Tíminn - 28.05.1977, Blaðsíða 33

Tíminn - 28.05.1977, Blaðsíða 33
Laugardagur 28. mal 1977 33 10 KR-ingar réðu ekki við Valsmenn — íslandsmeistararnir fundu ekki leiðina að marki KR, fyrr en Magnús Guðmundsson, markvörður KR-liðsins, þurfti að yfirgefa völlinn - meiddur íslandsmeistarar Vals áttu í miklum erfiðleik- um með KR-inga á Laugardalsvellinum i gærkvöldi, þegar þeir áttust þar við i 1. deildarkeppninni i knattspyrnu. Það vai ekki fyrr en KR-ingar voru orðnir 10 og búnir að missa Magnús Guð- mundsson markvörð Tony Knapp „njósnaði” — um Svia og Norðmenn i Gautaborg — Sviar léku mjög góða knatt- spyrnu — þeir eiga marga skemmtilega leikmenn, sem gaman var að sjá leika, sagði Tony Knapp, landsiiðsþjálfari tslendinga i knattspyrnu. Tony Knapp kom frá Sviþjóð i gær, en þar var hann að „njósna” um mótherja íslend- inga i sumar, Svía og Norð- menn, sem léku i Gautaborg á miðvikudagskvöldið. Leiknum lauk með sigri Svia — 2:0. Tony Knapp ræddi einnig við íslendingana þrjá, sem leika i Sviþjóð, þá Teit Þórð- arson, Matthias Hallgrimsson og Vilhjálm Kjartansson. Teitur og Matthias hafa leikið mjög vel i Sviþjóð að undan- förnu — og eru greinilega i toppæfingu. sinn út af— meiddan, að Valsmönnum tókst að finna leiðina í mark Vesturbæjarliðsins og tryggja sér sigur 2:1. Tommy Caisy, þjálfari KR-inga tefldi djarft i gærkvöldi, þegar hann lét tvo af varamönnum KR- liðsins skipta i hálfleik — þar með var hann búinn að nota þá vara- menn sem hann mátti skipta inn á. Þetta kom honum heldur betur i koll, þvi að Magnús Guðmunds- son, markvörður meiddist illa i byr jun siðari hálfleiks, þegar Atli Eðvaldsson braut gróflega á hon- um, með þeim afleiðingum að hann viðbeinsbrotnaði. Þar sem KR-ingar voru búnir að nota báða leikmennina, sem þeir máttu skipta inn á gat varamarkvörður KR-liðsins ekki tekið stöðu Magn- úsar. Guðmundur Ingvason, mið- vallarspilari þurfti þvi aö klæðast markvarðarpeysunni, en það var einmitt hann sem skoraði eina markfyrri hálfleiksins — skallaði knöttinn i netiö hjá Valsmönnum eftir sendingu frá Erni Óskars- syni. Valsmenn, sem höfðu vaðið i marktækifærunum i fyrri hálf- leik, en ekki náð að nýta þau, MAGNCS GUÐMUNDSSON... markvörður KR-Iiðsins verður frá keppni á næstunni. Hann viðbeinsbrotnaði i gærkvöldi fundu leiðina að marki Vestur- bæjarliðsins, eftir að Magnús hafði yfirgefið þaö. Ingi Björn Al- bertsson skoraði fyrra mark þeirra á 60. minútu, þegar hann komst einn inn fyrir KR-vörnina og ska'ut fram hjá Guðmundi — knötturinn hafnaði i stönginni fjær og skoppaði þaðan i markið. Ingi Björn átti heiðurinn af sigur- marki (2:1) Valsliðsins — hann sendi stungubolta inn fyrir varn- armúr KR á 76. minútu, þar sem varnarmaðurinn sterki, Magnús Bergs, kom á fullri ferð og skor- aði örugglega. MAÐUR LEIKSINS: Ingi Björn Albertsson. Þrír til Svíþjóðar Þrir islenzkir iþróttafrétta- menn halda til Sviþjóðar um helgina þar sem þeir munu sitja ráðstefnu norrænna I- þróttafréttamanna sem verð- ur haldin I Stokkhólmi i næstu viku. Þeir sem fara eru Sigur- dór Sigurdórsson, Þjóðviljan- um, Sigmundur Ó. Steinars- son, Tlmanum og Ágúst Jóns- son, Morgunblaðinu. — þeysa inn á brezka vinsældarlistann með lagið Mah Na Mah Na ÞAD eina sem vekur sérstaka athygli á brezka vinsældalistanum þessa vikuna, er lagið ,,Mah Na Mah Na” með Piero Umiliani (furðu- legt nafn), en þarna er á ferðinni