Fréttablaðið - 19.02.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 19.02.2006, Blaðsíða 74
 19. febrúar 2006 SUNNUDAGUR34 Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar: ÚRSLITALEIKUR KVENNA: GRINDAVÍK-ÍS 73-88 Stig Grindavíkur: Jerrica Watson 26 (12 fráköst), Hildur Sigurðardóttir 19 (10 fráköst), Ólöf H. Páls- dóttir 15, Alma Garðarsdóttir 7. Stig ÍS: Maria Conlon 25 (14 stoðs., 8 fráköst), Signý Hermannsdóttir 23 (20 fráköst), Stella Kristj- ánsdóttir 11, Helga Þorvaldsdóttir 9. ÚRSLITALEIKUR KARLA: KEFLAVÍK-GRINDAVÍK 73-98 Stig Keflavíkur: A.J. Moey 20 (10 frák.), Gunnar Einarsson 16, Magnús Gunnarsson 15, Arnar Freyr Jónsson 12, Sverrir Sverrisson 6, Jón Nordal Haf- steinsson 4, Elentínus Margeirsson 4. Stig Grindavíkur: Jeremiah Johnson 26 (8 stoðs., 6 frák.), Helgi Jónas Guðfinnsson 23, Þorleifur Ólafs- son 9, Páll Axel Vilbergsson 7, Nedsad Biberovic 7, Pétur Guðmundsson 7, Guðlaugur Eyjólfsson 7. DHL-deild karla: STJARNAN-HK 34-32 Mörk Stjörnunnar: David Kekelia 8, Patrekur Jóhannesson 6, Björn Friðriksson 6, Arnar Theód- órsson 5, Kristján Kristófersson 3, Gunnlaugur Garðarsson 1, Tite Kalandadze 1. Mörk HK: Valdimar Þórsson 10, Tomas Eitutis 6, Jón Heiðar Gunnarsson 4, Remigijus Cepulis 4, Ólafur B. Ragnarsson 3, Vilhelm Bergsveinsson 2. ÍBV-HAUKAR 32-34 Mörk ÍBV: Mladen Cacic 10, Sigurður Bragason 5, Micheal Dostalik 5, Grétar Eyþórsson 4, Ólafur Víðir Ólafsson 4. Mörk Hauka: Árni Þór Sigtryggson 8, Jón Karl Björnsson 7, Kári Kristjánsson 4, Samúel Ívar Árna- son 4, Gísli Jón Þórisson 4, Arnar Pétursson 3. STAÐA EFSTU LIÐA HAUKAR 17 13 1 3 511-460 27 FRAM 17 12 2 3 476-435 26 VALUR 17 12 1 4 521-469 25 FYLKIR 17 9 2 6 469-432 20 STJARNAN 16 8 4 4 467-437 20 KA 16 8 3 5 448-432 19 DHL-deild kvenna: STJARNAN-HK 30-22 Mörk Stjörnunnar: Rakel Dögg Bragadóttir 11, Jóna Margrét Ragnarsdóttir 8, Harpa Sif Eyjólfs- dóttir 4, Sólveig Lára Kjærnested 2. Mörk HK: Arna Sif Pálsdóttir 6, Auksé Vysniau- skaite 4, Tatjsana Zukovska 4, Auður Jónsdóttir 3. KA/ÞÓR-GRÓTTA 26-23 Mörk KA/Þórs: Jurita Madkevicute 11, Þórsteina Sigurbjörgsdóttir 4, Inga Dís Sigurðardóttir 4, Erla Heiður Tryggvadóttir 4. Mörk Gróttu: Ivana Vejlkovic 8, Karen Schmith 3, Agnes Árnadóttir 3, Kristín Þórðardóttir 2. VÍKINGUR-ÍBV 13-16 Mörk Víkings: Ásta Agnarsdóttir 4, Þórhildur Björnsdóttir 3, Natasja Damljanovic 3. Mörk ÍBV: Pavla Pladminkova 6, Ingibjörg Jóns- dóttir 4, Simenta Vinfila 2. STAÐA EFSTU LIÐA VALUR 13 11 0 2 358-298 22 ÍBV 13 10 1 2 343-290 21 HAUKAR 12 10 0 2 374-313 20 STJARNAN 13 9 1 3 342-293 19 FH 13 8 0 5 343-313 16 GRÓTTA 13 5 0 8 303-317 10 Enska bikarkeppnin: LIVERPOOL-MAN. UTD 1-0 1-0 Peter Crouch (19.). CHARLTON-BRENTFORD 3-1 1-0 Darrent Bent (3.), 2-0 Jay Bothroyd (45.), 3-0 Bryan Hughes (62.), 3-1 Isiah Rankin (83.). Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn. BOLTON-WEST HAM 0-0 NEWCASTLE-SOUTHAMPTON 1-0 1-0 Kieron Dyer (68.). Enska 1. deildin: LEICESTER-LEEDS 1-1 Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn fyrir Leicester en Gylfi Einarsson sat á varamannabekk Leeds allan leikinn. BRIGHTON-WATFORD 0-1 CARDIFF-HULL 1-0 MILLWALL-CRYSTAL PALACE 1-1 NORWICH-DERBY 2-0 PLYMOUTH-COVENTRY 3-1 SHEFF. WED-SHEFF. UTD 1-2 WOLVES-IPSWICH 1-0 Þýska úrvalsdeildin: LEVERKUSEN-DUISBURG 3-2 DORTMUND-W. BREMEN 0-1 M’GLADBACH-KÖLN 2-0 NURNBERG-WOLFSBURG 1-0 HANNOVER-B. MUNCHEN 1-1 H. BERLIN-SCHALKE 1-2 KAISERSLAUTERN-A. BIELEFELD 2-0 Ítalska úrvalsdeildin: LIVORNO-INTER 0-0 MESSINA-JUVENTUS 2-2 Þýski handboltinn: GUMMERSBACH-GÖPPINGEN 35-27 Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur hjá Gummersbach með átta mörk en Róbert Gunnarsson skoraði eitt mark. ÚRSLIT GÆRDAGSINS xxxx xxxxdxx xxxxxxx Svona er hausinn á pistlum Einars Loga EINAR LOGI VIGNISSON: XXXXXX EINAR LOGI VIGNISSON: SKRIFAR UM BOLTANN Á ÍTALÍU OG SPÁNI Reikningskú stir þeirra ríkustu Eru það treyjurnar með nafni Beckhams á bakinu? Troðfullur 110.000 manna völlurinn leik eftir leik? Ævintýraleg strandhögg markaðsmanna í fjölmennum álfum og fjarlægum? Spurninga sem þessara hafa fótbolta- og bissnessáhugamenn spurt sig eftir að end- urskoðendafyrirtækið Deloitte birti í níunda sinn lista yfir tekjuhæstu knattspyrnulið veraldar og í fyrsta sinn eigi ritað nafn Manchester United efst á blaði. Nú trónir hið sjálfumglaða stórveldi Real Madrid á toppnum. Lið sem var ekki hálfdrættingur á við United fyrir réttum fimm árum. Lið sem kallar sig „besta félagslið heims“ þótt engir titlar hafi skilað sér í heilar þrjár leiktíðir. Lið sem hefur lagt þungar byrðir á herðar kröfuharðra aðdáenda sinna undanfarin misseri með hreint ævintýralegum niðurdýfum. Stórlið sem malar þó gull sem aldrei fyrr. En skyldi allt gullið glóa? Endurspegla veltutölur Deloitte raunverulegan styrk „Madrileños“? Ekki telja Glazer-feðgar svo vera. Fundu hinir hlédrægu Ameríkanar sig knúna til opinberrar yfir- lýsingar í fyrradag. „Fjölskyldan vill minna á að Man. Utd. er ennþá það félagslið heims sem skilar mestum hagnaði. Óskum Real Madrid til hamingju en minnum á að við erum í góðum málum og framtíðin mun skila okkur á toppinn á nýjan leik.“ Vakti yfirlýsingin nokkra kátínu enda töldu margir að United ætti að hafa meiri áhyggur af öðrum niðurstöðutölum en þeim sem lúta að reikningshaldi. Og bókhaldsæfingar þannig séð tilgangslausar meðan Abromovich tímir að eyða vasa- peningunum sínum í Chelsea. Ójöfnuður í suðri Í helstu deildum norðursins er meginhluta sjón- varsptekna skipt jafnt og þótt greitt sé sérstaklega fyrir sýnda leiki þá njóta öll liðin ávinningsins. Þannig fær Man. Utd. vissulega mest í Englandi en botnlið Sunderland drjúgt líka, sennilega um 60% af því sem stóru liðin fá. Í suðrinu er misskiptingin gífurleg. Þar selja stórliðin leikina sína sjálf og njóta alls hagnaðar af. Smáliðin þéna innan við 5 prósent á við risana. Juventus var að ganga frá 150 milljón evra samningi um sjónvarpsréttindi sem er að gera allt vitlaust. Óréttlætið þykir úr hófi gengið og hafa önnur lið hótað að hreinlega hætta að spila við Juve verði nýtt fyrirkomulag ekki tekið upp. Spánverjar eru svo mitt á milli ítalska ójafnaðarins og ensku jafnaðarmennsk- unnar, Real Madrid og Barcelona fá vægast sagt huggulegan hlut. Áhersla á veltuna Undir stjórn forsetans og fasteignamóg- úlsins Florentino Perez hafa verið unnin fjárhagsleg stórvirki í reikingshaldi Real Madrid. Munar mestu um sölu á fasteignum félagsins en einnig hefur tekjuhliðinni verið sýndur meiri áhugi en gjaldahliðinni. Öll áhersla lögð á aukna veltu. Þannig eru ofurboltanir „galacticos“ ofurborgaðir en jafnframt samið um að helmingur persónulegra auglýsingasamninga þeirra renni til félagsins. Hlutur Madrid í samningi Beckhams við Gillette hljóðar þannig upp á ríflega þann mun sem er á tekjum liðsins og Man. Utd. Sannarlega salt í sárin sú raksápa. Svipaður tekjumunur er á treyjusölu félagana. Madrid hefur helmingi meiri tekjur en Man. Utd. en munurinn er sá að Madrid ber allan kostnað af framleiðslu, markaðsetningu og dreifingu á meðan að bókfærðar tekjur