Tíminn - 10.06.1977, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.06.1977, Blaðsíða 11
Föstudagur 10. júní 1977 11 WDÉni Ctgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindar- götu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur í Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 70.00. Áskriftargjald kr. 1.300.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Dagvinnukaupið Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra og for- maður Framsóknarflokksins ritar grein i nýkomið blað Einherja,þar sem hann ræðir um kjara- samningana. Hann ræðir þar einkum um að dag- vinnukaupið þurfi að hrökkva fyrir framfærslu. Hinum farast m.a. orð á þessa leið: „Flestir viðurkenna,að lægsta dagvinnukaupið sé orðið óhæfilega lágt. Enginn framfleytir sér og sinum af þvi einu saman. Menn þurfa meiri tekjur og ná þeim i mjög mörgum tilfellum ýmist með eftirvinnu, yfirborgunum eða afkastalaunakerfi. Það þarf að stefna að þvi að breyta þessu kerfi. Dagvinnukaupið þarf að komast i það horf, að það hrökkvi til framfærslu. Yfirvinnan þarf að minnka svo sem kostur er. Launakerfið þarf að stuðla að þvi, að þessi þróun geti átt sér stað. Dagvinnukaup, yfirvinnu- og næturvinnuálag þarf að ákveða með hliðsjón af þessu markmiði. Vera má, að sliku markmiði verði ekki náð nema i áföngum. Ég hefi tekið undir það sjónarmið Alþýðusam- bandsins, að lágmarkslaun á mánuði fyrir dagvinnu þyrftu að nema eitt hundrað þúsund krónum. Slikt virðist ekki ofrausn. Þessari skoðun minni lýsti ég i eldhúsdagsumræðum i vor. En ég tók jafnframt skýrt fram, að slik hækkun lægstu launa gæti þvi aðeins átt sér stað, að tilsvarandi hækkun gengi ekki i gegn um allt launakerfið. Ég tók einnig skýrt fram, að launahækkun i heild mætti ekki fara fram úr þvi, sem greiðslugeta þjóðarbúsins þyldi. Þeir, sem i raun og veru vilja stefna að framangreindum lágmarkslaunum, þurfa að horfast i augu við þessar staðreyndir. Verði þessari lágmarkslaunahækkun ekki náð með væntanlegri aukningu þjóðartekna, þarf til að koma gagnger uppstokkun tekjuskipting- ar i þjóðfélaginu. Sú yfirlýsing, sem ég gaf um þetta efni i eldhús- dagsumræðum þurfti engum að koma á óvart. Ég hafði lýst nákvæmlega sömu skoðunum i áramóta- grein minni.” Lausn án verkfalla Ólafur Jóhannesson lýkur greininni i Einherja á þessa leið: „Margt er það, sem töfum veldur i kjarasamn- ingaviðræðunum. Þó munu hinar háttstemmdu sér- kröfur sumra sérsambanda valda einna mestum erfiðleikum. Næðu þær fram að ganga, væri allt tal um lágmarkslaun og launajöfnunarstefnu orðið að marklausu hjali. Þeim þarf að ráða til lykta jafn- framt eða helzt áður en samið er um hinar almennu hækkanir. í þvi efni náðist i fyrra samkomulag um skynsamlega úrlausn, þ.e. um að upphæð, sem svaraði 1% almennrar kauphækkunar i viðkomandi starfsgrein, yrði ráðstafað til að mæta sér- kröfunum, og yrði skiptingin á valdi viðkomandi sambands eða stéttarfélags. Svipaða leið þarf að fara nú. Við skulum i lengstu lög vona, að núverandi kjaradeilur takist að leiða til farsælla lykta án þess að til vinnustöðvana komi. Vinnustöðvanir eru neyðarkostur, sem valda þjóðarbúinu alltaf tjóni. Þær valda deiluaðilum einnig oft tjóni, sem seint fæst bætt. Allir sanngjarnir menn þurfa þvi að vinna að lausn án verkfalla.” Þ.