Tíminn - 10.06.1977, Qupperneq 8
8
Föstudagur 10. jiíní 1977
Umsjónarmenn:Pétur Einarsson
Ómar Kristjdnsson
Islenzk
auðlindanýting
ísland er ekki auðugt af náttúrugæðum eftir þeim
mælikvarða, sem lagður hefur verið á þau verð-
mæti. Hér skortir tilfinnanlega málma i jörðu,
skóglendi og frjósamt land. Með tækniþróun hafa
þarfir mannanna breyzt og við íslendingar erum
svo heppnir að búa yfir auðlindum til þess að mæta
nýjum þörfum. Stærsta og mesta auðlind okkar er
tvimælalaust hafið umhverfis landið. Landið sjálft
með jarðhita, fossafli, steinefnum og mold kemur
þar næst. Siðast en ekki sizt er loftið yfir landinu
auðlind, sem mönnum hefur ekki fyllilega skilizt
enn hvað er mikilvæg.
Allir þjóðhollir islendingar, sem vilja viðhalda
sjálfstæði þjóðarinnar og menningu, verða að átta
sig á mikilvægi þess að íslendingar ráði sjálfir yfir
auðlindum þeim sem atvinnuvegir landsmanna eru
grundvallaðir á. öll sjonarmið um stóriðju sem
grundvölluð er á erlendum hráefnum að fullu, og
markaði jafnvel ráðið einnig af erlendum aðilum,
eru hættuleg. Þau eru hættuleg vegna þess óskap-
lega óöryggis sem er samfara atvinnurekstri af
þessu tagi. Stóriðja á þessu landi ætti ekki að koma
til umræðu nema ætlunin væri að vinna úr inn-
lendum hráefnum. Þeir timar eru nú á íslandi að
menn virðast slegnir einhverri stóriðjublindu. Heiti
einhver framkvæmd stóriðja er gert ráð fyrir þvi að
það sé bezta aðferðin til nýtingar tiltekinna auð-
linda. Rökum um mengun er visað á bug sem smá-
atriðum.
En er atvinnugrein, sem jafnframt þvi að hag-
nýta hráefni, veldur ómælanlegu tjóni á umhverfi
sinu, eitthvað annað en rányrkja? Enginn fisk-
ræktarmaður, bóndi, garðyrkjumaður eða aðrir,
sem stunda frumatvinnugreinar, reka þannig sinn
búskap að hann beri aðeins afrakstur einu sinni.
Allir hljóta að stefna að þvi að nýta auðlindirnar
þannig að sem mestur og beztur afrakstur fáist og
að hægt sé að treysta þvi að framleiðslan sé jafn-
mikil og jafngóð. Stóriðja, sem drepur lif i vatni og
sjó, kæfir gróður og eitrar andrúmsloft, er tvimæla-
laust rányrkja. Það er kaldhæðnislegt að þessi
mengun virðist mest koma niður á manninum sjálf-
um. Þegar hann hættir að geta andað að sér hreinu
lofti,etur eitraðan fisk og kjöt og umhverfi hans er
visnaðar jurtir og blámóða frá stóriðju, þá munu
allir átta sig á hvað gerzt hefur.
Það sem einkum greinir manninn frá dýrunum er
hæfileikinn til þess að hugsa og álykta. Menn geta
byggt á reynsluog áttað sig á þvi hvað muni gerast í
framtiðinni. Þessi gáfa er slik að menn verða eftir
fremsta mætti að reyna að nota hana. Hún hefur
valdið þvi að menn hafa yfirráð yfir dýrunum og
vonandi verður hún til þess að manninum tekst að
halda þeim yfirráðum áfram.
PE
Kynning á ungum framsóknarmönnum
Engin ungpólitísk
hreyfing á íslandi
eins virk og S.U.F.
Enda þótt enn sé heilt ár til
næstu kosninga og fólk lltiö fariö
eö velta sliku fyrir sér, er þó ær-
inn hópur manna þegar farinn
aö vinna mikiö aö þeim málum,
þótt lágt fari, en þaö eru starfs-
menn flokkanna.
Okkur þótti því til hlýöa aö
taka einn sllkan tali og höföum
þvi samband viö Gest Kristins-
son, erindreka SUF og Fram-
sóknarflokksins.
Gestur er Hafnfiröingur, 26
ára gamall, læröur pipulagn-
ingamaöur, auk þess sem hann
hefur lagt eitt og annaö fyrir sig
svo sem sjómennsku, vinnu á
þungavinnuvélum, dyravörzlu
og fleira.
Eftir þessa upptalningu
þykir manni þvi eðlilegt aö
spyrja hvernig standi á þvi aö
þú fórst aö starfa viö pólitlk,
Gestur?
