Tíminn - 23.04.1977, Qupperneq 9
Laugardagur 23. april 1977
9
(Jtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Auglýs-
ingastjóri: Steingrlmur Glslason. Ritstjórnarskrifstpfur I
Edduhúsinu viö Lindargötu, slmar 18300 — 18306. Skrif-
stofur I Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiösluslmi 12323 —
auglýsingaslmi 19523. Verö I lausasölu kr. 60.00. Askriftar-
gjald kr. 1.100.00 á mánuöi.
Blaöaprent h.f.
Vinstri og hægri
Oft er rætt um hægri flokka og vinstri flokka, án
þess að menn geri sér nógu nána grein fyrir þess-
um hugtökum. Jón Sigurðsson gerði þessu nýlega
góð skil i grein, sem nýlega birtist hér i blaðinu.
Þar sagði m.a. á þessa leið:
,,Einsog kunnugt er hefur það lengi fylgt stjórn-
málaumræðum að menn bera fyrir sig orð og hug-
tök, sem eru engan veginnskýr eða ótviræð, og
leggur hver sina merkingu i orðin en áheyrendur
eiga erfitt með að fylgja umræðunum eftir .
Meðal hugtaka af þessu tagi eru hugtökin
„hægri-vinstri”, og ekki hefur ástandið batnað
fyrir það, að nú vilja ýmis öfl eigna sér t.d.
vinstra-hugtakið i blekkingarskyni. Þessi stjórn-
málahugtök urðu til á árum frönsku stjórnarbylt-
ingarinnar miklu fyrir tæpum tvö hundruð árum
og við aðstæður gersamlega ólikar þeim sem nú
eru i þjóðmálum. Til íslands bárust hugtökin frá
Dönum um siðustu aldamót. Þá var i Danmörku,
og er reyndar enn starfandi stjórnmálaflokkur,
sem bar og ber enn heitið Vinstriflokkurinn. Um
þessar mundir eru flestir sammála um að Vinstri-
flokkurinn verði að teljast hægra megin við miðju
danskra stjórnmála og segir það sina sögu um ör-
lög vinstra-hugtaksins þar i landi.
Þegar hugtakið „vinstri-stefna” barst til íslands
lögðu menn almennt i það þá merkingu, að það fæli
i sér umbótastefnu, framfarahug, áhuga á lýðræð-
isþróun, samhjálp og kjarabótum til handa al-
þýðu. 1 þvi fólst ekki byltingarstefna og um það
hafði ekki verið soðin upp nein njörvuð hugmynda-
fræði.
Þegar Framsóknarflokkurinn var stofnaður árið
1916 kom það þess vegna mjög til greina að hann
héti Vinstriflokkur eða Vinstrimannaflokkur. Og
það hefur siðan verið s.vo, að Framsóknarmenn
hafa verið kallaðir vinstrimenn og þetta heiti hafa
þeir sjálfir notað alla tið. Það var alltaf viðurkennt
að til vinstri i stjómmálum væru einnig aðrar fylk-
ingar, en þær kenndu sig fyrst og fremst við
jafnaðarstefnu, sameignarstefnu eða annað þvi
um likt og þótti helzt til „hægfara borgaralegur”
keimur af vinstri-nafnbótinni einni saman.
Á fyrstu árum Framsóknarflokksins var ekki
siður talað um að hann væri „milliflokkur”, og var
þá við það átt, að annars vegar ætti hann i höggi
við hægrisinnuð ihaldsöfl en hins vegar við bylt-
ingarsinnaða marxista. Það lá með öðrum orðum i
augum uppi að vinstristefnan stæði öfganna milli i
islenzkum stjórnmálum. Hugtökin „vinstristefna”
og „milliflokkur” fela þannig ekki i sér mótsögn,
heldur höfðar hið fyrra til hugsjóna flokksins um
þjóðfélag framtiðarinnar, en hið siðara til stöðu
hans i flokkakerfi þjóðarinnar”.
