Tíminn - 22.06.1977, Side 8

Tíminn - 22.06.1977, Side 8
Miðvikudagur 22. júni 1977 Kristján Friðriksson: Ég veí hér þá aöferð að biðja hlustendur að fara meö mér i huganum fram til ársins 1983 — eða sex ár fram I timann. ' Mun ég leitast við aö geta i eyöur. Draga upp tvær gröf- drátta myndir. Sú fyrri skal þá miðuð við þaö, hvernig umhorfs yröi þá i þjóö- félagi voru, ef núverandi stefnu yröi fram haldið i efnahagsmál- um og skólamálum. Hin slðari myndin miðast við þaö, ef tekin yröi upp nú stefna sú sem ég i ræðu og riti hef verið aö kynna undanfarin misseri og ég nefni hér Hagkeöju-stefnu — og helg- ast nafngiftin af þvi, að þar er gert ráð fyrir samfelldri heildarlausn á efnahagsvanda þeim, sem þjóðin nú stenaur frammi fyrir. Heildarlausn þar sem hvað styður annaö. Komið á efna- hagslegum sættum milli lands- hluta. Fyrri myndin Fyrri myndinni, nústefnu- myndinni, þeirri er við mundi blasa árið 1983 lýsi ég á þessa leið: Svo tilenginn fiskur kemur þá á miðin fyrir sunnan land og vestan, þvi hann hefur allur verib drepinn af hinum aðgangs harða veiðiflota sem geysast um uppeldissvæöi fisksins — en á noröur—austursvæöinu elzt upp meginhluti eða yfir 80% af fiskaeign landsmanna, þeirri hinni botnlægu. Smásvæðafriðun, sem þar er nú f gangi, gerir ab visu það gagn, að meginhluti fisksins nær þriggja til fjögurra ára aldri — en þá leitar hann út af friðunarsvæðunum af þeim eðlilegu orsökum m.a. að fisk- haginn verður bétri, ætiö meira, á þeim svæðum, þar sem togar- ar hafa áður hreinsað fiskinn af. Þetta veldur þvf, aö mest allur fiskurinn verður veiddur, þegar hann er aöeins eitt til tvö kg, aö þyngd — sem siðan veldur þvi, aö frálagsverðmætið verður minna en helmingur þess, sem veröa mundi — ef þessi sami fiskur yrði ekki veiddur fyrr en hann hefði náð réttri slátrunar- stærð, sem er 4 til 4 1/2 kg. Þessi rangi slátrunarttmi veldur þvi að um 100 milljarða vantarf þjóðartekjurnar. Svo til enginn fiskur kemur á mibin fyrir Suður og Vesturlandi, eins og áður getur, og veldur það ægilegri röskun i þjóðarbú- skapnum. Atvinnuleysi magnast, gjald- Þing og þjóð þrot útgeröarfyrirtækja verða tið — sömuleiöis þjónustufyrir- tækja,hvers konar byggingar- iðnaður dregst saman, skuldir viö útlönd vaxa — bændur missa verulegan hluta markaða sinna vegna minnkandi kaupgetu al- mennings. Rauntekjur allrar þjóðarinnar fara minnkandi, þvf gengiö sigur hratt. Vinnu- deilur magnast. Erfiðleikar fara vaxandi á útvegun nýrra lána erlendis. Landflótti fer vaxandi. Islenzkum læknum og verkfræöingum og öörum dug- andi mönnum sem starfa er- lendis, fer fjölgandi, þvf hér- lendisverður ekkihægtað bjóða kjör eða verkefni, er geti keppt viö það sem iönvæddar þjóðir geta boðiö. Skólaæskan — sem hangið hefur yfir misjafnlega vel völdu námsefni alltof langan tima ár hvert, i einn og hálfan til tvo áratugi, kann engin almenn vinnubrögð, þvi þin langa skóla- seta hefur að mestu einangrað þetta fólk frá sinni eigin þjóö — lifi hennar og störfum. Unga fólkið er þvi framandi f eigin þjóðfélagi og hefur þvf slæma aöstööu til aö velja sér störf viö hæfi, — og er áhugalitiö vegna þess að það hefur ekki notiö þeirrar áhugavakningar, sem nytjastörf með þroskaöri ald- ursflokkum hefði átt að aubga þaö um. — Ein stétt blómstrar þóallvel, enþað eru lögfræðing- ar