Ég byrjaöi, eins og sjálfsagt
flestir af yngra fólki á þvi aö
hlusta á leiöaralestur i útvarpi,
lesa blööin, hlusta á útvarpsum-
ræður o. þ. h.
Út frá þessu fann ég að þaö
sem Framsóknarflokkurinn og
hans menn voru talsmenn fyrir,
féll bezt aö minum eigin þanka-
gangi og þvl þótti mér rétt, þeg-
ar ég fór að taka virkari þátt I
pólitisku starfi I minu heima-
héraöi, aö þaö væri innan
Framsóknarflokksins.
Eftir aö hafa starfaö meö
F.U.F. i Hafnarfiröi — og þar af
leiöandi einnig innan S.U.F. —
um tlma bauöst mér svo slöst-
liðiö vor, scarf hjá S.U.F. og
Framsóknarflokknum sem er-
indreki. Þar sem ég álit slikt
starf vera mjög svo mikilsvert
fyrir S.U.F. og flokkinn auk
þess aö vera llflegt og skemmti-
legt og hafa upp á aö bjóöa ein-
hverja albeztu leiö sem ungt
fólk getur fengiö til aö fræöast
um stjórnmál, tók ég þvi starf-
inu fegins hendi.
Hvaö gerir erindreki S.U.F.?
Inn I þetta starf fléttast nán-
ast öll starfsemi S.U.F. Erind-
rekinn sér um allan daglegan
rekstur S.U.F. svo sem skrif-
stofurekstur, bréfaskriftir, fjár-
mál aö nokkru leyti o. fl. o. fl.
Þaö má taka til dæmis, aö all-
ir fundir sem S.U.F. heldur eru
skipulagöir og undirbúnir á
skrifstofunni, en þaö er meiri
vinna en margur heldur. T.d.
hefur S.U.F. staöiö fyrir svo-
kölluöum hádegisveröarfundum
flesta mánudaga i vetur, þar
sem fengnir hafa verið ræöu-
menn til aö halda stutta tölu um
þaö sem efst hefur verið á baugi
hverju sinni og svara fyrir-
spurnum. Þá heldur SUF-
stjórnin fundi á tveggja mánaöa
fresti, en á þeim fundum eru
lagöar linur fram aö næsta
stjórnarfundi og lengra fram i
timann auk þess sem fariö er yf-
ir þaö sem gerist á milli stjórn-
arfunda. En á milli þeirra fer
framkvæmdanefnd sem saman-
stendur af formanni, varafor-
manni, ritara, gjaldkera og er-
indreka meö framkvæmdavald.
A þessum fundum skýrir er-
indrekinn frá þvi sem er á döf-
inni og hvaö hefur veriö gert,
auk þess aö honum eru á þess-
um fundum falin fleiri og/eða
ný verkefni aö vinna aö.
Hvaö hefur veriö helzta verk-
efni S.U.F. aö undanförnu?
Ég sagöi hér aö framan frá
hádegisveröarfundunum, sem
hafa verib fjölmargir og nokkuö
vel sóttir, þó svo aö ég vildi nú
gjarna sjá þar oftar fólk utan af
landi, en þarna hefur einmitt
veriö kjöriö fyrir þaö aö lita viö
stutta stund til aö viðhalda góöu
sambandi og fylgjast betur
meö, þegar það er statt i
Reykjavík einhverra erinda,
sem oft vill verða.
Þá hefur S.U.F. staöiö fyrir
einum átta félagsmálanám-
skeiöum i vetur, sem óhætt er ab
Gestur Kristinsson
segja aö öll hafi tekizt ljómandi
vel. Tel ég þaö enn eitt vitni þess
að engin ungpólitisk hreyfing er
eins virk á Islandi eins og S.U.F.
S.U.F. félagar voru umtals-
verður hluti þeirra, sem þátt
tóku 1 aðalfundi miöstjórnar
Framsóknarflokksins, sem
haldinn var i vetur, og mátti þar
glöggt sjá hve mikilvægur þátt-
ur S.U.F. er i starfsemi flokks-
ins, enda er ungt fólk sennilega
hvergi I pólitiskum flokki eins
virkt eins og innan Framsókn-
arflokksins, enda þótt ýmsum
finnist áhrif þeirra yngri mega
vera meiri.
Á þingi Æ.S.l. sem haldiö var
nú I vor, áttu sæti fimm fulltrú-
ar frá S.U.F. og tóku þeir virkan
þátt I störfum þingsins. En á
þessu þingi voru gerðar umtals-
veröar breytingar á lögum og
skipulagi Æ.S.I. Gylfi Kristíns-
son sem um árabil hefur veriö
starfandi innan S.U.F. var kjör-
inn varaformaður Æ.S.I. á
fyrsta stjórnarfundi nýkjörinn-
ar stjórnar.
