Fréttablaðið - 07.04.2006, Qupperneq 12
12 7. apríl 2006 FÖSTUDAGUR
X
E
IN
N
A
N
06 02 002
FÍKNIEFNI Lögreglan í Kópavogi
fann í fyrrinótt þrjátíu grömm af
amfetamíni við húsleit á heimili
manns á þrítugsaldri. Að auki
fannst lítilræði af kannabisefnum
í húsinu, auk tóla sem notuð eru til
neyslu fíkniefna.
Talið er að efnin hafi verið
ætluð til einkaneyslu en maður-
inn játaði við yfirheyrslur að
eiga efnin. Rannsókn lögreglu er
lokið og telst málið að fullu upp-
lýst. -mh
Húsleit lögreglu í Kópavogi:
Fann fíkniefni
og tól til neyslu
LANDBÚNAÐUR Sjúkdómur sem
gengur undir heitinu PMWS hefur
nú í fyrsta sinn verið greindur í
svínum hér á landi, að því er fram
kemur í fréttum Landbúnaðar-
stofnunar.
Sjúkdómurinn, sem ekki hefur
fengið íslenskt heiti enn, var stað-
festur í febrúar en ætla má að ein-
kenni hafi komið fram í grísunum
sumarið 2005.
Grunur um sjúkdóminn vakn-
aði í byrjun janúar og voru grísir
krufðir á Keldum í framhaldi af
því. Sjúkdómsgreining var síðan
staðfest á rannsóknarstofnun í
Danmörku.
Einkenni sjúkdómsins eru
mörg, en helst er um almenn van-
þrif og hor að ræða í 5-16 vikna
gömlum fráfæru- og eldisgrísum.
Helst ber á lystarleysi, vanþrifum
og hægum vaxtarhraða. Grísirnir
verða mjög horaðir, fá úfið hára-
lag og eru með innfallnar síður.
Þessir grísir eru oft fölir og í
sumum tilfellum geta þeir orðið
gulir. Stundum ber á öndunarerf-
iðleikum, hósta og jafnvel vatns-
kenndri skitu. Stór hluti þeirra
grísa sem veikjast drepast, allt að
áttatíu prósent, oft sökum annarra
sýkinga í kjölfarið.
Veiran er mjög algeng í svín-
um, einnig í heilbrigðum grísum.
Svín geta hýst hana til fjölda ára
án einkenna, en þau koma ekki
fram nema veiran sé til staðar.
PCV2-veiran smitar hvorki menn
né önnur dýr. - jss
SVÍNAPEST Veirusjúkdómurinn sem greinst
hefur í svínum hér á landi í fyrsta sinn
smitast ekki í fólk.
Veira sem veldur margvíslegum einkennum en smitast ekki í menn:
Nýr sjúkdómur í svínum hér
Thaksin skipar eftirmann Thaksin
Shinawatra, sem sagði af sér sem
forsætisráðherra Taílands á þriðjudag,
hefur tilnefnt Chitchai Wannasathit,
félaga sinn úr ríkisstjórninni, til að taka
við af sér uns ný ríkisstjórn hefur verið
mynduð eftir kosningarnar um síðustu
helgi.
TAÍLAND
VINNUMARKAÐUR Nokkrir forystu-
menn innan verkalýðshreyfingar-
innar eru ákaflega óhressir með þá
ákvörðun félagsmálaráðherra að
opna fyrir frjálsa för allra aðildar-
þjóða Evrópusambandsins frá og
með 1. maí. Þorbjörn Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri Samiðnar,
og Vilhjálmur Birgisson, formaður
Verkalýðsfélags Akraness, eru í
þeim hópi.
„Verkalýðshreyfingin vildi fá
skýrari pólitískar yfirlýsingar um
að stjórnvöld myndu beita sér fyrir
því að lögfesta ábyrgð notendafyr-
irtækjanna á því að erlendir starfs-
menn væru með laun og starfskjör
samkvæmt íslenskum kjarasamn-
ingum og að það væri hlutverk
starfshópsins að vinna að þessu.
Flestir hafa nú áttað sig á því að
lögin um starfsmannaleigurnar
virka ekki. Það vantar skýrari
ákvæði um skyldur notendafyrir-
tækjanna,“ segir Þorbjörn.
Hann bendir á að drög að þjón-
ustutilskipun ESB hafi nýlega átt
að berast Alþingi en þar segir hann
að áherslan sé á það að styrkja
gistilöndin og færa þeim „tæki í
hendur til að verja nokkur grund-
vallaratriði, þar á meðal kjara-
samninga. Viðhorfin eru að breyt-
ast í þá átt að tryggja það að
launþegar í þessum löndum geti
haldið kjarasamningum sínum og
réttindum óskertum.“
Vilhjálmur Birgisson, formaður
Verkalýðsfélags Akraness, talar
um „svartan dag“ á vefsíðu félags-
ins og segir ákvörðun ráðherrans
mikil vonbrigði. „Ég tel að menn
hefðu átt að nýta þær heimildir
sem þeir höfðu og fresta þessu um
þrjú ár í viðbót, sérstaklega í ljósi
þess að menn eru ekki tilbúnir til
að taka við þeim fjölda sem mun
hugsanlega streyma inn í landið,“
segir hann.
ghs@frettabladid.is
Vilja frest í þrjú ár í viðbót
Forystumenn innan verkalýðshreyfingarinnar eru óánægðir með þá ákvörðun félagsmálaráðherra að opna
fyrir frjálsa för þegna aðildarríkja ESB frá 1. maí. Um stefnubreytingu er að ræða hjá ríkisstjórninni.
ALLT Á FLOTI Þessi maður fann sér litla
skektu til að komast á milli staða í bænum
Tangermünde í Þýskalandi í gær. Þótt
nokkrir dagar séu liðnir frá því hinar miklu
rigningar hættu að flæða úr skýjunum er
enn allt á floti víða í austurhluta landsins.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SVÍÞJÓÐ Tæplega þrítugur karl-
maður var handtekinn í vöruhús-
inu Debenhams við Drottningar-
götu í Stokkhólmi á föstudaginn í
síðustu viku eftir að hafa ráfað
um vöruhúsið í leit að fórnar-
lambi. Maðurinn var vopnaður
hnífi og vildi myrða.
Maðurinn afplánar sjö ára
fangelsi fyrir morð, að sögn vef-
útgáfu Aftonbladet, en fyrir þrem-
ur árum stakk hann mann sextíu
sinnum.
Hann var í leyfi þegar morð-
æðið greip hann. Hann gaf sig
sjálfur fram við öryggisverði í
vöruhúsinu áður en nokkur skaði
hlaust af. - ghs
Stokkhólmur:
Morðóður í
Debenhams
VERKAMENN FRÁ SLÓVAKÍU VIÐ VINNU SÍNA Forstjóri Vinnu-
málastofnunar segir verklag stofnunarinnar munu breytast nú
þegar fólk af öllu EES-svæðinu geti leitað eftir vinnu hér.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI