Tíminn - 23.04.1977, Page 13

Tíminn - 23.04.1977, Page 13
Laugardagur 23. april 1977 13 15.00 t tónsmiðjunni Atli Heimir Sveinsson sér um þáttinn (23). 16.00 Fréttir. 16.15 Veöurfregnir. tslenzkt mál Gunnlaugur Ingólfsson cand mag. talar. 16.35 Létt tóniist 17.30 Otvarpsleikrit fyrir börn og unglinga: „Sumargest- ur” eftir Ann-Chariotte Al- verfors Þýöandi: Þuriöur Baxter. Leikstjóri: Þórhall- ur Sigurösson. Persónur og leikendur: Níels ... Arni Tryggvason, Asta ... Jóhanna Noröfjörö, Jenný ... Hrafnhildur Guö- mundsdóttir, Lotta ... Lilja Þórisdóttir, Magga ... Auö- ur Guömundsdóttir 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 ,,£:g býð þér dús, min elskulega þjóö”Dagskrá úr verkum Halldórs Laxness I samantekt Dagnýjar Kristj- ánsdóttur. 21.10 Hijómskálamúsik frá útvarpinu I Köln Guömund- ur Gilsson kynnir. 21.40 Allt í grænum sjó Stoliö, stælt og skrumskælt af Hrafni Pálssyni og Jörundi Guömundssyni Gestur þátt- arins ókunnur. 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Danslög 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Laugardagur 23. april 17.00 tþróttir. Umsjónarmaöur Bjarni Felixson. 18.35 Litli lávarðurinn (L) Breskur framhaldsmynda- flokkur i sex þáttum, byggður á sögu eftir Frances Burnett. Sagan kom út I Islenskri þýöingu sr. Friöriks Friörikssonar árið 1928. Leikstjóri Pauk Annett. Aðalhlutverk Glenn Anderson, Paul Rogers og Jennie Linden. Cedric er 11 ára og býr meö móöur sinni i New York. Faöir hans, sem var yngsti sonur ensks aöalsmanns, lést fyrir mörgum árum. Drengurinn fær óvænt tilkynningu um, að afi hans hafi arfleitt hann, og hann á nú aö fara til Englands aö hitta gamla manninn. Þýöandi Jón O. Edwald. 19.00 tþróttir Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Læknir á ferð og flugi (L) Breskur gaman- myndaflokkur. Þýöandi Stefán Jökulsson. 20.55 Siglt niður Zaire-fljót Siöari hluti myndar um ferðalag eftir Zaire-fljóti á sömu slóöum og land- könnuöurinn Stanley fór áriö 1874. Þýöandi og þulur Gylfi Pálsson. 21.25 Ungu ljónin (The Young Lions) Bandarisk biómynd frá árinu 1958, byggö á sögu eftir Irwin Shaw. Aöalhlut- verk Marlon Brando, Mont- gomery Clift og Dean Martin. Christian er skiöa- kennari I Bæjaralandi. Meöal nemenda hans er Margrét, ung, bandarisk stúlka. Siöari heimsstyrj- öldin skellur á, og Christian gerist liðsforingi i þýska hernum, en unga stúlkan hverfur heim. Þegar banda- rikjamenn dragast inn i striðiö, eru unnusti Margretar og vinur hans kvaddir i herinn og sendir á vlgstöðvarnar i Evrópu. Þýöandi Dóra Hafsteinsdóttir. 00.05 Dagskrárlok f'ramhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan Frú Harris fer til Parísar © eftir Paul Gallico hún gleymdi sínum eigin seðli næstum um leið og hún útfyllti hann annars hugar. Frú Harris, sem ennþá var undir einhverjum áhrif- um, sagði hásri röddu: — Við skulum setja þá strax í póstinn, meðan heppnin er yfir okkur ennþá. Þær f óru i kápurnar og settu upp slæður og gengu síð- an í rigningunni og þokunni að rauða póstkassanum sem hékk í daufu skini götuljóssins á horninu. Frú Harris þrýsti umslaginu eitt andartak að vörum sér og sagði — Fyrir Dior-kjólinn minn, stakk því síðan í rif- una og heyrði það detta niður í kassann. Frú Butterf ield var ekki jafn bjartsýn. — Ekki að búast við neinu, þá verðurðu ekki fyrir vonbrigðum. Það er orðtak mitt, sagði hún. Svo gengu þær heimleiðis aftur. Frú Butterfield kom æðandi inn í eldhúsið hjá frú Harris og var mikið niðri fyrir. — Ó, vina mínl... stamaði hún... ó, það hefur gerzt! Frú Harris, sem var að strauja skyrturnar af majór Wallace sagði án þess að líta af flibbanum, sem hún strauk af alúð: — Vertu róleg vina mín, annars færðu kast. Hvað hefur gerzt? Frú Butterfield, sem blés og stundi eins og f lóðhest- ur, veifaði dagblaðinu. — Þú hefur unnið! Þýðing orða vinkonunnar rann ekki alveg strax upp fyrir frú Harris, því eftir að hún hafði lagt málið í hendur örlagadísanna og falið þeim að láta hana vinna, hafði hún ekki hugsað meira um það. En loks gerði hún sér grein fyrir því hvað frú Butterf ield var að segja, og straujárnið féll úr höndum hennar niður á gólfið með dynk.