Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.04.2006, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 07.04.2006, Qupperneq 6
6 7. apríl 2006 FÖSTUDAGUR VARNARMÁL Geir. H. Haarde utan- ríkisráðherra segir það skoðun sína að einkafyrirtæki eigi að reka Keflavíkurflugvöll eins og tíðkist víða annars staðar. Geir flutti skýrslu um utanrík- ismál á Alþingi í gær og kom þetta meðal annars fram í máli hans um stöðuna í varnarmálum þjóðarinn- ar. „Þá væri stofnað hlutafélag í eigu ríkisins um rekstur flug- vallarins en ekki látið staðar numið þar heldur yrði félagið einkavætt í framhaldinu. Innlend- um og erlendum fjárfestum byðist með þessu vænlegur fjárfesting- arkostur.“ Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokks og varafor- maður utanríkismálanefndar, lýsti ákveðnum efasemdum um þessa afstöðu utanríkisráðherra. „Ég lít nú svo á að hann (utanríkisráð- herra) hafi verið að viðra sínar hugmyndir en ekki liggi neinar ákvarðanir fyrir í þessu efni.“ Magnús vísaði til þess að flug- stöð Leifs Eiríkssonar væri hluta- félag í eigu ríkisins og lýsti þeirri afstöðu sinni að flugvöllurinn ætti áfram að vera í eigu ríkisins. Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, lýsti andstöðu við hug- myndir af þessum toga. „Er ekki kominn tími til að líta með öðrum augum á þennan grunnþátt í öryggismálum þjóðarinnar sem flugvöllurinn óneitanlega er og verður í ríkari mæli eftir að Bandaríkin til allrar lukku hafa sig á brott?“ spurði Ögmundur. Um viðræðurnar við Banda- ríkjamenn um varnaráætlanir fyrir Ísland sagði utanríkisráð- herra að varhugavert og hættulegt væri að segja upp varnarsamstarf- inu. Tryggja yrði lágmarksviðbún- að en ljóst væri að ekki yrði um fasta viðveru sýnilegra varna að ræða af hálfu Bandaríkjamanna. Viðræðurnar nú snerust um það hvað kæmi í staðinn. Björgvin G. Sigurðsson, Samfylkingunni, taldi að í þessum orðum utanríkisráð- herra fælist stefnubreyting frá afdráttarlausum yfirlýsingum Davíðs Oddssonar fyrrverandi utanríkisráðherra um að hér á landi yrðu að vera að minnsta kosti fjórar herþotur. Geir kvaðst ekki geta sagt til um hvað yrði kynnt á næsta samn- ingafundi enda væri verið að vinna að varnaráætlun fyrir Ísland af hálfu Bandaríkjamanna. johannh@frettabladid.is Vill einkarekinn Keflavíkurflugvöll Geir H. Haarde utanríkisráðherra vill stofna hlutafélag um rekstur Keflavíkur- flugvallar og einkavæða hann síðan. Magnús Stefánsson, varaformaður utan- ríkismálanefndar, er honum ekki sammála. KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR Stjórnarliða greinir á um hugmyndir um að stofna hlutafélag um rekstur vallarins og einkavæða hann. GEIR H. HAARDE MAGNÚS STEFÁNSSON BANDARÍKIN, AP Í gær fengu kvið- dómendur í máli Zachariasar Moussaoui að hlýða á upptökur úr stjórnklefa bandarísku farþega- flugvélarinnar, sem rænt var 11. september árið 2001 og hrapaði síðan niður á engi í Pennsylvaníu. Upptökurnar hafa ekki verið gerðar opinberar, en ættingjar þeirra sem fórust með vélinni fengu að hlusta á þær árið 2002. Almenna reglan er sú að öll gögn sem nú eru lögð fram í málinu eigi að birta opinberlega, en dómarinn hefur gefið ættingjum hinna látnu frest fram á þriðjudag í næstu viku til þess að mótmæla því. Í gær kom Rudy Guiliani, fyrr- verandi borgarstjóri í New York, fyrir dómstólinn og bar vitni. Hann lýsti þar hryllingnum sem átti sér stað 11. september 2001 í New York, þegar hann sá fólk stökkva út úr háhýsunum sem voru að hrynja. Sakborningurinn Moussaoui sýndi ekki önnur viðbrögð en þau, þegar sýndar voru myndbandsupp- tökur frá því sem gerðist í New York, að honum leiddist. Moussaoui hefur sagt að hann hafi tekið þátt í undirbúningi hryðjuverkanna og að hann hafi átt að ræna flugvél og fljúga henni á Hvíta húsið í Washington. Kviðdómurinn