Fréttablaðið - 07.04.2006, Page 18

Fréttablaðið - 07.04.2006, Page 18
 7. apríl 2006 FÖSTUDAGUR18 fréttir og fróðleikur Sigurður Tómas Magnús- son, settur saksóknari í Baugsmálinu, hefur að því er virðist tekið leiðbeining- um dómstóla um að bæta verknaðarlýsinguna til þess að gera nýjar ákærur hald- bærar fyrir dómstólum og koma þannig í veg fyrir að þeim verði vísað frá á nýjan leik. Slíkar leiðbeiningar gagnrýndu verjendur á sínum tíma og töldu að í því fælist að dómstólar drægju taum annars málsaðila. Eftir þrjár vikur verður tekið fyrir á dómþingi í Héraðsdómi Reykjavíkur mál ríkissaksóknara gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, Tryggva Jóns- syni, fyrrverandi aðstoðar- forstjóra Baugs, og Jóni Gerald Sullenberger, for- stjóra Nordica í Flórída. Sigurður Tómas Magnússon, settur sak- sóknari í Baugsmálinu, hefur endurunnið 19 ákæruliði upp úr þeim 32 ákæru- atriðum sem bæði dómstigin höfðu vísað frá dómi seint á síðasta ári. Hinir ákærðu hafa nú afhent fjölmiðlum ákærurnar til umfjöll- unar. Settur saksóknari hefur með tilkynningu stuttlega gert grein fyrir inntaki þeirra. Jón Ásgeir hefur sömuleiðis gripið til varna með opinberum útskýringum og yfirlýsingum. Sakaður um að leyna upplýsingum Í nýju ákærunum er Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sak- aður um fjársvik og til vara umboðssvik þegar hann seldi Vöruveltuna hf. almenningshluta- félaginu Baugi fyrir sjö árum. Saksóknari leggur fram gögn sem benda til þess að Jón Ásgeir hafi sjálfur keypt Vöruveltuna, sem átti og rak 10-11 verslanirnar, nokkru áður en hann seldi Baugi félagið. Hann hafi leynt stjórn Baugs þeirri staðreynd að hann væri raunverulegur eigandi Vöru- veltunnar og í fyllingu tímans hafi Jón Ásgeir og Gaumur, fjöldkyldu- fyrirtæki hans, staðið uppi með að minnsta kosti 200 milljóna króna hagnað af sölu sem Baugur hf. greiddi á endanum tæpan einn og hálfan milljarð króna fyrir. Orðrétt segir settur sak- sóknari í ákæru sinni: „Baugur hf. galt samtals 325 milljónum króna hærra verð fyrir hlutafé Vöruveltunnar en það sem ákærði galt fyrir hluta- fé Vöruveltunnar og telst það tjón Baugs hf.“ Segir viðskiptum ruglað saman Verknaði Jóns Ásgeirs er síðan lýst nánar og leitast settur sak- sóknari þar við að bæta fyrir meinbugi þá sem leiddu til frávís- unar ákæranna á báðum dóms- stigum, en dómurum þótti verkn- aðarlýsingin í fyrri atrennu áfátt. Meðal annars fer settur sak- sóknari yfir kaupsamninga, lán- veitingar og aðra samninga sem við sögu koma í býsna löngu ferli þar sem Jón Ásgeir kaupir og selur miklar eignir milli skyldra aðila. Til að mynda er til þess tekið að hann hafi undanskilið fasteign- ir í í eigu Vöruveltunnar þegar hún var seld Baugi. Brotin eru nú kölluð fjársvik eða umboðssvik en viðurlög við alvarlegum brotum af slíkum toga eru sektir og fangelsisvist. Jóni Ásgeiri virðist sem sak- sóknari rugli saman óskyldum við- skiptum eins og segir í yfirlýsingu frá honum. Verknaðarlýsingin á viðskiptum með hlutabréf í Vöru- veltunni eða 10-11 eigi ekki stoð í raunveruleikanum. „Staðreyndin er sú að Baugur Group hf. hagnað- ist verulega á kaupunum á 10-11 og var kaupverð félagsins hið sama og stjórn þess samþykkti að greiða fyrir félagið.“ Jón Ásgeir bætir við að ekki hafi staðið til að fasteignir tilheyrðu rekstri 10-11 þegar Baugur keypti félagið. „Get- gátur um ímyndaðan hagnað Gaums og tengdra aðila eru óvið- eigandi í ákæru,“ segir Jón Ásgeir í yfirlýsingu sinni. Fjögur ár frá húsleitinni Í réttarsal verður það verkefni saksóknarans að sanna sekt sak- bornings og lög gera ráð fyrir því að hann njóti vafans þegar sönn- unargögn þykja ekki fulnægjandi. Þannig verður sjálfsagt spurt hvernig Jón Ásgeir blekkti stjórn Baugs, hvernig hann taldi stjórn Baugs trú um að uppsett verð fyrir Vöruveltuna væri niðurstaða samninga en ekki ákvarðað af honum einum í gróðaskyni og hvernig hann lét líta svo út að eig- andi Vöruveltunnar væri annar en hann sjálfur þegar hann þurfti á bankaláni að halda vegna viðskipt- anna. Ef ekki verður orðið við kröfum um frávísun málsins munu verjendur enn á ný reyna að sanna að enginn hafi orðið fyrir tjóni. Þegar Hæstiréttur kemur saman eftir sumarleyfi verða liðin fjögur ár frá því að lögreglan gerði húsleit í höfuðstöðvum Baugs vegna grunsamlegs reikn- ings. Í annarri atrennu fara nú fyrir dómstóla ákærur sem reist- ar eru á bókhaldsgögnum sem þar var lagt hald á en hafa ekkert með reikninginn grunsamlega