Man. Utd. eru ein- göngu rétthafagreiðslur fyrir treyjuframleiðsluna. Hreinn hagnaður sumsé. Tvennt stendur þó upp úr allri talnaleik- fiminni. Annars vegar að um veltutölur er að ræða og segja lítið um fjárfestinga- getu félaganna. Chelsea stendur þar upp úr og sennilega kæmi Juventus næst. Hins vegar endurspegla tölurnar þá staðreynd að aldrei í sögunni hefur verið meiri munur á stóru lið- unum og hinum. Er ég sjálfsagt ekki einn um að telja það mesta vandamál sem fótboltinn glímir við í dag og að einhvers konar launaþak og tekjujöfnun að hætti amerískra hópíþrótta verði að koma til ef ekki á illa að fara. Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, segist fullviss um að fyrirliðinn Ledley King muni skrifa undir nýjan samning við félagið áður en tímabil- inu lýkur. King er 25 ára enskur landsliðsmaður og núverandi samn- ingur hans rennur út 2008. Viðræður um nýjan samning standa þó yfir. Haukar komust upp fyrir Fram í DHL-deild karla í gær eftir sigur liðsins á ÍBV í Eyjum, 32-34. Það var Árni Þór Sigtryggsson sem fór fyrir gestunum og skoraði átta mörk en hann virðist óðum vera að finna sitt besta form eftir að hafa látið hafa heldur hægt um sig það sem af er leiktíð. Þá komst Stjarnan upp í 5. sæti deildarinnar með sigri á HK í Garðabænum, 34-32. David Kekelia skoraði sex mörk fyrir Stjörnuna en fyrir HK gerði Valdimar Þórsson það sem hann gat og skoraði 10 mörk en það dugði því miður ekki til. Norski skíðakappinn Kjetil Andre Aamodt sigraði í keppni í risasvigi á ÓL í Tórínó í gær og var þetta þriðji ólympíutitill Aamodt í greininni frá upphafi. Alls hefur hinn 34 ára gamli Aamodt nú unnið átta ólympíugull á ferlinum auk 12 heimsmeistaratitla. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir það tómt bull að það sé með ráðum gert að hafa heimavöll liðsins, Stamford Bridge, í slæmu ástandi. Hann virðurkennir að völlurinn sé eins og kartöflugarður en spænskir fjölmiðlar hafa haldið því fram að þetta sé viljandi gert til að Chelsea eigi betri möguleika gegn Barcelona í meistaradeildinni. Raddir þess efnis að Chelsea hyggist kaupa sóknarmanninn Samuel Eto´o frá Barcelona í sumar verða sífellt háværari. Eto´o varð í þriðja sæti í kjör- inu á besta knattspyrnumanni heims en í öðru sæti varð Frank Lampard, leikmaður Chelsea. Lundúnaliðið er víst að undirbúa risatilboð í kamerúnska landsliðsmanninn. Sóknarmaðurinn John Hartson hefur biðlað því til John Toshack, lands- liðsþjálfara Wales, að hann leggi öll deilumál við Robbie Savage til hliðar og velji leikmanninn aftur í landsliðið. Hart- son segir að Savage sé einn allra besti leikmaður sem Wales eigi og mikilvægt sé að fá hann aftur í liðið. Stjörnuleikur nýliða í NBA-deildinni fór fram í fyrrinótt en þá spila nýliðar deildarinnar gegn leikmönnum á 2. ári. Andre Iguodala, leikmaður Philadelphia 76‘ers, skaraði fram úr í leiknum og skoraði þrjátíu stig fyrir eldra liðið sem sigraði 106-96. ÚR SPORTINU FÓTBOLTI Alan Smith, leikmaður Man. Utd, varð fyrir mjög alvar- legum meiðslum undir lok leiks- ins gegn Liverpool í gær. Smith ætlaði þá að fórna sér fyrir skot Dietmars Hamann en einhvern veginn náði hann að festa löppina í grasinu. Allur skrokkurinn hélt hins vegar áfram og fór þunginn allur á ökklann, sem síðar kom í ljós að hafði mölbrotnað. „Hann fótbrotnaði og ökklinn fór úr lið. Þetta eru ein verstu meiðsli sem ég hef séð,“ sagði Alex Ferguson, stjóri Man. Utd. eftir leikinn. Smith var borinn af velli sárþjáður og tengdur við súrefnisgrímu til að hann héldi