Fréttablaðið - 07.04.2006, Page 24
7. apríl 2006 FÖSTUDAGUR24
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS* [Hlutabréf]
ICEX-15 5.682 +1,44% Fjöldi viðskipta: 292
Velta: 2.193 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU:
ACTAVIS 59,30 +1,02% ... Alfesca 3,95 +1,54%... Atorka 5,75
-0,86% ... Bakkavör 49,80 +0,81% ... Dagsbrún 6,54 -0,46% ... FL
Group 20,50 +3,54% ... Flaga 2,92 +0,00% ... Glitnir 17,20 +1,18%
... KB banki 780,00 +1,96% ... Kögun 74,80 +0,00% ... Lands-
bankinn 23,60 +2,61% ... Marel 74,50 +3,76% ... Mosaic Fashions
17,60 +0,57% ... Straumur-Burðarás 17,10 +1,79% ... Össur 113,50
+0,89% *
MESTA HÆKKUN
Grandi +4,00%
Marel +3,76%
FL Group +3,54%
MESTA LÆKKUN
Atorka -0,86%
Avion -0,50%
Dagsbrún -0,46%
Glitnir banki var ráðgjafi
bandaríska fisksölufyrir-
tækisins F.W. Bryce Inc. í
söluferli fyrirtækisins, en
það var í vikunni selt
Nissui USA, dótturfyrir-
tæki Nippon Suisan Kaisha
Ltd. í Japan.
Helgi Anton Eiríksson,
viðskiptastjóri á alþjóða-
og fjárfestingasviði bank-
ans, segir söluferlið hafa
verið nokkuð umfangsmikið þar
sem velja hafi þurft á milli margra
kaupenda, en salan tók um hálft ár.
Nokkur tímamót þykja að íslenskur
banki veiti sérfræðiráðgjöf í fyrir-
tækjaviðskiptum milli fyrirtækja í
Bandaríkjunum. „Þetta eru nokkur
tímamót fyrir okkur, enda gengur
sjávarútvegsstefna okkar út á að
menn leiti til okkar þegar svona
umbreytingareru í gangi,“
segir Helgi, en ráðgjöf af
þessu tagi er bankanum
nokkur tekjulind, enda er
hann bara til ráðgjafar,
en fjármagnar ekki kaup-
in eða kemur að þeim að
öðru leyti. Helgi segir
vöxt í þessari starfsemi
Glitnis. „Við erum með
nokkur svona verkefni á
prjónunum og teljum
mikil tækifæri vera á þessum vett-
vangi.“
Bryce er staðsett í Goucester í
Bandaríkjunum og markaðssetur
frystar sjávarafurðir á Bandaríkja-
markaði, auk markaðssetningar, í
minna mæli þó, í Japan og Kanada.
Nissui á hins vegar fjölda fyrir-
tækja í Bandaríkjunum sem fram-
leiða úr sjávarafurðum. - óká
Glitnir var til
ráðgjafar í Ameríku
HELGI ANTON EIRÍKSSON
MARKAÐSPUNKTAR
FL Group tilkynnti í gær um stofnun
dótturfélags í Danmörku. FL Group
Denmark APS. Framkvæmdastjóri
verður Martin Niclasen en hann
stýrði fjárfestingabankastarfsemi FIH
Erhversbank og Kaupþings ytra.
Líkur eru á að greiðslukortafyrirtækið
Visa verði styrktaraðili heimsmeistara-
keppninnar í knattspyrnu frá og með
næsta ári. Styrktarsamningur Visa er
sagður hljóða upp á 150 til 200 millj-
ónir punda, jafnvirði 19 til rúmlega 25
milljarða íslenskra króna.
Olíuverð fór yfir 67 Bandaríkjadali á
tunnu á helstu mörkuðum í gær eftir
að ríkisstjórn Bandaríkjanna greindi
frá því að eldsneytisbirgðir í landinu
hefðu minnkað.
Vægi lífeyrissjóða á innlendum
fjármálamarkaði er mikið og fyr-
irsjáanlegt að það eigi eftir að
aukast. Gríðarleg vöxtur hefur
orðið hjá LSR, stærsta lífeyris-
sjóði landsins, á undanförnum
árum og hefur sjóðurinn vaxið
umfram aðra lífeyrissjóði, eink-
um vegna sjóðsmyndunar B-deild-
ar en einnig hefur raunávöxtun
verið mikil.
