Tíminn - 28.05.1977, Page 18

Tíminn - 28.05.1977, Page 18
18 Laugardagur 28. maí 1977 Laugardagur 28. mal 1977 19 Sitkagreni, sem Jón plantaöi fyrir nitján árum. Myndin er tveggja ára gömul, svo nú er hrislan oröin mun stærri en þetta. Aö tlna fræ. Hæö trjánna cr hægt aö gizka á meö þvi aö hera hana saman viö slærö mannsins. Langa mjóa splran sýnir ársvöxt sitkagrenis I landi Jóns Páissonar. i'W1! I -á- m *■ ■flki H fMh Jraábnki ffardinn okkar Rætt við Jón Pálsson, formann Garðyrkj ufélags íslands Jón Pálsson. Timamynd Róbert Þó aö svalt hafi veriö I veöri aö undanförnu og ýmsir hafi látiö svo um mælt, aö þetta sé meö kaldari vorum, þá er þó aldrei svo, aö menn hugsi ekki til vor- verka sinna. Þeir sem eiga garö- holu, fara aö stinga upp, losa moldina og vekja hana af vetrar- dvalanum, en þar næst aö ,,sá og setja niöur”, eins og skáldiö komst aö oröi. Sextiu þúsund trjáplöntur Meöal annars af þessu tilefni datt okkur hér á Tfmanum I hug aö leita til Jóns Pálssonar, for- manns Garöyrkjufélags Islands, og spjalla viö hann um gróöur jaröar. — Fyrst langar mig aö spyrja þig, Jón: Hvenær hófst áhugi þinn á þessum hlutum? — Ahuginn er vlst nokkurn veginn jafngamall sjálfum mér. Ég hef hugsaö um tré frá þvl ég man fyrst eftir mér, eöa þvi sem næst. — Var mikil trjárækt á æsku- stöövum þlnum? — Nei, þvertá móti. Ég fæddist og ólst upp á Sauöanesi I Torfa- lækjarhreppi I Austur-Húna- vatnssýslu. Þar var þá engin skógrækt, og hvergi I sveitinni, svo aö heitiö gæti. Mjög fágætt var þá, aö blóma- eöa trjágaröar væru viö hibýli manna, og enn þann dag I dag má þaö heita óal- gengt þar um slóöir. Ég hugsaöi mér, strax á æskuárum mlnum, aö bæta úr þessari vöntun, og hef reynt aö standa viö þaö, eftir þvl sem ég hef getaö. Þegar ég var rúmlega tvltugur, fór ég utan og var tvö ár I Dan- mörku og Noregi. Ekki var ég þó aö læra skógrækt, heldur vann ég almenn landbúnaöarstörf, en hins vegar komst ég auövitaö ekki hjá þvl aö sjá þaö sem I kringum mig var, skóg og annan gróöur, sem er bæöi mikill og fagur I báöum þessum löndum, eins og allir vita, sem þangaö hafa komiö. — Og svo hefur þú tekiö til ó- spilltra mála viö ræktunina, þeg- ar heim kom? — Nei, ég varö aö vinna hverja þá vinnu sem kostur var á, og haföi alls engin tækifæri til þess aö sinna hugöarefnum mínum. Þaö var ekki fyrr en 1957, sem ég byrjaöi aö fást viö skógrækt aö marki. — Ég á einn fjóröa i Sauöanesi, jöröinni, þar sem ég fæddist og ólst upp, og nú datt mér i hug aö giröa hluta af þvi af, friöa hann alveg og planta þar skógi. Fyrst I staö var giröingin ekki neitt stórvirki, en nú er hún oröin fjórir kilómetrar, og innan giröingar eru um fimmtíu og sex hektarar. Þar er ég nú búinn aö setja niöur um sextiu þúsund trjáplöntur. — Ekki er þaö nú oröinn hár skógur á tuttugu árum? — Nei, stærstu trén eru um þrlr metrar á hæö. Þetta er aö veru- legu leyti tilraunastarfsemi. 