Tíminn - 07.06.1977, Qupperneq 2
2
Þriðjudagur 7. júni 1977
Fyrir marga var verkfallsdagur-
inn I Keykjavik á föstudaginn við-
bót við helgina. Margir Reykvik-
ingar lögðu enda ieið sina út úr
bænum og þegar ekið var um
borgina eftir hádegi þennan verk-
fallsdag fannst manni eins og dag-
urinn héti laúgardagur eða
sunnudagur - en ekki föstudagur.
En vitandi það að það var verk
fallsdagur, þá mátti auðvitað
giöggt sjá>að áhrifa verkfallsins
gætti viða. Verzlanir voru lokað-
ar, fyrirtæki lokuð og við höfnina,
þar sem að öllu jöfnu er skarkali
og margar vinnandi hemdur á
lofti — þar rikti þögn þennan dag.
Verkfallsréttur verkamannsins
er sterkt vopn, sem þó er aöeins
gripiö til þegar nauösyn ber til
Og þaö er auövitaö af illri nauö-
syn sem lögö er niöur vinna til
þess aö árétta kröfur um bætt
kjör og launajöfnuö. En vegna
þess hve allsherjar verkfall ASl
er geysilega viötækt, sameinar
þaöverkamenn, —og þvf er verk-
Guðmundur J. Guðmundsson að
tafli I Lindarbæ verkfallsdaginn.
Eðvarð Sigurðsson fylgist með.
Timamyndir: Gunnar
fallsdagur aö öörum þræöi hátíö-
isdagur.
1 Lindarbæ viö Lindargötu var
opið hús fyrir verkafólk, og þar
var margt um manninn á föstu-
daginn. Þar var kaffi á boðstólum
og margar tegundir af meölæti.
Þarna sátu menn og röbbuöu
saman um lifiö og tilveruna, um
þvermóðsku atvinnurekenda og
um gang viöræöna — og fleira og
fleira. Nokkrir tóku I spil og aðrir
tefldu. Guömundur Jaki sat
þarna og tefldi og rétt eftir aö
okkur Timamenn bar aö garöi,
heyröist í honum: „Þetta þýöir
ekki, ég gef helv.... skákina”. Svo
hristi hann höfuðið, stóö upp,
settist niöur aftur og hélt áfram
að tefla.
Meöal þeirra, sem fylgdust meö
taflinu var Eövarð Sigurösson
formaöur Dagsbrúnar, og viö
spurðum hann hvort mikiö væri
um verkfallsbrot. Kvaö hann nei
viö þvi, en sagöi þó aö þess væru
dæmi.
Við Tlmamenn litum inn hjá
iðnnemum þennan dag og einnig
komum viö aö máli viö Emil Guö-
mundsson hótelstjóra á Hótel
Loftleiöum. Fara frásagnir þess-
ar hér á eftir. _ Gsal —
Verkfallsverdir iönnema:
Þurftu að fara á
sömu staðina oft
„Erfiðast aö gefa
fólkinu að borða”
„Það er talsvert um verk-
fallsbrot og erfitt við þau að
eiga i mörgum tilvikum, enda
eru það gegnumsneytt sömu
staðirnirsem við erum að kljást
við”, sagði Jónas Sigurðsson,
sem varð fyrir sviirum á skrif-
stolu Iðnnemasambands ts-
lands er við litum þar inn á
föstudaginn.
15 iönnemar voru viö verk-
fallsvörzlu þennan dag
og bárust skrifstofu lönnema-
sambandsins allmargar kvart-
anir vegna gruns um verkfalls-
brot, að sögn Jónasar. Hann
sagði að verkfallsverðir hefðu
einnig fariðá ákveðna staði þar
sem reynslan i undangengnum
verkföllum hefði verið slæm, en
kvartanir kvað hann bæði koma
frá sveinum og hinum verka-
lýðsfélögunum. „Við höfum þvi
miður þurft að fara itrekað á
sömu staðina i dag, og I sumum
tilvikum hefur verið læst og
okkur er ekki hleypt inn”, sagði
hann.
begar hann var spurður að
þvi til hvaða bragða væri gripið
islikum tilvikum, sagði hann að
kallaðir væru til verkfallsverðir
annarra verkalýðsfélaga og
sveinafélaga. „Það er reynt að
tala við menn gegnum glugga
og fá þá til að leggja niður
vinnu, en stundum hefur það
ekki boriö árangur og þá hefur
þrautalendingin oröið sú að orð-
ið hefur nauðsynlegt að brjótast
inn. Til þess hefur þó ekki kom-
ið i dag, en t.d. i verkfallinu i
fyrra varð að gripa til þessara
róttæku ráðstafana”.
Jónas sagði, að iðnnemar
hefðu átt að mæta til vinnu
verkfallsdaginn, en þarsem að-
eins væri um að ræða einn verk-
fallsdag og hann á föstudegi,
hefðu margir atvinnurekendur
iðnnema gefið þeim fri. ,,Að-
staða iðnnema”, sagði Jónas,
„er verri en hins almenna laun-
þega vegna ægivalds meistara
þeirra, sem i sumum tilvikum
fá iðnnema til að vinna gegn
þeirra vilja með hótunum ein-
um. Dæmi frá i dag um slikan
yfirgang höfum við, en það er
hjá stóru fyrirtæki, þar sem 10
iðnnemar vinna. Þar voru þeim
sett þau skilyrðiað þeir yrðu að
sópa og vera i tiltekt, ellegar
vinna fyrir sjálfa sig kauplaust.