þeir, sem hafa atvinnu viö að gera upp þrotabú fyrirtækja og einstaklinga. Enginn nýriönaður vex upp — því að fjármagn skortir i fjár- festingasjóðina og bankana — enda engin iönaöaruppbygging- arstefna til — og siöasti „mohikaninn” — það er sföasti bjartsýnisóvitinn sem lét sér detta I hug að stofna til nýs iðnaöar á Islandi þessara stjórnarhátta ergenginn upp að hnjám I rölti sinu milli hinna 40 sjóðastjóra sem stjórna fjár- festinga rlánas jóöunum. Landiö veröur þó varla alveg gjaldþrota þvi aö Island nútim- ans er svo gott land i eöli sinu, að þvl er naumast hægt að stjórna svo klaufalega að ekki takist að halda sjálfstæðinu — og alltaf verður ýmsum þáttum sæmilega stjórnað þvi ekki skortir stjórnendur góðan vilja — og smáfiskurinn er lika fisk- ur, og aðrar fisktegundir en botnfiskurinn bjarga talsverðu. En heildarlega séð grúfir myrkur fátæktar og úrræða- leysis yfir vötnunum I þjóðlff- inu. Tvær myndir Hvora ber að velja? (Kafli úr útvarpsþætti frá 17. júni) Siðari myndin En nú kemur sfðari myndin, súer sýna skal hvernig umhorfs yröi i þjóöfélaginu 1983, ef hin nýja stefna, Hagkeöju-stefnan yrði nú valin. Réttara er þó aö miöa tfma- setningu þessarar myndar viö 6 ár — eftir aö Hagkeöjustefnan eða tilsvarandi stefna hefur verið sett i gang hvenær sem það veröur gert. Drápi á uppeldisfiski væri nú löngu hætt, og þykir nú hin ótrú- legasta ósvinna að nokkru sinni skyldi hafa verið framkvæmt, og menn undrast þá fólsku að togskipum skyldi nokkru sinni hafa verið hleypt inn á uppeldis- stöövar botnfiskanna sem erhin dýrmæta sameign allrar þjóö- arinnar. Miðin eru nú orðin full af fiski umhverfis allt landiö. Fiska- smölunin er nú framkvæmd af 20 þúsund lesta minni flota en þeim er 1977 kepptist um upp- eldisfiskinn. Við þessa ráðstöfun eina, — þaö er minnkun flotans, — spar- ast 10 til 15 milljarðar árlega. Hluti þessarar spörunar er tek- inn sem auðlindaskattur eða temprunargjald, en verulegur hluti auölindaskattsins hefur gengið tilaö byggja upp iönað — i byrjun aöallega á Norður og Austurlandi, en einnig viöar. Mikið af þeim iðnaði dafnar nú vel — en eitthvað af þessum nýiðnaði kann þó að þurfa tfma- bundinn stuðning, þvf að val iðnaöarverkefna heppnast mis- jafnlega, eins og gengur, en þar er um svo lágar upphæðir aö ræða að þær skipta ekki máli i þjóðarbúskapnum i heild. Suður- og Vesturland býr nú við feikilega efnahagslega grósku, þvi meginhluti fisksins, sem alizthefur upp fyrirnorðan og austan leitar suður fyrir land til hrygningar, einmitt þegar hann hefur náð hinni hagkvæm- ustu slátrunarstærð — og þá má slátra honum, þvf næg hrygning er tryggö meö þessari tilhögun. Heildar-þjóðartekjurnar hafa vaxiö um 100 milljarða, auk þess sem hinn nýi iönaöur gefur drjúgum af sér í þjóðarbúið. Austfiröingar og Norölend- ingar veiöa nú álika magn af fiski og þeir geröu 1977, en með miklu ódýrari veiðiflota — og fiskverkun veröur þeim ddýr- ari, þvi þeir veiða nú aöeins stóran fisk i stórriðin net eöa i vörpur þeirrar gerðar að þær örugglega sleppa öllum fiski, sem er undir fjórum kg aö þyngd, en það samsvarar þvi aö fiskurinn sé 76 til 80 cm að lengd. Og nú hafa norður og austurbyggðir fengið iönaöinn til viöbótar viö fiskveiðarnar — og viö þaö stóraukiö öryggi og hagsæld i efnahagsbúskap sin- um. Auðlindaskatturinn, sem