1 upphafi varö ekki komizt hjá ým- iss konar mistökum, til dæmis um val á tegundum. En nú þykist ég búinn aö öölast nógu mikla reynslu til þess, aö mér sé óhætt aö halda ótrauöur áfram. Þá er ekki siöur skylt aö geta hins, aö ég hef notiö hjálpar og velvilja góös fólks, bæöi meö flutning á plöntum og margt ann- aö. öllu þessu fylgir mikil vinna, og þaö sem ég hef þegar gert á þeim hluta Sauöaneslands, sem ég ræö yfir, er meira en svo, aö þaö heföi veriö ætlandi einum manni. Landið gerbreytist — Þú nefndir tegundaval. Þú ert þá búinn aö gera þér grein fyrir þvl hvaöa tegundir þrlfast bezt hér, og hverjar miöur? — Já, þaö hygg ég. Stafafura og lerki hafa reynzt mér bezt, en um báöar þessar tegundir gildir þaö, aö ekki er sama hvaöan þær eru komnar. Þar kemur margt til greina, hitastig, raki og fleira á þeim staö, þar sem þær voru áö- ur. Lerkiö frá Altai er gott. Sá staöur er I Sovétrikjunum, og þetta er sú tegund sem almennt gengur undir nafninu Siberiu- lerki. En af þvi eru aö visu til fleiri en ein tegund. Enn fremur hefur komiö ágæt tegund frá Sérkúrsk, sem líka er I Siberlu. Sumar aörar tegundir Siberiu- lerkis hafa ekki reynzt eins vel. Til eru þær, sem sækja á aö mynda aukagreinar, einkum ef jurtin veröur fyrir einhverju á- falli, kali eöa ööru sllku. Þetta getur jafnvel gengiö svo langt, aö tréö veröi tvistofna, en þaö þykir flestum til óprýöi, og mér fyrir mitt leyti þykir tvistofna tré heldur leiöinleg. Islenzka birkiö er ágæt tegund, en þaö fer mjög hægt á staö, og menn þurfa aö sýna heilmikla þolinmæöi og mega ekki heimta alltof skjótan árangur verka sinna þegar þaö er annars vegar. Þegar land hefur veriö friöaö I tuttugu ár eöa svo, er þaö sjálft oröiö gerbreytt. Fjalldrapi og víöir ná aö vaxa og fella blöö sln, og viö þaö breytist jarövegurinn undrafljótt. Sömuleiöis fá blóm- plöntur alltaf meira og meira svigrúm og veröa æ meira áber- andi, eftir því sem landiö er leng- ur friöaö. Margir kvarta um aö sina fái yfirhöndina, þegar land er friöaö, en þaö er ekki nema fyrst I staö. Sinan er aöallega bundin viö grasa- og hálfgrasa- ættina, og þvi meira sem viöiteg- undir og blómplöntur láta til sin taka, þeim mun minna veröur af sjálfu grasinu, og þá um leiö sin- unni. Blómplöntur mynda ekki sinu, þvi aö þær koöna niöur i jöröina á haustin og heilsa okkur siöan ungar og ferskar næsta vor, án þess aö hafa skiliö eftir sig neinn „úrgang” aö haustinu. Fuglar hópast á friðaða svæðið önnur og mjög athyglisverö breyting varö á landi minu, eftir aö þaö haföi veriö friöaö um hríö, þótt hún snerti ekki sjálfan gróö- urinn þar. Þaö var, hve fuglum fjölgaöi glfurlega. 