Tíminn - 13.04.1977, Page 12
12
Wimmn
Miftvikudagur 13. aprll 1977
Francois Mitterand
„Mér þykir leitt aö hafa ekki
séö konu sýna á sér fararsniö
upp í æösta embætti lands-
ins”.
Almennar þingkosningar
veröa i Frakklandi á næsta ári
og eru heimamenn aö vonum
farnir aö búa sig undir þær. Af
Ursiitum borgarstjórnarkosn-
inganna um daginn mætti ætla
aö vinstri samsteypan, sósial-
istar og kommúnistar, gætu
einnig nælt sér i hreinan þing-
meirihluta, þegar þar aö kem-
ur, en enn getur allt gerzt. Þaö
hefur sýnt sig, aö Frakkar eru
meira til vinstri, i borgar- og
sveitarstjórnarkosningum en
þegar kjósa á til forseta eöa lög-
gjafarþings. Þau hafa veriö
mörg atkvæöin, sem hinir lægst
launuöu og verst settu greiddu
Giscard d’Estaing i forseta-
kosningunum siöustu, og taldi
þessi hópur sig betur settan i
kapitalisku misrétti en innan
óvissrar sameignarstefnu. A
þennan hátt hugsar einnig milli-
stéttin, sem dauöhrædd er um
aö missa þaö litla, sem hún þó á.
,,Ef Francois Mitterand veröur
forseti, hvaö tekur þá eiginiega
viö?” spuröu menn, og nú hefur
enn vaknaö sú spurning, hvaö
muni gerast I Frakklandi, fái
vinstri samsteypan meirihluta á
þingi. Francois Mitterand, for-
maöur sósialistaflokksins, sem
ereinn virtasti stjórnmálamaö-
ur Frakka og allt stendur og
fellur meö, fékk aö svara þess-
ari spurningu enn einu sinni i
vikublaöinu Elle. Auk spurn-
inga um vinstri öflin og Mitte-
rand sjáifan snerist máliö aö
sjáifsögöu um viöhorf vinstri
flokkanna tii þess hóps manna,
sem telur sér mjög mismunaö i
þjóöfélaginu, en þaö eru konur.
„Spyrjiö mig ekki,” sagöi
Mitterand, „hver veröi fyrsta
ráöstöfun okkar i þágu kvenna,
snúist þingkosningarnar okkur i
dag. Ég lit nefnilega svo á, aö
lifsskilyröum konunnar i þjóö-
félaginu sé þaö ábótavant, aö
ekkerteitt muni aö gagni koma,
hversu stórt i sniöum, sem þaö
nú væri. Götótt flik er litlu bætt-
ari, þóttrimpaö sé i stærsta gat-
iö, og munum viö sinna málefn-
um kvenna i heild á sviöi at-
vinnullfs og þjóöfélagslegra
réttinda. Þriöja atriöiö, sem ég
vildi nefna, á jafnt viö bæöi kyn-
in, unga og gamla, en þaö er hiö
ógæfusama kapphlaup viö tim-
ann.”
Mitterand er i kosningahug og
óspar á yfirlýsingar. Konum og
körlum er ofboöiö meö vinnu.
Fáir hafa efni á þvi aö eignast
börn. Auglýsingar ganga út á
löngun konunnar, þessa kröfu-
haröa viöskiptavinar i þvotta-
efni og smjörliki. Upplýsingar
um getnaöarvarnir og kyn-
fræöslu almennt er I láginni.
Kæmist Mitterand aö, væru
þessi mál ekki lengur feimnis-
mál, heldur kominn aragrúi
kynfræösludeilda út um allt
land, og málin rædd i skólum,
útvarps- og sjónvarpsþáttum.
Blööin viröast ekki koma til
mála. Fóstureyöingar ættu
aö vera frjálsar og kon-
um aö kostnaöarlausu. Nauög-
anir veröi dæmdar I kviö-
dómi, sem skipaöur sé kvenlög-
mönnum til helminga, auk
a.m.k. einnar lögreglukonu,
sem þjálfun hafi fengiö I
þvi aö taka viö nauögunarákær-
um. Ráöstafanir sem þessr
ar koma, aö dómi Mitterands, i’
veg fyrir rangláta dóma og eiga
aö uppræta þá útbreiddu skoö-
un, aö sú, sem fyrir árásinni
varö, heföi getaö komizt undan,
ef hún aöeins hefði kært sig um.