lag úr hinum geysivinsæiu þáttum Prúðuleikaranna, semsýndureru viða um heim við fádæma vinsældir, m.a. hér á landi. Þvi miður höfum við enn ekki getað barið þetta lag eyrum, en það ersagt, sérlega fyndið og vel gert. Ekki er ósennilegt að fleiri ,,hit”lögfrá Prúðuleikurunum eigi eftir að líta dagsins ljós á vin- sældalistum. NU — Rod Stewart situr sem fastart á toppi brezka listans þriðju vik- una i röð með löginsin tvö, ,,I Don’t Want ToTalk About It”/„First Gut IsTheDeepest” en Denice Williams, sem var i öðru sæti, hefur nú þok- að sér niður i 7. sætið með lagið „Free”. Gamli soulistinn Joe Tex er kominn i annað sætið með lagið „Ain’t Gonna Bump No More” og lOcc eru i þriðja sætinu. I fjórða sæti listans er það lag, sem búizt er við að eigi eítir að banka á dyr fyrsta sætisins, en þar er á ferðinni Barbra Streisand með kvikmyndalagið „A Star Is Born”, sem fór á toppinn i Bandarikjunum i fyrra mánuði. Tvö ný lög eru á listanum að þessu sinni, i 5. sæti úr 11,. er lagið „Lucille” með Kenny Rogers og Marvin Gaye er i 8. sæti með lagið „Got To Give ItUp”, en bæði þessi lög eru einnig á bandariska listan- um og jafnframt einu lögin, sem eru sameiginleg báðum listunum að þessu sinni. London 1 (l)I Don't Want To Talk About It/ FirstCutls TheDeepest...................RodStewart 2(3) Ain’t Gonna Bump No More....................Joe Tex 3 (4) Good Morning Judge..........................10cc 4 (8) A Star Is Born (Evergreen)........Barbra Streisand 5 (11) LuciIIe.............................Kenny Rogers 6 (7) The Shuffie.............................VanMcCoy 7(2)Free ................................Deniece Williams sinn á stuttum tima. 8 (14) GotToGive It Up ........................Marvin Gaye 9(10)MahNaMahNa...............................Piero Umiliani 10 (5) Hotel California..............................Eagles Stevie Wonder gerir það ekki endasleppt i heimalandi sinu, Banda- rikjunum. Nú er hann enn á ný kominn i toppsætið, að þessu sinni með lagið „Sir Duke” af plötunni sinni Songs To The Key Of Life, en þetta er annað lagið af þeirri plötu sem kemst á toppinn i Bandarikjunum. Aður hafði lagið ,,I Wish”setið þarum tima i síðasta mánuði. Leo Sayer, sem var i efsta sætinu, varð að vikja niður i 3. sæti með sitt fallega lag „When I Need You” en það lag er nú búið að fara á topp- innn bæði i Bandarikjunum og Bretlandi. Lagið er eftir Albert Hamm- ond, sem hefur samið ófá vinsællög um árin. I öðru sæti er KC og sólskinshljómsveitin með lagið „I’m Your Boog- ie Man”. Tvo ný lög eru á bandariska listanum, Kenny Rogers fór úr 13. sæti i það 10. með lagið „Lucille” og Adrew Gold er i 8. sætinu með lagið „Lonly Boy” enþað vari 13. sætiifyrri viku. New York l(2)SirDuke...................................Stevie Wonder 2 (3) I’m Your BoogieMan...........KC And The Sunshine Band 3(1) When I Need You..............................Leo Sayer 4(5)Dreams ..................................Fleetwood Mac 5 (6) Got To Give It Up........................Marvin Gaye 6 (4) Southern Nights.........................Glen Campbell 7(8)1 Couldn’t Get It Right...............Climax Blues Band 8 (11) Lonely Boy .............................Andrew Gold 9 (10) Angel In Your Arms..............................Hot 10 (13) Lucille.................................Kenny Rogers Gsal

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.