þarf að taka afstöðu til þess hvort Moussaoui eigi að hljóta líflátsdóm. - gb MOUSSAOUI HLÝÐIR Á GIULIANI Sakborn- ingurinn sýndi þess greinileg merki að sér leiddist meðan fyrrverandi borgarstjóri New York lýsti hryllingnum 11. september. Réttarhöldin yfir Moussaoui í Bandaríkjunum: Hlýtt á samtöl úr stjórnklefa FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P KJARABARÁTTA Setuverkfall ófag- lærðs starfsfólks á dvalar- og hjúkrunarheimilum hefur nú staðið í rúman sólarhring og lýkur á mið- nætti í kvöld. Verkfallið nær til yfir þúsund starfsmanna á níu heimil- um á höfuðborgarsvæðinu auk sjúkrahússins í Vestmannaeyjum. Hópur kvenna sem vinnur við umönnunar- og þjónustustörf á dvalarheimilum hittist í Alþingis- húsinu klukkan eitt í gær til að afhenda Árna M. Mathiesen fjár- málaráðherra undirskriftalista með á fimmta hundrað nöfnum félaga sinna sem var hugsaður til að undirstrika kröfur hópsins. Að sögn Ármanns Kr. Ólafssonar, aðstoðarmanns fjármálaráðherra, fékk hann skilaboð um heimsókn- ina of seint og hafði ráðstafað tíma sínum ööruvísi. Að öðru leyti gat hann ekki tjáð sig um málið. Geir H. Haarde, utanríkisráð- herra og starfandi forsætisráð- herra, veitti listanum viðtöku fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. „Okkur er sýnd lítilsvirðing og það gerist ekkert fyrr en við löbb- um út. Ég ætla að hætta um næstu mánaðamót bæði vegna launa og álags. Ég er bara sár og reið,“ sagði Ágústa Pálsdóttir, sem vinn- ur á Hrafnistu, og tók þar undir orð flestra úr hópnum sem heim- sótti Alþingi í gær. - shá Setuverkföll starfsfólks á dvalar- og hjúkrunarheimilum: Vonleysi og reiði í hópnum FRÁ ALÞINGI Álfheiður Bjarnadóttir, tals- maður starfsfólks á Hrafnistu, afhenti Geir H. Haarde, utanríkisráðherra og starfandi forsætisráðherra, undirskriftalista með á fimmta hundrað nöfnum starfsfólks dvalar- og hjúkrunarheimila. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI BORGARSTJÓRNARKOSNINGAR Fram- boðslisti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnar- kosningarnar í vor var kynntur að loknum fundi fulltrúaráðs flokks- ins í gærkvöldi. Efstur á lista er Dagur B. Egg- ertsson borgarfulltrúi og í öðru sæti Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri. Stefán Jón Hafstein borgarfull- trúi er í þriðja sæti og Björk Vil- helmsdóttir borgarfulltrúi í því fjórða. Oddný Sturludóttir mynd- listarmaður er í fimmta sæti. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er í heiðurssæti listans. - shá Samfylkingin í Reykjavík: Gengið frá framboðslista Á ESSO STÖÐINNI Svöng? Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra flytur erindi í Háskóla Íslands Mánudaginn 10. apríl kl. 12.15 í Hátíðasal, Aðalbyggingu H.Í. Að loknu erindi svarar forsætisráðherra fyrirspurnum. Allir velkomnir. FRAMTÍÐARSTEFNA ÍSLENDINGA Í ÖRYGGIS- OG VARNARMÁLUM KJÖRKASSINN Er rétt að breyta Ríkisútvarpinu í hlutafélag í eigu ríkisins? Já 35% Nei 65% SPURNING DAGSINS Í DAG Ætlarðu að borða páskaegg um páskana? Segðu þína skoðun á visir.is Árekstur í Kópavogi Tveir bílar skullu saman á Smárahvammsveginum í Kópavogi í gærmorgun. Ökumenn voru fluttir á slysadeild en þeir slösuðust ekki mikið. Bílarnir eru báðir óökufærir. LÖGREGLUFRÉTT Dr. Blix og sendiherrann Þau mistök urðu við myndbirtingu með viðtali við dr. Hans Blix í Fréttablaðinu í gær, að konan við hlið dr. Blix var sögð vera eiginkona hans, Eva Kettis. Hið rétta er að konan á myndinni er Madeleine Ströje Wilkens, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTTING Mannskætt bátslys Að minnsta kosti 69 manns fórust þegar bát hvolfdi undan ströndum Djíbútí í Austur-Afríku í gær. Óttast var um afdrif fjölda annara, en yfir 200 manns voru í bátnum. AFRÍKA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.