Tíminn - 07.06.1977, Page 4
4
Þriðjudagur 7. júnl 1977
E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]Q]E]E]E]E]G]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]
BÆNDUR
Heyvinnslutækin
eru komin
til afgreiðslu:
Kuhn heyþyrlurnar
eru komnar.
Hafsteinn sýnir
á Loftinu
Einkaflug um Reykjavikurflugvöll að
kvöld og næturlagi stöðvað
SJ-Reykjavik Frá og með-
3. júni stöðvuðu flugum-
feröastjórar á Reykjavikur-
flugvelli allt annað flug um
völlinn en sjúkraflug,
áætlunarflug og millilanda-
flug frá kl. 19.30 á kvöldin til
07.30 á morgnana. Þetta var
gert af öryggisástæðum, en
aðeins einn flugumferða-
stjóri er á vakt i flugturnin-
um á þessum tima, en venju-
lega hefur starfsmönnum á
kvöld- og næturvakt verið
fjölgað fyrsta april þegar
lifna tekur yfir flugi með
hækkandi sól. Aðgerð þessi
er framkvæmd samkvæmt
reglum flugmálastjórnar, en
samkvæmt þessu er kennslu
og æfingaflug og hverskonar
annað einkaflug ekki leyfi-
legt á kvöldin og nóttunni þar
til úr rætist um flugumferða-
stjórn á Reykjavikurflug-
velli.
Mjög hagstaett verð.
Kuhn heyþyrla
GF 440 T 4ra stjörnu
4ra arma
kr. 288 þús.
Kuhn heyþyrla
GF 452 T4ra stjörnu
6 arma kr. 342 þús.
Kuhn heyþyrla
GF 452 P lyftutengd
kr. 352 þús.
Kuhn stjörnumúgavél GA 280 P kr. 235 þús.
PZ sldttuþyrlurnar
eru komnar.
PZ sldttuþyrla
CM 135 kr. 274 þús.
PZ sldttuþyrla
CM 165 kr. 331 þús.
rioliet-
Heyblósarar
Þessir sterkbyggðu
bldsarar
traktorknúnir eru
nú fyrirliggjandi.
Verð kr. 250 þús.
Rör kr. 5 þús. pr. m.
Vinsamlega staðfestið pantanir og afgreiðsluóskir sem fyrst.
Kaupfélögin
UM ALLTIAND
Samband islenzkra samvinnufélaga
VÉLADEILD
Ármula 3 Reykjavík simi 38900
[ÍÍIlÍEBlÉÍIÍÍlEÍIÉÍEÍÍlGlElEÍlslÉÍIslEÍlEÍlEÍlEllEÍlEÍIIÍtEÍIÉÍIsEsIsIÉjlÉlEEsIÍÍ
gébé Reykjavik — Hafsteinn Austmann opnar sýningu á Loftinu,
Skólavörðustig 4, laugardaginn 4. júni. Þetta er önnur sýning Hafsteins
á þessum stað, en hann sýndi þar haustið 1975 vatnslita- og quasch-
myndir. Fyrsta sýning Hafsteins var hins vegar i Listamannaskálan-
um 1956.
Myndirnar sem Hafsteinn sýnir nú, eru flestar unnar á siðasta sumri
og haustií Danmörku. örfáar eru eldri og sú elzta máluð 1962. Siðast
sýndi Hafsteinn i Árósum á s.I. hausti. Myndirnar eru unnar i acryl,
oliu og önnur efni.
Sýningin verður opin á venjulegum verzlunartima kl. 09-18, nema á
laugardögum kl. 14-18 til 18. júni n.k. Á meðfylgjandi mynd er Haf-
steinn með 2 af verkum sinum. Tímamynd: Gunnar
Fundur safnaðarráðs
samþykkir
stuðningsyfirlýsingn
við fyrirhugaða
kirkj ubyggingu í
Fella- og Hólasókn
JB-Rvik. Hinn 22. febrúar s.l. var
haldinn fundur i Safnaðarráði
Reykjavikurprófastsdæmis, en
Safnaðarráðið starfar i prófasts-
dæminu samkvæmt lögum og er
skipaðformönnum sóknarnefnda,
safnaðarfulltrúum og sóknar-
prestum allra safnaðanna i
prófastsdæminu. Fundinn sátu
alls þrjátíu ráðsmenn og áttu allir
söfnuðirnir þar fulltrúa að einum
undanskildum.
Séra Ólafur Skúlason dóm-
prófastur setti fundinn og stýrði
honum. A dagskrá voru sjö mál
en ekki tókst að ræða þau til fulln-
ustu áður en fundartima lauk, svo
að ákveðið var að boöa til fram-
haldsfundar. Kirkjuþingsmenn
fluttu skýrslur þar sem þeir gerðu
greinfyrirþeim málum, sem þeir
höfðu sérstaklega beittsérfyrir á
Kirkjuþingi haustið 1976og snertu
starfið i prófastsdæminu. Varþar
m.a. rætt um nauðsyn þess að
koma út Bibliunni i nýjum bún-
ingi, nauðsyn þess að fyrirhugað
kirkjuhús i grennd við Hallgrims-
kirkju komist upp sem fyrst, o.fl.
Að skýrslunum loknum reifaði
dómprófastur skipulagsmál
prófastsdæmisins almennt en
með sérstöku tilliti til starfs-
háttanefndar, sem unnið hefur að
þvi siðastliðin ár, að endurskoða
starfshætti og skipulag kirkjunn-
ar. Samkvæmt tillögu hans voru
siðan 5 menn kosnir i skipulags-
og starfsháttanefnd Reykjavikur-
prófastsdæmis. Þá voru málefni
Fella- og Hólasóknar rædd itar-
lega og lengi og siðan visað til
nýkjörinnar nefndar til frekari
athugunar. í lok fundar skýrði
svo dómprófastur frá þvi að gefin
hefði verið út ævisaga sr. Sigur-
björns Ástvalds Gislasonar i til-
efni hundraö ára afmælis hans
fyrir ári, en það er Elliheimilið
Grund, sem stendur að útgáfu
bókarinnar.
Framhaldsaðalfundur ráðsins
var siðan haldinn 25. mai s.l. og
hófst með helgistund. Siöan var
tekið fyrir mál Fella- og Hóla-
sóknar og samþykkt stuðningstil-
laga við fyrirhugaða kirkjubygg-
ingu þeirra, þar sem gert er ráð
fyrireinni kirkju fyrir byggðina i
Breiðholti þrjú. Siðan voru ýmis
mál rædd og skýrð og að lokum
samþykktar tvær tillögur. Var
önnur um nauðsyn þess að
prófastsdæmið hefði sérstaka
skrifstofu með starfsliði og þess
farið á leit við biskup og kirkju-
málaráðherra að vinna að fram-
gangi þessa. Siðari tillagan var
um að efna til fundar á hausti
komanda með þingmönnum og
borgar- (bæjar)-r fulltrúum
prófastsdæmisins.
Frd Héraðsskólanum
Laugarvatni
Umsóknarfrestur um skólavist verður til 30. júnl.
t skólanum verður 8. og 9. bekkur grunnskóla, uppeldis-
braut og viðskiptabraut framhaldsnáms.
Skólastjóri.