Þ. Íl!lílíllil1ll! VXadimir Lomeiko: Auglj ós hagur af samstarfi Vísindaleg sovézk-bandarísk samskipti Þaö voru Brésnjef og Nixon, sem undirrituðu samninginn um visindalegt sovézkt-bandarískt samstarf. Rússneskir fjölmiðlar gera sér nú mjög tiðrætt um mikilvægi aukins samstarfs rikja I austri og vestri og þá ekkisizt milli Sovétrikjanna og Bandarikjanna, en jafn- framt skjóta þeir þó öðru hverju skeytum að Carter forseta vegna mannrétt- indabaráttu hans. Eftirfar- andi grein eftir einn af fréttaskýrendum APN er nokkurt dæmi þess, hvernig rússneskir fjölmiölar túlka mikilvægi áðurnefndrar samvinnu. BANDARÍKJAMENN eru farnir aö veröa varir viö árangurinn af samvinnunni viö Sovétrlkin í daglegu llfi sinu. Sovézk tækni, sem aö dómi bandarískra blaöa jafn- gildir „endurfundi Rúss- lands”, er farin aö bera góöan ávöxt eftir aö hafa veriö tekin 1 notkun viö framleiösluna. Fyrirtækiö Bristol Myers hefur keypt sovézkt einkaleyfi á framleiöslu á lyfi gegn krabbameini, svo og á sölu þess I Bandarlkjunum, Kan- ada og Bretlandi. Bandariskir læknar hagnýta sér sovézka reynslu I meöferö hjartasjúk- dóma og skurölæknar nota gervimjaðmarliöi sem fram- leiddir eru I Bandaríkjunum eftir sovézkri fyrirmynd. Orkufyrirtæki i Texas notar aöferö viö kolavinnslu sem fundin var upp i Sovétrikjun- um. Kaiser álfyrirtækiö hefur aflaö sér sovézks einkaleyfis á nýjum aöferðum viö álbræöslu sem eykur framleiösluafköst- in svo og gæöi framleiðslunn- ar. Hægt væri aö telja upp margt fleira þvi þetta er aö- eins byrjunarárangur af 58 samningum sem sovézk og bandarisk fyrirtæki hafa gert meö sér um vlsinda- og tækni- samvinnu. Fimm ár eru liöin frá þvi undirritaður var I Moskvu fyrsti samningur i sögu sovézk-bandariskra sam- skipta um samvinnu á sviöi visinda og tækni. Á þessu timabili hafa rikisstjórnir landanna gert meö sér 10 sér- samninga. Þeir eru á sviðum læknavisinda, umhverfis- verndar, landbúnaðar, sam- gangna, orkumála, húsbygg- inga og annarra bygginga- framkvæmda, rannsókna á heimshöfunum, rannsókna og smlöi gervihjarta og friösam- legrar notkunar kjarnorkunn- ar. Nýr millirikjasamningur tók gildi 24. mal sl. um sam- vinnu um rannsóknir og nýt- ingu geimsins I friösamlegum tilgangi. HVER er reynslan af efna- hags-, visinda- og tæknitengsl- um forusturíkja þjóöfélags- kerfanna tveggja I heiminum nú um fimm ára skeið? 1 fyrsta lagi sú, aö sovézk-bandarlsk samvinna staöfestir I reynd nytsemi friösamlegrar sambúöar, en um annan skynsamlegan val- kost er ekki aö ræöa. Reynslan leiöir einnig I ljós, aö sam- vinnan er hagkvæm fyrir bæöi löndin svo og málstaö friðar og framfara I heiminum. A núverandi stigi vlsinda- og tækniframTara er ógerningur aö standa fremst á öllum sviö- um. Meö þvi aö notfæra sér fremstu afrek hvors annars og sameina kraftana er mögulegt aöspara bæöi tlma og auölind- ir þjóðarinnar I gllmunni viö flókin vandamál. Nú eru starf- andi nlu blandaöar sovézk-bandarlskar nefndir, og I tengslum viö þær vinna um hundraö starfshópar. Samstarfiö tekur til 150 verk- efna. Varöa margar rann- sóknanna hagsmuni alls mannkynsins. Sovézkir og bandariskir vlsindamenn vinna nú aö undirbúningi þess aö koma upp aöstöðu til þess aö ákvaröa og setja i fyrsta sinn I sögunni leyfileg mörk athafna mannsins hvaö varö- ar framleiöslu. Sovézkir sérfræöingar spá fyrir um fjölda jaröskjálfta I Bandarlkjunum. Jaröskjálfta- spár eru lifsspursmál fyrir mörg svæöi jaröarinnar, en visindamenn I báöum löndun- um vinna nú aö lausn þessa máls. Jarötirtingur, er