Tíminn - 10.06.1977, Síða 3
Föstudagur 10. júnl 1977
3
fnunnar.
494ibúðir,en Norðurland eystra
og Suðurland eru i öðru og
þriðja sæti með 107 og 87 íbúðir.
Þegar litið er yfir fjölda ibúða,
sem lán eru veitt til árið 1976,
kemur i ljós, að tala ibúða i
Reykjavik hækkar i 552. Suður-
land hreppir annað sætið með
272 ibúðir, en Norðurland eystra
er i þriðja sæti með 232 ibúðir.
Þráinn Valdimarsson, fram-
kvæmdastjóri Framsóknar-
flokksins, sem er varaformaður
Framhald á bls. 20.
Menntaskólanum á ísafirði slitið:
í haust
FB-Reykjavlk. Menntaskólanum
á tsafirði var slitið siðast i mai.
Alls stunduðu 148 nemendur nám
við skólann i vetur. t skólanum
var 71 piltur og 77 stúlkur. Frá
tsafirði voru 70 nemendur, 26
annars staðar frá Vestfjörðum og
52 voru annars staðar að af land-
inu. 34 stúdentar útskrifuðust I
vor. Skólinn hefur nú útskrifað
128 stúdenta fyrstu fjögur árin,
þar af 54 stúlkur og 74 pilta.
I upphafi skólaslitaathafnar-
innar lék einn af fyrrverandi
nemendum skólans Margrét
Gunnarsdóttir einleik á pianó.
Þvi næst flutti skólameistarinn,
Bryndis Schram skólaslitaræðu
sina. Bað hún viðstadda að risa úr
sætum og minnast Sigurðar I.
Magnússonar frá Vestmannaeyj-
um, en hann fórst með sviplegum
hætti siðastliðið haust.
Skólameistari fór nokkrum orð-
um um húsnæðismál Menntaskól-
ans á ísafirði, og sagði að litil sem
engin breyting hefði orðið þar á á
liðnu ári, og að enn um sinn
mundi skólinn starfa i gamla
barnaskólahúsinu. Barnaskólinn
er orðinn mjög aðþrengdur með
húsnæði, og þaðer þvi orðið mjög
brýnt, að menntaskólinn rými
skólann.
Skólameistari skýrði frá þvi, að
nýlega hefði loks fengizt heimild
frá ráðuneyti til að ganga endan-
lega frá teikningu hins fyrirhug-
aða kennsluhúsnæðis mennta-
skólans, og stæðu vonir til, að
arkitektar skiluðu sinu verki i
haust. Riði þá á, að tryggja
skólanum fjárveitingu á árinu
1978.
Bryndis Schram sagði: — Eins
og skólahúsið litur út á teikni-
borðum arkitekta er gert ráð
fyrir, að það rúmi 250 nemendur i
14kennslustofum. Nú er það aug-
Bryndls Schram skólameistari við kennslu.
ljóst mál, að ekki er grundvollur ,
fyrir menntaskóla sem slikan hér
á Isafirði, jafnvel þótt Vestfirð-
ingar allir séu reiknaðir með. Til
þess er samfélagið of litið. Þess
vegna er þessi skóli gerður með
það i huga, að þar rúmist allir
þeir framhaldsskólar, sem nú eru
starfandi hér f bæ, og jafnvel þótt
fleiri námsbrautir bættust við.
Þessi hugmynd er i fullu sam-
ræmi við hið nýja lagafrumvarp
um framhaldsmenntun, sem nú
liggur fyrir Alþingi. Þetta kostar
auðvitað meiri samræmingu i
starfi skólanna en nú er, þannig
að kenndur verður sameiginlegur
kjarni i bóklegu námi. Um leið og
tveir eða fleiri skólar eru undir
sömu stjórn stuðlar það auðvitað
að fjölbreyttara námsframboði
og meiri sveigjanleika i námi. t
þessu nýja húsi er ennfremur gert
ráð fyrir rúmi fyrir kvöldskóla.