M itterand endar spjall sitt um
konur á þvi aö segja, aö hann
getivel veriö sammála skáldinu
um þaö aö „konan sé framtiö
mannsins”. Og bætirsvo við, aö
sér þyki leitt, aö hafa ekki séö
konu sýna á sér fararsniö upp i
æösta embætti landsins, en þaö
hljóti nú að koma aö þvi.
Ef vinstri öflin komast nú aö,
er þá ekki hætt á aö verulegum
hluta hreyfanlegs fjármagns
veröikomiö úr landi? Mitterand
tekur ekki alvarlega slikar
ógnanir, og bendir á, aö núver-
andi rikisstjórn hafi ekki tekizt
aö stemma stigu viö flótta um
maðurinn í
fremstu
víglínu
stærsta
400 milljaröa franka i banka i
Sviss. Hún hafi heldur ekki
reynt að hefna sin á fjár-
svikurunum, sem hún heföi þó
vel getaö, þar sem heilu
milljaröarnir fara ekki úr landi
án vitundar Frakklandsbanka.
Hvaöa fyrirtæki gæti t.d. komizt
hjá þvi til lengdar aö taka lán?
Ráö vinstri samsteypunnar yröi
þaö aö þjóönýta bankana til
þess aö vernda frankann.
En nú er kapitalisminn sterk-
ur I Evrópu og meö honum
þjóöa rrembingurinn. Mun
franskur sósialismi ná aö
blómstra einn sér? Veröur ekki
lik stjórn aö vera viö völd i
Róm, Madrid og i Lissabon?
„Þjóðarrembingurinn i Evrópu
er auövitað mikill,” segir Mitte-
rand, „og geri ég sizt litiö úr
honum. Hann er lénsskipulag
vorratima. En Frakkland hefur
meiri möguleika tii athafna en
menn grunar. Litið bara á
Evrópu eins og hún er i dag.
ekki nær hún aö þróast almenni-
lega, hvaö þá aö taka sjálfstæö-
ar ákvaröanir. Afliö veröur okk-
ar megin, þaö er áreiöanlegt.”
Sú Evrópa, sem Mitterand
trúir á, á ekkertskylt viö imynd
hennar nú. „Samvinna Austur-
og Vestur-Evrópu er framtiðar-
afliö, og þvi fyrr sem þessar
heildir ná aö standa saman þvi
betra. Þaö hefur veriö auövelt
fyrir Bandarikin og Sovétrikin
aö hafa okkur aö leiksoppi,
sundraöir sem viö nú erum.”
Þaö var timi til kominn aö
spyrja Mitterand persónulegra
samvizkuspurninga. Hvaö heföi
hann gert i sporum forsetans,
þegar um líf eöa dauöa barna-
moröingjans Patrique Henri
var aö ræða? Mitterand svarar
um hæl, aö sér sé alveg ómögu-
legt aö ummyndast i forseta
svona I einu vetfangi. Hitt sé
annaö mál, aö vinstri samsteyp-
an muni afnema dauöarefsing-
ar.
Hvaö meö stjórn Carters? Er
nokkur von til þess aö hún
viöurkenni franska vinstri
stjórn? „Já, ég hefi nú þegar
oröiö var viö meiri sveigjan-
leika i opinberum yfirlýsingum
Carters varöandi hugsanlega
þátttöku kommúnista i stjórn-
um vestrænna rikja. Ég vona,
aö ég trúi þvi, aö vinátta okkar
viö Bandarikin muni haldast
óbreytt. En þaö er alveg auö-
sættmál, aö Frakklandi veröur
ekki stjórnaö frá Washington.”
Mitterand fylgist vel með þvi
sem gerist i löndum Austur
Evrópu, og var hann aö þvi
spuröur, hvort sú ólga, sem nú
færi um flest kommúnistarikin,
ætti eftir að sundra vinstri sam-
steypunni. Mitterand svaraöi
þvi til, aö sósialistaflokkurinn
væri i ágætu sambandi viö
Sovétrikin og ættu þau vináttu-
bönd vonandi eftir aö treystast.
