Tíminn - 07.06.1977, Síða 15

Tíminn - 07.06.1977, Síða 15
Þriðjudagur 7. júnl 1977 15 kl. 9.30. Letí iög milli atriöa. Morgunpopp kl. 10.25. Morguntúnleikar kl. 11.00: Shmuel Ashkenasi og Sin- fóniuhljómsveitin i Vin leika Fiðlukonsert nr. 1 I D-dúr op. 6 eftir Paganini, Heri- bert Esser stjórnar/ Peter Pears, Barry Tuckwell og félagar i Sinfóniuhljómsveit Lundúna flytja Serenöðu op. 31 fyrir tenórrödd, horn og strengjasveit eftir Britten, höfundurinn stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Nana” eftir Emile Zola Karl Isfeld þýddi. Kristín Magnús Guð- bjartsdóttir les (21). 15.00 Miðdegistónleikar Helge Waldeland og Sinfóniu- hljómsveitin i Björgvin leika Sellókonsert í D-dúr op. 7 eftir Johan Svendsen, Karsten Andersen stj. Hljómsveit franska rikisút- varpsins leikur Sinfóniu I D-dúr eftir Paul Dukas, Jean Martinon stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp 17.30 Sagan: „Þegar Coriand- er strandaði” eftir Eilis Dillon Ragnar Þorsteinsson þýddi. Baldvin Halldórsson les (12). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Almenningur og tölvan Þriðja erindi eftir Mogens Boman I þýðingu Hólmfriö- ar Arnadóttur. Haraldur Ólafsson lektor les. 20.00 Lög unga fóiksins Asta R. Jóhannesdóttir kynnir. 21.00 Sállækningar með tónlist Um áhrif tónlistar á sálarlif og likama og dæmi um tón- list, sem notuö er til sál- lækninga. — Fyrri þáttur. Umsjón: Geir Vilhjálmsson sálfræðingur. 21.45 Sonorites III (1972) fyrir planó og segulband eftir Magnús Blöndal Jóhanns- son Halldór Haraldsson, höfundurinn og Reynir Sigurðsson leika. 22.00 Fréttir. 22.15 Veður- fregnir. Kvöldsagan: „Vor I verum” eftir Jón Rafnsson Stefán Ogmundsson les (19). 22.40 Harmonikulög Jo Basile og hljómsveit hans leika. 23.00 A hijóðbergi „Skáldið Wennerbóm” og önnur kvæði eftir Gustav Fröding. Per Myrberg les. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Þriðjudagur 7. júni1977. 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Herra Rossi I hamingju- leit Hin fyrsta fjögurra Italskra teiknimynda um Rossi og leit hans að hamingjunni. Þýðandi Jón O. Edwald. 20.50 Ellery Queen Bandarisk- ur sakamálamyndaflokkur. Hnefahöggið. Þýðandi Ingi karl Jóhannesson. 21.40 Samleikur á planó og selló. Gisli Magnússon og Gunnar Kvaran leika verk eftir Fauré og Schumann. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.55 Utan úr heimi. Þáttur um erlend málefni. Umsjónarmaöur Jón Hákon Magnússon. Þátturinn fjall- ar að þessu sinni um háf- réttarmál. 22.25 Dagskrárlok. HlHIiiÍltll'l framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan Frú Harris fer til Parísar @ eftir Paul Gallico Dauft, en næstum prakkaralegt bros breiddist yfir hörkulegar varir gamla mannsins. — Getur verið að maður frú Colbert heiti Jules að fornafni? Frú Harris starði forviða á hann, eins og hann væri galdrakarl. — Nei, nú hef ég aldrei! sagði hún. — Hvernig gátuð þér vitað það? Hann heitir einmitt það. Jules, þekkið þér hann? Frú Colbert segir, að hann haf i meiri gáf ur í litla fingrinum en allir þessir í röndóttu buxunum. AAarkgreifinn kæfði hláturinn og sagði: — Ef til vill hef ur f rú Colbert rétt fyrir sér. Það er enginn vaf i á því, að það hlýtur að vera greindur maður, sem velur sér aðra eins konu. Hann þagnaði og hugsaði um stund, greip síðan nafnspjald upp úr innanávasa sínum, skrifaði á það nokkrar línur með gamaldags lindarpenna og rétti frú Harris. — Munið að afhenda frú Colbert þetta næst þegar þér hittið hana, sagði hann. Frú Harris rannsakaði spjaldið forvitnislega. Á það var prentað: Markgreif i Hypolite de Cassagne, sérstak- ur ráðgjafi utanríkisráðuneytisins, Quai d'Orasay. En þetta sagði henni ekki annaðen það að vinur hennar væri aðalsmaður með titil. Hún sneri spjaldinu við, en það sem hann hafði skrifað á bakhliðina, var á frönsku og hún skildi það ekki. — Allt í lagi, sagði hún. — Þótt heil- inn í mér sé eins og tesía, skal ég ekki gleyma því. Kirkjuklukkan sló ellef u. — Almáttugur! sagði hún.