Tíminn - 28.05.1977, Qupperneq 23

Tíminn - 28.05.1977, Qupperneq 23
Harwey haföi kennt Cathy margt um fugla. Hann var náttúru- fræðikennari i skólanum, og hann sagði ekki aðeins frá þvi sem stóð iskólabókunum. Iþetta sinn hafði hann sett þeim fyrir að skrifa rit- gerð um þröstinn og Cathy hafði skrifaö það sem hann hafði sagt þeim og teiknaö myndir með. Henni gekk vel i skólanum og hún vildi að James væri stoltur af henni. Þau voru vinir, alvöruvin- ir. Hann var svo mikið öðruvisi en aðrir karlmenn. Cathy stökk niður af bekknum og fann bók, sem hún læsti alltaf niður i litinn kassa, sem hún kall- aði skrinið sitt. Þar geymdi hún öll leyndarmálin sin, og þar var dagbókin, mesta leyndarmálið af þeim öllum. Hún settist aftur á gluggabekkinn og opnaði bókina. Efst i opnuna haföi hún skrifað með rauðu tússi: Handa mömmu: Paul Adams, piparsveinn. Lög- fræöingur. Grá augu. Tóm- stundagaman: útreiðar og golf. Hitti hann hjá vinkonu minni, Debbie. Mér geðjaðist vel að hon- um og kom þvi þannig fyrir að hann ók mér heim, svo mamma gæti séð hann. Hún var I garðin- um, þegar við komum og hún bauð honum upp á kaffi. Hann kom nokkrum sinnum, en hún bauð honum ekki inn aftur. Hún var kurteis, en það varö ekkert úr þvi. Nú er hann fluttur úr bænum. Cathy gat brosað að þessu núna og verið ánægð yfir að ekkert hafði orðið úr áætlunum hennar. Hún hélt áfram að lesa.: Númer tvö. Trevor Holmes, ekkjumaður. A þrjú uppkomin börn. Grátt hár, gleraugu. Hjálp- aði mér einu sinni, þegar ég datt á hjólinu og ók mér heim með það. Mamma þakkaði honum og var hrædd um mig. Hann bauð henni út og hún fór, en aðeins i þetta eina skipti. Númer þrjú: James Harwey. Kennari, Ekkjumaöur. Dökkt hár, grá augu. A eina dóttur, Julie, sem er gift og er kennari i öðrum bæ. Ég kynntist honum, þegar hann fór að kenna i skólan- um okkar i haust. Ég komst að þvi, að hann var miklu heppilegri en hinir tveir og kom þvi þannig fyrir að hann talaði við mömmu á foreldrafundi. Þau höfðu þá þekkzt áður! Hann hafði verið i skóla með pabba og sagðist hafa lesið um bilslysið þegar hann dó, og svo fór hann að tala um mig og skólann og slikt. Mömmu gafst ekki tækifæri til að veröa döpur. Þá vissi ég að hann var sá rétti, þvi hann kom henni til að hlæja. Hann hefur oft komið hingað. Henni likar vel við hann, en.. Cathy lagði frá sér bók'ina og horfði hugsandi upp i kvöldhimin inn. Hvernig voru tilfinningar mömmu til hans? Voru þær meira en vinátta? I orðabókinni stóð, að vinátta væri lika eins konar ást. Auövitað hafði mamma séö gegnum áætlanir hennar meö hina tvo, en guði sé lof aö hún hafði aldrei minnzt á það seinna. Það hefði orðið leiðinlegt. En hvað James varðaði, hélt hún áreiðanlega ekkert um að Cathy hefði haft hönd i bagga með fund- um þeirra. Þau voru lika gamlir kunningjar og allt það. Nú sá hún þau standa niöri i garðinum. Þau höfðu kveikt bál og reykinn lagði milli blómabeð- anna. Logarnir lýstu upp andlit mömmu. Hún var falleg, þó að hún væri bara i gömlum siðbuxum og bómullarpeysu. Auðvitaö var hún ekki kornung lengur, en það gat ekki gert neitt til. Hún var svo ungleg i kvöld, með hárið tekið i tagl. Hún studdist fram á hrifuna og var