„Þetta samband kemur ekkert i
veg fyrir aö viö stöndum vörö
um almenn mannréttindi, þar,
sem og annars staöar.” Þá, sem
enn efast um sannleiksgildi
frjálsræöistals frönsku vinstri
mannanna, kallar Mitterand
heimskingja og lygara. „Saga
19. og 20. aldarinnar sannar, aö
þaö hefur alltaf verið vinstri
t hrókasamræöum viö
kommúnistaleiðtogann Ge-
orges Marchais. A milli
þeirra situr skáldið Aragon.
Miðvikudagur 13. april 1977
13
„Austur og Vestur Evrópa
munu um siöir starfa á sam-
eiginlegum grundvelli’.
stefnan, sem náö hefur frelsi
undan þeirri hægri. Komið meö
eitt einasta dæmi, sem afsannar
þessa kenningu mina.” Og hann
bætir viö: „Fái vinstri sam-
steypan meirihluta á þingi, get-
urfranska þjóðin loksins dregiö
andann léttara.” . '
Þegar Francois Mitterand
var 18 ára gamall, ætlaöi hann
sér aö veröa kennari, rithöfund-
ur eða blaöamaður, enda lá
hann á þeim tima I sögu, lögum
og bókmenntum. Tuttugu og sex
ára gengur hann i andspyrnu-
„Andstæðingum mínum
finnst ég þungur i taumi”.
hreyfinguna, og á þeirri stundu
kynnist hann ábyrgð stjórn-
málamannsins. „örlög min
voru ráöin”, hefur hann sagt.
Tvisvar hefur hann veriö i
framboöi I forsetakosningum og
tapaö jafn oft. Andstæöingar
hans voru De Gaulle áriö 1965
og Giscard d’Estaing áriö ’73.
Eftir siðara falliö lét eitt blaö-
anna svo um mælt, aö örlögin
vildu ekkert með sósialista-
foringjann hafa. Hvernig brást
hann við þessari grimmu um-
sögn? „Um mig hefuroftar ver-
iö sagt hiö gagnstæöa, og ekki
færi ég aö ásaka örlögin, sem
hafa sett mig i fremstu viglinu
stærsta og nútimalegasta
stjórnmálaflokks Frakklands.”
Mitterand er sagöur haröur I
horn aö taka og alls ekki auö-
veldur viöfangs. Hverjir hafa
haft varanleg áhrif á hann. og
hver ja virðir hann mest? Er De
Gaulle t.d. i þeim hópi? „Ég
dáöist aö sjálfstrausti De
Gaulle, en persóna hans vakti
ekki hjá mér sérstaka hrifn-
ingu. Þaö eru heldur ekki
stjórnmálamenn, sem ég hefi
leitaö ráöa og dáöa hjá, heldur
hugsuöir, listamenn og visinda-
menn. Eöa eigum viö heldur að
nefna I þessu sambandi prest-
inn, sem ég mætti i fátækra-
hverfunum i Bengale og gefið
heföi lif sitt fyrir trú sina?”
ÞýttF.I.
Um þetta glæsilega einbýlishús DAS verður dregið á næsta ári. Ctsýni þaðan er stórkostiegt eins og sjá má á þessari Tímamynd Gunnars.
Nýja DAS-húsið til
— dregið um það á næsta ári
sýnis
gébé Reykjavik — Nýtt happ-
drættisár er að hefjast hjá
HappdrættiDAS og verður meö-
al annarra vinninga dregið um
þetta stórglæsiiega hús i Garða-
bæ að Hæöarbyggð 28. Húsið
veröur opið gestum til sýningar
til og með 2. mai n.k. Um það
veröur dregið á næsta ári. Leið-
in er vandiega merkt svo enginn
ætti að viilast, sem hefði hug á
að skoða húsið. Það er fuilbúið
húsgögnum frá ýmsum hús-
gagnaverzlunum i Reykjavik.