meðvitund. „Það lítur út fyrir að hann verði mjög lengi frá en ég er viss um að hann mun snúa aftur,“ bætti Ferguson við en talið er að Smith verði allt að níu mánuði að ná sér. Rafael Benitez, stjóri Liverpool, sagði atvikið hafa skyggt á annars góðan knatt- spyrnuleik. „Við erum algjörlega miður okkar vegna Smith. Hugur okkar er með honum,“ sagði Benitez. „Maður vill aldrei sjá leikmenn lenda í svona meiðsl- um. Við óskum honum góðs bata og vonum að hann verði kominn aftur á völlinn sem fyrst. - vig Alan Smith fótbrotnaði hryllilega í leiknum gegn Liverpool: Ein verstu meiðsli sem ég hef séð HRIKALEGT Samherjar Alan Smith gerðu sér strax grein fyrir því að meiðsli hans væru mjög alvarleg og voru læknar beggja liða kallaðir inn á völlinn til að huga að leikmann- inum. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Þar til í gær voru liðin 85 ár síðan Liverpool hafði unnið sigur á Manchester United í bik- arkeppninni í Englandi og það var ljóst strax í upphafi leiks að heima- menn voru staðráðnir í að brjóta þau langvarandi álag. Liverpool byrjaði af miklum krafti og upp- skar verðskuldað mark á 19. mínútu með skalla Peter Crouch. Heimamenn hefðu getað skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik en góð markvarsla Edwin van der Saar hélt gestunum inni í leiknum. Í síðari hálfleik snerist leik- urinn síðan við, gestirnir sóttu af nokkrum krafti án þess þó að skapa sér nein afgerandi mark- tækifæri. Svo fór að Liverpool sigraði að lokum og fögnuðu leik- menn liðsins ákaft eftir leikinn. „Eftir 85 ár er stórkostlegt að vinna loksins,“ sagði Rafael Benit- ez, stjóri Liverpool, eftir leikinn. „Við áttum sigurinn skilinn og við viljum tileinka stuðningsmönnun- um hann. Þeir voru magnaðir.“ Hetjan Crouch sagði það ein- staka tilfinningu að skora sig- urmark gegn Man. Utd í bikar- keppni. „Leikir þessara liða eru þeir stærstu á hverju ári í deild- inni. Þetta hefur því sennilega verið mikilvægasta mark sem ég hef skorað á ferlinum,“ sagði Crouch. Alex Ferguson, stjóri Man. Utd., sagði að sínir menn hefðu einfald- lega ekki náð að finna glufur á öflugri vörn Liverpool. „Þeir áttu ekki mörg góð tækifæri í þessum leik en náðu að skora eitt mark og það nægir þeim oftast. Þannig er Liverpool í dag − þarf aðeins að spila vel í fimm mínútur, skora mark og verja síðan það forskot. Þetta er það sem liðið er best í,“ sagði Ferguson. „Við vorum alltof slakir í fyrri hálfleik og það var sú frammistaða sem gerði út um vonir okkar í þessum leik,“ bætti Skotinn við. Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton tryggðu sér sömuleiðis farseðilinn í 8-liða úrslit keppninnar með auðveldum sigri á 2. deildar liði Brentford, 3-1. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn í vörn Charlton og stóð sig vel en mörk liðsins skor- uðu Darren Bent, Jay Bothroyd og Bryan Hughes. Bolton og West Ham þurfa hins vegar að mætast að nýju eftir að hafa gert marka- laust jafntefli á Reebook-vellinum í gær. - vig Mikilvægasta mark sem ég hef skorað á ferlinum Liverpool er komið í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninar eftir 1-0 sigur á erki- fjendunum í Man. Utd á Anfield í gær. Peter Crouch skoraði eina mark leiksins. LOKSINS, LOKSINS Stuðningsmenn Liverpool gjörsamlega trylltust þegar Peter Crouch skoraði markið sem átti síðan eftir að ráða úrslitum í leiknum gegn Man. Utd í gær. Sumir þustu inn á völlinn til að fagna með hetjunum sínum eins og sést á þessari mynd. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.