Þarna verður glæsilegt bókasafn,
samkomusalir, þar sem hægt
verður að flytja fyrirlestra, efna
til tónleikahalds, kvikmyndasýn-
inga og þess háttar. Ég sé þetta
hús fyrir mér, sem eins konar
menningarmiðstöð, er gæti orðið
bæjarlifinu i heild mikil lyfti-
stöng.
Skólameistari hvatti Vestfirð-
inga til þess að sýna að einhugur
riki um skóla þeirra, og sagði, að
ekki væri að undra þótt rikisvald-
ið sýndi skólanum tómlæti, ef
benda mætti á dæmi um áhuga-
leysi Vestfirðinga sjálfra. — A
siðastliðnu hausti hafði 61 vest-
firzkt ungmenni aflað sér réttinda
til inngöngu i menntaskóla. Þar
af fóru 42 i menntaskóla — 19
komu hingað, en hinir 23 fóru i
menntaskóla annars staðar á
landinu. Okkar skóli er ungur
skóli, og kannski ekki alfullkom-
inn. Hann þarf á öllum þeim liö-
styrk að halda, sem tiltækur er.
Annars verður hann aldrei annað
og meira en hann er I dag — gim-
steinn á ruslahaug, eins og eitt
bæjarblaðanna komst að orði.
Það verður aldrei reist neitt
skólahús, á meöan Vestfirðingar
hafna skólanum sjálfir. Þessum
skóla var i upphafi ætlað ákveðiö
hlutverk i -uppbyggingu Vest-
fjarða. Hann átti að vera steinn i
hleðslu gegn frekari fólksflótta af
Vestfjörðum. Það þurfa allir að
leggja hönd á plóginn, ekki bara
fámennur hópur manna i kenn-
arastétt. Þess vegna skoira ég' á
ykkur, Vestfirðinga, að standa
sem einn maður vörö um þennan
skóla, ef ykkur er á annað borö
annt um að halda ykkar hlut i
þjoðfélaginu og verða ekki eins
konar vanþróáö landsvæði úr al-
faraleið þjóðlifsins, sagði Bryn-
dis.
Hefur nú útskrífað 1
stúdenta á fjórum árum
Teikningar
að mennta-
skólahúsi
tilbúnar
Yfirlit um samningaviðræðurnar:
Hófust fyrir rúmum 2 mán-
uðum og hver er
árangurinn?
gébé Reykjavík. — Loksins
virðist sem einhver skriður sé
að komast i samningaviðræð-
urnar, en ýmsum mun hafa þótt
þær ganga fremur treglega.
Deiluaðilar hafa nú hafið við-
ræður um aðalmálin, enda þótt
ekki sé enn fullkomlega gengið
frá sérkröfum hinna ýmsu
starfshópa. Það eru þá sérstak-
lega sérkröfur iðnaðarmanna,
sem erfiðlega gengur að semja
um. Timinn hefur tekið saman
yfirlitum hvernig þróunin hefur
verið i samningamálunum frá
byrjun og fer það hér á eftir.
Þaö var i desember 1976, að
Alþýðusamband íslands lagði
fram kröfur sinar og sagði upp
samningum frá 1. mai 1977.
Fyrsti sáttafundur hjá sátta-
semjara rikisins var hins végar
ekki fyrr en 31. marz, og Vinnu-
veitendasamband Islands lýsti
þvi yfir að upprunalegum kröf-
um ASt yrði ekki svarað fyrr en
lausn I sérkröfumálum hinna
einstöku aðildarfélaga ASt lægi
fyrir.
Seinnihluta aprilmánaðar gaf
Ólafur Jóhannesson dómsmála-
ráðherra út yfirlýsingu þess
efnis að krafan um 100 þúsund
króna lágmarkslaun væri al-
gjört lágmark og nokkrum dög-
um seinna barst fjölmiðlum
stuðningsyfirlýsingar við þessi
ummæli Ólafs. — Atvinnurek-
endur og ASI voru allan april-
mánúð á sáttafundum, sem lit-
inn árangur báru.
