Fréttablaðið - 19.02.2006, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 19.02.2006, Blaðsíða 34
ATVINNA 14 19. febrúar 2006 SUNNUDAGUR Áhugaverð störf í boði Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Menntasvið annast starfsemi og rekstur grunnskóla og leikskóla. Í því felst þróun grunnskóla- og leik- skólastarfs, undirbúningur stefnumörkunar, mat og eftirlit með skólastarfi og upplýsingamiðlun fyrir menntaráð og starfshópa á vegum ráðsins. MENNTASVIÐ-GRUNNSKÓLAR Grunnskólakennarar Borgaskóli, sími 577-2900 • Forfallakennari óskast til starfa á vorönn 2006. • Kennari óskast vegna forfalla í 100% stöðu í 4. bekk til 30. apríl. Foldaskóli, sími 540-7600 • Forfallakennari óskast í 4. bekk. Um er að ræða 19 kennslustundir á viku fram til 1. apríl næstkomandi. Ingunnarskóli, sími 411-7282/411-7848 • Kennari óskast í hönnun og smíði næsta skólaár. Æskilegt er að viðkomandi hafi áhuga og/eða reynslu af nýsköpun í skólastarfi. Vesturbæjarskóli, sími 562-2296 • Kennari óskast í 100% stöðu á miðstig. Hæfniskröfur: Kennarapróf. Hæfni í mannlegum samskiptum. Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi. Reynsla og áhugi á að starfa með börnum. Þroskaþjálfi Fellaskóli, sími 557-3800 • Þroskaþjálfi óskast í allt að 100% stöðu fram á vor. Hæfniskröfur: Réttindi sem þroskaþjálfi. Færni í mannlegum samskiptum. Frumkvæði í starfi. Jákvæðni og áhugasemi. Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Stuðningsfulltrúi Háteigsskóli, sími 530-4300 • Stuðningsfulltrúar óskast á miðstig. Um er að ræða 50% stöðu annars vegar og 60% stöðu hins vegar. Störfin eru laus frá 1. mars. Helstu verkefni: Að vera kennara til aðstoðar við að sinna einum eða fleiri nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð. Að auka færni og sjálfstæði nemenda, félagslega, námslega og í daglegum athöfnum. Hæfniskröfur: Nám stuðningsfulltrúa æskilegt. Hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla og áhugi á að vinna með börnum. Frumkvæði í starfi. Auðvelt með að vinna í hóp. Ræstitæknir Fellaskóli, sími 557-3800 • Óskað er eftir starfskrafti til þess að taka að sér ræstingar í forföllum. Hæfniskröfur: Hæfni í mannlegum samskiptum. Nákvæmni í vinnubrögðum. Upplýsingar veita skólastjórar og aðstoðarskólastjórar í við- komandi skólum. Umsóknir ber að senda til viðkomandi skóla. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborg- ar við viðkomandi stéttarfélög. Nánari upplýsingar um laus störf er að finna á www.grunnskolar.is Öll laus störf á Menntasviði í leik- og grunnskólum Reykjavíkurborgar eru að finna á heimasíðunni www.menntasvid.is Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar Verkamenn óskast til starfa. Um er að ræða fjölbreytt störf og góða vinnuaðstöðu. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði. Umsóknum um störfin skal skilað til Þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðar, Hringhellu 9. Upplýsingar um störfin má fá í síma 585 5670 eða á staðnum. Hægt er að senda tölvupóst á Reyni Kristjánsson yfirverkstjóra reynir@hafnarfjordur.is Félagsþjónustan í Hafnarfirði Heimaþjónustudeild auglýsir eftir matráð. Um er að ræða 70% stöðu matráðs í mötuneyti eldri bor- gara á Hjallabraut 33. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi áhuga á vinnu með eldri borgurum og sé lipur og þægilegur í samskiptum. Æskilegt er að viðkomandi hafi einhverja þekkingu eða reynslu í meðferð matvæla. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Hafnarfjarðarbæjar og Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði. Umsóknum um starfið skal skilað til skrifstofu Félagsþjónustunnar í Hafnarfirði, Strandgötu 33, fyrir 24. febrúar n.k. Upplýsingar gefur Kolbrún Oddbergsdóttir, deildarstjóri, í síma 585-5700 frá kl. 13:00 til 15:00 alla virka daga. Hægt er að senda tölvupóst til kolla@hafnarfjordur.is Lausar stöður hjá Hafnarfjarðarbæ Smiðir og handlagnir verkamenn á öllum aldri óskast til starfa við framleiðslu á steinsteyptum einingum i verksmiðju okkar í Kópavogi sem fyrst. Upplýsingar í síma 517-8900 eða á netfanginu borg@evborg.is Einingaverksmiðjan Borg, Bakkabraut 9, 200 Kópavogur. Sími 5178900 Fax: 5178901 E-mail: borg@evborg.is Skrifstofustarf Innflutnings- og verslunarfyrirtæki miðsvæðis óskar að ráða starfsmann sem fyrst til að annast gerð innflutningsskjala, símsvörun, möttöku á pöntunum og til aðstoðar skrifstofustjóra. Vinnutími frá 9 – 17.00 Tölvukunnátta ásamt ensku- og einhverri þekkingu á Norðurlandamáli nauðsynleg. Starfsþjálfun fer fram. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu blaðins eða á box@frett.is merkt: „Traust til framtíðar – 15“ Sölumenn Computer Megastore er ný tölvuverslun sem verður opnuð bráðlega. Við leitum að sölumönnum, bæði í fullt starf og hlutastörf. Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð, vera stundvís, heiðarlegur og þekkja tölvur og allt sem þeim tengist. Lágmarksaldur er 18 ár. Starfið hentar jafnt konum sem körlum. Umsóknir skulu sendar á netfangið atvinna@computermegastore.is fyrir miðvikudaginn 22.febrúar nk. www.husbygg.is Öflugur byggingastjóri óskast Byggingastjóri óskast til að stýra krefjandi byggingar- verkefnum á höfuðborgarsvæðinu. Góð laun í boði hjá öflugu fyrirtæki með góðan starfsanda. Upplýsingar veitir Einar í síma 897 0770 Bílaryðvörn óskum eftir að ráða duglegan og góðan starfskraft á ryðvarnarverkstæði okkar. Bílahöllin – Bílaryðvörn hf. – Jón Ragnarsson s. 664-8090. Styrktarfélag lamaðar og fatlaðra SUMARSTÖRF Í BOÐI. Styrktarfélagið rekur sumardvöl fyrir fötluð börn og ungmenni í Reykjadal og í Laugalandi í Holtum. Reykjadalur er staðsettur í Mosfellsdal sem er í u.þ.b. 15 mínútna fjarlægð frá Reykjavík, Laugaland er stað- sett í u.þ.b. 30 mínútna fjarlægð frá Selfossi. Við erum að leyta eftir ungu og hressu fólki sem er vill vinna í gefandi og skemmtilegu umhverfi. Við hvetjum sér- staklega nema á uppeldis– og heilbrigðissviði til að sækja um. Við bendum umsækjendum á heimasíð- una okkar en slóðin er www.slf.is (Reykjadalur), en þar eru ýmsar upplýsingar um það starf sem fram fer í sumarbúðunum. Um er að ræða 12 klst vaktir sem unnar eru í vakta- vinnuformi, en einnig er óskað eftir fólki á næturvakt- ir og í stöðu kokks. Umsóknir vegna sumarstarfa þurfa að berast til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík eigi síðar en 1. mars 2006.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.