— Nú er ég búin að gleyma tímanum og kem of seint til að máta. Hún stökk upp af bekknum og hrópaði: — Bless, bless og gleymið ekki að setja koparpening í blómavas- ann! Síðan hljóp hún burt. Markgreifinn sat eftir á bekknum í sólskininu og horfði á eftir henni með blöndu af undrun og aðdáun í svipnum. Þegar frú Harris var að máta, kom frú Colbert inn í klefann til að sjá, hvernig saumaskapurinn hefði gengið og gaf saumakonunni góð ráð öðru hverju. Þá gaf Harris skyndilega frá sér hálfkæft óp. — Almáttugur! Ég var nærri búin að gleyma því. Hann sagði mér að afhenda yður þetta? Hún greip gamla, sn jáða veskið sitt og rótaði i því, þangað til hún fann spjaldið, sem hún rétti f rú Col- bert. Fyrst roðnaði frú Colbert, en náfölnaði síðan, meðan hún horfði á kortið beggja megin. Fingurnir, sem héldu á því, tóku að skjálfa. — Hvar fenguð þér þetta? hvíslaði hún loks. — Hver lét yður fá þetta? — Frú Harris var áhyggjufull á svipinn — Gamli herramaðurinn, sá sem sat við hliðina á mér með rauða blómið í hnappagatinu, á sýningunni. Ég hitti hann á blómatorginu og við spjölluðum saman. Þetta eru þó ekki slæmar fréttir er það? — Nei, nei, tautaði frú Colbert utan við sig og tárin komu fram í augu hennar. Skyndilega gekk hún af ein- hverjum ástæðum til f rú Harris, greip utan um hana og þrýsti henni að sér. — Ó, þú dásamlega, hjartagóða manneskja, sagði hún og snerist síðan á hæli og f lúði út úr mátunarklefanum. Hún gekk inn í annan klefa, sem var tómur, settist þar niður, lagði höfuðið á handleggina og grét innilega af gleði yfir þeim boðskap, sem hún hafði lesið: — Ég bið yður að senda mann yðar til mín á morg- un. Ef til vill getég hjálpað honum. Cássagne. 10. kafli Fauvel hafði gert ráðstafanir til þess að síðasta kvöld frú Harris í París, endirinn á ævintýravikunni, yrði henni sérstaklega eftirminnilegt, svo og Natösju. Þau ætluðu að venju að fara út saman og borða kvöldverð á hinum fræga veitingastað ,,Pré Catalan" í Boulogne skóginum. Þar, í rómantískasta umhverf i í heimi, á bekk undir mörg hundruð ára gömlum trjám, í birtu skraut- legra lampa og með Ijúfa tónlist í f jarska, ætluðu þau að innbyrða beztu og ríkulegustu máltíð sem völ var á og drekka f ínustu vín, sem hægt var þar aðfá. En þó var það svo, að þetta kvöld, sem hefði átt að vera það glaðlegasta af þeim öllum, byrjaði einkenni- lega dapurlega. Fauvel var ákaflega virðulegur að sjá, í smóking og með orðu úr stríðinu við hnappagatið. Natasja hafði aldrei verið fegurri, í kvöld kjól úr bleiku, gráu og svörtu efni, svo flegnum að aftan, að næstum allt fallega bakið á henni blasti við. Frú Harris kom eins og hún stóð, að frátalinni nýrri knipplingablússu, næstum gegnsærri, sem hún hafði keypt fyrir nokkur af pundunum, sem hún átti afgangs. Dapurleiki hennar var aðeins yfirborðshimna sem duldi gleðina og tilhlökkunina vegna þess stórkostlega, sem gerastátti daginn eftir. En hún var svolítið döpur, því hún vissi aðallt tekur enda og brátt myndi hún skilja við þetta fólk, sem henni hafði lærzt að þykja svo vænt um á nokkrum dögum. En sorgin, sem þjakaði André Fauvel og ungf rú Petit- pierre var þyngri og dekkri. Hvort þeirra um sig hafði komizt að þeirri niðurstöðu, að þegar frú Harris væri farin, væri á enda þessi hamingja, sem tengt hafði þau saman. „Pre Catalan" var ekkert nýtt fyrir Natösju. Hún hafði ótal sinnum borðað þar kvöldverð og dansað á eftir við ríka aðdáendur, sem skiptu hana engu máli, menn sem héldu henni þétt að sér á dansgólf inu og töluðu í það óendanlega um sjálfa sig. Nú langaði hana aðeins til að dansa við einn mann, langaði til að f inna handleggi hans um sig og það var ungi maðurinn, sem sat gegnt henni og var svo dapurlegur á svipinn. Hann virtist ekki gera sig liklegan til að bjóða henni upp. f f lestum löndum á ungt fólk ekki í erf iðleikum með að skiptast á táknum og talandi augnaráði til að ná saman, en þegar unga fólkið í Frakklandi hef ur að kalla slitið sig laust f rá umhverf inu og veit ekki hvernig það á að haga sér við nýjar aðstæður, geta ólíklegustu hlutir orðið að hindrunum. Fauvel, sem sat og horfði ásataraugum á Natösju, var sannfærður um að hér væri hún í sínu rétta umhverfi, hér ætti hún heima, meðal hinna ríku og áhyggjulausu. Hann hafði lifað hóglátu lífi og aldrei stigið fæti á þennan glæsilega veitingastað og nú var hann sannfærð- ari en nokkru sinni fyrr um að það væri aðeins vegna f rú Harris, sem Natasja umbæri hann. Hann gerði sér grein fyrir að milli þessara ólíku kvenna, glæsilegustu sýningarstúlku Parísarborgar og litlu hreingerninga- konunnar frá London, hafði þróazt undarlega sterk vinátta. En honum var líka sjálf um farið að þykja ákaf- lega vænt um f rú Harris. Það var eitthvað við hana, sem gekk manni beint að hjarta. Hvað Natösju varðaði, fannst henni að borgaraleg virðing hans ýtti henni út úr lífi hans, en þessi sami borgaraleiki var einmitt það sem hún þráði mest. Hann mundi aldrei dreyma um að giftast stúlku af hennar sauðahúsi, stúlku, sem hlaut að vera dekurdrós, yfir- borðskennd á allan hátt, vön hóglífi og eignalaus. Neí, ■’ Þegar ég var strákur gat ma&ur oröiö veikur fyrir tvœr krónur.” DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.