Ef þeir yrðu ekki við öörum
hvorum „kostinum” yröi tekið
fyrir það i eitt skipti fyrir öll að
þeir fengju að vinna á verkstæð-
inu fyrir sjálfa sig og myndi það
bann gilda fyrir lifstið.”
Jónas sagði að þótt ýmis
vandamál hefðu skotið upp koll-
inum á verkfallsdaginn, væru
þau þó litil samanborið við
vandamál sem áður hefðu kom-
ið upp í verkföllum. _Gsal.
„Við höfum verið hérna tvö
frá miðnætti, ég og K'ristin
Norðmann, móttökustjóri, og
við gerðumst þvi allfölleit á
vangann”, sagði Emil Guð-
mundsson hótelstjóri Hótels
Loftleiða, þegar við litum við i
mdttöku hótelsins á föstudag-
inn. Emil sagði, að um helming-
ur gistirýmis væri bókaður og
gestirnir væru 145. Hann sagði,
að mikið hefði verið að gera, en
enginn sérstök vandamál hefðu
skotið upp kollinum, vegna
verkfallsins.
— Það sem hefur verið erfiö-
ast, sagði Emil, er aö gefa fólk-
inu að borða þjóna þvi eins og
það á heimtingu á. Morgunverð-
ur er yfirleitt tilbúinn kvöldið
áður, þannig að engin vand-
kvæöi voru meö hann og eins
var kaltborð i hádeginu i dag og
þaö var matreitt daginn áður,
eins og alltaf. Kvöldverðurinn
Framhald á bls. 12
veiðihornið
Góð veiði i Noifðurá
A hádegi i gær voru alls 79
laxar komnir úr Noröurá aö
sögn Guömundar Guömunds-
sonar, matreiðslumanns i veiöi-
húsinu. Þyngsti laxinn reyndist
vera 14 pund en hann fékk
Kjartan Sveinsson, arkitekt úr
Reykjavik, á laugardaginn var.
Meöalþyngd þessara laxa, sem
þegar hafa fengizt er þó um 8-10
pund. Þegar veiöin hófst, var
mikið vatn i ánni og hún kol-
mórauð eftir miklar rigningar.
Guömundur sagði að i gær hefði
vatnið minnkað mikið og væri
nú orðiö alveg tært. Hins vegar
flilBH lllli lliMB———IIIIHl ■ Wll I ' »11 I|F llll'lil III ill II l Illllil III
hefur nokkur kuldi veriö viö ána
um helgina og minnkaði veiöin
þá að sama skapi.
Samkvæmt bókum Veiði-
hornsins frá i fyrra, sést að
fyrstu niu dagana sem veitt var,
fengust 55 laxar og var sá
þyngsti þeirra 18 pund. Fyrstu
sex dagarnir nú hafa þvi gefið
meiri lax en fyrstu niu dagarnir
i fyrra, eða 79 laxa - sem komnir
voru á hádegi I gær, eins og fyrr
greinir.
Að venju var það stjórn
Stangaveiðifélags Reykjavikur
sem hóf veiðina i Norðurá og
veiddu þeir á tiu stangir og
fengu alls 59 laxa.
Veiði hafin i Þverá i
Borgarfirði
Veiðin hófst i Þ'verá I Borgar-
firöi á laugardaginn, 4. júni. Hér
er þá aöeins átt viö neöri hluta
Þverár, en efri hlutann, sem
kallaöur er Kjarrá, leigir veiði-
félagiö SWICE, en aö þvi eru aö-
ilar bæði Islendingar og Sviss-
lendingar. Þeir hafa ekki hafiö
veiöi enn, en sennilega hefst hún
þar um 10. júni.
Fyrsta daginn veiddust 24
laxar úr neðri hluta Þverár aö
sögn Rikharös Kristjánssonar
að Guönabakka. Annnan daginn
eða á sunnudag, veiddust aöeins
sjö laxar, en þá var mjög kalt og
hvasst viö ána og héldust menn
litt við veiðarnar. 1 gær hlýnaði
verulega I veöri og lægði, enda
voru komnir 39 laxar á land á
hádegi. Veitt er á sjö stangir I
neðri hluta Þverár, en á sex
stangir i efri hlutanum i sumar.
Að sögn Rikharðar i gær, var
vatnið mjög gott í ánni, bæði
tært og mátulega mikið. Veið-
arnar i neöri hlutanum hefjast
nokkrum dögum fyrr en á siðas-
tliönu sumri, en þá hófust þær
11. júni. Samkvæmt framan-
skráðu, þá voru komnir úr neöri
hlutanum, alls 66 laxar á hádegi
i gær. Stærð laxanna var frá niu
til fimmtán pund.
I fyrrasumar var Þverá i
Borgarfiröi i ööru sæti hvaö
fjölda laxa snerti. Fengust i allt,
úr báöum hlutum árinnar, 2.330
laxar. Af einstökum ám á land-
inu i fyrra var aðeins Laxá i
Kjós meö fleiri laxa, en þar
veiddust 2.383 laxar.