hugsandi á svip. Um hvaö voru þau að tala? Það var útilok- að heyra til þeirra. Hún opnaði gluggann varlega og faldi sig á bak við gluggatjaldið. James sneri sér að mömmu og var al- varlegur á svipinn. En hvað var hann að segja? Cathy stokkroðn- aöi. — Ég hef alltaf vitað, að Cathy bauð mér hingað þin vegna, sagði hann. — Það hlýtur þig að gruna lika. — Já, mig grunaði það, James. — En mig langaöi til að koma, Beth, hélt hann áfram — ekki bara af þvi Cathy bauð mér. — Þú ert góður vinur, James, vinur okkar beggja, og við meg- um ekki vera reið við Cathy. Hún vill vel þó að hún noti ekki sem æskilegastar aðferðir. Hún hefur tekið það i sig að ég sé einmana og .... Hvað var það i mæðrum, sem gerði að verkum, aö þær gátu séð i gegnum fólk? — Ertu ekki einmana, Beth? spurði hann alvarlegur og lagöi höndina yfir hennar á hrifunni. — að er ég nefnilega — öðru hverju. — Allir eru það liklega öðru hverju, svaraði hún, — en ég er ánægð meö lifið eins og það er. — Áttu við aö þú getir ekki hugsað þér að giftast aftur? — Jú, svaraði hún eftir stutta þögn. — Ég held að ég muni gera það. Ég syrgi ekki lengur — sárs- aukinn er horfinn. Ég á auðvitað minningarnar og ég sakna Johns, en ég er komin yfir það versta. — Ég veit, hvað þú átt við, sagði hann. — Mér leið svona, eft- ir að Lára dó. Júlia er eldri en Cathy og sem betur fór, reyndi hún aldrei að finna nýja konu handa mér, en það var hún sem sýndi mér fram á að lifið verður að halda áfram og getur meira að segja orðið ánægjulegt aftur. Cathy færði sig frá glugganum. Þaú höfðu bæði séð i gegnum hana. Hún gæti ekki horfzt i augu við þau framar. En hvað var James að segja nú? — Júlia sagöi mér vafninga- laust, að ég liföi i fortiðinni, sagði hann. — Ég sagðist ekki geta að þvi gert. Hún var svo lik móöur sinni, að mér fannst ég þrátt fyrir allt hafa svolitið af Láru. Hverju heldurðu að hún hafi þá svarað? Jú, aö hún yrði alls ekki alltaf á heimilinu, hún færi burt til aö vinna um leið og hún yröi nógu gömul til þess. Hún væri hún sjálf, en ekki eftirliking af móður sinni. — Þú hlýtur að hafa orðið ein- mana — og svolitið yfirgefinn, James? — Já, i fyrstu, svaraði hann. —- En svo gerði ég mér ljóst, að hún hafði á réttu að standa. Og þegar hún fór, var hún átján ára og *skömmu seinna gifti hún sig og þá sá ég að ég varð að gera eitthvað. Þess vegna kom ég hingaö og byrjaði við skólann. Afganginn veizt þú. Cathy hallaði sér lengra út á gluggakistuna. Hún fann til i hnjánum eftir að hafa kropið svona lengi á bekknum, en hún mátti ekki missa af þessu. —Beth, sagði James og lagði höndina á vanga hennar. — Það var Cathy, sem byrjaði, en nú er ég að tala eingöngu fyrir sjálfan mig. Æ, ekki horfa svona á mig, þetta er dálitið, sem ég verð að segja. Mér þykir vænt um þig, Beth. Já það er satt. - — Þú mátt ekki segja það, James, ég..... — Ég veit, hvað þú ætlar að segja greip hann fram i, — en þú verður að hlusta á mig núna. Við höfum bæði elskað og misst, en það þýðir ekki aö lifið vilji ekki gefa okkur annað tækifæri Sjáðu bara fuglana, Beth, þeir fljúga án þess að vera vissir um að komast til baka. En þeir verða að fljúga. Skilurðu ekki, að þannig er það meö