Í skýrslu sem Gylfi Magnússon
hagfræðiprófessor hefur tekið
saman um áhrif og ábyrgð LSR
kemur fram að vægi sjóðsins muni
aukast enn frekar í íslensku hag-
kerfi. Hlutfall LSR af heildareign-
um lífeyrissjóða tvöfaldaðist á
árunum 1998-2004 og nam 18,7
prósentum af heildareignum við
lok tímabilsins. Hreinar eignir
LSR námu 227 milljörðum króna
við síðustu áramót eða um 22 pró-
sentum af landsframleiðslunni. Er
því spáð eignir LSR fari í 54 pró-
sent af landsframleiðslu árið
2025.
Stærð stærstu sjóðanna gæti
sett þeim nokkrar skorður þegar
tíma líða, til dæmis að þeir geti
ekki hreyft stóran hluta eigna-
safnsins í einu. Ljóst er að vægi
erlendra eigna mun aukast hjá
LSR. Þótt LSR sé ekki stærri hlut-
fallslega en stærstu lífeyrissjóðir
annarra ríkja er ljóst að vægi hans
heima fyrir er meira. Gylfi spyr
hvort skynsamlegt gæti verið að
skipta eignasafni LSR upp, til
dæmis í tvö söfn, líkt og gert var
við hlutabréfasafn fjórða AP-
sjóðsins í Svíþjóð.
Gylfi telur réttlætanlegt, og
nánast óhjákvæmilegt, að stærstu
lífeyrissjóðirnir leggi vinnu og fé
í það að stuðla að hagkvæmu fjár-
málaumhverfi. Það geti gerst með
aðhaldi og þrýstingi á markaðsað-
ila og eftirlitsaðila, og frumkvæði
að opinskárri umræðu. - eþa
GYLFI MAGNÚSSON Allt stefnir í að hlut-
deild LSR af heildareignum lífeyrissjóðanna
aukist enn frekar.
LSR vex hraðar en aðrir sjóðir
Fjármálakerfi í erlendri kynningu
Í gang virðist farin nokkur kynning á aðstæð-
um í íslensku efnahagslífi á alþjóðavettvangi, í
kjölfar erfiðrar umræðu greiningardeilda erlendra
banka, sem á stundum hefur verið talin byggja á
hæpnum grunni. Til marks um það er sjónvarps-
viðtal Bloomberg-viðskiptafréttaveitunnar við
Þórð Jónasson, forstöðumann Lánasýslu ríkisins,
á miðvikudag, en þar var meðal annars fjallað um
neikvæð skrif greiningardeilda. Þórður útskýrði auk
þess að ríkið væri ekki peningaþurfi og því hafi ekki
verið tekið tilboðum í ríkisbréf í síðustu útboðum,
en í tvígang hafi svo óheppilega viljað til að útboð
komu beint í kjölfar neikvæðra skýrslna. Hann vildi
þó ekki taka of djúpt í árinni í gagnrýni á neikvæðu
skýrslurnar. „Eftir takmarkaðan áhuga á Íslandi vilja
nú skyndilega mjög margir koma að mikilli grein-
ingu á stuttum tíma. Við slíkar aðstæður kann
mörgum að yfirsjást hlutir sem eru einstakir hjá
svo litlu opnu hagkerfi eins og á Íslandi.“
Trúverðugleiki hagstjórnar ræður miklu
Í gær var birt spá hagdeildar Alþýðusambands
Íslands um þróun helstu hagstærða á þessu ári
og því næsta, en hún markast af mati Alþýðusam-
bandsins á ójafnvægi og óvissu í efnahagslífinu.
„Gengissveiflur eru miklar, viðskiptahalli í sögulegu
hámarki, einkaneysla mikil og fjárfestingar miklar,“
segir í spánni, en hún gerir engu að síður ráð fyrir
að hagvöxtur á þessu ári og næsta verði ágætur
og atvinnuleysi lítið. Alþýðusambandið spáir hins
vegar mikilli verðbólgu, langt yfir efri
vikmörkum Seðlabankans og segir því
allar líkur á að kjarasamningar verði í
uppnámi þegar líður á árið. „Launa-
fólk líður fyrir mistök í hagstjórninni,“
segir Alþýðusambandið og telur
að þegar upp sé staðið skipti
stöðugleiki mestu. Framvindan
er sögð ráðast af trúverðug-
leika hagstjórnarinnar.
Peningaskápurinn...
* klukkan 14.00 í gær.