Hvaö er svo helzt framundan?
Framundan er náttúrulega
mikiö starf, þar sem i hönd fer
kosningaár, og mun S.U.F.
stefna aö þvi að efla mjög starf-
semi sina sem víðast um landið.
Þegar hefur verið hafinn skipu-
lagöur erindrekstur um landiö
og mun hann standa i allt sum-
ar.
Ég mun kappkosta að komast
á sem flesta staöi, og veröa
stjórnarmenn S.U.F. meö mér i
flestum minum feröum. Viö
munum halda fundi með ungu
framsóknarfólki og vinna síöan
úr þvi sem fram kemur á þess-
um fundum, en út úr þeirri
vinnslu kemur sú stefna, sem
ungir framsóknarmenn vilja
fara eftir I hinum ýmsu þjóöfé-
lagsmálum, og aö þvi mun
S.U.F. keppa.
Þá munum við halda áfram
félagsmálanámskeiöunum og
reyna aö komast sem vlöast
meö þau. Stærsta verkefni
S.U.F. þessa stundina er þó ráö-
stefna, sem haldin verður I
Kópavogi slöast i þessum mán-
uöi um æskulýðs- og tómstunda-
mál.
Þá er fyrirhugaður aöalfund-
ur og ráöstefna á vegum N.C.F.
sem eru samtök ungra miö-
flokksmanna á Norðurlöndum,
og verður hann haldinn siöustu
vikuna I júll.
Hingaö koma 55 Noröurlanda-
búar og auk þess á S.U.F. svo
rétt á 10 fulltrúum.
Einnig mun S.U.F. og C.U.F. i
Sviþjóð gangast fyrir svokölluö-
um vixlheimsóknum I sumar.
En þá er fyrirhugað aö hingaö
komi nokkrir ungir Svíar og
dveljist um 10 daga skeið á
heimilum jafnmargra S.U.F.
félaga en siöan fara svo tslend-
ingarnir I sams konar heimsókn
til Svlþjóðar. Þegar hefur veriö
gengiö frá öllum þáttum þess-
ara heimsókna, og er nú aöeins
beöiö eftir staöfestingu á dag-
setningu.
Þaö mætti eflaust telja til
fleira varðandi starfiö fram-
undan, þvl óhætt er aö fullyröa
aö lind verkefna sé ótæmandi en
ég læt þetta nægja aö sinni.
Svona aö lokum Gestur, hvaö
meö næstu kosningar?
Fyrir þaö fyrsta álit ég enga
ástæöu til að ætla að kosningar
veröi fyrr en að kjörtímabili nú-
verandi stjórnar lýkur, þ.e. að
ári.
Til þeirra kosninga göngum
viö framsóknarmenn alls ó-
smeykir við dóm fólksins, þvl að
við vitum að meirihluti Islend-
inga veit, aö enginn stjórnmála-
flokkur á tslandi er eins ábyrg-
ur og Framsóknarflokkurinn.
Þaö hefur trúlega ekki farið
fram hjá mörgum, sú tilraun
sem gerö var af nokkrum hálf-
rugluðum framagosum, til þess
aö sverta og eyðileggja þaö álit,
sem forustumenn Framsóknar-
flokksins njóta hjá almenningi.
Sú atlaga var frá upphafi dæmd
til aö mistakast, og eftir standa
framsóknarmenn sterkari en
áöur.
Ég tel enga þörf á aö fara aö
telja upp öll þau mál sem Fram-
sóknarflokkurinn hefur beitt sér
fyrir á yfirstandandi kjörtíma-
bili, þar sem ég veit aö flestir
tslendingar fylgjast þaö vel
meö, aö þeim er fullkunnugt um
flest þessara mála.
Þó freistast ég til aö minna á
atriði eins og t.d. byggöastefn-
una, sem rikisstjórn ólafs Jó-
hannessonar mótaöi og óþarft
er aö lýsa, en þeirri stefnu hefur
veriö fylgt áfram i tiö núverandi
stjórnar.
Þá get ég ekki annað en
minnzt á forystu Framsóknar-
flokksins i landhelgismálinu,
þar sem framsóknarmenn stóöu
fastir fyrir og létu aldrei undan
undanlátsstefnu Ihaldsins og
þvl vannst sá stórkostlegi sigur i
þvi máli, sem allir landsmenn
þekkja.
Og aö lokum. Enginn stjórn-
málaflokkur hefur tekiö upp
jafn einarða afstööu meö launa-
stefnu þeirri, sem mótuö var á
síöasta A.S.I. þingi eins og
Framsóknarflokkurinn, sem
einhuga stendur að baki ólafs
Jóhannessonar og yfirlýsingar
hans varðandi kjarabætur til
handa þeim lægst launuðu.