Tíminn - 13.04.1977, Page 2
2
Miðvikudagur 13. aprll 1977
Rýmingar-
SALA
Vegna þess að búðin hættir
MEÐAL ANNARS í SKÓDEILD
Verð áður kr. 2.660—Verð nú kr. 1.990
Verðáður kr. 5.560—Verðnúkr. 3.500
Verð áður kr. 5.980 — Verð nú kr. 2.800
Verðáðurkr. 3.500—Verðnúkr. 2.500
Sendum gegn
póstkröfu
íslenzkur togari í landhelgi:
DÆMDUR I 1.6
MILLJ. KR. SEKT
— afli og veiðarfæri gerð upptæk
gébé Reykjavik. — Varöskipið
Ægir stóð togarann Arsæl Sig-
urðsson II HF 12, að meintum ó-
lögiegum veiðum SV af Surtsey
að morgni föstudagsins langa.
Farið var með togarann til
Hafnarfjarðar, þar sem réttar-
höld hófust á laugardagsmorg-
un og lauk þeim ekki fyrr en um
miönættisama dag. Dómur féli
á þá leiö, að skipstjóranum var
gert að greiða 1,6 milljónir
króna i landhelgissjóð og voru
afli og veiðarfæri gerð upptæk.
Aflinn var um þrjátiu tonn, en
hann, ásamt veiðarfærunum,
var metinn á 1,7 milljónir
króna. Auk þess var skipstjóra
gert aö greiða málskostnað.
Guðmundur L. Jóhannesson,
fulltrúi bæjarfógeta I Hafnar-
firði, kvað upp dóminn, en með-
dómarar hans voru tveir fyrr-
verandi skipstjórar, Arni Sig-
urðsson og Þorsteinn Einars-
son.
Arsæll Sigurösson II var að
veiðum SV af Surtsey, en þar er
friðað svæöi fyriröðrum veiðum
en I net og handfæri. Varðskipið
kom að togaranum, þar sem
hann var með trollið i sjó, og
samkvæmt mælingum varð-
skipsmanna, mun togarinn þá
hafa veriö 0,4 sjómilur inni á
friðaöa svæðinu. t fyrstu fram-
kvæmdu varðskipsmenn radar-
mælingu, og samkvæmt henni
mun togarinn hafa lengst verið
inni á friöaða svæðinu 2,8 sjó-
milur og 2 sjómilur inn á karfa-
svæðinu. Mælingar voru einnig
gerðarmeð giróáttavita,sem þó
mun ekki hægt að byggja á, þar
sem skekkja reyndist i honum.
Samkvæmt fjarlægðar- og
lóranmælingum, reyndist tog-
arinn vera 2,3 milur inni á frið-
aða svæðinu og 1,5 milu inni á
karfasvæðinu.
Auk þess að vera staðinn að ó-
löglegum veiðum, mun togarinn
einnig hafa verið með of smáa
möskva fyrir karfaveiðisvæðið,
en þar er lögleg möskvastærð
155 mm. siðustu 8 metrana i
trollinu. Hins vegar var
möskvastærð togarans 135 mm.
Hlaut skipstjórinn þvi dóm fyrir
hvort tveggja, landhelgisbrotið
og ólöglega möskvastærö.
— Togaramenn munu hafa
talið sig hafa verið á mörkunum
fyrir utan friðaða svæðið, og
stangast framburður þeirra á
viö framburð þeirra fjögurra
varðskipsmanna, sem mættu
fyrir réttinum. Það kom ekkert
fram við réttarhöldin, sem
mælti gegn þvf aö mælingar
varðskipsmanna væru réttar og
þvi varð okkar niðurstaða sem
fyrr segir, sagði Guðmundur L.
Jóhannesson fulltrúi.
Varðskipsmenn kæröu togar-
ann fyrir meintar ólöglegar
veiðar, og ennfremur fyrir aö
vera með of smáa möskva á
karfasvæðinu. Siðan barst
bæjarfógetai Hafnarfirði ákæra
frá ríkissaksóknara, en þaðan
er togarinn, og var málið tekið
þar fyrir sl. laugardag eins og
fyrr segir.
Varnargarð-
urinn i
Mývatns-
sveit
gébé Reykjavik — Aætlaö er að
hefja vinnu við varnargaröinn
hér I sveitinni strax eftir páska,
en um 6-7 millj. króna hefur ver-
ið veitt til þessa verks. Gerð
varnargarðsins hófst s.I. haust
og hefur verið unnið við hann
fyrirþrjárog hálfa millj. króna,
eða 1/3 hluti verksins. Vega-
gerðin sér um þessar fram-
kvæmdir, og eru þegar komnar
á staðinn vinnuvélar og vinnu-
skúrar. Það átti að hefja vinn-
una I slðustu viku, en vegna ó-
hagstæðs veöur var það ekki
hægt. Efnið I garöinn er tekiö
rétt norðan viö þrær Kfsiliðj-
unnar. — Þannig fórust Jóni
Ulugasyni, oddvita og formanni
Almannavarna Mývatnssveit-
ar, orð nýlega.
Jón sagði einnig, aö nú væru
að hefjast framkvæmdir við
byggingu fimm íbúðarhúsa fyr-
ir Kröfiuvirkjun I þéttbýlis-
kjarnanum við Reykjahllð.
Verktaki er Ölafur Gunnarsson,
Húsavlk, og er áætlaö að húsin,
sem öll eru einbýlishús, veröi
Ibúðarhæf fyrir árslok. — Fjög-
ur húsanna eru rúmir 130 fer-
metrar, en eitt er 146 fermetrar
að stærð. Auk þess fylgja þeim
öllum bllskúrar, sagði Jón
Illugason.
Það fór aldrei svo
Það fór aldrei svo, að ekki félli páskasnjór, enda var ungviöiö I höfuð-
staðnum búiö aö biöa hans vetrarlangt. Aö vlsu er heldur lítið viðnám I
svona snjóföli, en tækifærið var gripiö fegins hendi, eins og myndin
sýnir. — Tlmamynd: Róbert.
Ferðagjald-
eyririnn:
Breytt
tilhögun
Viöskiptaráðuneytiö hefur
ákveðið að gjaldeyrisyfir-
færslur til þeirra, er fara I
skemmtiferðir til útlanda
skuli hækka úr kr. 50.0001 kr.
75.000 á mann. Jafnframt
falla niður heimildir feröa-
skrifstofa til þess að selja
matarávlsanir og kynnis-
ferðir gegn greiðslu i is-
lenzkum krónum