Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.04.2006, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 07.04.2006, Qupperneq 24
 7. apríl 2006 FÖSTUDAGUR24 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS* [Hlutabréf] ICEX-15 5.682 +1,44% Fjöldi viðskipta: 292 Velta: 2.193 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: ACTAVIS 59,30 +1,02% ... Alfesca 3,95 +1,54%... Atorka 5,75 -0,86% ... Bakkavör 49,80 +0,81% ... Dagsbrún 6,54 -0,46% ... FL Group 20,50 +3,54% ... Flaga 2,92 +0,00% ... Glitnir 17,20 +1,18% ... KB banki 780,00 +1,96% ... Kögun 74,80 +0,00% ... Lands- bankinn 23,60 +2,61% ... Marel 74,50 +3,76% ... Mosaic Fashions 17,60 +0,57% ... Straumur-Burðarás 17,10 +1,79% ... Össur 113,50 +0,89% * MESTA HÆKKUN Grandi +4,00% Marel +3,76% FL Group +3,54% MESTA LÆKKUN Atorka -0,86% Avion -0,50% Dagsbrún -0,46% Glitnir banki var ráðgjafi bandaríska fisksölufyrir- tækisins F.W. Bryce Inc. í söluferli fyrirtækisins, en það var í vikunni selt Nissui USA, dótturfyrir- tæki Nippon Suisan Kaisha Ltd. í Japan. Helgi Anton Eiríksson, viðskiptastjóri á alþjóða- og fjárfestingasviði bank- ans, segir söluferlið hafa verið nokkuð umfangsmikið þar sem velja hafi þurft á milli margra kaupenda, en salan tók um hálft ár. Nokkur tímamót þykja að íslenskur banki veiti sérfræðiráðgjöf í fyrir- tækjaviðskiptum milli fyrirtækja í Bandaríkjunum. „Þetta eru nokkur tímamót fyrir okkur, enda gengur sjávarútvegsstefna okkar út á að menn leiti til okkar þegar svona umbreytingareru í gangi,“ segir Helgi, en ráðgjöf af þessu tagi er bankanum nokkur tekjulind, enda er hann bara til ráðgjafar, en fjármagnar ekki kaup- in eða kemur að þeim að öðru leyti. Helgi segir vöxt í þessari starfsemi Glitnis. „Við erum með nokkur svona verkefni á prjónunum og teljum mikil tækifæri vera á þessum vett- vangi.“ Bryce er staðsett í Goucester í Bandaríkjunum og markaðssetur frystar sjávarafurðir á Bandaríkja- markaði, auk markaðssetningar, í minna mæli þó, í Japan og Kanada. Nissui á hins vegar fjölda fyrir- tækja í Bandaríkjunum sem fram- leiða úr sjávarafurðum. - óká Glitnir var til ráðgjafar í Ameríku HELGI ANTON EIRÍKSSON MARKAÐSPUNKTAR FL Group tilkynnti í gær um stofnun dótturfélags í Danmörku. FL Group Denmark APS. Framkvæmdastjóri verður Martin Niclasen en hann stýrði fjárfestingabankastarfsemi FIH Erhversbank og Kaupþings ytra. Líkur eru á að greiðslukortafyrirtækið Visa verði styrktaraðili heimsmeistara- keppninnar í knattspyrnu frá og með næsta ári. Styrktarsamningur Visa er sagður hljóða upp á 150 til 200 millj- ónir punda, jafnvirði 19 til rúmlega 25 milljarða íslenskra króna. Olíuverð fór yfir 67 Bandaríkjadali á tunnu á helstu mörkuðum í gær eftir að ríkisstjórn Bandaríkjanna greindi frá því að eldsneytisbirgðir í landinu hefðu minnkað. Vægi lífeyrissjóða á innlendum fjármálamarkaði er mikið og fyr- irsjáanlegt að það eigi eftir að aukast. Gríðarleg vöxtur hefur orðið hjá LSR, stærsta lífeyris- sjóði landsins, á undanförnum árum og hefur sjóðurinn vaxið umfram aðra lífeyrissjóði, eink- um vegna sjóðsmyndunar B-deild- ar en einnig hefur raunávöxtun verið mikil. Í skýrslu sem Gylfi Magnússon hagfræðiprófessor hefur tekið saman um