Farsælasta stefnan
1 áðurnefndri grein Jóns Sigurðssonar segir
ennfremur á þessa leið:
„Þegar litið er um öxl kemur það i ljós, að
vinstristefna milliflokksins hefur reynzt farsælust
þeirra hugmynda og hugsjóna, sem gætt hefur i
stjórnmálum þjóðarinnar. Nú viðurkenna allir
gildi mismunandi rekstrarforma i atvinnurekstri,
nauðsyn almannasamtakanna i landinu, þörfina
fyrir veruleg rikisafskipti i efnahagsmálum,
tryggingum, skólamálumog á fleiri sviðum. Á sið-
ustu árum hafa meira að segja ótrúlegustu öfl tek-
iðbyggðastefnuna upp á sina arma i orði kveðnu...
Og þannig mætti halda áfram að telja atriðin úr
fyrstu stefnuyfirlýsingu Framsóknarmanna”.
Þ.Þ.
Osigur Indiru veikti stöðu hans
kosningaúrslitin myndu staö-
festa þaö. Sú var lfka yfirleitt
skýring þeirra, sem voru tald-
ir þessum málum kunnugast-
ir. Þetta var m.a. byggt á þvi,
aö andstæöingar hans væru
margklofnir. Þaö óvænta
geröist hins vegar, aö niu
helztu andstööuflokkar
Bhuttos sameinuöust, þrátt
fyrir mjög ólík sjónarmiö og
stofnuöu hina svonefndu Þjóö-
arfylkingu, sem venjulega
gengur undir skammstöfun-
inni PNA, en flokk sinn nefnir
Bhutto Þjóöarflokkinn og
hefur hann skammstöfunina
PPP. Þegar líöa tók á kosn-
ingabaráttuna, benti margt til
þess, aö úrslitin gætu oröiö
tvisýn. Niöurstaöan varö samt
sú, aö flokkur Bhuttos fékk um
165 þingmenn kjörna af um 200
alls. Stjórnarandstaöan taldi
hér brögö i tafli og heföi flokk-
ur Bhuttos notaö aöstööu sina
til aö falsa úrslitin. Viöbrögö
þeirra uröu þau, aö krefjast
strax nýrra kosninga og neita
aö taka þátt i störfum hins ný-
kjörna þings. (Jrslit þingkosn-
inganna i Indlandi hafa mjög
ýtt undir þessa kröfu þeirra,
og jafnframt hafa þeir bætt
þeim kröfum viö, aö Bhutto
viki strax og embættismanna-
stjórn sjái um nýjar kosning-
ar. Bhutto hefur neitaö þessu,
en reynt aö ná samkomulagi
um mi'lileiöir, en þvi hefur
stjórnarandstaöan hafnaö. 1
kjölfariö hafa fylgt margvis-
leg mótmæli i stærstu borgun-
um og er taliö aö um 200
manns hafi þegar falliö i þess-
um átökum. Bhutto hefur þvi
látiö herlög og útgöngubann
ganga i gildi i þremur stærstu
borgum landsins. Augljóst
viröist, aö þar hafa andstæö-
ingar Bhuttos meirihluta, en
fylgismenn hans benda á, aö
þar séu samanlagt ekki nema
7-8 milljónir Ibúa, en ibúar
landsins séu milli 70 og 80
millj. og búi meirihluti þeirra i
sveitum og þar eigi Bhutto
aöalfylgi sitt. 1 skjóli þessa
hyggst hann stjórna áfram
meö haröri hendi, eins og hann
raunar geröi áöur en hann
efndi til þingkosninganna.
Næstkomandi þriöjudag á hiö
nýkjörna þing aö koma saman
til fyrsta fundar og er ekki ó-
sennilegt, aö þaö geti hert á-
tökin. Andstæöingar Bhuttos
leggja margir hverjir aö hern-
um aö taka völdin, eins og
hann hefur oft áöur gert, en
sennilega munu hershöföingj-
arnir ekki álita þaö fýsilegt,
eins og sakir standa.
Þ.Þ.
Veröur ósigur Indiru Bhutto aö falli?
