Tíminn - 23.04.1977, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.04.1977, Blaðsíða 7
■^Hann' ^^heldur um 'Æ lásinn svo ég get j lekkilokað! Hvað á JE~?ég að gera ?nr © Bvlls Gefast upp? Ef hann er siein- sofandi gæti ég komið honum'í á óvart og J ýttáhann...' v / Ég verð ^ að reyna að ýtj á hann. EráíÍtTÍágiY^ettáer ah biðia fvrir) athyglisve / Blessaðu mömmu, pabba og Tomma og ^Betu frænku J fe^og..._^ err að biðja fyrir’ athyglisverð dúfum? yspurnmg. Ég þarf að hugsa um _ hana.^ Laugardagur 23. april 1977 Núflýttuþér! Það er beðið eft- ir mér! il VT 2-2 &UP me Sylvia Sidney leik- kona í 50 ár Sylvia Sidney var nemandi í leikskóla árið 1927, en þá fékk hún tilboð frá Hollywood um að leika í kvikmyndum, og fékk strax góð hlut- verk, svoað hún varð f ræg á stuttum tíma. Ein þekktasta kvikmynd hennar á þeim ár- um var„An American Tragedy", gerð eftir sögu Theodores Dreiser. Þar lék hún aðalhlut- verkið, og með henni léku m.a. Phillips Holm- Sylvia: — Ég fékk allt of mikla f rægð og hrós allt of ung. Ég var engin manneskja til að þola það, enda minnist ég kjánalegra uppþota minna við kvikmyndatöku. Ég var með allra handa tiltektir og leikaraskap, sem ég hugsa að haf i skagað hátt upp i áhrif amestu atriðin f myndunum, sem ég var að leika í. Þannig hélt ég að stjðrnuleikkonur ættu að haga sér! Sylvia segist aldrei gleyma því, þegar hún kom — ásamt mömmu sinni —akandi í stórum lúxusbíl, sem Paramontkvikmyndaverið sendi eftir henni, til að sjá frumsýninguna á „An American Tragedy". — Ég er búin að sjá myndina í pruf usýning- unni, mamma, sagði Sylvia og nennti varla að fara. — En manna útskýrði f yrir mér, að ég ætti að mæta þarna. Forustu- menn fyrirtækisins ætluðust til þess. Ég væri þarna í auglýsingaskyni og yrði að vera klædd eftir þvi. Því var keyptur mikill og skrautleg- ur kvöldklæðnaður á mig, segir Sylvia, og máluð og skreytt lagði ég svo af stað. Við leik- húsið, sem myndin var frumsýnd í, var múgur og margmenni, og þegar ég komst út úr bíln- um lentum við í þrengslum og vandræðum, en lögreglan hjálpaði okkur inn. Þá var nú heldur sjón að sjá mig, — skrúðinn illa farinn, hárið úf iðog ég hafði grátiðaf mér alla augnamáln- ingu. Ég var drifin inn á skrifstofu fram- kvæmdastjórans, þar sem allir kepptust um að hressa upp á útlitið á mér, og síðan mátti ég ganga brosandi í salinn, þó að mig hafi mest langaðtil að fara heim og undir sæng og gráta eftir þessa reynslu. Sú kvikmynd, sem Sylvia Sidney fjálf var ánægðust með var Blóðskýá himini (Blood on thesun) en þar lék hún móti James Cagney. Sylvia er þrifift og (og þrískilin). Hún á einn son, sem fædd- ist í öðru hjónabandi hennar. Hann er 37 ára nú. Sjálf segir hún, að allir eiginmenn sínir hafi kvænzt aftur og hjónabandið þá gengið vel hjá þeim, — svo líklega hefur eitt- hva verið bogið við mig sjálfa I sambúðinni, segir leikkonan og brosir. Hún er nú 66 ára og er að byrja að æfa hlutverk þar sem hún á að leika atkvæðamikla konu, sem leigir út her- bergi eða íbúðir i húsi sínu og heitir konan f rú Wire. Þetta er kona, sem ég hef mikið gaman af að takast á við, segir Sylvía. Leikritið er eftir Tennessee Williams, — 29. leikrit hans og heitir „Vieux Carre" Sylvia Sidney býr nú í NewYork til að vera nálægt leikhúsinu og vinn ur við þetta leikrit af kappi. Hún gefur sér samt tíma til þess að ganga úti með hundana sina tvo, sem fengið hafa verðlaun á hunda- sýningum og eru beztu vinir hennar, að sögn leikkonunnar, og miklu betri í sambúð en nokkur eiginmaður gæti verið. — Hundarnir eru alltaf vinalegir og ekki eru þeir með að- finnslur eða ónot. Nei, hér á heimilinu er ekk- ert rifrildi nú orðið, segir leikkonan. Reyndar hef ég sjálf þroskazt mikið á þessum 50 árum, svo að ég ætti að vera sambúðarhæf, — en þó hef ég ekki vitkazt það mikið aðég geti hætt að reykja, og þó veitég að það er óhollt, —en sem sagt — svo langt á þroskabrautinni er ég ekki komin enn, sagði hún og kveikti sér í ann arri sigarettu. Ég ætla að hætta þegar frum- sýningin er um garð gengin, sagði leikkonan að siðustu ákveðin. Tíma- spurningin Telur þú ráðiegt að kaupa fleiri togara að utan en gert er? Kristján ólason, starfar l Lands- bankanum: — Það hlýtur að fara alveg eftir þvi hvaö fiskifræöing- arnir segja. Gunnar Einarsson, húsasmiður: — Nei, það tel ég ekki. Ég tel að fiskstofnarnir þoli ekki meiri veiöi. Haukur Brynjólfsson, skipstjórl: — Ekki eins og er, það er svo lltiö eftir af þorskinum. Þó veröur jafnframt aö hugsa um staöi Uti á landi sem eiga afkomu sina al- gjörlega undir fiskinum. Viggó Karvels, skrifstofumaður. — Ég veit ekki hvaö skal segja um heildartölu togaranna, en þaö veröur sjálfsagt aö hugsa um þá staöi sem þurfa togara. Sigurður Samúeisson hjá Skrúð- görðum Rvikur: — Ég læt nú fiskifræöingana og Utgeröar- mennina um það. Ég vona aö þeir hafi vit á þvi, hvað langt má ganga og geti komiö sér saman um þaö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.