áhrif og ábyrgð LSR kemur fram að vægi sjóðsins muni aukast enn frekar í íslensku hag- kerfi. Hlutfall LSR af heildareign- um lífeyrissjóða tvöfaldaðist á árunum 1998-2004 og nam 18,7 prósentum af heildareignum við lok tímabilsins. Hreinar eignir LSR námu 227 milljörðum króna við síðustu áramót eða um 22 pró- sentum af landsframleiðslunni. Er því spáð eignir LSR fari í 54 pró- sent af landsframleiðslu árið 2025. Stærð stærstu sjóðanna gæti sett þeim nokkrar skorður þegar tíma líða, til dæmis að þeir geti ekki hreyft stóran hluta eigna- safnsins í einu. Ljóst er að vægi erlendra eigna mun aukast hjá LSR. Þótt LSR sé ekki stærri hlut- fallslega en stærstu lífeyrissjóðir annarra ríkja er ljóst að vægi hans heima fyrir er meira. Gylfi spyr hvort skynsamlegt gæti verið að skipta eignasafni LSR upp, til dæmis í tvö söfn, líkt og gert var við hlutabréfasafn fjórða AP- sjóðsins í Svíþjóð. Gylfi telur réttlætanlegt, og nánast óhjákvæmilegt, að stærstu lífeyrissjóðirnir leggi vinnu og fé í það að stuðla að hagkvæmu fjár- málaumhverfi. Það geti gerst með aðhaldi og þrýstingi á markaðsað- ila og eftirlitsaðila, og frumkvæði að opinskárri umræðu. - eþa GYLFI MAGNÚSSON Allt stefnir í að hlut- deild LSR af heildareignum lífeyrissjóðanna aukist enn frekar. LSR vex hraðar en aðrir sjóðir Fjármálakerfi í erlendri kynningu Í gang virðist farin nokkur kynning á aðstæð- um í íslensku efnahagslífi á alþjóðavettvangi, í kjölfar erfiðrar umræðu greiningardeilda erlendra banka, sem á stundum hefur verið talin byggja á hæpnum grunni. Til marks um það er sjónvarps- viðtal Bloomberg-viðskiptafréttaveitunnar við Þórð Jónasson, forstöðumann Lánasýslu ríkisins, á miðvikudag, en þar var meðal annars fjallað um neikvæð skrif greiningardeilda. Þórður útskýrði auk þess að ríkið væri ekki peningaþurfi og því hafi ekki verið tekið tilboðum í ríkisbréf í síðustu útboðum, en í tvígang hafi svo óheppilega viljað til að útboð komu beint í kjölfar neikvæðra skýrslna. Hann vildi þó ekki taka of djúpt í árinni í gagnrýni á neikvæðu skýrslurnar. „Eftir takmarkaðan áhuga á Íslandi vilja nú skyndilega mjög margir koma að mikilli grein- ingu á stuttum tíma. Við slíkar aðstæður kann mörgum að yfirsjást hlutir sem eru einstakir hjá svo litlu opnu hagkerfi eins og á Íslandi.“ Trúverðugleiki hagstjórnar ræður miklu Í gær var birt spá hagdeildar Alþýðusambands Íslands um þróun helstu hagstærða á þessu ári og því næsta, en hún markast af mati Alþýðusam- bandsins á ójafnvægi og óvissu í efnahagslífinu. „Gengissveiflur eru miklar, viðskiptahalli í sögulegu hámarki, einkaneysla mikil og fjárfestingar miklar,“ segir í spánni, en hún gerir engu að síður ráð fyrir að hagvöxtur á þessu ári og næsta verði ágætur og atvinnuleysi lítið. Alþýðusambandið spáir hins vegar mikilli verðbólgu, langt yfir efri vikmörkum Seðlabankans og segir því allar líkur á að kjarasamningar verði í uppnámi þegar líður á árið. „Launa- fólk líður fyrir mistök í hagstjórninni,“ segir Alþýðusambandið og telur að þegar upp sé staðið skipti stöðugleiki mestu. Framvindan er sögð ráðast af trúverðug- leika hagstjórnarinnar. Peningaskápurinn... * klukkan 14.00 í gær.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.