stafar af of fljótri fyllingu stórra uppistöðulóna, hefur orsakaö skemmdir á stlflugörðum I Kremaste I Grikklandi, Koyna I Indlandi og Kariba I Suöur- Afriku. Sameiginleg áætlun hefur verið gerö um rannsókn á hringiðustraumum I úthöfun- um, sérstaklega á leyndar- dómum Bermúdaþrlhyrnings- ins. Unnið er sameiginlega aö vandamálum I sambandi viö flutningamál framtlðarinnar I þvl skyni aö auka hraöa venjulegra járnbrautarlesta upp 1200 km á klukkustund og smlöa nýjar geröir hraölesta er ná 500 km hraöa á klukku- stund. Orkuvandamálið er I brennidepli sameiginlegra at- hugana, þar sem unnið er aö þvi aö finna tæknilegar aö- feröir til aö nýta sólarorkuna, jarðhitann og tilbúiö elds- neyti. Hergagnaiönaöarsam- steypurnar og sálufélagar Ge- orge Meanys eru þeir einu sem I dag tala um einhliöa ávinning Rússa af samstarf- inu, sem þeir segja miöa að því aö komast yfir bandariska tækni. Skynsamir bandariskir kaupsýslumenn skilja, aö þeim er ógerningur aö gllma á eigin spýtur við vandamál samtimans. Samkvæmt þeirra eigin upplýsingum hef- ur fjöldi sovézkra uppfinninga sem einkaleyfi hefur veriö tekiö á i Bandarlkjunum, ná- lega áttfaldazt á timabilinu frá 1966 til 1974. Núorðiö kaupa bandarlsk fyrirtæki tvöfalt fleiri einkaleyfi á sovézkum tækninýjungum heldur en Sovétrikin kaupa af banda- riskum uppfinningum. Hinn góöi árangur á tækni- skiptasviöinu sýnir hver framtlð felst i viöskipta- og efnahagssamvinnu landanna tveggja. SÚ VAR tiöin aö sumt fólk I Bandaríkjunum talaði hæönis- lega um þýöingu verzlunar- viöskipta viö Rússa, en nú er æ oftar talaö um glötuð tækifæri. Sovézkar pantanir fyrir yfir 6.500 milljón dollara hafa ver- iö lagðar inn á bandarlskan markaö sl. fimm ár. Þetta þýöir verulega minnkun á-viö- skiptahalla Bandarikjanna, slökun á verðbólguþróuninni og atvinnu fyrir fjóröung milljónar manna. Verzlunarviöskiptin væru miklum mun meiri, ef ekki heföu komiö til sögunnar lögin um viöskiptalega mismunun og lánareglur, sem Banda- rlkjaþing samþykkti I desem- ber 1974. Þau standa i vegi fyrir auknum verzlunarviö- skiptum og efnahagstengsl- um. Fjöldi sovézkra pantana á bandarlskum vélum og tækj- um til afgreiðslu á árinu 1977 reyndist helmingi minni en samsvarandi pantanir 1976. Meginhindrunin er mismun- unartollur á sovézkar vörur sem er 2-4 sinnum hærri held- ur en venjulegur tollur. Þetta er t.d. ástæöan fyrir þvi, aö Bandarikjamenn geta ekki keypt Jak-40 flugvélar sem þeir hafa augastaö á. Tilraun- ir bandarisku haukanna til þess aö beita efnahagslegum ráöum i þvi skyni aö þvinga fram pólitiska eftirgjöf af hálfu Sovétrlkjanna skaöa Bandarikjamenn sjálfa beint. Sovézkum vörupöntunum, sem nema nokkrum billjónum dollara, var beint til Vest- ur-Evrópu og Japansog hags- munum bandariskra fyrir- tækja fórnaö fyrir sakir mis- mununarskilmálanna. Þrátt fyrir styrjaldarhjal haukanna i Pentagon og I bandariska þinginu, eru hinir almennu borgarar i Banda- rlkjunum að veröa æ meir fylgjandi samvinnu viö Sovét- rikin. Þegar fulltrúar banda- rlskra fyrirtækja koma til þess aö sækja fyrirlestra sovézkra sérfræöinga um framleiöslustjórnun, eins og reyndin varö i Houston, Pitts- burgh og San Francisco I janúar sl., og greiöa 250 doll- ara á dag fyrir, þýöir þaö, aö þeir kunna að meta þetta sam- starf. Þetta segir áreiöanlega meira en mörg orö um kosti spennuslökunar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.