Tíminn - 07.06.1977, Qupperneq 13
Þriðjudagur 7. júnl 1977
13
o Erfiðast
varhins vegar sérstiaklega útbú
inn matarpakki með kjúkíing,
skinku, grænmeti, ávöxtum og
fleiru.
Emil sagði að allir hótelgestir
hefðu tekiö þessu vel, og bætti
við að vegna verkfallsins hefðu
engir leiðsögumenn verið til
staöar i útsýnisferðum og ferða-
mennirnir þvi bara „sendir út i
buskann”. Kvartanir heyrðust
engar vegna þessa heldur.
A hótelinu voru aöeins þjónar
við vinnu og hægt var að kaupa
gos og létt vin, en kaffi var ekki
hægt að fá. —Gsal
o Spillir fyrir
sáttanefndar, svo og báðar
tillögur atvinnurekenda. Hér
skal skjóta inn i, að Vinnu-
málasamband samvinnu-
félaganna er ekki aðili að
þessari tillögu, en eins og
fram hefur komið áður, hef-
ur VS s'amþykkt umræðu-
grundvöll sáttanefndar með
vissum fyrirvara m.a. um
visitölumálin. Skv fyrr-
nefndu linuriti telur ASt, að
tillaga VSl frá þvi á sunnu-
dag sé ekki aðeins langt fyrir
neðan umræðugrundvöll
sáttanefndar frá 18. mai,
heldur einnig langt fyrir neð-
an fyrsta tilboð VSI frá 5.
mai s.l.
Vinnuveitendasamband
tslands tekur fram, að tillag-
an sé gerð i trausti þess að
rikisstjórnin vilji stuðla að
þvi, að aukning kaupmáttar
ráðstöfunartekna almenn-
ings geti tekizt með sem
minnstum verðbólguáhrifum
og án álaga á atvinnurekst-
urinn, umfram það sem til-
lagan gerir ráð fyrir, og að
rikisstjórnin muni beita sér
fyrir skattalækkunum eða
öðrum ráðstöfunum, sem
auka kaupmátt launa nokkru
meira en fyrirheit voru gefin
um 17. mai s.l.
A sunnudag samþykkti
Landssamband vörubif-
reiðastjóra 2,5% afgreiðslu
sérkrafnanna, en i þvi sam-
bandi eru 33 aðildarfélög.
Félög meistara i húsasmiði
og húsgagnasmiði (19 félög)
munu einnig hafa samþykkt
þá afgreiðslu, en öll þó með
sama fyrirvara og önnur
sambönd og félög, sem þegar
hafa afgreitt sérkröfurnar,
um að öll félög i ASt
samþykki hana.
Fundir hófust að Hótel
Loftleiðum i gær kl. 16 Torfi
Hjartarson, sáttasemjari
ræddi þá viö þá Björn Jóns-
son forseta ASI og Jón Bergs
formann VSI, en litið mun
hafa gerzt á þeim fundi. Kl.
15 i dag heldur rikisstjórnin
fund með fulltrúum ASI og
almennur samningafundur
hefur verið boðaður kl. 16.
Útboð
Tilboð óskast i „DUCTILE” FITTINGS, fyrir Vatnsveitu
Reykjavikur.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3,
R.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 30. júni
n.k. kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN. REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
Útboð
Tilboð óskast i að klæða turn til spennaviðgerða við Að-
veitustöð 11, fyrir Rafmagnsveitu Reykjavlkur.
Otboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3,
gegn 10.000,- kr. skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 22. júni
nk. kl. 11.00 f.h.
IN'NKAUPASTOFNUN reykjavíkurborgar
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
Geymsluhúsnæði
óskast
Geymsluhúsnæði (100-200 fermetrar) ósk-
ast tii leigu, helst i nágrenni Háskólans.
Þarf að vera með upphitun og rakalaust,
en má vera einfalt að frágangi að öðru
leyti. Upplýsingar veitir háskólabóka-
vörður, sima 25088.
Sölubörn óskast
til að selja happdrættismiða.
Góð sölulaun.
Vinsamlegast hringið i sima 22035 eða
72984 eftir kl. 4 i dag.
Rúmgóður ódýr Fíat
Fíat 125p
s
— Hámarkshraði 155 km. — Bensín-
eyðsla um 10 lítrar per 100 km. —
Kraftbremsur með diskum á öllum
hjólum. — Radial-dekk. —
Tvöföld framljós með stillingu. —
Læst bensínlok. — Bakkljós. — Rautt
Ijós í öllum hurðum. — Teppalagður.
— Loftræstikerf i. — öryggisgler. —
2ja hraða miðstöð. — 2ja hraða rúðu-
þurrkur. — Raf magnsrúðusprauta. —
Hanzkahólf og hilla. — Kveikjari. —
Litaður baksýnisspegill. — Verkfæra-
taska. — Gljábrennt lakk. — Ljós i far-
angursgeymslu. — 2ja hólfa kabora-
tor. — Synkronesteraður gírkassi. —
Hituð afturrúða. — Hallanleg sætis-
bök. — Höfuðpúðar.
ooo -
6 s'°b
FIAT EINKAUMBOO A ISLANDI
Davíð Sigurðsson h.f.
Siðumúla 35 Simar 38845 — 85855
■BH5Í
p ÞOR HF Skólavörðustig 25, Ármúli 11 simi 81500
Ritari
Manneldisráð óskar eftir að ráða ritara
hálfan daginn frá og með 1. júli næst kom-
andi.
Kunnátta i vélritun, ensku og einu Norður-
landamáli nauðsynleg. Frekari upp-
lýsingar hjá landlækni simi 27555.
Umsóknir óskast sendar skrifstofu land-
læknis fyrir 15. þ.m.
Fimmtán til
sextán ára
drengur
vanur sveitastörf um
og hestum óskast.
Upplýsingar að Vestra-
Geldingaholti, Gnúp-
verjahrepp. Simi um
Ása.
Parhús í Borgarnesi
Til sölu húseignin Garðavik 3, Borgarnesi.
Tilboð óskast sent til afgreiðslu blaðsins
fyrir 15/6 ’77.
Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði
sem er, eða hafna öllum.
Nánari upplýsingar i sima 93-7053.