Fréttablaðið - 19.02.2006, Blaðsíða 80
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
Kaupmannahöfn er Íslendingum að góðu kunn. Það má eiginlega segja að hún sé eins
og gömul uppáhaldsfrænka sem allir elska að heimsækja – það er alltaf tekið vel á móti
manni. Borgin býður upp á allt sem hugurinn girnist; verslanir, frábær veitingahús,
fjölbreytt söfn, tónleika og leikhús. Svo er bara skottúr að skreppa!
London er ekki aðeins ein af fjölbreyttustu borgum Evrópu, heldur er hún einn af
miðpunktum menningar, viðskipta og tísku í heiminum. Hún iðar af lífi og er sannkölluð
hringiða ólíkra menningarheima.
NÝHÖFN
Það er fátt huggulegra en að setjast
niður á kaffihúsi eða veitingastað í
Nýhöfn og slaka á eftir allt hitt sem
maður er búinn að gera. Gallinn við
Nýhöfn er sá, að það er svo notalegt
að vera þar, að maður verður alltaf
of seinn á næsta áfangastað.
TÍVOLÍIÐ – Opnar 12. apríl
Enginn fer til Kaupmannahafnar án
þess að heimsækja Tívolíið. Þar er
alltaf mikið um að vera á daginn og
stemningin á kvöldin er ævintýri líkust.
STRIKIÐ
Danir eru ákaflega stoltir af Strikinu
sínu. Í þessari iðandi göngugötu
finnurðu skemmtilega blöndu af
poppmenningu og hátísku – og allt
þar á milli.
LONDON
Endalausir möguleikar!
Alltaf jafn yndisleg!
KAUPMANNAHÖFN
Nóg að gerast í
Kaupmannahöfn!
Nóg að gerast í London!
*A›ra lei› me› sköttum. Gildir fyrir börn 12 ára og yngri í fylgd me› fullor›num
Verð frá:
Barnaverð:
www.icelandexpress.is, Grímsbæ, Efstalandi 26, Sími 5 500 600
www.icelandexpress.is
LEIKHÚS
Leikhúslífið í London er fram-
sækið og spennandi og fyrir-
mynd annarra borga Evrópu á
því sviði.
SÖFN
Söfnin í London eru jafn
athyglisverð og þau eru mörg
og áhugasamir ferðalangar um
listir, menningu og sögu hafa
næg verkefni – alltaf. Þeir sem
hafa gaman af því að versla eru
vel geymdir í London, enda
úrvalið frábært.
VEITINGAHÚS
Veitingahúsin eru óteljandi, hvort
sem þú ert í skapi fyrir indverskt,
kínverskt, franskt, rússneskt eða
argentínskt, dýrt eða ódýrt. Svo eru
auðvitað pöbbar og klúbbar á
hverju götuhorni fyrir þá sem vilja
lyfta sér upp!
www.icelandexpress.is/kaupmannahofn
www.icelandexpress.is/london
12. mars
St. Patrick's Day Parade
17.–19. mars
La Dolce Vita, matarsýning
We Will Rock You
Queen söngleikurinn
The Lion King
Söngleikurinn sívinsæli
1.–12. mars
The Cardigans – tónleikar
29. júní– 2. júlí
Hróarskelda (rétt hjá Köben)
7.–16. júlí
Copenhagen Jazz Festival
Copenhagen Casino
Dýragarðurinn
Louis Tussaud's – vaxmyndasafnið
Skrepptu til London með Express
Ferðum! Leikhús, fótbolti, ópera,
ballett – Við útvegum miða á
nánast hvaða viðburð sem er.
Brottför á mánudögum og
þriðjudögum, heim á
miðvikudögum eða fimmtudögum.
Hvernig væri að skella sér til
Kaupmannahafnar, jafnvel án
nokkurs tilefnis? Brottför á mánu-
dögum og þriðjudögum, heim á
miðvikudögum eða fimmtudögum.
Flug og gisting í tvær nætur á
Holiday Inn, Regent’s Park með
morgunverði fyrir aðeins 29.900 kr.
Flug, gisting í 2 nætur á Comfort
Hotel Excelsior með morgun-
verði og kvöldverður á BrewPub
fyrir aðeins 29.900 kr.
Sími: 5 900 100
Sími: 5 900 100
Hversdagsferðir til London í febrúar og mars
Hversdagsferðir til Köben í febrúar og mars
AUGL†SINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
����������
�����������������������
Það er algjör undantekning ef ég man drauma. Á seinustu
sjö dögum hef ég samt tvisvar
lent í því að vakna upp frá draumi
sem ég síðan man og það sem
mér finnst enn merkilegra er að í
bæði skiptin hafði mig dreymt að
ég væri haldinn sjúkdómi. Fyrri
draumurinn var hrein martröð
þar sem mig dreymdi að ég væri
haldinn geðklofa. Tilfinningin
var svo raunveruleg að þegar ég
vaknaði upp frá draumnum var ég
mjög lengi að jafna mig eftir hann.
Það var mjög óhugnalegt að vera
staddur í hugarheimi manneskju
sem fékk alls kyns ranghugmynd-
ir og gerði sér jafnframt grein
fyrir því sem var að gerast, að
hún væri hægt og bítandi að missa
tökin á raunveruleikanum.
ÉG hef hugsað mikið um þenn-
an draum síðan og borið þessar
tilfinningar saman við raunveru-
leikann. Ég þekki nefnilega marga
sem hafa og eru enn að berjast
við geðsýki en fyrst núna get ég
hugsanlega gert mér smá grein
fyrir hugarástandinu, byggða á
ekki óáreiðanlegri heimildum en
draumi.
ÉG forðast páfagaukana í Dýra-
ríkinu vegna ótta við fuglaflensu,
þegar ég lyfti hlutum frá jörðu þá
passa ég vel að bakið sé beint, ég
geng aldrei undir stiga til þess að
forðast að... já, bara eitthvað rosa-
lega vont komi fyrir mig en ég
hef einhvern veginn alltaf tekið
geðheilsu mína sem sjálfsagðan
hlut og tek aldrei sérstaklega frá
tíma til þess að varðveita hana og
bæta.
ÞAÐ er kaldhæðni að ég skyldi
muna seinni drauminn því að í
honum þjáðist ég af Alzheimer.
Þið haldið sennilega að ég sé að
búa þetta til en svo er ekki. Hann
var reyndar ekki jafn ógnvekjandi
og sá fyrri en hafði samt áhrif.
Hann var það raunverulegur að
sá minnisskortur sem í draumn-
um gerði mér grein fyrir því að ég
væri haldinn sjúkdómnum, er mér
hulinn enn þann dag í dag. Mjög
furðulegt.
FÓLK talar oft um að það hafi
verið hitt og þetta í fyrra lífi og
virðist geta rifjað það upp. Ég
held að það sé í raun rangtúlkun á
minningum og fólkinu hafi í raun
dreymt þessa hluti. Ég held að ég
vakni á morgnana í ramma sem ég
hef skapað mér í veraldlega heim-
inum en geti síðan gefið sjálfum
mér lausan tauminn og verið það
sem ég vil og upplifað það sem ég
vil í draumaheiminum, og jafnvel
lært af þeirri reynslu í leiðinni.
Ég held líka að ég ætti að klippa út
þessa grein og taka hana með mér
til einhvers góðs geðlæknis. ■
Draumar