okkur lika? Við höfum lika rétt til aö fljúga, reyna aftur. Við höfum enga tryggingu fyrir þvi aö allt gangi vel, en það er skylda okkar að reyna. — En við erum ekki fuglar, James. Þú mátt ekki likja okkur við þá. — Það sem ég átti viö, er að þeir fljúga burt á haustin og koma aftur á vorin. Það er ekki aðeins eitt vor, Beth. Ekki fyrir okkur heldur. Það er ekki bara einu sinni á ævinni, sem maður getur elskaö. — Þetta er falleg hugsun, Jam- es. Að vorið komi alltaf aftur. Með sól og yl og gleði, Beth. Og ást.... — Ef til vill hefurðu á réttu að standa, James. Ég hef ekki þorað að hugsa þannig. — Reyndu núna. Þú veizt að mér þykir vænt um þig. — Mér þykir vænt um þig lfka, James. Bálið blossaði upp og i bjarmanum frá þvi sá Cathy, að mamma brosti. James lagöi handlegginn um axlir henni og þannig stóðu þau langa stund. — Viltu giftast mér, Beth? Það var eins og hún stifnaði i fyrstu én svo leit hún hægt upp og horfði beint á hann. — Já, sagði hún lágt, en innilega. — Já, Jam- es, ég vil þaö! Hnén á Cathy voru oröin stif og henni var kalt á öxlunum, en hún brosti svo breitt, aö andlitiö var nærri klofnað, þegar hún settist viö borðið og opnaöi dagbókina. Mamma elskar hann, skrifaði hún. Þau ætla bráðum að gifta sig. Svo reif hún opnuna úr bókinni og stakk henni niöur i skrinið aft- ur. Hún þyrfti ekki aö nota opn- una framar. Siðan settist hún niður og horföi dreymin fram fyrir sig. Hún nart- aði svolitið i tússpennann, áður en hún beindi honum ákveðin að blaðinu. Simon, skrifaði hún. Hár og mjór. Frændi Debbie. Fimmtán ára. Hann henti i mig appelsinu- berki á föstudaginn. Skyldi það þýöa eitthvað??? Ég held það!!! Ég held að honum liki vel við mig lika. Hún brosti dularfullu brosi, þegar hún lokaöi bókinni og stakk henni i skrínið. Nú var oröið alveg dimmt. Fuglarnir voru áreiðan- lega steinsofnaöir úti i skóginum. Hún heyrði raddir niðri i stofu. Raddir James og mömmu. — Cathy, kallaði mamma. Komdu niður! Við James ætlum að segja þér fréttir.Við höldum að þær gleðji þig. — Ég kem! Fréttir. Þau ættu bara að vita! Skrýtið, hún haföi haldið að hún gæti bjargað þessu fyrir þau, en þau höfðu séð i gegnum hana. Það skipti ekki máli lengur. Það voru sterkari öfl en hún, sem höfðu bætt úr öllu á endanum. — Ég kem! endurtók hún bros- andi. — Nú kem ég, mamma! Og með sjálfri sér bætti hún við: — Og... pabbi... krossgata dagsins 2496. Lárétt I) Land 6)Þrjátiuára 10) Vein II) Hasar 12) Fugla 15) Kvöld. Lóðrétt 2) Eins 3) Konu 4) Baldið 5) Ó- duglegar 7) Skrúfur 8) Ull 9) Eiturloft 13) Hulduveru 14) Sómi. Ráðning á gátu No. 2495 Lárétt 1) Ræsta 6) Skaflar 10) Ná 11) Um 12) Alvitra 15) Ókunn Lóðrétt 2) Æfa 3) Tól 4) Asnar 5) Arm- ar 7) Kál 8) Fái 9) Aur 13) Vek 14) Tin. 10 -P- a * w Störf við Mjólkárvirkjun Staða vélstjóra og raftæknis við Mjólkár- virkjun er laus til umsóknar. Umsóknir með upplýsingum um menntun, fyrri störf, aldur og fjölskyldustærð send- ist fyrir 1. júni n.k. til Rafmagnsveitna rikisins, Laugavegi 116, Reykjavik og þar eru veittar nánari upplýsingar um störfin og hjá rafveitustjóranum á Vestfjarða- veitu Aage Steinssyni, ísafirði.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.