BHUTTO drekkur whisky,
hrópaöi mikili mannfjöldi ný-
lega I kór á útifundi I Lahore,
þegar hann meö fullt vatns-
glas I hendi reyndi aö sann-
færa áheyrendur sina og
sagöi: Hérnasjáiöþiö, Bhutto
' drekkur vatn. Mikill hluti
fundarmanna lét samt ekki
sannfærast, heldur hrópaöi hiö
gagnstæöa. Svo viröist, aö
Bhutto hafi látiö sér þetta aö
kenningu veröa, þvi aö
skömmu siöar lét hann loka
öllum áfengisútsölum i land-
inu og eiga nú ekki aörir en út-
lendingar kost á þvi aö kaupa
áfengi I Pakistan. Hér lét
Bhutto undan kröfum þeirra
flokka I Þjóöarfylkingunni
svonefndu, sem halda þvi
fram, að reglum múhameös-
trúar sé ekki nægilega fylgt
fram i landinu, en strangt á-
fengisbindindi er ein þeirra.
AÐURNEFNDhróp.sem voru
gerð aö Bhutto, beindust aö
þvi, aö hann þótti halda illa á-
fengisbindindi á yngri árum
sinum og var m.a. sagöur um
skeiö hafa hneigzt að áfengis-
drykkju. Bhutto, sem er fædd-
ur 5. janúar 1928, er sonur riks
landeiganda og hélt sig riku-
lega Iuppvextinum, eins og þá
var titt um indverska höfö-
ingjasyni. Eftir aö hafa tekið
stúdentspróf heima I Indlandi,
hélt hann til Bandarikjanna og
lagöi stund á félagsfræöi við
Berkeley-háskólann I Kali-
forniu. Mikið orö fór þá af gáf-
um hans og lærdómi og þvi
stóöu honum nær allar dyr
opnar er hann hélt heim til
Pakistans, sem þá var nýlega
komiö til sögunnar eftir skipt-
ingu Indlands. Þritugur aö
aldri hlaut hann embætti
verzlunarmálaráöherra, en
siöar varð hann utanrlkisráð-
herra og vakti þá m.a. veru-
lega athygli á allsherjarþingi
Sameinuöu þjóöanna og þótti
þar sem annars staöar likleg-
ur til mikils frama. Fyrir um
þaö bil 10 árum lenti hann þó I
deilum viö hershöföingja-
stjórnina, sem þá var I
Pakistan, og var haföur i
fangelsi um skeiö. Eftir aö
honum var sleppt lausum,
myndaði hann nýjan flokk,
sem 1971 hlaut mest fylgi i
kosningum i Vestur-Pakistan,
sem nú er Pakistan. I Aust-
ur-Pakistan báru hins vegar
skilnaöarsinnar algeran sigur
úr býtum og leiddi þaö til
Ali Bhutto
skiptingar á Pakistan, styrj-
aldar við Indland og stofnunar
Bangladesh. Eftir þessar ó-
farir gafst herforingjastjórnin
I Pakistan upp og Bhutto var
falin stjórnarforustan. A þeim
fimm árum, sem siöan eru liö-
in, hefur Bhutto þótt takast
stjórnin allvel, en segja má að
hann hafi tekiö viö landinu i
rústum. Hagvöxtur hefur orö-
ið verulegur eöa um 5% á ári.
Einkum hefur landbúnaöar-
framleiöslan aukizt verulega,
en Bhutto hefur lagt mikla á-
herzlu á hana. Verulegar ráö-
stafanir hafa veriö geröar til
aö jafna lifskjörin, m.a. meö
þvi aö ganga á hlut hinnár riku
landeigendastéttar, sem
Bhuttotilheyrir.Mesthefur þó
sennilega áunnizt á sviöi utan-
rikismála. Bhutto hefur komiö
á nánu samstarfi viö önnur
riki múhameöstrúarmanna og
bæöi sambúðin viö Kina og
Vesturveldin veriö styrkt. Þá
haföi heldur batnaö sambúö
viö Indland og áttu bæöi
Bhutto og Indira Gandhi sinn
þátt I þvi.
ÞEGAR Bhutto tilkynnti
nokkuð óvænt fyrir siöustu
áramót, aö hann myndi efna
til þingkosninga 7. marz i ár,
töldu flestir fréttaskýrendur
það merki um, aö hann teldi
sig oröinn fastan 1 sessi og aö
ERLENT YFIRLIT
Bhutto er orðinn
ótraustur í sessi