Tíminn - 22.06.1977, Blaðsíða 17

Tíminn - 22.06.1977, Blaðsíða 17
MiBvikudagur 22. júni 1977 17 Mikil óánægja ríkir nú hjá beztu golfmönnum lands- ins, vegna þess að Golf- samband Islands hefur ákveðið að senda ekki landslið i golfi til Hollands, þar sem Evrópumeistara- mótið fer fram. Golfsam- bandið ákvað fyrir nokkru að draga íslenzka landslið- ið út úr keppninni. Afall fyrir Moore Knattspyrnukappinn Bobby Moore, var fyrir mikium von- brigbum um helgina, þegar honum var tilkynnt um, aö hann fengi ekki framkvæmda- stjórastöðuna hjá Lundúnaiib- inu Watford, en hann hefbi sótt um hana. Poppstjarnan Elton John, sem er einn af stjórnar- mönnum Watford, vildi fá Moore sem framkvæmda- stjóra, en meöstjórnendur hans voru á móti þvi. Eins og hefur komiö fram, þá ákvab Moore aö leggja skóna á hill- una eftir sl. keppnistimabil hjá Fulham. Islendingar hafa verib með i keppninni undanfarin ár, og hafa kylfingar okkar lagt hart að sér, til aö tryggja sér sæti i landsliði i golfi fyrir Evrópukeppnina, sem er eina verkefnið, sem landsliðið hefur fengið undanfarin ár. Kylf- ingarnir hafa lagt hart að sér til að tryggja sér landsliðsstig, sem eru gefin fyrir stærstu golfmót sumarsins. Nú hafa þessi stig verið gerð ómerk og þjóna þau engum tilgangi, þar sem ekkert landslið er til lengur. Astæðan fyrir þvi að landsliðið hefur verið lagt niður, er að sögn Golfsambandsins — fjárskortur. — Sambandið vill frekar leggja rækt viö unglingalandsliðið og senda það á Evrópumeistaramót unglinga i Osló i næsta mánuði, þar sem flestir þeir kylfingar, sem hafa hlotið „landsliösstig” eru gjaldgengir i unglingalands- liðið. Þeir kylfingar, sem hafa hlotið flest „landsliðsstig” eru nú þess- ir: Ragnar Ólafsson GR........89,14 Magnús Haildórsson GK .... 81,39 Siguröur Pétursson GR.....77,71 Björgvin Þorsteinsson GA ..71,47 Hálfdán Karlsson GK.......58,88 Loftur Ólafsson NK........55,95 Þórhailur Hólmgeirss. GS... 46,07 Jón Haukur Guölaugss. NK .45,68 Óskar Sæmundsson GR.......26,15 Agúst Svavarsson GK.......36,00 FRANK McLINTOCK . veru. . er kominn tU Filbert Street, eftir 13 ára fjar- McLintockaftur til Filbert Street: „Leicester gat ekki fengið betri mann” — sagði Jimmy Bloomfield , fyrrum framkvæmdastjóri Leicester -liðsins SPORT blaðið — komið á markaðinn SPORT-blaöiö 5. tbl. er komiö á markaöinn. Blaöiö er efnismikiö og kennir þar margra grasa. ósk- ar Jakobsson, úr 1R, er valinn iþróttamaöur mánaöarins aö þessu sinni í SPORT-blaöinu, sem birtir litmyndir af 1. deildarliöum Fram og Akraness I knattspyrnu og kynnir leikmenn liöanna. Þá eru viötöl við Guðmund Harðarson sundþjálfara, Halldór Guðbjörnsson júdókappa, Arna Stefánsson, markvörð Fram I knattspyrnu og George Kirby, þjálfara Skagamanna. Þá er grein um Pat Jennings, markvörö Tottenham og N-írlands, og sagt er frá glæsilegum árangri íslend- inga I frjálsum iþróttum i Stoklc- hólmi, auk annars efnis sem er i blaðinu. — Leicester hefur mjög gott lið og ég hef mikla trú á að það eigi eftir að ná langt með þann mannskap sem er á Filbert Street, sagði Frank McLintock, þegar hann kom til Filbert Street, um helgina og tók við framkvæmdastjórastöðunni hjá sinu gamla félagi. — Leicester gat ekki fengið betri mann enMc Lintock, sagði Jimmy Bloomfield, fyrrum fram- kvæmdastjóri Leicester, sem lét af störfum fyrir stuttu. gamall og vann hann sér þá mjög gott orð sem miðvallarspilari. Hefur augastað á Graydon og Whymark McLintock er nú byrjaður að( Frank McLintock, er ekki ókunnugur hjá Leicester —. Hann er nú kominn aftur til slns gamla félags, eftir 13 ára fjarveru. Þessi 37 ára Skoti, frá Glasgow hóf keppnisferil sinn hjá félaginu fyrir tuttugu árum, aðeins 17 ára unnu Selfyssinga Sveinn Guðnason tryggöi Armenningum sigur (1:0) yfir Selfyssingum, þegar liöin leiddu saman hesta sina á Selfossi I 2. deildarkeppninni I knattspyrnu. Sveinn skoraöi markiö eftir aö Jón Hermannsson