Þann 2. mai hófst yfirvinnu-
bann um land allt. Svo sem
kunnugt er, stendur það yfir-
vinnubann enn, og hefur haft
mjög viðtæk áhrif,sérstaklega i
fiskiðnaði. Vinnuveitendasam-
bandið mótmælti sem ólögmætu
þessu fyrirvaralausa yfirvinnu-
banni.
Þann 4. mai sendi stjórn Sam-
bands isl. samvinnufélaga frá
sér ályktun, þar sem m.a. er
lýst yfir stuðningi viö láglauna-
stef nu ASÍ. Mörg kaupfélög úti á
landi fögnuðu þessu áliti SIS og
lýstu yfir stuðningi sinum viö
þaö.
5. mai sendi Vinnuveitenda-
samband tslands frá sér fyrsta
tilboð sitt, sem ASt taldi óað-
gengilegt. Þann 11. mai var við-
ræðufundur stjórnar SIS og full-
trúa ASt um kjaramálin.
Og 17. mai lagði sáttanefnd
fram umræðugrundvöll sinn,
sem báðir deiluaðilar hafa nú
nálgazt verulega. Sama dag
kom tilkynning frá rikisstjórn-
inni um að hún mundi beita sér
fyrir ýmsum ráðstöfunuin á
sviði efnahags- og kjaramála til
svo
lausnar kjaradeilunni.
Þann 19. mai féllst Vinnu-
málasamband samvinnufélag-
anna á miðlunartillögu sátta-
nefndar, en með ýmsum fyrir-
vörum þó, eins og varðandi
lausn á sérkröfum, svo og varð-
andi ýmis atriði i visitölukerfi
þvi, er tillagnanna gerði ráð
fyrir og um viss atriði i útfærslu
hennar.
Þann 4. júni var allsherjar-
verkfall i Reykjavik i einn dag,
en það var hið fyrsta i röð dags-
verkfalla sem svo lauk 9. júni.
Dagsverkföll þessi voru um
land allt og þátttaka I þeim
mjög góð og litið sem ekkert um
verkfallsbrot né undanþágur.
5. júni sendi Vinnuveitenda-
samband tslands frá sér annað
tilboð sitt, sem ASt taldi ,,al-
gjört hneyksli” og aöeins spilla
fyrir samningum.
Þann 13. júni er siðan áætlað
að starfsgreinaverkföll hefjist
um land allt og er áætlað, aö
þeim ljúki 21. júni með eins dags
allsherjarverkfalli, sem nái til
landsins alls.
Allt frá þvi fyrsti sáttafundur
var með deiluaðilum 31. marz,
hafa fundir verið i fullum gangi
og tugir manna tekið þátt i
þeim. Auk fyrrnefndra aðalatr-
iða, hafa fjölmargar ályktanir
og yfirlýsingar verið geröar i
samningamálunum. Fjöldi
manns utan af landi hefur dval-
ið i höfuðborginni meiri hluta
eða allan þennan tima. Þær eru
orðnar nokkuð margar klukku-
stundirnar, sem eingöngu hafa
farið i bið hjá báðum deiluaöil-
um og fundirnir orðnir margir,
sem hafa verið gjörsamlega ár-
angurslausir.
Hér i Timanum hefur litillega
verið drepið á þann gifurlega
kostnað, sem samningaviðræð-
umar hafa i för með sér, og þá
ekki sizt vegna nefndarmanna
utan af landi. Farið hefur verið
fram á það við rikisstjórnina, að
hún taki þátt i kostnaði við
ferðalög og uppihald þessara
manna á meðan á samningavið-
ræðum stendur, en engin fyrir-
heit um slikt hafa verið gefin.
Og enn halda samningafund-
imir áfram. Nú siðustu daga
hefur viðræðunum heldur miðað
i rétta átt. Enn er þó eftir að
ganga endanlega frá sérkröfun-
um, þóttviðræður um aðalmálin
séu að hefjast.