Tíminn - 13.04.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.04.1977, Blaðsíða 3
Mi&vikudagur 13. aprn 1977 3 Frá apnun heilsugæzlustöövarinnar I Arbæ. Fyrsta heilsugæ zlustöðin í Reykjavik tekin í notkun í Árbæ JB-Rvlk. Ný heilsugæzlustöB var opnuö I Arbæ 12. aprll og er þetta fyrsta heilsugæzlustööin hér I Reykjavlk. I ræöu sem Skúli G. Johnsen, borgarlæknir hélt viö opnun stöövarinnar sagöi hann, aö tilkoma hennar ylli straum- hvörfum I málefnum heimilis- lækninga og almennrar heilsu- gæzlu I borginni. Nú þegar starf- semi hennar hefst, hefur veriö af- markaö heilsugæzlusvæöi innan Reykjavlkurumdæmis og veröur ibilum þessa svæöis veitt þjón- usta á ýmsum sviöum heilsu- gæzlu I stööinni. Heilsugæzlustööin er til húsa I u.þ.b. 600 fermetra húsnæöi. Hús- iö er byggt fyrir ýmiss konar þjónustustarfsemi, og er staösett I þeirri miöstöö sem samkvæmt skipulagi veröur þjónustu- og verzlanamiðstöö Arbæjarhverfis. Var þaö keypt óinnréttaö og áfall- inn heildarkostnaöur til dagsins I dag er um 65 milljónir króna en búizt er viö aö endanlegar tölur veröi 84-85 milljónir, Rlkissjóöur ber 85% kostnaöar af byggingu og búnaði. Skúli sagði að húsnæöiö byöi upp á möguleika til aö reka flesta þætti almennrar heilsugæzlu. Góö viötals- og skoöunaraöstaöa fyrir þrjá heilsugæzlulækna er I stöö- ínni og má bæta þeim 4. viö. Tvær einingar viötals- og skoöunarher- bergi ætluö fyrir sérfræöings- þjónustur er þarna.og fyrirhugaö er aö skipuleggja sérfræöings- þjónustu meö heimsóknum sér- fræöinga á hinum ýmsu sviöum I stööina. Þá er þarna vel útbúin aðgerðastofa, þar sem hægt er aö taka á móti meiöslum og smá- slysum auk þess sem framkvæma má minnstu skuröaögeröir. Rannsóknarstofa veröur búin áhöldum til að gera algengustu rannsóknir. Þá er þarna tann- lækningastofa búin tækjum, og Skúli sagöi aö aöstaöan yröi væntanlega leigö tannlækni. Enn- fremur hefur veriö gert ráö fyrir félagsráögjafaþjónustu, en ekki hefur endanlega veriö gengiö frá þeim þætti enn. Tveir hjúkrunar- fræöingar veröa starfandi I fullu starfi viö stööina auk heilsu- gæzlulæknanna. „Höfuömarkmiö þeirra breytinga sem hér eiga sér staö I heilsugæzlu er aö ibúunum hér I hverfinu veröur veitt samfelld og góö þjónusta á sem flestum sviöum, sem einstaklingur getur haft tilefni til I heilsugæzluskyni. Gagnvart fólkinu hér I hverfinu munu þær breytingar, sem hér eiga sér staö, m.a. koma fram I þvl aö I staö þess aö þurfa aö leita til 8-9 mismunandi staöa i borg- inni munu nú nægja 3-4 og hér verður séö fyrir allri þeirri þjón- ustu, sem algengust eraC fólk þurfi aö leita” sagöi Skúli. „Afbragð annarra kvenna” — afmælisverk Leikfélags Akureyrar K.S.-Akureyri — Leikfélag Akureyrar hefur aö undan- förnu æft sjónleikinn „Afbragö annarra kvenna” eöa La Donna De Carlo eftir Carlo Codoni — og mun leik- ritíö veröa frumsýnt 15. april næstkomandi. Þetta er afmælisverkefni Leikfélags Akureyrar, en félagiö veröur 60 ára 19. april n.k. Vegna afmælisins er mjög vandað til sýningar á þessu verki og var Kristin Olsoni leikstjórifrá Vasa-leikhúsinu i Finnlandi fenginn til aö leik- stýra verkinu hér á Akureyri. Ellefu leikarar koma fram i leikritinu. Ný plata Randvers Gsal-Rvik — „Aftur og nýbúnir” heitir ný hljómplata, sem er nýkomin út. Þar syng- ur og leikur hljómsveitin Randver frá Hafnarfiröi 12 lög, öll með islenzkum textum frumsömdum af meölimum hljómsveitarinnar, utan eitt, sem er á ensku og nefnist „Bjössi on the Milkcar”. Þessi plata er önnur breiö- skifa Randvers. Steinar hf. er útgefandi. Ómar vann HV-Reykjavik. — Páskarall Bifreiöaiþróttaklúbbs Reykja- vikur var haldið siöastliöinn laugardag. Alls voru þaö tuttugu og þrir ökumenn, sem tóku þátt I þvi og komust nitján alla leiö, þrjú hundruö og fimmtiu kilómetra vegalengd, en fjórirhelltust úr lestinni vegna bilana. Sigurvegari i ralli þessu varð Ómar Ragnarsson, fréttamaöur sjónvarpsins, en leiösögumaöur hans var Jón Ragnarsson, bróöir hans. Þeir óku Simca 1100 og fengu sex refsistig, öll vegna of hraös aksturs á Krisuvikurvegi. Vilmar Þór Kristinsson og leiösögumaöur hans, Siguröur I. ólafsson, sem óku Volkswagen Golf-bifreiö, fengu einnig sex minusstig, en Tveir, sem tóku þátt I railinu — Simca-bifreiö ómars Ragnarssonar tii vinsltí. ■ rl A x-i- *" • y • , x.y mm Ómar og Jón munu hafa sýnt meirinákvæmni i tima en þeir ogþvi varsigurinn úrskuröaö- ur þeirra. I þriöja sætinu i keppninni lentu hjónin Jón R. Sigmunds- son og Dröfn Björnsdóttir og i fjórða sæti Halldór Jónsson og Ölfar Hauksson, en Halldór sigraöi i fyrstu rallkeppninni, sem haldin var hér á landi áriö 1975. Jón Vídalín tók niðri á Staðarboða gébé Reykjavik. — Laust eftir hádegi sl. laugardag barst hjálparbeiöni frá skuttogar- anum Jóni Vldalln AR 1 frá Þorlákshöfn, en togarinn haföi tekiö niöri á Staöarboöa út af Alftanesi. Viö þetta óhapp varö stýri skipsins óvirkt. Björgunarskipiö Goöinn fór þegar á vettvang og dró togar- ann til hafnar. Bjorgunarskipiö Goöinn kemur til Reykjavlkur meö skuttogarann Jón Vídalln I togi. Timamynd: Róbert. Togarinn mun hafa fariö ó- venjulega grunnt meö land- inu, en hann var aö koma úr slipp I Reykjavik, og var á leið til Hafnarfjaröar þar sem setja átti i hann spil, sem veriö haföi I viögerö. 1 gærkvöldi stóö sjóréttur enn i máli þessu og engin skýring komin á hvers vegna skipiö sigldi svo nálægt landi. Ekki mun nema hluti áhafnar skipsins hafa veriö meö I þessari stuttu ferö, en þó löglegur aö öllu leyti. — Búizt var viö aö sjórétti myndi ekki ljúka fyrr en mjög seint i gærkvöldi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.