haföi tekiö hornspyrnu og sent knöttinn vel fyrir mark Selfyssinga, þar sem Sveinn var á réttum staö og skoraöi laglega._______________ Þaö er greinilegt, að fram- undan er mjög hörð barátta i 2. deildarkeppninni, en staða efstu liðanna er nú þessi: Haukar...........6 3 3 0 8:3 9 KA...............6 4 11 9:4 9 ÞrótturR.........6 4 11 10:6 9 Armann...........6 4 0 2 11:4 8 Tvö liðin I 2. deildarkeppninni fara upp 1. deild næsta sumar. leita að leikmönnum til að styrkja ’ lið sitt. Efstur á listanum yfir leikmenn, sem hann hefur auga- stað á, er Ray Graydon hjá Aston Villa, og þá hefur hann einnig áhuga á að fá nýjan miðherja og hefur hann áhuga á Trevor Whymark hjá Ipswich I það hlut- verk. Eins og fyrr segir, þá var McLintock 17 ára þegar hann hóf að leika með Leicester, en 1964 lá leið hans til Arsenal, sem borgaði 80 þúsund pund fyrir hann. McLintock gerði góöa hluti hjá Arsenal — var fyrirliði hins fræga Arsenal-liðs, sem vann „Double” 1971, eða bæði ensku deildar- keppnina og bikarkeppnina. McLintock var þá kosinn knatt- spyrnumaöur ársins I Englandi. 1973 gerði Bertie Mee, fram- kvæmdastjóri Arsenal, stór mis- tök, þegar hann taldi að það væri ekki lengur not fyrir McLintock á Highbury — og seldi hann McLintock til Queens Park Rangers á 25 þús. pund. McLint- ock var ekki af baki dottinn, þvi aðhannstóösig vel hjá Q.P.R., og á hann mikinn þátt I því, að félag- iö er nú orðið eitt sterkasta félagslið Englands. „Leicester gat ekki fengið betri mann” — Ég hef enga reynslu sem framkvæmdastjóri, og eflaust eru Framhald á bls. 19. U nglinga- landsliðið tekið fram yfir......... — landsliðið i golfi, sem tekur ekki þátt i Evrópumeistara- mótinu i Hollandi „Lukkutröllið" Þaö hefur mátt lesa þaö i Dagblaöinu aö undanförnu aö Matthias Hallgrfmsson hafi verið i „hungurverkafili” i Sviþjóö — Skagamaöurinn neitaöi aö leika meö Halmla- liöinu i sænsku 2. deildar- keppninni i knattspyrnu eftir aö hann fékk ekki aö koma til islands til aö æfa meö lands- liöinu fyrir landsleikinn gegn N-Írum á dögunum. A mánudaginn mátti lesa um þaö, aö Matti hafi „bjarg- aö” málunum hjá Halmia, þegar liðið lék gegn Helsing- borg en hann segir þar i viö- tali: — „Strákarnir i Halmia- liöinu komu til min á iaugar- daginn og báöu mig ab leika gegn Helsingborg á sunnudag. Ég vildi þaö ekki — en sagöi, að ég skyldi vera á vara- mannabekkjum. Þeir voru á- nægðir mcð þaö og Halmla vann — 1:0. Strákarnir komu til min á eftir og voru mjög á- nægöir að ég skyldi mæta”, sagði Matthias. A þessu sést, aö Matti hefur bjargaö málunum, meö þvi aö „samþykkja” aö vera á vara- mannabekknum. Kannski aö ieikmenn Halmia séu búnir aö finna nýtt „lukkutröll” — a.m.k. virtust þeir vera mjög ánægöir yfir þvi aö Matthias skyldi vera á varamanna- bekknum. Veikir Víkingar — heppnir Valsarar Þaö er greinilegt aö Viking- ar eiga nú við mikla erfiðleika að striöa — það mátti lesa um það i Dagblaöinu á mánudag- inn að þeir gangi ekki heilir til skógar þessa dagana — veik- indi og lasleiki herjar nú á herbúðir þeirra. 1 grein um leik þeirra gegn Valsmönnum, mátti lesa þetta i Dagblaðinu: „Vikingar hafa átt i miklum erfiðleikum i sumar. Þannig hafa þrir máttarstólpar verið meiddir — og léku ekki gegn Val, þeir Róbert Agnarsson, Óskar Tómasson og Gunn- laugur Kristfinnsson. Til að bæta gráu ofan á svart þá lék Kárl Kaaber sárlasinn — var með hita.Theódór Magnússon lá óg i flensuvikuna fyrir leik- inn — og Eirikur Þorsteinsson meiddistþegar á 10. minútu og gat ekki beitt sér sem skyldi. Kári Kaaber lék sinn 100. leik meö Viking — leikur sem hann sjálfsagt vill gleyma. Aðeins skugginn af sjálfum sér — enda lasinn”. Já eins og sést, þá þjáöu veikindi leikmenn Vikings og til að „bæta gráu ofan á svart”, þá heppnaðist ekkert hjá þeim gegn Valsmönnum, eins og lesa mátti I Dagblaðinu, en Framhald á bls. 19.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.