þeim yngri, að leyna þvi vand- lega, ef þær hafa andlega yfir- burði yfir menn sina, þær eiga aö sýnast vera hjálparvana og i sem flestu háðar mönnum sin- um. Þetta var reynslan, sem á skyldi byggt, en sérhæfðar kon- ur, sem eru færar i flestan sjó, og finna sig fullgildar til að stjórna sveit, borg eða jafnvel riki geta með timanum oröiö skæðir keppinautar, Halldór sæll, auk þess, sem þær hafa lært hófsemi af heimilisstjórn og meðferð fjármuna. Ég vænti þess af verðandi leiötogum kvenna, að þær, minnugar bar- áttunnar, sem hefur kostað, aö koma konum til valda, meti hugsjónir meira en bitlinga- græðgi, sem langt um of hefur tiökazt i karlmannaþjóðfélagi okkar. A sjötugsafmæli kven- réttindafélags Islands ætti það að verða ein helzta afmælisósk- in, að móöerniskennd og aðrir dýrmætir kvenlegir eiginleikar samíara gáfum og þreki nýtist betur en áður fyrir stóra heimil- ið, þjóðfélagið. Ég vildi gjarnan gera þvi itarlegri skil, hvernig ég tel, að aldalöng reynsla kvenna við að hlúa aö viðkvæm- um gróöri i vexti eða hrörnun mundi skila sér bezt, en ég vil aðeins skjóta þvi hér inn i, aö ég vona að fjölskyldufyrirkomulag verði vandlega yfirvegað af þeim, sem til þess eru hæfastir, og stórfjölskyldan eigi eftir aö koma aftur til sögunnar með hlutverk fyrir hina öldnu, sem i gegnum aldirnar hafa verið at- hvarf og fræöarar fyrir börnin, sem veröa nú að sjá af báöum foreldrum sinum út i atvinnulif- ið, ekki alltaf af fjárhagslegri nauösyn, heldur einnig af per- sónulegri og almennri þörf fyrir nýtingu hæfileika og menntun- ar. Aöstoð við gamalt fólk á heimilum, þegar kraftar þess fara þverrandi, mundi veröa mun ódýrari en vistun á stofn- unum, fjölskyldutengsl yröu nánari. Nú virðast þau á hraðri niöurleið, þaö sýnir aukin upp- lausn heimila. Hvernig farnast þjóöfélaginu, ef hornsteinar þess bila? En nú er svo komið, að einstaklingarnir ráða ekki lengur við vandamál sin, vakn- ing til verndar fjölskyldulifinu þarf að koma, og það væri eitt af þeim hugsjónamálum, sem kon- ur ættu að beita sér fyrir, að sjálfsögðu i samvinnu við karl- menn, en þeim mundu veröa úr- lausnir greiöari, svo fremi, sem reynsla formæöra þeirra hafi breytzt i erföir og áhuga. Halldór minnist á, aö margt sé fjölbreytt og athyglisvert i bók minni og vikur að móðureðli minu, sem hann nefnir móður- reynslu. Svo virðist eftir ýmsum skrifum og umsögnum aö dæma, sem móðureðli mitt sé orðið eins konar vörumerki á mér, tvö ljóð eru tilnefnd varð- andi þennan eölisþátt minn: Móöurgleöi og Slokknaö ljós Þá er aö minnast á ástina. Halldór tekur upp eina stöku úr léttilega ortum en logheitum ástavisum, en vikur ekki oröi að ljóöum eins og Strengleikum og A draumsins vit ég geng og aft- ur sný. Seinna ljóðiö er uppgjör milli rómantikur og raunveru- leika, siðari hluti þess er þann- ig: Eg aftur sný frá veröld húms og harms, frá hjartans draumi til mins vinar barms, til veruleikans, viljans. baráttunnar. Við tökum saman höndum tveim og tveim til trausts og iiðs við ungan. fagran heim þar eiga vonir æskunnar að rætast. Þarna er lika stefnumörkun, von um samstarf foreldra til að búa börnum sinum fagurt mannlif i heimi. — sem ætti að verða ungur með hverri upp- vaxandi kynslóð. en undirstaða hins unga heims er reynsla þess gamla til viðmiöunar og við- vörunar. Halldór tekur upp i ritdóm sinn ljóð mitt, Svört sorg. Það er innan frá séð hugarfarslýsing. i fyrri hluta uppgjöf, eitt orð: Dauði i siðustu linu. Siöari hluti fjallar um sigur lifsviljans og endar á orðinu Lif. Utan frá séð er þetta formljóð og þarna má engu við bæta. I ljóðinu er beðið um frest: Svo að hugur minn verði bjartur og beiskjulaus, er kveð ég þig erfiða en undursamlega Lif. A eftir ljóðinu kemur eftirfar- andi klausa: ,,Þetta er eflaust skynsamleg Framhald á bls. 23

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.