1 fyrra rakst ég á þrjátlu og sex hreiöur innan giröingarinnar, þar sem ég átti leiö um, og án þess aö ég væri nokkuö aö leita þeirra sérstak- lega. Auövitaö var þar ekki fugla- laust áöur, en þessi aukning er svo stórstlg og áberandi, aö þaö er ekki tilviljun. Og utan giröing- arinnar eru fuglar ekkert algeng- ari en gengur og gerist. — Hann laöast aö svæöinu af þvl aö þaö er friðaö? — Enginn vafi. Og líka skjól- inu. Trén veita mikiö skjól, og sömuleiöis kjarr- og lynggróöur. Svo held ég aö fuglunum þyki lika gott aö vera þar sem ekki er mik- ill umgangur og ónæöi af öörum skepnum, jafnvel þótt þær séu þeim ekkert hættulegar og skipti sér ekkert af þeim. — Hvar færö þú plöntur til gróöursetningar? — Mest frá Skógrækt rlkisins, og þar hafa mér gefizt bezt plönt- ur frá Varmahlíö I Skagafiröi. En nú er svo komiö, aö ég framieiöi birkiplöntur mínar aöallega sjálf- ur. — Sáir þú þá I landið fyrir noröan? — Já, dálítiö hef ég gert þaö, en mikiö el ég lika upp hér fyrir sunnan. — Ég get gjarna lýst þvi hvernig ég fer aö, ef einhverjum skyldi vera þægö I slikum upplýs- ingum. Fyrst sái ég birkinu I plöntukassa og læt þaö vera þar óhreyft I eitt til tvö ár, og þá gjarna undir gleri, til þess aö vöxturinn veröi hraöari. Siöan planta ég þessu I plastdoliur, og þó miklu oftar I mjólkurfernur, þar sem þaö er í tvö ár. Aö þeim tíma liönum get ég fariö meö plönturnar noröur og sett þær niö- ur, en tek umbúöirnar auövitaö utan af, áöur en niöur er sett. Þessu fylgir sá mikli kostur, aö ég get sett niöur hvenær sem er á sumrinu, frá vori til hausts, en er ekki bundinn viö venjulegan niöursetningartlma. Hinn merkasti félagsskapur — En hvenær var þaö sem þú tengdist Garöyrkjufélagi is- lands? — Ég man nú ekki í svipinn, hvenær ég gekk I Garöyrkjufélag- iö, en ég mun hafa veriö kosinn varaformaöur þess fyrir ellefu árum, og formaöur hef ég veriö frá þvl 1970. — Viltu ekki segja lesendum okkar eitthvaö um þaö ágæta fé- lag? — Jú, og þá vil ég byrja á aö segja þaö, aö þetta er hinn merki- legasti félagsskapur! Félagiö var stofnaö áriö 1885, af Schierbeck landlækni. Eins og nærri má geta, haföi þaö ekki lftiö aö segja á þeim árum, aö sjálfur landlækn- irinn heföi forgöngu um máliö, enda gengu flestir broddborgarar landsins I félagiö meö honum. En ekki var nú „yfirstéttin” fjöl- mennari en svo, aö einungis fimmtán til sautján manns voru I félaginu fyrsta áriö! Landlæknir var hinn mesti áhugamaöur, skrifaöi mikiö um garöyrkju, og átti bréfaskipti viö fróöa menn á þessu sviöi, bæöi I Noregi og Dan- mörku. Tilgangur félagsins var fyrst og fremst sá aö efla áhuga á garö- yrkju og I ööru lagi aö hjálpa mönnum til þess aö komast yfir ó- dýrt fræ, þar sem þaö var aö fá. Enda fengu félagsmenn fyrst I staö matjurtafræ frá Danmörku. Sjálfur lagöi landlæknir stund á ýmislega tilraunastarfsemi meö ræktun i gamla kirkjugaröinum viö Aöalstræti, en þar vann hann aö tilraunum slnum meö sérstöku leyfi hlutaöeigandi yfirvalda. Schierbeck var svo formaöur Garöyrkjufélagsins á meöan hann átti heima hér á landi. En eftir aö hann var hættur aö stjórna þvl, munu ýmsir hafa tal- iö eölilegt aö Búnaöarfélag Is- lands tæki viö hlutverki félagsins. Einar Helgas. sem haföi fariö ut- an aö tilhlutan Garöyrkjufélags- ins til þess aö læra garöyrkju, geröist starfsmaöur Búnaöarfé- lagsins, þegar