Húsiö verður opið á helgidög-
um frá kl. 14-22, en virka daga
frá kl. 18-22.
Arkitekt hússins var Kjartan
Sveinsson, en byggingarmeist-
ari Arnar Sigurösson. Gunnar
Ingibergsson var innanhúsarki-
tekt, en um múrverk sá Sigfús
Jónsson.
Ný ibúasamtök:
Vilja
vernda
gamla
Vestur-
bæinn
gébé Reykjavlk — Nýlega voru
stofnuð tbúasamtök Vesturbæjar.
A stofnfundinum, sem var mjög
fjölmennur, voru samþykkt lög
félagsins og stefnuskrá, auk þess
sem kosiö var i stjórn. Megin-
markmiö samtakanna, er að
standa vörð um umhverfisverð-
mæti i gamia Vesturbænum og
félagsleg og menningarleg lifs-
skiiyrði ibúanna. Samtökin
mynda starfseiningar eftir þvi
sem henta þykir á hverjum tima,
bæði um sameiginleg mál og um
mái einstakra hverfishiuta.
Samtökin vinna aö meginmark-
miöisinu,m.a. meö þvi aö sporna
viö niöurrifi, brottflutningi eöa
eyöileggingu húsa og mannvirkja
er hafa menningargildi, eöa eru
aö ööru leyti mikils viröi i um-
hverfinu. Þau vilja einnig vinna
gegn spjöllum á trjágróöri, tún-
um eöa öðrum svæöum, sem
fegra útsýni eöa bæta útivist. Þá
hvetja þau til viöhalds og endur-
bóta á húsum og mannvirkjum og
aðstoða ibúana i þeim efnum,
ennfremur aö knýja á um hreins-
un hverfisins, og aö öll umgengni
veröi þar til fyrirmyndar.
Samtökin vilja einnig stuöla að
þvi aö ný hús falli sem bezt að
eldri byggö i kring, auka og bæta
möguieika til útivistar og félags-
starfeemi, safna fróöleik um sögu
hverfisins og sinna ýmsum mál-
um er varöa hag ibúanna I heild
og stuöla aö réttindum leigjenda.
í fyrstu stjórn samtakanna eru
eftirtalin.Hrafnhildur Schram
listfræöingur, Magnús Skúlason
arkitekt, Pétur Pétursson þulur,
Guðjón Friöriksson blaöamaður
og Friöa Haraldsdóttir skólasafn-
vörður. Endurskoöendur voru
kosnir þær Anna Kristjánsdóttir
námsstjóri og Anna Guömunds-
dóttir húsmóöir.
Þess skal getiö, aö þeir sem
láta skrá sig i samtökin I april-
mánuöi, teljast stofnfélagar.
Geta þeir tilkynnt sig til ofan-
greindra stjórnarmanna eöa hjá
Sögufélaginu.
Bak við Hótel Esju
SÍAAI 8-15-88 (4 LINUR)
Stórkostlegt úrval af öllum
stærðum og gerðum bíla
til sýnis i einum stærsta og glæsilegasta sýningarsal
landsins. — Nær ótakmörkuð, malbikuð bilastæði.
Þrautreyndir sölumenn tryggja góða þjónustu. Söluskróin
vinsæla fyrir apríl komin út — hringið eða skrifið.
HALLARMÚLA 2 — SÍMI 8-15-88
Nýkomin styrktarblöð og augablöð
í eftirtaldar bifreiðir
Bedford 5 og 7 tonn augablöð aftan.
Datsun disel 70-77 augablöð aftan.
Mercedes Bens 1413 augablöð aftan.
Mercedes Bens 1413 krókblöð aftan og
framan.
Mercedes Bens 322 augablöð aftan og
framan.
Scania Vabis L55 og L56 augablöð aftan.
Volvo 375 augablöð framan.
2" og 2 1/2" styrktarblöð i fólksbila.
Mikið órval of miðfjaðraboltum og fjaðraklemmum.
....'U ■ |mvi uivicmmui cilir muil.
Sendum i póstkröfu hvert ó land sem er.
BÍLAVÖRUBÚÐIN FJÖÐRIN H.F.
Skeifan 2, simi 82944.