Fréttablaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 12
12 7. apríl 2006 FÖSTUDAGUR X E IN N A N 06 02 002 FÍKNIEFNI Lögreglan í Kópavogi fann í fyrrinótt þrjátíu grömm af amfetamíni við húsleit á heimili manns á þrítugsaldri. Að auki fannst lítilræði af kannabisefnum í húsinu, auk tóla sem notuð eru til neyslu fíkniefna. Talið er að efnin hafi verið ætluð til einkaneyslu en maður- inn játaði við yfirheyrslur að eiga efnin. Rannsókn lögreglu er lokið og telst málið að fullu upp- lýst. -mh Húsleit lögreglu í Kópavogi: Fann fíkniefni og tól til neyslu LANDBÚNAÐUR Sjúkdómur sem gengur undir heitinu PMWS hefur nú í fyrsta sinn verið greindur í svínum hér á landi, að því er fram kemur í fréttum Landbúnaðar- stofnunar. Sjúkdómurinn, sem ekki hefur fengið íslenskt heiti enn, var stað- festur í febrúar en ætla má að ein- kenni hafi komið fram í grísunum sumarið 2005. Grunur um sjúkdóminn vakn- aði í byrjun janúar og voru grísir krufðir á Keldum í framhaldi af því. Sjúkdómsgreining var síðan staðfest á rannsóknarstofnun í Danmörku. Einkenni sjúkdómsins eru mörg, en helst er um almenn van- þrif og hor að ræða í 5-16 vikna gömlum fráfæru- og eldisgrísum. Helst ber á lystarleysi, vanþrifum og hægum vaxtarhraða. Grísirnir verða mjög horaðir, fá úfið hára- lag og eru með innfallnar síður. Þessir grísir eru oft fölir og í sumum tilfellum geta þeir orðið gulir. Stundum ber á öndunarerf- iðleikum, hósta og jafnvel vatns- kenndri skitu. Stór hluti þeirra grísa sem veikjast drepast, allt að áttatíu prósent, oft sökum annarra sýkinga í kjölfarið. Veiran er mjög algeng í svín- um, einnig í heilbrigðum grísum. Svín geta hýst hana til fjölda ára án einkenna, en þau koma ekki fram nema veiran sé til staðar. PCV2-veiran smitar hvorki menn né önnur dýr. - jss SVÍNAPEST Veirusjúkdómurinn sem greinst hefur í svínum hér á landi í fyrsta sinn smitast ekki í fólk. Veira sem veldur margvíslegum einkennum en smitast ekki í menn: Nýr sjúkdómur í svínum hér Thaksin skipar eftirmann Thaksin Shinawatra, sem sagði af sér sem forsætisráðherra Taílands á þriðjudag, hefur tilnefnt Chitchai Wannasathit, félaga sinn úr ríkisstjórninni, til að taka við af sér uns ný ríkisstjórn hefur verið mynduð eftir kosningarnar um síðustu helgi. TAÍLAND VINNUMARKAÐUR Nokkrir forystu- menn innan verkalýðshreyfingar- innar eru ákaflega óhressir með þá ákvörðun félagsmálaráðherra að opna fyrir frjálsa för allra aðildar- þjóða Evrópusambandsins frá og með 1. maí. Þorbjörn Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Samiðnar, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, eru í þeim hópi. „Verkalýðshreyfingin vildi fá skýrari pólitískar yfirlýsingar um að stjórnvöld myndu beita sér fyrir því að lögfesta ábyrgð notendafyr- irtækjanna á því að erlendir starfs- menn væru með laun og starfskjör samkvæmt íslenskum kjarasamn- ingum og að það væri hlutverk starfshópsins að vinna að þessu. Flestir hafa nú áttað sig á því að lögin um starfsmannaleigurnar virka ekki. Það vantar skýrari ákvæði um skyldur notendafyrir- tækjanna,“ segir Þorbjörn. Hann bendir á að drög að þjón- ustutilskipun ESB hafi nýlega átt að berast Alþingi en þar segir hann að áherslan sé á það að styrkja gistilöndin og færa þeim „tæki í hendur til að verja nokkur grund- vallaratriði, þar á meðal kjara- samninga. Viðhorfin eru að breyt- ast í þá átt að tryggja það að launþegar í þessum löndum geti haldið kjarasamningum sínum og réttindum óskertum.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, talar um „svartan dag“ á vefsíðu félags- ins og segir ákvörðun ráðherrans mikil vonbrigði. „Ég tel að menn hefðu átt að nýta þær heimildir sem þeir höfðu og fresta þessu um þrjú ár í viðbót, sérstaklega í ljósi þess að menn eru ekki tilbúnir til að taka við þeim fjölda sem mun hugsanlega streyma inn í landið,“ segir hann. ghs@frettabladid.is Vilja frest í þrjú ár í viðbót Forystumenn innan verkalýðshreyfingarinnar eru óánægðir með þá ákvörðun félagsmálaráðherra að opna fyrir frjálsa för þegna aðildarríkja ESB frá 1. maí. Um stefnubreytingu er að ræða hjá ríkisstjórninni. ALLT Á FLOTI Þessi maður fann sér litla skektu til að komast á milli staða í bænum Tangermünde í Þýskalandi í gær. Þótt nokkrir dagar séu liðnir frá því hinar miklu rigningar hættu að flæða úr skýjunum er enn allt á floti víða í austurhluta landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SVÍÞJÓÐ Tæplega þrítugur karl- maður var handtekinn í vöruhús- inu Debenhams við Drottningar- götu í Stokkhólmi á föstudaginn í síðustu viku eftir að hafa ráfað um vöruhúsið í leit að fórnar- lambi. Maðurinn var vopnaður hnífi og vildi myrða. Maðurinn afplánar sjö ára fangelsi fyrir morð, að sögn vef- útgáfu Aftonbladet, en fyrir þrem- ur árum stakk hann mann sextíu sinnum. Hann var í leyfi þegar morð- æðið greip hann. Hann gaf sig sjálfur fram við öryggisverði í vöruhúsinu áður en nokkur skaði hlaust af. - ghs Stokkhólmur: Morðóður í Debenhams VERKAMENN FRÁ SLÓVAKÍU VIÐ VINNU SÍNA Forstjóri Vinnu- málastofnunar segir verklag stofnunarinnar munu breytast nú þegar fólk af öllu EES-svæðinu geti leitað eftir vinnu hér. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.