Tíminn - 28.05.1977, Síða 11

Tíminn - 28.05.1977, Síða 11
 Laugardagur 28. mai 1977 11 0r holu i k jallaragólfi á Herjólfsstööum 29. marz 1975. Ljósm. Kjartan Jóhannesson segir frá, rann yfir hraunsvæðið allt i Alftaveri eða hluta þess að- eins og þá hvern. Ekkert af þvi er fullkannað enn. Sennilegt er, að sannreyna megi jaröfræðilega, hvenær hraun rann siðast um Alftaver. Birkilurkar, sem unnt mun að aldursgreina, eru undir öskulag- inu A8 i M jósundstanga og viðar við Herjólfsstaðavatn. A völdum stað væri að likindum auðvelt að grafa inn undir hraunröndina og komast að raun um, hvort ösku- lagið A8 er ofan á hrauninu eða undirþvi. Ef grafið er norðan við Herjólfsstaði, kemur i ljós, að öskulagið A7 er allmikið ofan við hraunið, en allar mælingar þar eru mjög ónákvæmar vegna áfoks á liðnum öldum. Af Land- námu virðist mér mega ráða, að öskulagið A8 sé ofan á hrauninu. Ef svo er ekki, hefðu þeir Hrafn hafnarlykill og Molda-Gnúpur að likindum verið fluttir og flúnir áð- ur en hraunið rann. Hrafn hafnarlykill bjó í Dyn- skógum og „færði” bú sitt i Lág- ey. Það voru eðlileg viðbrögð hans. Hann flúöi ekki i skyndi heldur færði sig undan meðan hraunið rann. Þannig gerðist það ennþá, nema þegar eldurinn kemur upp nærri þvi undir fótum manna, eins og i Vestmannaeyj- um 1973. Dynskógar voru norðvestur af Herjólfsstöðum aö þvi er talið er. Nafnið er eftir þar enn. Enginn veit nú með vissu, hvar Lágey var. Enginn veit heldur svovist sé, hvar Eymjará vareða Lágeyjarhverfi. Þorvaldur Thoroddsen fór um Vestur-Skaftafellssýslu 1893. Hann segir: „Lágey á að hafa verið þar, sem nú rennur Sand- vatnið, norðaustur af Hjörleifs- höfða-----— .” Þorvaldur segir einnig: „Eftir frásögn Markúsar Loftssonar á Hjörleifshöfða renn- ur Sandvatn nú þar yfir, er Lágey var áður. Þar var hár háls með hæð á norðurenda. Framan i þeirri hæð markaöi fyrir tótt, 9-10 metra langri, en viddin sást eigi, þvi þar var vallgróið yfir, þó var lágt i miðju. Þessi háls fór al- veg af i Kötlugosinu 1860.” Markús flutti með foreldrum sinum' að Hjörleifshöfða 1832, 4 ára gamall. Hann dvaldi þar sið- an til æviloka 1906. Markús mátti þvi vel um vita, en nákvæm stað- setning er þetta ekki. Sandvatnið er ekki þar, sem það er sýnt á Uppdrætti Islands (aðalkort bl. 6útg. 1969 og 69. blað útg. 1945), þar eru aðeins sitrur úr sandinum. EnSandvatnið sjálft á sér engan sérstakan farveg. Það er leysingavatnið frá M-ýrdals- jökli, sem síðustu áratugi hefur legið til skiptis i Skálm og Múla- kvisl. Oft áður rann það suður með Hafursey aö vestan, dreifði svo úr sér og lagðist til skiptis austur og vestur um allan Sand. Sveinn Pálsson fór um Skafta- fellssýslur 1794. Sveinn sagði: „Lágey er nefnd i Landnámu og svo nefnast ennþá sandhnúkar nokkrir við Blautukvisl, sunnan við efri þjóðleiðina yfir Mýrdais- sand —-------.” Um Lágeyjar- hverfi sagði Sveinn, að það hefði að likindum verið „milli Eyjarár og Múlakvislar”. 1 Eldriti Markúsar Loftssonar segir aftur á móti um Lágeyjar- hverfi: „Það náði yfir allt það svæði, sem er á milli Dýralækjar og Hafurseyjar, upp að Sandfelli og fram að sjó.” Þannig eru siðari tima heimild- ir. Lágeyjarhverfi gæti sam- kvæmtþeim hafa verið hvar sem er á svæðinu frá sjó að jökli milli Bólhrauna og Múlakvislar. Og Lágey gæti hafa verið einhvers staðarvestan við Blautukvisl, allt frá austri af Hafurseý að sunnan til norðausturs af Hjörleifshöfða. Einar Ólafur Sveinsson telur, aðLágey hafi verið vestan