heim kom. Þaö er svo ekki aö orölengja, aö Garö- yrkjufélagiö lognaöist út af og var ekki endurvakiö fyrr en á full- veldisdaginn áriö 1918 af Einari Helgasyni og fleiri mönnum, og voru þá liönir meira en tveir ára- tugir frá þvi aö Schierbeck læknir hafði veitt þeim félagsskap for- stööu. Af Einari Helgasyni er þaö á hinn bóginn aö segja, aö hann hætti störfum hjá Búnaöarfélagi íslands og geröist starfsmaöur Garöyrkjufélagsins og var þaö til dauöadags 1935. 1 raun og veru má taka svo til oröa, að Garöyrkjufélagiö og Ein- ar Helgason hafi „runniö saman I eitt” og veriö nærri þvi sem einn aðili. Og þegar hans missti viö, lagöist félagið I dvala og haföist ekki að fyrr en Ingimar Sigurös- son endurvakti félagiö áriö 1937, tveim árum eftir lát Einars. Síö- an hefur félagiö starfaö, en þó var lengi næsta dauft yfir starfsem- inni, og félagsmenn ótrúiega fáir. Mest sjálfboðavinna — En hvernig er þetta núna? — Félagatalan hefur aukizt gífurlega. Um 1970 voru aðeins um sjö hundruö manns I félaginu, en á slöasta aöalfundi reyndust félagsmenn vera fjögur þúsund þrjú hundruö þrjátlu og þrlr. — Hvaöa störf hefur svo félagiö meö höndum? — Eölilegt er aö svo sé spurt. Viö flytjum inn lauka fyrir félags- menn og seljum þá á kostnaöar- veröi. Einnig höfum viö komiö á fót svokallaöri fræskiptingu, en hún er I því fólgin, aö fólk safnar fræi heima hjá sér, sendir þaö til okkar, viö pökkum þvi i litla poka, búum til lista yfir þaö sem til er hjá okkur, og sendum siban listana til félagsmanna. Þannig geta menn á skömmum tlma eignazt plöntur, sem hvergi er hægt aö fá i verzlunum, og komið sér upp álitlegum göröum. — Þiö hafiö auövitaö öll skrúö- garöa viö heimili ykkar? — Ég er ekki kunnugur alls staöar á landinu, en ég geng út frá þvi sem gefnu, aö sérhver garö- yrkjumaður rækti sinn eigin garö heima hjá sér. Og annað get ég sagt, sem I rauninni er merkilegt: Flest sem innt er af hendi hjá okkur er sjálfboöavinna. Þaö hygg ég aö sé fágætt, þegar um svo stórt félag er aö ræöa. En starfsemi okkar er meira en kaup og sala á fræi og plöntum. Vib höfum gefib út matjurtabók, og skrúögarðabók höfum viö gefiö út tvisvar. Skrúögaröabókin hef- ur veriö mjög ódýr, og veröi hennar hefur veriö haidiö svo lágu til þess aö sem allra flestir, sem þess óska, geti eignazt hana. Deildirnar vinna ráðunautsstarf — Nú heitir félagiö Garöyrkju- félag tslands, og nær um allt landiö. Njótiö þiö þá ekki ein- hverra opinberra styrkja? — Ekki væri óllklegt aö hugsa sér þaö, á þessari mikiu styrkja- öld. En þar er hægt aö fara fljótt yfir sögu. Slöastiiöiö ár fengum við hundraö þúsund krónur frá rlkinu, fimmtlu þúsund frá Reykjavlkurborg og þrjátlu og fimm þúsund frá Kópavogs- kaupstaö. Þetta er ailt og sumt, og myndi ýmsum ekki þýkja mikiö. Mér fyrir mitt leyti finnst Garöyrkjufélagiö eiga betra skil- iö, þvl aö sannleikurinn er sá, áö félagið vinnur mikiö þjóönytja- starf meö þvl aö auka ræktunar- menningu I