Tíminn - 07.06.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.06.1977, Blaðsíða 9
Þriöjudagur 7. júnl 1977 9 Hér koma þokkadisirnar, Margrét Jónsdóttir og Þokkadfs. Þaö fer nokkuö eftir aldri manna og áhugamálum, hvora þeir telja eiga meiri rétt á nafngiftinni. Þetta er góö áseta hjá 11 ára gömlum knapa. Tómas Ragnarsson á Glotta frá Kirkjubæ, sem hann á sjálfur. Þeir félagar sigruöu i gæö- ingakeppni unglinga. ögri, bezti alhliöa gæöingurinn, setinn af Ragnari Hinrikssyni. arar stigju þar sfn fyrstu spor. Dómara þarf áö byrja snemma aö þjálfa, því dómstörf eru vandasöm og eiga ekki aö vera heiöurslaun gamalla hesta- manna, eins og stundum viröist vera tilhneiging til. Ég þekki ung- an mann, sem sótti dómaranám- skeiö fyrir þrem árum, þá tæpra fimmtán ára gamall. Hann hefur einu sinni fengiö tækifæri til aö reyna sig viö dómstörf, á sama tima sem eldri menn, sem fengu lægri einkunn, dæma á hverju mótinu af öðru. Viö þurfum aö nýta áhugasöm efni betur. Eins og viö var aö biiast, stóöu ungu knaparnir sig meö mestu prýöi, þaö sanna einkunnirnar sem gæö- ingar þeirra fengu. Efstur var Tómas Ragnarsson á Glotta frá Kirkjubæ, sem hann á sjálfur, hann fékk einkunnina 8,50. Tómas lætur mikiö aö sér kveöa og er oröinn einn af okkar athafnasöm- ustu knöpum, þótt ungur sé. Ann- ar varö Þóröur Þórgeirsson á Pilu, meö 8,23, og i þriöja sæti Kristbjörg Kristinsdóttir á Þokka, og fékk einkunnina 8,13. Mikil þátttaka var i kappreið- unum, en fátt kom þar á óvart. Fannarsigraöif skeiði á 23,0 sek., As varö annar á 23,5 sek., og Vafi þriöju á 23,9 sek. Þessir þrir virö- ast vera öruggustu vekringarnir i ár, og trúlegt að þeir keppi mest um verölaunin á skeiövöllunum 1 sumar. En margt getur gerzt, nokkrir ungir og efnilegir vekr- ingar eru á uppleiö og geta látiö aö sér kveða hvenær sem er, þar má nefna Gretti og ögra, sem Ragnar Hinriksson er meö, Þór Þorgeirs i Gufunesi o.fl., og hver veit nema Aðalsteini takist ein- hvern tima að leggja Rjúkanda á heilan sprett á fullri ferö, þá má búast viö tiöindum. Þorgeir I Gufunesi sagði mér aö Óöinn væri haltur, en á batavegi, hann mun þó ekki keppa i sumar. Það er af, sem áöur var, aö leit var að mönnum, sem kunnu aö leggja hest til skeiðs. Þökk sé þeim Þorgeiri i Gufunesi, Siguröi Olafssyni og örfáum öörum, aö þeir leyföu ekki aö sú iþrótt glat- aöist alveg. Nú er þaö aöall góös knapa aö sitja vekring af list. Og þaö er kannski dæmigert um hve mikil almenningsiþrótt hesta- mennskan er, og án takmarkana af aldri, aö 63 ár skilja á milli iv jjflr , úm L Jr s'EWmm. * -WiÆm Ungu sigurvegararnir. Frá hægri Tómas Ragnarsson á Glotta, Þóröur Þorgeirsson á Pilu og Kristbiöre Kristinsdóttir á Þokka. yngsta knapans og þess elzta i skeiökeppni þessa móts. Þorgeir I Gufunesi er 74 ára og Tómas Ragnarsson 11 ára. Þeir eru báöir fullgildir keppendur og geta blandaö sér i keppnina um fyrstu sætin hvenær sem er. Loka og Glóa voru i sérflokki 1 350m stökki, eins og viö mátti bú- ast.Loka sigraöi á 25,3 sek. og Glóa hljóp á 25,6 sek. Þriöji varö Gustur á 27,0 sek. Ægir vann fola- hlaupiö á 19,4 sek. Hroöi varö annar á 19,6 sek. Hann flýtti sér svo mikiö af staö, þegar hann var ræstur, en þvi miöur meö ranga stefnu, aö hann fór I gegnum grind- verkiö og út af vellinum, en hann fékk aö reyna aftur og þá fór allt vel. Gjafar og Snegla voru bæöi meö 19,7 sek. og knaparnir á- kváöu aö hleypa til úrslita um þriðja sætiö, þá vann Snegla. Hjónin Þórdis og Höröur G. Al- bertsson eiga Loku, Glóu, Ægi og Hroða. Vilhjálmur Hrólfsson sat þau öll, enda var hann eins og skreytt jólatré, aö lokinni afhend- ingu verðlaunapeninga. Vil- hjálmur er hress ungur maöur, sem ræöir viö keppinauta sina i Muhamed Ali-stil. Hann er mjög vaxandi knapi, enda hefur hann reyndan kennara þar sem Sigur- björn Bárðarson er. Faxi sigraöi nú aftur I brokk- inu, eins og á Vormótinu, en Blesi, sem sigraði hann á Kjóa- völlum hljóp upp. Faxi bætti tima sinn verulega, hljóp nú á 3.23.9 min. Næstur varö Moggi, sem Hilmar Guömundsson sat, á 3.40.8 min. en þriöja Elding, Ólafs Guö- mundssonar á 3.52.8 min. tJrsliti 800 m stökki voru slöasti liöur mótsins. 