Eyjar- ár, en ótrúlegt þykir mér það. Eyjar eru umflotnar vatni eða sjó. Hvers vegna skyldi lika áin hafa dregið nafn af eynni, ef eyjan var ekki i ánni. Álitmitter, að Lágey hafi verið milli Blautkvislar og Háöldu- kvislar, þar sem nú er hæðarpunkturinn 36 m á Uppdrætti tslands (aðalkort bl. 6 útg. 1969). A 69. blaði af Upp- drætti Islands — Hjörleifshöfði — útg. 1945 og 1957 — er hæðar- punkturinn 36 m ranglega settur austan við Blautukviisi. A nefndum Uppdrætti Islands útgefnum 1957, sem geröur mun samkvæmt mælingu 1904, má sjá hvernig Háöldukvisl og Blauta- kvisl hafa runnið öllu megin um- hverfisþann stað, sem mér þykir liklegast, að Lágey hafi verið. Og er það i vestur af Bólhraunum, sbr. siðar. Lágeyjarhverfi eða hluti af þvi hefur einnig efalitið verið vestan við Bólhraun, milli þeirra og Blautukvisl- ar, sbr. örnefni þar, Dýra- lækir og Lambajökull. Auk þess má fullvist telja, að byggð hafi verið miklum mun viöar á Mýr- dalssandi, sbr. grein Einars Ólafs Sveinssonar: „Byggð á Mýrdals- sandi” i Skirni 1947. Miðað við staðhætti er frásögn Landnámu af þvi, hvernig og hvers vegna Hrafn hafnarlykill „færði” bú sitt, svo augljós og eðlileg, að engu þarf við að bæta. Hannsá hraun renna og færði sig undan i útjaðar landnáms sins. Frásögn Landnámu af flótta Molda-Gnúps þykir mér hins veg- ar torskildari. Hann virðist hafa flúið i skyndi siösumars eða um haust, án þess að eiga sér sama stað visan. — Þeirgerðu sér skála og sátu veturinn af við vigafar —. Og hvað varð um kvikféð? Var það fellt um haustið, féll það um veturinn eða var það skilið eftir i Álftaveri? Hraunið, sem rann um Alfta- ver, hefur skiliö eftir óbrunninn blett austur við Kúðafljót. Sá blettur er að visu ekki stór. Þar standa þó flestir þeir bæir, sem nú eru i Alftaveri. Hugsanlegt er, að Molda-Gnúp- ur hafi i byrjun álitið óhætt að vera kyrr, en flúið á siðustu stundu, þegar hraunið var að þvi komið að loka leið til suðurs með Kúöafljóti og til vesturs með sjó. En hváð þá um flótta til austúrs? Þorvaldur Thoroddsen segir i Ferðabók sinni: ,,---ef annað eldflóðið hefur um sama leyti stefnt niður i Meöalland, var eigi girnilegt að leita austur á bóginn.” Með öðrum orðum: Hraun- rennslið eittniður um Alftaver út- skýrir ekki að fullu, hvers vegna Molda-Gnúpur flúði til vesturs við jafnerfið skilyrði og Landnáma segir frá. Hvað var til austurs, sem jafnvont var eða verra? I skýrslu Þorsteins Magnússon- ar sýslumansns á Þykkvabæjar- klaustri um Kötlugosið 1625 segir m.a.: „Hér I útsuðurshögum staðarins varð nokkurt land eftir nær óskemmt, þar sem sandrign- ingin gerði litiö vart viö sig, en þó nokkuð. Nefnist þetta svæði Ból- hraun, og er um þriggja klukku- stunda gangur yfir það, eða eina eykt verið að ganga i kringum. Þar nam staðar og þangað flúði allur búpeningur, sem i Verinu var, sauðfé, hestar og geldneyti. Sömuleiðis úr Tungu, Skógum og úr Meðallandi öll geldneyti og hross. Ennfremur kom mesti sægur af hrossum bæöi undan Fjalli, austan úr Landbroti og úr Fljótshverfi, og er það þó tvær þingmannaleiðir.” Vindur var á norðvestan, þegar öskufall var mest i Alftaveri, en á suðvestan, þegar öskufallið var mest i Skaftártungu „og austur með öllu fjalli” (austur um Siðu og Fljótshverfi). Gos þetta hófst 2. sept. 1625. Þorsteinn Magnússon ræðir um afleiðingar öskufallsins i skýrslu dagsettri 4. marz árið á eftir. Hann segir um Skaftártungu: „Þar liggja 18 jarðir, þar af tvær næst fyrir austan Skaftá undan fjalii. Þær leggjast sýnilega allar næsta áreða lengur i eyði,---”. 