Tíminn - 23.04.1977, Qupperneq 3

Tíminn - 23.04.1977, Qupperneq 3
Laugardagur 23. april 1977 3 Þar standa dýr og vönduð tæki ónotuð með öllu — vegna skorts á húsnæði fyrir gosefnanefnd og rannsókna og athuganastarf hennar HV-ReykjavIk. — Þessi ofn kom hingað tii okkar haustiö 1976, þah er að segja siðastliðið haust, en, eins og þið sjáið, stendur hann enn ónotaður þarna úti I horni, þar eb við höfum alls ekki hús- rými til þess að koma honum I gagnib og hefja athuganir með honum.sagði Aðalsteinn Jónsson, verkfræðingur hjá Rannsókna- stofnun iðnaðarins, en hann á Ofninn stendur úti i horni, af- girtur með leirbrennsluofni á einn veg, ofni sem notaður er við rannsóknir á perlusteini á annan veg, veggjum á þriðja og fjórða veg. Dýrt tæki og vandað, ónotað með öllu, þar sem ekki virðist hægt að fá húsnæði tii að koma þvi fyrir. jafnframt sæti f gosefnanefnd, i viðtali við Tfmann i gær. Ofn sá, er um er rætt, er raf- bræösluofn, hingað fenginn á veg- um gosefnanefndar, fyrir atbeina einnar af fyrirgreiðslustofnunum Sameinuöu þjóðanna, nánar til- tekið Iðnþróunarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna (UNIDO). Þessi ofn er einkum til þess ætlaöur að bræða I honum berg til athugana á ýmsu þvl sem fram- leiða má úr bráönu bergi, meðal annars sementi, ýmiss konar trefjum og fleiru. Gosefnanefnd hefur engan fast- an samastað fyrir athuganir sln- ar og rannsóknir, heldur eru þær unnar hjá hinum ýmsu stofnun- um, aðallega Rannsóknastofnun- um iönaöarins og byggingar- iðnaöarins. Hjá Rannsóknastof nun miUj- nna son, Skammadalshóli, Einar Sigurfinnsson, Hveragerði, Flosi Björnsson, Kvískerjum, Guðbrandur Magnússon, Siglu- firði, Indriöi Indriðason, Reykjavlk Jón Glslason Reykjavlk, Jón Guðmundsson, Fjalli, Jón J. Skagan, Reykjavik, Magnús Sveinsson, Reykjavlk, Siguröur Olason, Reykjavlk, Skúli Helgason, Reykjavík, Stefán Jónsson, Höskuldsstöðum og Þórður Tómasson, Skógum. Styrkir til ýmissrar menning- arstarfsemi og ferðastyrkir eru veittir eftir þvl sem fjárveiting endist og eru án sérstaks umsóknarfrests. A þessu ári er gert ráð fyrir kr. 1.510.000 I þessu skyni. Svo sem kunnugt er, er Menntamálaráð Islands stjórn Menningarsjóðs, en það var stofnað með lögum hinn 12. april 1928. Hlutverk menningarsjóðs eru einkum bókaútgáfa og veiting styrkja til stuðnings listamönnum og menningarstarfsemi. Núver- andi Menntamálaráð var kjörið á Alþingi 1 desember 1974 og skipa það Kristján Benediktsson for- maður, Baldvin Tryggvason varaformaöur, Aslaug Brynjólfs- dóttir ritari, Matthias Johannes- sen og Björn Th. Björnsson. Eins og sjá má af þessari mynd, er ákaflega þröngt um aðstöðu til rannsókna i þessu herbergi. Tækjum, sýnishornum og ýmsu öðru ægir saman, svo að vart er manngengt á milii. Þarna fara nú fram rannsóknir á málningu (steinplöturnar til vinstri) og Hmi, en þolþess er reynt I ramman- um fyrir miðri mynd. iðnaðarins eru athuganir fyrir gosefnanefndina unnar i afþiljuðu herbergi, um sjötlu fermetra að flatarmáli, þar sem upphaflega, þegar húsið var byggt, átti aö vera kaffistofa og bókasafn. 1 þessu litla herbergi stendur þessi rafbræðsluofn nú ónotaöur og hefur gert I hálft ár eða meir. Hann stendur úti I horni, bak viö ofn, sem notaöur hefur verið til athugana á þensluhæfni perlu- steins, og er girtur alveg af meö leirbrennsluofni. 1 herbergi þessu fara ýmiss konar athuganir fram fyrir rann- sóknastofnunina sjálfa, svo og ýmsa aðra aöila. Þar standa nú til dæmis yfir miklar rannsóknir á málningu og llmi, og svo þröngt er um þær athuganir, aö gæta þarf varúöar þegar gengið er á milli tækjanna á gólfinu, þar sem rétt er manngengt á milli. Aðalsteinn skýröi blaöamanni Tlmans frá þvl I gær, aö eitthvaö hefði veriö reynt aö fá húsnæði fyrir þessi tæki gosefnanefndar og rannsóknir á hennar vegum, meðal annars hefði komiö til tals aö fá hús, sem Orkustofnun hefur haft þarna á Keldnaholti, en óvlst væri enn hvernig þaö mál færi. Þeir aðilar, sem Tlminn haföi I gær samband við og eiga sæti I gosefnanefnd, töldu þaö til lítils aö endurtaka opinberlega þær umkvartanir sem þeir hafa haft fram aö færa til þessa, enda heföi lltiö gagn verið að þeim. Hins vegar bentu þeir á, að það væri ekki til mikils að kaupa dýr og vönduð tæki til landsins, ef þau yröu svo aö standa mánuðum, jafnvel árum saman ónýtt með öliu, vegna þess aö hvergi er hægt að fá þak yfir þau, eða aðstöðu til að vinna með þeim. Framleiðsla á ýmiss konar efn- um meö rafbræöslu hefur færzt nokkuð I aukana undanfarin ár, og meöal annars sagði Aöalsteinn Tlmamönnum frá þvl I gær, aö I Frakklandi væri þegar komin á stofn verksmiðja, sem framleiddi sement meö sllkri aðferö. Hátídarsýning á Straumrofi hjá Leikfélaginu í kvöld — vegna afmælis Halldórs Laxness gébé Reykjavlk — i kvöld hefur Leikféiag Reykjavikur hátiðar- sýningu á Straumrofi, vegna 75 ára afmælis höfundarins, Halldórs Laxness. Þetta er allefta sýning á leiknum, sem var frumsýndur 16. marz s.l. Uppselt er fyrir löngu á þessa sýningu. Leikstjóri að Straumrofi er Brynja Benediktsdóttir, en með aðalhlutverk fara Margrét Helga Jóhannsdóttir, Jón Sigur- björnsson, Arnar Jónsson og Ragnheiður Steindórsdóttir. Leikurinn var áður fluttur 1934 I Iðnó og hefur ekki veriö settur á svið aftur fyrr en nú. Þetta er fyrsta leikrit Laxness og sér- stætt meðal verka hans. „Veru- leika mannlegrar sambúbar er snúið I goðfræðilegt munstur”, eins og höfundur segir I leik- skrá. Frá vinstri: Leikararnir Arnar Jónsson, Margrét Helga Jó- hannsdóttir og Jón Sigurbjörns- son I hiutverkum sinum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.