Fréttablaðið - 19.02.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 19.02.2006, Blaðsíða 22
[ ] Í auknum mæli býðst starfs- fólki íslenskra fyrirtækja að haga vinnutíma sínum eftir eigin óskum eða jafnvel vinna heiman frá sér að hluta til eða öllu leyti. Hver kannast ekki við hina æva- fornu staðalímynd um konuna sem er heima með börnin og karlinn sem vinnur myrkranna á milli? Í dag þykir eitt og annað athuga- vert við þetta fyrirkomulag og má í raun segja að það hafi fallið um sjálft sig þegar konur þustu út á vinnumarkaðinn og sjá nú fjöl- skyldum sínum farborða til jafns við karlana. Jafnvægi heimilis og vinnu fór úr skorðum og sá tími sem foreldrar eyddu með börnum sínum fór ört minnkandi. Nú er komið að því að snúa vörn í sókn, meðal annars með úrræðum á borð við sveigjanlegan vinnutíma og fjarvinnu. Það liggur í augum uppi að möguleikarnir eru mjög misjafn- ir milli starfsstétta. Starfsmenn í þekkingariðnaði búa við allt aðra möguleika en húsasmiðir. Að frumkvæði Evrópuráðs hefur verið samþykktur rammasamn- ingur um fjarvinnu sem aðilum vinnumarkaðsins er uppálagt að taka tillit til. Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðs- sviðs Samtaka atvinnulífsins, segir samninginn meðal annars ætlaðan til að starfsfólk geti farið heim til sín á skikkanlegum tíma. Sé eitthvað eftir megi vinna það heiman frá seinna um kvöldið, t.d. þegar börnin á heimilinu eru farin að sofa. Viðmiðunin sé þó enn venjuleg vinnuvika. „Fjar- vinna getur líka farið þannig fram að starfsmaður vinni starf sitt að hluta til eða að öllu leyti heiman frá sér að staðaldri. Þetta er vel þekkt fyrirkomulag,“ segir Ragn- ar og bætir við að nokkurs mis- skilnings gæti um hvað geti talist til fjarvinnu. „Þegar störf eða stofnanir eru til dæmis fluttar á milli landshluta eða jafnvel landa er ekki um eiginlega fjarvinnu að ræða, jafnvel þótt aðalstarfsstöð fyrirtækisins sé annars staðar. Þá er eingöngu um að ræða flutning verkefna.“ Það hefur ekki bara ávinning í för með sér fyrir starfsmenn að vinna heima, heldur geta fyr- irtæki sparað umtalsverðar fjár- hæðir því ekki þarf dýrt skrif- stofuhúsnæði undir starfsfólkið. Hjá Íslenskri erfðagreiningu er ekki lögð áhersla á fjarvinnu. Þess í stað er boðið upp á sveigj- anlegan vinnutíma þar sem því verður viðkomið. „Hér er engin stimpilklukka,“ segir Eiríkur Sig- urðsson, kynningarstjóri Íslenskr- ar erfðagreiningar. „Það er auð- vitað mismunandi eftir störfum hversu mikill sveigjanleikinn getur verið. Starfsmenn við síma- vörslu geta til dæmis ekki allir verið fjarverandi í einu. Á hinn bóginn er sama á hvaða tíma dags líffræðilegar tilraunir eru gerðar. Aðalatriðið er að fólk skili sinni vinnu. Einstaka sinnum þarf að vinna á kvöldin og um helgar en á móti kemur þessi sveigjanleiki.“ Frá stofnun fyrirtækisins hefur verið lögð áhersla á vellíð- an starfsmanna og samkvæmt starfsmannakönnun er mikil ánægja með það hvernig komið er til móts við starfsmenn hvað varðar vinnutíma. „Starf okkar byggir mikið á sköpunargleði og áhuga starfsmanna. Því getur skipt miklu að bjóða upp á þenn- an möguleika. Reynslan sýnir okkur reyndar að flestir vinna sína vinnu milli klukkan átta og hálfsex á daginn. Það er eðlilegt og nauðsynlegt fyrir starfsfólkið að hittast og bera sig saman og flestir kjósa þennan tíma,“ segir Eiríkur. Í opinbera geiranum er líka keppst við að ná auknu jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Í starfs- mannastefnu Reykjavíkurborg- ar er sérstaklega kveðið á um að starfsmenn skuli fá notið sveigj- anleika í starfi þar sem því verður við komið. Einnig er lögð áhersla á að karlar jafnt sem konur geti minnkað við sig vinnu tímabundið vegna fjölskylduaðstæðna, verið heima hjá veikum börnum og gegnt hlutastarfi þegar aðstæður leyfa. „Nýlega var gerð könnun hjá starfsfólki í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar kom fram að starfsmenn telja sig njóta sveigjanlegs vinnutíma,“ segir Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri jafnréttis- nefndar Reykjavíkurborgar. „Borgin tók líka þátt í fjölþjóð- legu verkefni sem fékk íslenska heitið Hið gullna jafnvægi. Verk- efnið miðaði að því að þróa starfs- mannastefnu sem mætt gæti óskum starfsmanna um betra jafnvægi milli einkalífs og starfs og þörf fyrirtækjanna sjálfra fyrir betri nýtingu á mannauðn- um. Verkefninu lauk um áramót- in og nú er verið að vinna úr nið- urstöðunum,“ segir Halldóra að lokum. Sveigjanlegur vinnutími gefur starfsmönn- um ákveðið frelsi til að haga vinnudegi eftir þörfum. Fjarvinna getur gert starfsmönnum kleift að eyða tíma með fjölskyldunni, jafnvel þótt þeir séu í vinnunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES/NORDICPHOTOS Sveigjanlegur vinnutími í nútímasamfélagi Hjá deCode er sveigjanlegur vinnutími. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fyrsta mjaltahringekja landsins var tekin í notkun á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit nýlega. Bændur eins og aðrir tileinka sér stöðugt nýja tækni til að létta sér störfin og auka hagræðinguna. Fyrir skömmu var nýr mjaltabún- aður tekinn í notkun á Hrafnagili í Eyjafirði. Það er mjaltahringekja og með henni er hægt að mjólka hvorki meira né minna en 30 kýr í einu. Á Hrafnagili eru 160 kýr og þar af eru 130 mjólkandi. Mjaltirn- ar taka nú ekki nema eina og hálfa til tvær klukkustundir í senn og eru bændurnir, þeir Grettir og Jón Elfar Hjörleifssynir hæstánægðir með búnaðinn. Af vefnum www.bondi.is Ný tækni flýtir fyrir mjöltum Nú tekur aðeins eina og hálfa til tvær klukkustundir að mjólka 130 kýr. Sumarvinna er ungu íslensku fólki mikilvæg. Þeir sem vilja fá góða vinnu í sumar ættu að fara að huga að því að sækja um hvað úr hverju. Nýjasta hefti af Harvard Bus- iness Review er helgað þeim ferlum sem verða við daglega ákvarðanatöku og hvernig stjórnendur ættu að vera óhræddir við að beita innsæi sínu við ákvarðanatöku. Í nýjasta hefti af Harvard Bus- iness Rewiew er tekið á ýmsum málum tengdum ákvarðanatöku. Í einni grein blaðsins var sérstak- lega rætt um innsæi í ákvarðana- töku. Þegar ákvörðun er tekin er hægt að byggja hana ýmist á inn- sæi eða á rökhyggju og stundum er ekki augljóst á hvoru hún er byggð. Kenningar Malcolms Glad- wells hafa verið vinsælar á þess- ari öld en hann heldur því fram að skyndiákvarðanir byggðar á innsæi geti oft á tíðum verið betri en þær ákvarðanir sem hafa lengi verið til skoðunar og hver mögu- leiki um afleiðingu hefur verið rannsakaður til hlítar. Innsæið er því nýja stefnan sem stjórnendur eru að taka í ákvarð- anatöku og þar með er horfið frá kenningum um rökhyggju, smá- skrefakenningum eða þeirri heim- spekilegu aðferð að leyfa hlut- unum að gerast eins og þeim var ætlað að gerast. En þegar innsæið ræður för við ákvarðanatöku þá geta ákvarðanir oft verið andstæðar því sem skyn- semin segir okkur. Ákvarðanir teknar af innsæi eru oftar en ekki teknar undir tímapressu þegar ekki gefst tími til að vega og meta alla fleti málsins eða til að sýna þá skynsemi að rannsaka málið ofan í kjölinn. Góðir stjórnendur líta aldrei framhjá upplýsingum sem geta gagnast þeim við ákvörðunar- töku en stjórnendur eru nú betur í stakk búnir til að reiða sig á inn- sæið og eðlishvötina. Rannsóknir hafa sýnt að innsæið geti auðveld- lega skilað bestu útkomunni og því ættu hvorki stjórnendur né undir- menn að vera hræddir við að láta innsæið ráða för. Þeim sem vilja lesa greinarnar í heild sinni er bent á http://har- vardbusinessonline.hbsp.harvard. edu eða á www.vr.is þar sem finna má ýmsa útdrætti úr blaðinu. Innsæi leiðir til betri ákvarðana Sveitarfélög geta nú hækkað laun starfsmanna sinna um- fram gildandi kjarasamninga. Sveitarfélögin í landinu hafa feng- ið leyfi launanefndar sinnar til að hækka laun félagsmanna innan Alþýðusambands Íslands, Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja sem samið hafa um starfsmat, sem og þeirra sem eru í Félagi leik- skólakennara. Samkvæmt heim- ildinni geta sveitarfélögin ákveð- ið tímabundnar launahækkanir, ýmist í formi þess að flýta þegar umsömdum hækkunum, bæta við launaflokkahækkunum eða með mánaðarlegum eingreiðslum. Heimildin til hækkunar launa leikskólakennara gildir til loka september 2006 en hinna sem eru í ASÍ eða BSRB til loka samnings- tímabilsins 30. nóvember 2008. Ef sveitarfélögin ákveða að nýta sér þessa heimild mun það fela í sér sérstaka hækkun lægstu launa. Heimild: www.asi.is Launahækkanir framundan Stjórnendur eru nú farnir að beita inn- sæinu meira við ákvarðanatöku en áður hefur verið gert. Rannsóknir sýna að inn- sæis-ákvarðanir séu oft betri á en þær sem teknar eru að vel hugsuðu máli. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR Leikskólastarfsmenn á lægstu launum geta átt von á hækkun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.