1 Alftaveri hafði sandurinn hins vegar minnkað til muna um veturinn „rignt burt og fokið i stórviðrum”. Af skýrslu Þor- steins virðist mega ráða, að allar jarðir i Alftaveri hafi skemmzt mikið, en þó ekki svo að nein þeirra færi algerlega i eyði. Þetta var um afleiðingar af Kötlugosinu 1625, sbr. öskulagið A4, sem er 30 mm á þykkt. En hvað þá um öskulagið A8, sem er fjórðungi þykkra. Hvaðan kom það? Hvenærféll það? Og hverjar voru afleiðingar þess? Vatnahlaupið mikla niður Sól- heimasand, sem sagt er frá i Landnámu, hefur án efa stafað frá eldgosi, undir Sólheimajökli, eða Mýrdalsjökli vestanveröum, þ.e. i vestanverðri „öskju” þeirri, sem vera mun undir Mýrdalsjökli og nú er nefnd Kötlugjá. Eldgosi þessu hefur efalaust fylgt mikið öskufall eins og öðrum gosum úr Kötlugjá. Hér að framan er sagt, hverjar likur eru á, að öskulagið A8 i Alftaveri hafi orðiö til samtimis eða um svipað leyti og vatna- hlaupiö varð niður Sólheimasand. Mælingar minar og rannsóknir eru að visu ófullnægjandi eins og áður er sagt. Engu að siður virð- ast mér langmestar likur á, aö hvort tveggja, hlaupið og askan, hafistafað af einu og sama Kötlu- gosi. Séra Jón Steingrimsson áleit, að vatnahlaupið niður Sólheima- sand hefði orðið 40 árum siðar en hraunið niður Sólheimasand hefði orðið 40 árum siöar en hraunið rann yfir Álftaver, sbr. áöur sagt. Liklegra þykir mér þó að skemmra hafi liðið á milli. Ég held, að Hrafn hafnarlykill hafi „fært” bú sitt áöur en askan féll yfir Alftaver. Hins vegar virðast mér likur á, aö Molda- Gnúpur hafi ekki flúið fyrr en eftir að askan féll á hálfkólnað hraunið. Vist eru þetta hugarórar hreinir og hvergi skráö, en þaö, sem Landnáma segir frá virðast vera „eðlileg viöbrögð” aðeins. Þar höfum við aöra hliö málsins „afleiðinguna”. Ot frá henni má siðan imynda sér, hver „orsökin” var. Sennilega má meö jarðlaga- rannsóknum komast að raun um, hvort var á undan, hraunið eða öskufallið, og ef til vill einnig, hve langt leiö á milli. 1 Landnámu er sagt um Hróarr Tungugoða: „Hróarr bjó fyrst i Asum. Siðan tók hann Lóma- gnúpslönd af Eysteini — — ”. Hvers vegna fór goðinn af erföa- jörð sinni úr landnámi afa sins, Leiðólfs kappa? Var ástæðan kannski öskufall ellegar hraun úr Eldgjá? Um það veit enginn nú, en ef svo var, hefur eðlilegt verið, að Molda-Gnúpur og menn hans flýðu ekki til austurs heldur i vesturátt. Þessi hugdetta min um, að Molda-Gnúpur hafi ekki f lúiö fyrr en hvort tveggja varð, eldurinn rann og askan féll, verður liklega aldrei sönnuð. Rannsóknir gætu ef til vill leitt i ljós, að askan hafi fallið á nýrunniö hrauniö, en jafn- vel það væri varla fullnægjandi til sönnunar. Að sjálfsögðu er lika hugsanlegt, að hraunið eitt hafi valdið flóttanum. Landnáma nefnir jarðeldinn einan. Að lokum ein spurning enn. Af Landnámu virðist mega ráða, að Lágeyingar hafi verið i Lágey, þegar Landnáma var skráð. Spyrja má þvi, hvers vegna flúðu þeir ekki, þegar öskulagið A8 féll i Alftaveri eða flúðu þeir kannski fyrst og sneru svo aftur? Ef þeir flúðu ekki, er spurningin sú, hversu mikið var öskufallið i Lág- ey, þegar A8 féli i Alftaveri? Var það kannski litið eða ekkert likt og i Bólhraunum 1625, þegar öskulagið A4 féll yfir Alftaver, sbr. áður sagt. Svarið viðsiðustu spurningunni mun að likindum auðvelt að fá i framræsluskurðum i Kerlingadal og viðar i Mýrdal sunnanverðum. Einar Olafur Sveinsson segir i Skimi 1947’ „Ég hygg hér