Fréttablaðið - 07.04.2006, Side 6
6 7. apríl 2006 FÖSTUDAGUR
VARNARMÁL Geir. H. Haarde utan-
ríkisráðherra segir það skoðun
sína að einkafyrirtæki eigi að reka
Keflavíkurflugvöll eins og tíðkist
víða annars staðar.
Geir flutti skýrslu um utanrík-
ismál á Alþingi í gær og kom þetta
meðal annars fram í máli hans um
stöðuna í varnarmálum þjóðarinn-
ar. „Þá væri stofnað hlutafélag í
eigu ríkisins um rekstur flug-
vallarins en ekki látið staðar
numið þar heldur yrði félagið
einkavætt í framhaldinu. Innlend-
um og erlendum fjárfestum byðist
með þessu vænlegur fjárfesting-
arkostur.“
Magnús Stefánsson, þingmaður
Framsóknarflokks og varafor-
maður utanríkismálanefndar, lýsti
ákveðnum efasemdum um þessa
afstöðu utanríkisráðherra. „Ég lít
nú svo á að hann (utanríkisráð-
herra) hafi verið að viðra sínar
hugmyndir en ekki liggi neinar
ákvarðanir fyrir í þessu efni.“
Magnús vísaði til þess að flug-
stöð Leifs Eiríkssonar væri hluta-
félag í eigu ríkisins og lýsti þeirri
afstöðu sinni að flugvöllurinn ætti
áfram að vera í eigu ríkisins.
Ögmundur Jónasson, Vinstri
grænum, lýsti andstöðu við hug-
myndir af þessum toga. „Er ekki
kominn tími til að líta með öðrum
augum á þennan grunnþátt í
öryggismálum þjóðarinnar sem
flugvöllurinn óneitanlega er og
verður í ríkari mæli eftir að
Bandaríkin til allrar lukku hafa
sig á brott?“ spurði Ögmundur.
Um viðræðurnar við Banda-
ríkjamenn um varnaráætlanir
fyrir Ísland sagði utanríkisráð-
herra að varhugavert og hættulegt
væri að segja upp varnarsamstarf-
inu. Tryggja yrði lágmarksviðbún-
að en ljóst væri að ekki yrði um
fasta viðveru sýnilegra varna að
ræða af hálfu Bandaríkjamanna.
Viðræðurnar nú snerust um það
hvað kæmi í staðinn. Björgvin G.
Sigurðsson, Samfylkingunni, taldi
að í þessum orðum utanríkisráð-
herra fælist stefnubreyting frá
afdráttarlausum yfirlýsingum
Davíðs Oddssonar fyrrverandi
utanríkisráðherra um að hér á
landi yrðu að vera að minnsta kosti
fjórar herþotur.
Geir kvaðst ekki geta sagt til
um hvað yrði kynnt á næsta samn-
ingafundi enda væri verið að vinna
að varnaráætlun fyrir Ísland af
hálfu Bandaríkjamanna.
johannh@frettabladid.is
Vill einkarekinn
Keflavíkurflugvöll
Geir H. Haarde utanríkisráðherra vill stofna hlutafélag um rekstur Keflavíkur-
flugvallar og einkavæða hann síðan. Magnús Stefánsson, varaformaður utan-
ríkismálanefndar, er honum ekki sammála.
KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR
Stjórnarliða greinir á um hugmyndir
um að stofna hlutafélag um rekstur
vallarins og einkavæða hann.
GEIR H. HAARDE MAGNÚS
STEFÁNSSON
BANDARÍKIN, AP Í gær fengu kvið-
dómendur í máli Zachariasar
Moussaoui að hlýða á upptökur úr
stjórnklefa bandarísku farþega-
flugvélarinnar, sem rænt var 11.
september árið 2001 og hrapaði
síðan niður á engi í Pennsylvaníu.
Upptökurnar hafa ekki verið
gerðar opinberar, en ættingjar
þeirra sem fórust með vélinni
fengu að hlusta á þær árið 2002.
Almenna reglan er sú að öll gögn
sem nú eru lögð fram í málinu eigi
að birta opinberlega, en dómarinn
hefur gefið ættingjum hinna látnu
frest fram á þriðjudag í næstu viku
til þess að mótmæla því.
Í gær kom Rudy Guiliani, fyrr-
verandi borgarstjóri í New York,
fyrir dómstólinn og bar vitni. Hann
lýsti þar hryllingnum sem átti sér
stað 11. september 2001 í New York,
þegar hann sá fólk stökkva út úr
háhýsunum sem voru að hrynja.
Sakborningurinn Moussaoui
sýndi ekki önnur viðbrögð en þau,
þegar sýndar voru myndbandsupp-
tökur frá því sem gerðist í New
York, að honum leiddist.
Moussaoui hefur sagt að hann
hafi tekið þátt í undirbúningi
hryðjuverkanna og að hann hafi átt
að ræna flugvél og fljúga henni á
Hvíta húsið í Washington.
Kviðdómurinn þarf að taka
afstöðu til þess hvort Moussaoui
eigi að hljóta líflátsdóm. - gb
MOUSSAOUI HLÝÐIR Á GIULIANI Sakborn-
ingurinn sýndi þess greinileg merki að sér
leiddist meðan fyrrverandi borgarstjóri
New York lýsti hryllingnum 11. september.
Réttarhöldin yfir Moussaoui í Bandaríkjunum:
Hlýtt á samtöl úr stjórnklefa
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
KJARABARÁTTA Setuverkfall ófag-
lærðs starfsfólks á dvalar- og
hjúkrunarheimilum hefur nú staðið
í rúman sólarhring og lýkur á mið-
nætti í kvöld. Verkfallið nær til yfir
þúsund starfsmanna á níu heimil-
um á höfuðborgarsvæðinu auk
sjúkrahússins í Vestmannaeyjum.
Hópur kvenna sem vinnur við
umönnunar- og þjónustustörf á
dvalarheimilum hittist í Alþingis-
húsinu klukkan eitt í gær til að
afhenda Árna M. Mathiesen fjár-
málaráðherra undirskriftalista
með á fimmta hundrað nöfnum
félaga sinna sem var hugsaður til
að undirstrika kröfur hópsins. Að
sögn Ármanns Kr. Ólafssonar,
aðstoðarmanns fjármálaráðherra,
fékk hann skilaboð um heimsókn-
ina of seint og hafði ráðstafað
tíma sínum ööruvísi. Að öðru leyti
gat hann ekki tjáð sig um málið.
Geir H. Haarde, utanríkisráð-
herra og starfandi forsætisráð-
herra, veitti listanum viðtöku
fyrir hönd ríkisstjórnarinnar.
„Okkur er sýnd lítilsvirðing og
það gerist ekkert fyrr en við löbb-
um út. Ég ætla að hætta um næstu
mánaðamót bæði vegna launa og
álags. Ég er bara sár og reið,“
sagði Ágústa Pálsdóttir, sem vinn-
ur á Hrafnistu, og tók þar undir
orð flestra úr hópnum sem heim-
sótti Alþingi í gær. - shá
Setuverkföll starfsfólks á dvalar- og hjúkrunarheimilum:
Vonleysi og reiði í hópnum
FRÁ ALÞINGI Álfheiður Bjarnadóttir, tals-
maður starfsfólks á Hrafnistu, afhenti Geir
H. Haarde, utanríkisráðherra og starfandi
forsætisráðherra, undirskriftalista með á
fimmta hundrað nöfnum starfsfólks dvalar-
og hjúkrunarheimila. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
BORGARSTJÓRNARKOSNINGAR Fram-
boðslisti Samfylkingarinnar í
Reykjavík fyrir borgarstjórnar-
kosningarnar í vor var kynntur að
loknum fundi fulltrúaráðs flokks-
ins í gærkvöldi.
Efstur á lista er Dagur B. Egg-
ertsson borgarfulltrúi og í öðru
sæti Steinunn Valdís Óskarsdóttir
borgarstjóri.
Stefán Jón Hafstein borgarfull-
trúi er í þriðja sæti og Björk Vil-
helmsdóttir borgarfulltrúi í því
fjórða. Oddný Sturludóttir mynd-
listarmaður er í fimmta sæti.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er
í heiðurssæti listans.
- shá
Samfylkingin í Reykjavík:
Gengið frá
framboðslista
Á ESSO STÖÐINNI
Svöng?
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra
flytur erindi í Háskóla Íslands
Mánudaginn 10. apríl kl. 12.15
í Hátíðasal, Aðalbyggingu H.Í.
Að loknu erindi svarar forsætisráðherra fyrirspurnum.
Allir velkomnir.
FRAMTÍÐARSTEFNA ÍSLENDINGA
Í ÖRYGGIS- OG VARNARMÁLUM
KJÖRKASSINN
Er rétt að breyta Ríkisútvarpinu í
hlutafélag í eigu ríkisins?
Já 35%
Nei 65%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Ætlarðu að borða páskaegg um
páskana?
Segðu þína skoðun á visir.is
Árekstur í Kópavogi Tveir bílar
skullu saman á Smárahvammsveginum
í Kópavogi í gærmorgun. Ökumenn voru
fluttir á slysadeild en þeir slösuðust ekki
mikið. Bílarnir eru báðir óökufærir.
LÖGREGLUFRÉTT
Dr. Blix og
sendiherrann
Þau mistök urðu
við myndbirtingu
með viðtali við
dr. Hans Blix í
Fréttablaðinu í
gær, að konan
við hlið dr. Blix var sögð vera eiginkona
hans, Eva Kettis. Hið rétta er að konan á
myndinni er Madeleine Ströje Wilkens,
sendiherra Svíþjóðar á Íslandi. Beðist er
velvirðingar á mistökunum.
LEIÐRÉTTING
Mannskætt bátslys Að minnsta
kosti 69 manns fórust þegar bát hvolfdi
undan ströndum Djíbútí í Austur-Afríku
í gær. Óttast var um afdrif fjölda annara,
en yfir 200 manns voru í bátnum.
AFRÍKA