1 undanrásum fengu beztan tima Geysir 62,4 sek. og Jeremlas 63,0 sek. Þessir tveir hestar voru I sérflokki. Viö rásmark, fyrir úrslitasprettinn, var Geýsir mjög óstilltur. Guö- mundur Agnarsson ræsir, sem er manna reyndastur i þvi starfi, beiö eftir aö tækist aö stilla Geysi, ef til vill lengur en rétt var. Löng biö eftir einum óróum hesti hefur slæm áhrif á alla hina. Réttast heföi eflaust veriö, hjá Guömundi aö vlsa Geysi frá hlaupinu. Þaö geröi hann ekki, en þegar hann ræsti var Geysir einmitt á lofti aö framan og i. framstökki. Hann fékk þvi óeölilega gott start. Sá sem hélt I Jeremias, sá startiö hjá Geysi, taldi aö ræst heföi veriö ólöglega, og hélt Jeremiasi eftir i rásmarki. Þetta var aö sjálfsögöu rangt aö fariö hjá honum, hann átti aö láta hestinn hlaupa, en kæra siöan hlaup Geysis til dóm- nefndar. Þaö geröu hinir, og Geysir dæmdist hafa þjófstartaö. Þannig féllu tveir fljótustu hest- arnir út úr hlaupinu. Þvi segi ég svo nákvæmt frá þessum dómi og aðdraganda hans, aö hann gæti orðið, og ætti aö veröa hvatning til aö leita nýrra ráöa, til aö hemja keppnishesta á rásmarki. Þaö er vissulega orðið timabært, aö létta þeirri spennu af hestun- um, sem startið er viö núverandi aðferðir. Meöal annarra oröa, geta ekki þeir aöilar, sem ár hvert standa aö stórum kappreiö- um, sameinazt um kaup á hentugum startbásum? Sigurinn í 800 m stökki féll i hlut Þjálfa, sem nú hljóp I fyrsta sinn á sumrinu 800 m, en hann sigraði á Vormótinu i 350 m spretti. Hann hljóp á 65,5 sek., annar varö Loft- ur á 66,0sek.og þriöji Blákaldur á 66,1 sek. 1 mótslok gengu eigendur keppnishesta um og spurðu hver annan um upphæö peningaverö- launa, og hvenær þau yröu greidd. Ef þeir hittu á ráðamenn mótsins, fengu þeir þaö svar, aö þeir skyldu koma á skrifstofu Fáks i vikunni. Þaö er vont fyrir Reykvikinga aö þurfa aö taka sér fri úr vinnu, til aö sækja verölaun sin, og afleitt fyrir utanborgar- menn aö þurfa auk þess aö gera sér ferö til Reykjavikur. Hvers vegna er ekki tilkynnt á mótinu, eöa i mótsskrá um upphæö pen- ingaverölauna? Ahorfendur heföu vafalaust gaman af aö vita um þaö. Og er nokkuð þvi til fyr- irstööu að greiöa verölaunin á mótsstað? Guömundur Ólafsson formaöur Fáks, sagöi mér aö I sumar yröi unniö aö uppgræöslu og snyrtingu á áhorfendasvæði og umhverfi vallarins. Þaö eru góðar fréttir, aö aldrei oftar þurfi áhorfendur að hima á moldarhaug, þegar þeir horfa á kappa þreyta uppá- halds Iþrótt þeirra á Viöivöllum, heldur geti hvilt I grasi gróinni brekku. Mótsstjórn sýndi nú mikla röggsemi i aö drifa mótiö áfram og veitti áminningu, eöa jafnvel visaði frá, þeim knöpum, sem komu seint. 1 heild var þetta gott mót hjá Fáki. S.V. Til þæginda fyrir áhorfendur hefur Fákur sett töfiu upp á gafli veö- bankans, þar sem úrsliteru kynnt jafnóöum og þau liggja fyrir. ra Félagsstarf eldri bæjarbúa Okkar árlega vorferð verður farin fimmtudaginn 9. júni og verður lagt af stað kl. 2 f.h. frá Hamraborg. Ekið verður til Þingvalla, niður Grafning, Skálholt og viðar. Þátttakendur hafi með sér nestisbita. Þátttaka tilkynnist i sima 41570, fyrir mið- vikudagskvöld. Tómstundaráð. Til sölu er Lister ljósavél, 10 kw. rafall. Tilvalinn fyrir sumarbústaði og fyrir súg- þurrkun. Vélin er 3ja fasa. Upplýsingar gefur Jón Jónsson. Simstöð, Skarð, Skarðströ,,d.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.