þurfi enn nýrra ránnsókna við. Og enn þarf saman að fara notkun sögu- íegra og jarðfræðilegra vitnis- burða.” Þaö mun sannmæli mest. Að siðustu þetta. Ennþá veit enginn, hve mörg öskulög eru i þeim hluta jarðvegsins, sem eftir er að mæla i Álftaveri, sbr. upphaf þessarar greinar. Auk þess eru allar mælingar, sem ég hef gert, mjög ónákvæmar. Senniiega myndu mörg fleiri öskulög, sum kannski örþunn, koma I ljós, ef vel væri leitað. Væntanlega eru þau flest frá Kötlu, en i Mýrdal og umhverfis Mýrdalsjökul eru móbergsstapar svo tugum og jarnvel hundruðum skiptir. Vera má, aö öskulög hafi myndazt, þegar þeir urðu til, sumir kannski við isaldarlok, eftir að jörð tók að gróa i Alfta- veri. Ef til vill væri ekki úr vegi fyrir jarðfræðinga að leita heimildar hjá Alftveringum, til þess aö rannsaka jaröveginn undir skóla- húsinu á Herjólfsstöðum og grafa þar niður á grjót. Þetta er viö þaö miðað, að ekki þurfi aö moka strax aftur ofan i holuna, en þá verður lika umfram alltaö fylgj- ast með, að eiturloft safnist ekki fyrir i botni hennar. Annars mun hvergibetra að grafa en I túninu á Herjólfsstöðum. Þar er hvorki svo áveðra að hætta sé á, að allur sandur hafi fokið burt, né heldur svo lágt, að hætta sé á vatni ofan á grágrýtinu. Reykjavik, 30. april 1977 Kjartan Jóhannesson Heimildir Eggert Ólafsson og Bjarni Páls- son:Ferðabók II. bindi, bls. 100- 166 Rvik 1943. Einar ólafur Sveinsson : Byggð á Mýrdalssandi. Skirnir 1947, bls. 185-210. Landnám i Skaftafellsþingi, bls. 98-117. Rvik 1948. Guögeir Jóhannsson: Kötlugosið 1918, bls. 65. Rvik 1919. Markús Loftsson: Rit um jarð- elda á íslandi, formáli, bls. 15-41 og 138. 2. útg. Rvik 1930. Sveinn Pálsson: Ferðabók, bls. 548. Rvik 1945. Þorvaldur Thoroddsen: Ferða- bók III. bindi, bls. 111-137. 2. útg. Rvik 1959. Lýsing tslands II. bindi, bls. 148- 149. Kmh. 1911. Safn til sögu islands IV. bindi, bls. 195-196. Uppdráttur tslands: Aðalkort Bl. 6 — Miðsuðurland. Útg. 1969. 69.blað NV — Hjörleifshöfði. Útg. 1957. 69. blað — Hjörleifshöfði. Ctg. 1945. Öskulagamælingar i Álftaveri Fylgiskjal A Mæling 7. des. 1969 var gerð i framræsluskurði i Mjósunds- tanga austan vð Herjólfsstaða- vatn. (M = mold, S = sandur, þ.e. öskulag, A0 = grasrót, Al til A8 = öskulög, A9 = skurðbotn, jarðvegsþykkt alls. 1.373mm). A0 Grasrót M 53 mm A1 S 13 mm M 187 mm A2 S 107 mm M 120 mm A3 S 30 mm M 53 mm A4 S 30 mm M 133 mm A5 S 13 mm M 157 mm A6 S 1 mm M 183 mm A7 S 20 mm M 233 mm A8 S 40 mm A9 Skurðbotn Alls 1.373 mm öskulagamælingar i Álftaveri Fylgiskjal B Mæling 29. marz 1975 var gerö niður úr kjallaragólfi I austur bænum á Herjólfsstööum. (M = mold,S = sandur, þ.e. öskulag, 0 = kjallaragólf, 1 til 28 = öskulög, 29 = grágrýti, jarðvegsþykkt alls 3.650 mm). Ok jallaragólf Flutt 1.642 mm Flutt 2.816mm M 250 mm M 100 mm M 60 mm 1 S 80 mm 12 S 30 mm 23 S 20 mm M 104 mm M 152 mm M 137 mm 2 S 40 mm 13 S 5 mm 24 S 35mm M 60 mm M 142mm M 46 mm 3 S 5 mm 14 S 5 mm 25 S 1 mm M 243 mm M 15mm M 220 mm 4 S 85 mm 15 S 5mm 26 s 10 mm M 45 mm M 50 mm M 115mm 5 S 1 mm 16 S 20 mm 27 S 15 mm M 65 mm M 30 mm M 120 mm 6 S 5 mm 17 S 2 mm 28 S lOmm M 55mm M 72mm M 45 mm 7 S 5 mm 18 S 5 mm 29 Grágrýti M 128 mm M 40mm 8 S 25 mm 19 S 1 mm Alls 3.650 mm M 158 mm M 80 mm 9 S 100 mm 20 S 15 mm Frádragast M 108mm M 68 mm skekkjur 650 mm 10 S 5 mm 21 S 15 mm M 50 mm M 212 mm 11 S 25 mm 22 2 110 mm Nettó 3.000 mm Flyt 1.642 mm Flyt 2.816 mm ,

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.