að gera. Hins vegar situr nú Jón Gerald Sullenberger, sá er reikningnum veifaði, á bekk með sakborningum fyrir að reyna að fegra myndina af Baugi á hlutabréfamarkaði. Undanfarin ár hefur orðið hryðjuverkamaður heyrst sífellt oftar í fréttum fjölmiðla, og þessa dagana bíða Bandaríkjamenn þess að frétta hvort Zacharias Moussaoui verði dæmdur til dauða fyrir aðild að hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11. september 2001. Moussaoui segist sjálfur hafa átt þátt í árásunum, þó að leiðtogar al-Kaída segi hann hvergi hafa nærri komið. Hryðjuverkamenn, hermenn og skæruliðar Á Vísindavef Háskóla Íslands kemur fram að það er hreint ekki eins einfalt og stjórnmálaleið- togar heimsins vilja vera láta að skilgreina hverjir teljast hryðjuverkamenn og hverjir ekki. Skilin á milli hryðjuverkamanna, skæruliða og jafnvel hermanna eru oft afar óskýr, og á stundum fer skilgreiningin eftir þeim aðila sem skilgreinir og hverra hagsmuna hann á að gæta. Þó er yfirleitt stuðst við þá skilgreiningu að hryðjuverkamenn vinni í hópum og veki athygli á hugmyndafræði sinni eða kröfum með því að ráðast á saklausa borgara. Hermenn starfa fyrir ríkisstjórnir, klæðast einkennisbúningum, þeim er aðallega ætlað að sinna landvörnum og berjast eingöngu við aðra hermenn. Samkvæmt alþjóðasáttmálum er þeim bannað að ráðast á vopnlausa borgara. Skæruliðar starfa í hópum og styðjast við ákveðna hugmyndafræði sem oft snýst um aðskilnað frá því ríki sem þeír búa í eða stjórnar- skipti. Ólíkt hryðjuverkamönn- um skipuleggja þeir sig eins og hersveitir, klæðast gjarnan einkennis- búningum og skotmörk þeirra eru hernaðarleg eða pólitísk, fremur en almennir borgarar. Skæru- liðarnir fylgi viðurkenndum baráttuaðferðum hersveita og er barátta þeirra oft dæmd lögmæt. Óljós mörk Þrátt fyrir skýrar línur á yfirborðinu reynist oft erf- itt að greina þarna á milli, og fellur oftast samúð manna og yfirvalda með þeim sem hentar hags- munum þeirra hverju sinni, enda getur skilgrein- ingin á því hver telst hryðjuverkamaður breyst með árunum. Til dæmis sagði Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Nelson Mandela vera hryðjuverkamann, en nokkrum árum síðar hlaut hann friðarverðlaun Nóbels fyrir störf sín í þágu Suður-Afríku. Jafnframt hafa flest hryðjuverk heims verið framin af hermönnum, lögreglu- og leyniþjónustumönnum, sem starfa fyrir lögmætar ríkisstjórnir. FBL-GREINING: HRYÐUJUVERKAMENN, SKÆRULIÐAR OG HERMENN Oft lítill munur á störfunum Svona erum við > Fjöldi barna á leikskólum Heimild: Hagstofa Íslands SPURT & SVARAÐ VARNAR- OG ÖRYGGISMÁL Þekkingu þarf að auka Baldur Þórhallsson, dósent í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands, telur að auka þurfi sérfræðiþekkingu á sviði öryggis- og varnarmála hér á landi. Hvernig er raunhæft að auka þekk- ingu á þessu sviði? Háskóli Íslands er farinn að bjóða upp á nýtt meistaranám í alþjóðasamskipt- um þar sem nemendur geta sérhæft sig á sviði öryggis- og varnarmála. Á næsta ári verða í boði þrjú ný námskeið á þessu sviði og jafnframt er skólinn að fjölga námskeiðum um öryggis- og varnarmál í BA-námi í stjórnmálafræði. Háskóli Íslands er því markvisst að reyna að byggja upp sérfræðiþekkingu á sviði öryggis- og varnarmála. Í haust koma tveir erlendir sérfræðingar á þessu sviði, Michael Corgan og Cristopher Coker, en þeir munu fjalla um þessi mál á námskeið- um í Háskóla Íslands. Hefur vanþekking á þessu sviði háð íslenskum stjórnvöldum? Það hefur tilfinnanlega skort sérfræð- inga á sviði öryggis- og varnarmála og það hlýtur að vera kappsmál allra sjálfstæðra þjóða að hafa aðgang að sérfræðiþekkingu á sviði öryggis- og varnarmála. Ekki bara við kennslu og rannsóknir heldur líka sérfræðinga sem geta komið að stefnumótun íslenskra stjórnvalda. BALDUR ÞÓRHALLSSON 14 .5 74 16 .2 82 16 .7 55 B ör n 15 .1 05 1998 2000 2002 2004 10–11 gefinn gaumur SIGURÐUR TÓMAS MAGNÚSSON SETTUR SAKSÓKNARI Sigurður Tómas þarf að sanna sekt Jóns Ásgeirs og hefur í því skyni leitast við að bæta verknaðarlýsinguna á meintu broti hans. JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON FORSTJÓRI BAUGS Jón er helst á því að settur saksóknari hafi ekki skilið eðli viðskiptanna með hlutabréfin í 10-11 verslununum. Hann segir getgátur um ímyndaðan hagnað Gaums og tengdra aðila óviðeigandi. HAMBORGAR- HRYGGUR VEISLA Á BRAUÐIÐ BAUGS M Á L I Ð FRÉTTASKÝRING JÓHANN HAUKSSON johannh@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.