Sunnlendingar og Vestlendingar greiöa til þess að gera noröur- og austurbyggðum kleift aö hætta að drepa uppeldisfiskinn —varog er áfram notaður tilað byggja upp iönaöinn noröan- lands og austan, en einnig til að byggja upp iönaö sunnanlands og vestan — en uppbyggingin þar hefur fariö fram, að hluta til, nokkru siöar — en fyrir norö- an og austan. Atvinnutækifærum hefur nú fjölgað — þannig að flestir geta nú valið atvinnu viö sitt hæfi. Unga fólkiö er bjartsýnt og áhugasamt um að leggja sitt af mörkum, ekki sizt til aö full- komna hinn nýja iðnaö. Beizlun- in á Dettifossi hinna tæknilegu og listrænu hæfileika þjóðarinn- ar hefur nú veriö hafin fyrir al- vöru. Unga fólkið þekkir nú þjóö sina og þjóölif sitt, af því að það er ekki lokað inni á skólabekkj- um nema hálft árið eða aöeins 5 1/2 mánuð árlega, en fær hinn tima ársins aö vera meö I hinum fjölbreytilegu störfum þjóðar sinnar. Skólahúsnæði og kennslu- kraftar nýtast nú nær helmingi betur en áður, þvf aöeins helm- ingur unglinganna er innan skólaveggja hvern árshelming. Hinn helmingurinn er i störfum með þjóð sinni. Að námstima loknum hafa ungmennin þvi kynnzt hinum breytilegu viðhorfum hinna ýmsu stétta og starfshópa þjóðar sinnar og lært að virða og meta þá llfsfyllingu og hamingju, sem nytjastörfin veita. Námsleiðinn er nú svo til úr sögunni, bæði vegna stytting- ar árlegs skólatima og ekki siður vegna tengslanna viö lif- rænt þjóðlif, sem árleg þátttaka i nauösynlegum störfum veitir. Næg atvinna fyrir skólafólkiö verður ætiö fyrir hendi, bæöi vegna hinnar miklu grósku hvarvetna i efnahagslifinu en ekki sfður vegna hins að aöeins helmingur skólafólksins er utan skólaveggja hverju sinni. Það er tvenndarskóla-skipanin, sem ég hér er að kynna. Landflóttalæknar og verkfræð- ingar, og aðrir dánumenn, snúa nú heim til fööurlandsins til að taka þátt f hinni nýju uppbygg- ingu, enda hafa llfskjörin nú batnaö svo mikiö við tilkomu hinna 100 milljaröa árlega i þjóðarbúið, að sambærilegt veröur við það, sem gerist með öörum iönvæddum þjóöum. Allir fjárfestingarlánasjóðir hafa nú verið sameinaöir undir eina stjórn og gefa skjót og greið svör viö fyrirgreiðslu- beiönum. Nýjum hugmyndum um iðnað er tekiö fagnandi og þærstuddar, en haldiö I skefjum fjárfestingu i þeim greinum, sem þegar eru hæfilega eða um of fjármagnaöarog þessgættaö hver eyðileggi ekki fyrir öðrum. Ungt fólk fær ekki aðeins störf innanlands, heldur einnig utan- lands viö að afla markaða fyrir hinar nýju iönaðarvörur og bæta markaðsstöðu fyrir vörur, bæði sjávarútvegs og landbún- aðar. Allt þetta getur auðlinda- sjóöur auðveldlega kostað, en hann getur lika grynnt á er- lendum skuldum og beinlínis og þó meira óbeinlinis veldur beit- ing hans hinni miklu grósku i þjóðarbúskapnum öllum, vegna þess að hann veldur þvíað fiski- flotinn er nú mátulega stór (eöa réttara sagt mátulega lltill) og beiting auðlindaskattsins veldur lika þvf að fiskurinn, sem er aöalauölindin, fær aö vaxa I rétta stærö — en það er lykillinn aö öllum hinum umbótunum. Útvegsmenn fagna auölinda- skattinum, þvi þegar þeir öðlast skilning á eðli hans finna þeir, að hann er hreint smáræði, boriö saman við það efnahags- lega niðurbrot sem fiskleysið veldur — og samanborið við þann óskapa kostnað, sem hin taumlausa barátta um smáfisk- inn olli á áttunda