landinu, enda ekki vanþörf á. Deildir úr Garð- yrkjufélaginu eru starfandi vlöa um land, t.d. Akranesi, Borgar- nesi, lsafiröi, Siglufiröi, Dalvik, Akureyri, Húsavlk, Neskaupstað, Vestmannaeyjum og á Suöur- nesjum. Ég er þeirrar skoöunar, aö bæjarfélögin ættu ab styrkja þessar deildir, hvert á slnum staö, þvi aö þær vinna I rauninni ráöunautsstarf. Þessum deildum fer fjölgandi, og félagsmönnun- um lika. í bæ einum úti á landi var aöeins einn maður I Garö- yrkjufélagi Islands fyrir nokkr- um árum. Nú skipta þeir hundr- uöum, þaö er risin upp deild á staönum. Fræðslufundir fyrir almenning — Er ekki nauösynlegt fyrir Garöyrkjufélagiö aö eiga ráö á góöu húsnæöi hér I Reykjavik, þar sem deildin hér er trúlega fjölmennust? — Jú, sannarlega væri þaö æskilegt, en viö erum aö sönnu ekki alveg á götunni. Félagiö hefur á leigu húsnæöi aö Amt- mannsstig 2, en þaö er aöeins leiguhúsnæöi, og vlst yröi því tek- iö með fögnuöi, ef hiö opinbera greiddi svo götu okkar, aö fé- laginu yröi kleift aö eignast sitt eigiö húsnæöi, þar sem þá væri hægt aö reka miklu umfangs- meiri starfsemi en nú er kostur á. Þar á ég til dæmis viö námskeið I garöyrkju, en hér er einmitt mjög mikill hörgull á sllkum nám- skeiöum. Námsflokkar Kópavogs hafa kennt garöyrkju, og þau námskeið hafa oröiö ákaflega vinsæl. Þaö er einmitt slíkt nám- skeiöshald, sem Garöyrkjufélag Reykjavíkur þyrfti aö koma á hjá sér. — Hafið þiö ekki rekið neins konar fræöslustarfsemi, nám- skeiö eöa annaö? — Jú, viö höfum haldiö fræösiufundi fyrir almenning ööru hvoru, gjarna fimm sinnum á ári, eöa svo. Þá hafa verið fengnir góöir fyrirlesarar til þess aö tala um ákveöin efni, og einnig hafa veriö sýndar myndir til fróö- leiks og skemmtunar. Þessir fundir hafa veriö fram úr skar- andi vel sóttir, svo aö vandamál okkar hefur helzt verið skortur á húsrými. Aö sumrinu eru svo farnar fræðsluferðir. Siöastliöiö sumar fórum viö I garðyrkjuskól- ann I Hverageröi. Einnig hafa vissir garöar I Reykjavik veriö heimsóttir, og sá háttur verið haföur á, aö eigendur viðkomandi garbs hafa veriö beönir leyfis, aö garöurinn yröi skoöaður, ein- hvern ákveöinn dag. Slíkt leyfi er jafnan auösótt, og þá hafa menn oft lært mikiö á stuttum tlma. Garð við hvert hús i landinu! — Heimsækiö þiö ekki llka hvert annaö og beriö saman bæk- urnar, fyrir utan hinar fjölmennu skoöunarferöir? — Jú, þaö er talsvert algengt. Og hin gagnkvæmu kynni glæöa áhugann. Þegar tveir eöa þrlr hittast, er umræöuefniö plöntur og garðyrkja, menn skiptast á upplýsingum og reynslu. Ég er alveg sannfæröur um þab aö hinn aukni og vaxandi ræktunaráhugi I Reykjavlk er aö verulegu leyti Garðyrkjufélaginu aö þakka. Hinir opnu garöar I borginni hafa lika stórmikla þýðingu, þvl aö þangaö leggja margir leiö sina. Allt eykur þetta þekkinguna, og þekking eykur áhuga. — Og garöyrkjuáhugi er llka mikill út um byggðir landsins? — Já, vlöa, en þó grunar mig aö betur væri hægt aö gera. Ég er aö visu ekki kunnugur