—Díorkjóllinn minn! hrópaði hún, greip utan um vinkonu sína og þær dönsuðu um eldhúsið eins og kátir krakkar. En síðan urðu þær að fuilvissa sig um að ekki væri um neinn misskilning að ræða, setjast niður og fara vandlega yf ir seðilinn, reit fyrir reit (auðvitað geymdu þær afritin) og fara yf ir úrslit allra leikja laugardags- ins. En það var enginn misskilningur mögulegur. Frú Harris hafði allt rétt, nema tvo leiki. Það þýddi vinn- ing, sennilega stóran, ef til vill þann stærsta, það fór eftir því hvort nokkur annar hafði getið betur eða jaf n- vel og frú Harris. Eitt virtistað minnsta kosti öruggt, Dior-kjóllinn, eða peningarnir fyrir honum, voru tryggðir, því hvorugri þeirra datt i hug að verðlaunin fyrir tólf rétta af f jórtán væru lægri en það. En ein raun var eftir, þær urðu að bíða miðvikudagsins því þá yrði frú Harris send upphæðin. — Hver sem afgangurinn verður, þegar ég er búin að kaupa kjólinn, þá færð þú helminginn, sagði litla hrein- gerningakonan við hina stóru vinkonu sina á gjaf mildu augnabliki og meinti það. í sigurvímunni sá frú Harris sjálfa sig ganga um hina glæsilegu Dior-verzlun ásamt herskara af bugtandi og beygjandi afgreiðsludömum og með veskið úttroðið af peningum. Hún ætlaði að ganga úr einni deildinni i aðra, frá stæðu til stæðu af yndislegum kjólum út atlasksilki, knipplingum, f laueli og brókaði og ákveða loks, að — þennan ætlaði hún að fá! Og þó — og þó — þó að frú Harris væri að eðlisfari bjartsýn, gat hún ekki vikið f rá sér þeim grun, að þetta gengi kannski ekki allt eins og í sögu. Ef inn blundaði í sál hennar, því að þetta var eins og eitthvað úr ævin- týraheiminum — aðþrá eitthvað óskaplega fagurt, eitt- hvað óþarft, sem var langt utan seilingar. Það var kraftaverk að treysta því að vinna og vinna svo. En slíkt gerðist öðru hverju. Það mátti daglega lesa um það í blaðinu. Nú, en það var ekki um annað að ræða en að bíða til miðvikudags. En það var enginn vafi á staðreyndunum að hún hafði unnið, því hún hafði farið aftur og aftur yf ir úrslitin. Hún fengi Dior-kjólinn sinn og ef til vill mun meira, jaf nvel þótt þær f rú Butterf ield skiptu til helminga. Hæsti vinningurinn hafði stundum verið allt að hundrað og fimtíu þúsund pund. Hún skalf af geðshræringu í þrjá daga, þar til á mið- vikudasmorgun, að hið örlagaríka skeyti f rá skrifstof u getrauna kom. Það var dæmi um hollustu hennar við vinkonu sína, að hún reif það ekki strax upp, heldur beið þar til hún var f ullklædd og gat hlaupið yf ir til frú Butterf ield, sem kom sér fyrir í stól og svalaði sér með því að blaka svuntuhorninu, meðan hún æpti: — I guðs bænum, opnaðu það, annars dey ég af æsingi! Loks opnaði f rú Harris skjálf hent skeytið og las það. Þar sagði í stuttu máii, að hún hefði fengið vinning og að hlutur hennar væri eitt hundrað og tvö pund, sjö shillingar og níu og hálft pens. Það kom sér vel, að f rú Harris hafði líka gert ráð fyrir að eitthvað færi úr- skeiðis, því upphæðin var svo miklu lægri en nam verði kjóls frá Dior, að nú virtist uppfylling óskar hennar f jarlægari en nokkru sinni fyrr. Ekki einu sinni hugg- unarorð frú Butterfield: — Það er þó betra en ekkert margir gera sig ánægða með þetta, gátu hjálpað henni að sigrast á f yrstu vonbrigðunum, þó að hún vissi innst inni, að svona er nú lífið. Hvað hafði gerzt? Listi, sem frú Harris fékk sendan nokkrum dögum síðar, skýrði allt. Þetta hafði verið mikil vika hjá knattspyrnuáhugafólki og margt hafði komiðáóvart. Þóttenginn hefði haftf jórtán rétta, ekki einu sinni þréttán, höfðu allmargir komizt að sömu nið- urstöðu og f rú Harris og þess vegna hafði minna komið í hlut hvers. Eitthundraðog tvöpund, sjöshillingar og níu og hálft pens var upphæð, sem ekki bar að fyrirlíta, en samt sem áður gekk frú Harris um í nokkra daga í óvenju þungu skapi, og á næturnar var hún stundum ákaf lega döpur og lá við gráti. Frú Harris hafði átt von á, að þegar hún væri loks komin yf ir vonbrigðin, myndi gleðin yf ir að hafa unnið hundrað pund binda enda á þrá hennar eftir Dior-kjóln- um. En nú kom í Ijós, að það var þvert á móti. Þráin var sterkari en nokkru sinni fyrr. Hún gat ekki hætt að hugsa um kjólinn. Þegar hún vaknaði á morgnana, var það saknaðar- og tómleikatilf inning, sem gerði vart við sig, eins og hún saknaði einhvers, sem hún hefði þó gleymt í svefni. Svo gerði hún sér grein fyrir, að það var Dior-kjóllinn, eða Dior-kjóll — bara éinn, einu sinni á ævinni, sem hún ennþá þráði og aldrei gæti eignazt. Og á kvöldin, eftir síðasta tebollann og spjallið við frú Butterfield, sneri hún sér að gamla vini sínum, hitapokanum í rúminu, dró sængina upp að höku og byrjaði örvæntingarf ulla baráttu fyrir því að hugsa um eitthvað annað — til dæmis nýju stúlkuna hans majórs Wallace, sem í þetta sinn haf ði verið kynnt sem f rænka frá Suður-Afriku (stúlkurnar hans voru ýmist frænkur,

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.