áratugnum. Handfæraveiðar verða stundaðar sem sport vfða um land og m.a. útlendingum seld- ur aögangur gegn riflegu gjaldi fyrir hvern fisk, sem þeir veiða — en auövitað gert skylt.eins og öðrum aö sleppa strax hverjum þeim fiski, sem á öngul kemur og nær ekki hinni mörkuðu 76 cm lágmarkslengd. Myndir af togskipum þeim sem eitt sinn stunduöu veiðar á uppeldissvæðunum hafa nú veriö settar á byggðasöfn. Þetta voru tvær grófdrátta- myndir. Tölur eru tiltækar handa hverjum þeim hópi manna er kynni að vilja sann- færa sig um raimhæfni útreikn- inga þeirra, er að baki liggja og setja sig inn hversu sú mikils- verða breyting, sem hér um ræðir, er auöveld f framkvæmd. Kristján Friöriksson Aðalræðismaður íslands í Finnlandi 50 ára Kás-Reykjavfk — i gær 21. júnl varö aöalræðismaður Islands i Finnlandi, Kurt Juuranto fimmtugur. Hann hefur gegnt aöalræöismannsstarfi frá 1961, er faðir hans Erik Juuranto, sem þá var aðalræðismaður, lézt. Kurt Juuranto hefur um langt árabil beitt sér fyrir auknum menningartengslum og alhliöa samskiptum milli Islands og Finnlands, og hefur m.a. frá upphafi átt sæti i stjórn Islend- ingafélagsins þar, Þann 17. júnf s.l. var opnuð fyrir tilstilli Kurts, sýning á gömlum íslands-landa- bréfum, í nýjum sýningarsal, sem hann hefur komið á fót, og er þaraö finna landabréf frá þriggja alda tfmabili, þau elztu allt frá bví um 1500. Ný skíðatogbraut kemur til Dalvíkur í haust ATH-Reykjavfk. — Tilkoma nýju togbrautarinnar mun valda byltingu I skiðamálum okkar Dalvfkinga, sagði Jón Halldórsson stjórnarmaður i Skiðafélagi Dalvikinga I samtali viö Timann fyrir skömmu. — Einungis vantar bankaábyrgð fyrir henni, svo að erlendi fram- leiðandinn geti byrjaö á verk- inu, en ég á von á þvi að það mál leysist á næstu dögum. Togbrautsú, sem hér um ræö- ir, er framleidd af austurrfska fyrirtækinu Doppel-Mayr, og sagði Jón aö áætlaöur kostnaður væri hátt á annan tug milljóna. Togbrautin nýja veröur sett nið- ur I Böggvisstaðaf jalli, fyrir of- an gömlu togbrautina, og er heildarlengd hennar um 450 metrar. Toglengdin er hins veg- ar 420 til 430 metrar. Jón sagöi að von væri á teikn- ingum að undirstööum nú á næstu dögum, og yröi verkið við þær hafiö þegar I stað. Möstrin fyrir togbrautina veröa smföuð hjá Sindra h/f Reykjavík. Aætl- unin gerir fáð fyrir að undir- stöðum verði lokiö f septem- ber/október næstkomandi, og verða þá möstrin reist. Það sem á vantar ætti að koma frá hinu erlenda fyrirtæki um svipað leyti. Dalvikingar munu þvf að öllum likindum geta fariö að nota togbrautina um jól — ef snjór veröur nægur. Eins og áður sagði, þá ér tog- lengdin rúmir 400 metrar, en toglengd gömlu togbrautarinn- ar er rétt um 300 metrar. Sagði Jón það ekki fjarri lagi að áætla aö við góð skilyröi gætu skiða- menn rennt sér nær tvo kilómetra. Skfðamenn eru margir góöir á Dalvfk og það er ekki vafamál að landsmenn, eiga eftir að heyra meira frá þeim á næstu ár um. Ahugi á Iþróttinni er og mikill, einkum meðal yngri kynslóöarinnar. Jón sagði að Dalvíkingar hefðu sent um tuttugu keppendur á Andrésar andar leikana I vetur og hefði náðst mjög góöur árangur. — Það er nauösynlegt aö byrja neðanfrá, sagði Jón, enda oröiö alltof seint að ná nokkrum árangri út úr okkur — þessum gömlu skörfum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.