um allt ts- land, eins og ég gat um fyrr I þessu spjalli okkar, en þó hef ég litið svo til, aö garöar gætu veriö miklu vlöar en raun er á. Ég vil aö fallegur og vel hirtur skrúö- garöur sé viö hvert hús I landinu, til sjávar og sveita. Þaö er ákaf- lega gaman ab horfa heim á bæi, þar sem fallegur garöur er viö húsiö, eöa jafnvel I kringum þaö I tvo eöa þrjá vegu. Bæirnir breyta alveg um svip, og umhverfiö veröur allt annaö og hlýlegra fyrir bragðið. — Hins vegar er þaö útbreiddur misskilningur, aö vinna viö sllka heima-garöa sé bæöi mikil og erfiö. Sé rétt aö farið, þarf ekki svo aö vera, en aö vlsu fer þaö mikiö eftir þvl, hversu margar tegundirnar eru, og hvaöa tegundir fólk velur sér. Meö hagræöingu og skynsam- legum vinnubrögöum þurfa heimilisgaröar ekki aö krefjast mikils erfiöis af eigendum sinum. Steinhæöir eru upphækkuö beö, þar sem hellur eru lagöar hér og þar. I steinhæöum þrifast vel plöntur, sem þarfnast mjög litillar umhiröu. Mér hefur sýnzt, aö maöur sem hefur stóra steinhæðí garöi sínum, þurfi ekki aö sinna henni nema um þaö bil i fimm minutur á dag, ef hann gerir þaö á hverjum degi. Og fáir eru svo þjakaöir, aö þeir geti ekki séö af fimm mlnútum til þess aö sinna hugöarefnum sinum, jafn- vel þótt þaö verðiaö vera á hverj- um degi. Ekki þurfa há tré mikla umönnun, þótt dálitiö þurfi aö sinna þeim á meöan þau eru aö vaxa. En einhvern tlma þarf aö byrja á þessu, og sá maöur eign- ast varla ^allegan trjágarö, sem ekki vill íeggja þaö á sig aö annast trén á vaxtarskeiði þeirra. Þetta er eins og hvert annaö uppeldi. Gagnleg og holl iðja — Viö höfum talaö hér um blóm og tré. En ræktiö þiö ekki Ilka svokallaöar nytjajurtir, eins og til dæmis rófur og kartöflur? — Jú, Garðyrkjufélagið er al- hliöa félagsskapur, sem lætur sig varöa alla ræktun, hverju nafni sem nefnist. Þar er grænmeti aö sjálfsögöu engin undantekning, og viö hvetjum fólk eindregið til þess aö rækta sjálft matjurtir slnar. í raun og veru er alveg sjálfsagt aö hver og einn sé sjálf- um sér nógur meö grænmeti, þar sem þvl veröur við komiö, og þaö vita þeir bezt sem reynt hafa, aö ómetanlegt er að geta alltaf fengiö nóg og gott grænmeti I garöinum heima viö hús sitt. Þaö er hvorki mikil fyrirhöfn né kostnaöur aö rækta nægilegt grænmeti handa meöalfjölskyldu. Þaö er iöulega veriö aö hvetja fólk til þess aö iöka útiveru, leggja stund á gönguferöir, sund og aörar Iþróttir, en hitt er fágætt aö fólk sé hvatt til þess ab fara út I garöinn sinn og vinna þar dagstund. Þaö er þó einhver hollasta og gagnlegasta útivera sem völ er á. Viö ættum aö muna betur eftir garöyrkjunni, þegar okkur langar út undir bert loft. — VS Þcssi mynd var tekin af stafafuru áriö 1974. Hún getur þrifizt vel I súrum og ófrjóum jarövegi. Hér ve- hún innan um sortulyng og krækiberjalyng. rbústaöu Torfalækjarhreppi. Hér geta menn séö muninn á friöuöu og ófriðuðu landi. msmmmsimtsrsr

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.