Fréttablaðið - 07.04.2006, Qupperneq 27
Heimild: Almanak Háskólans
Smáauglýsingasími
550 5000
Auglýsingasími Allt
550 5880
Þú getur pantað
smáauglýsingar á visir.is
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL.
GÓÐAN DAG!
Í dag er föstudagurinn
7. apríl, 97. dagur ársins
2006.
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Reykjavík 6.25 13.30 20.37
Akureyri 6.05 13.15 20.26
Það er ekki tekið út með sitjandi
sældinni hjá bragðlaukunum í munni
vaxtarræktarmannsins enda er fæðu-
valið undir smásjá meðan vöðvar eru
hnyklaðir þegar dregur að stórmótum.
Magnús Bess Júlíusson er á fullu þessa dag-
ana við að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið í
vaxtarrækt sem fram fer um páskana.
Magnús æfir allan ársins hring, en undir-
búningstíminn fyrir mótið er um tólf vikur
og á meðan honum stendur er fæðuvalið
undir smásjánni og valið er vandað.
„Þetta er stíft prógramm,“ segir Magnús
stoltur. „Á meðan ég er að undirbúa mig
borða ég mest fitusnauðan mat eins og
kjúklingabringur, grænmeti og allan fisk,
túnfisk, lax og ýsu. Ég þarf að hækka prót-
ínmagnið í líkamanum því við það eykst
brennslan. Svo er maður duglegur að hreyfa
sig og ég æfi í um þrjá tíma á dag.“
Eftir keppnina hér heima tekur Magnús
þátt í nokkrum grand prix-mótum á Norður-
löndunum. „Eftir mótin þá fer maður smátt
og smátt aftur í gamla mataræðið og fer að
borða venjulegan mat. En á meðan á undir-
búningnum stendur tek ég alltaf einn nammi-
dag í viku í sárabætur,“ segir Magnús
spenntur. „Á laugardögum má ég fá mér allt
sem mig langar í. Ég fæ mér stundum ís en
finnst best að fá alvöru steik með sósu og
öllu tilheyrandi.“
Magnús segist einnig borða mikið af
heilsuréttum frá Nings og er svo stálhepp-
inn að fá góðan mat í mötuneytinu í Alcan
þar sem hann vinnur. „Það skiptir miklu
máli að geta borðað vel í vinnunni,“ segir
Magnús. „Fyrir mér er hádegisverðurinn
undirstaða dagsins. Kvöldmaturinn skiptir
mig ekki eins miklu máli. Á kvöldin fæ ég
mér léttara fæði eins og ávexti og prótín-
hristing.“
Magnús segir góðan kalkún með öllu til-
heyrandi vera í miklu uppáhaldi hjá sér. „Ég
er líka voða hrifinn af kjúklingabringum og
nota Georg Forman-grillið mitt mikið við
eldamennskuna. Uppskriftin sem ég valdi
að þessu sinni er einmitt kjúklingaréttur
sem er hollur og fljótlegur.“ Uppskrift
Magnúsar má finna á síðu 2.
johannas@frettabladid.is
Steik á nammidögum
Magnús Bess Júlíusson og Hildur Eggertsdóttir með Viktoríu Rós dóttur sinni. Magnús brosir breitt enda er nammidagur á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
MORGUNAHANAR
NJÓTA SÉRTILBOÐA
Í VERSLUNUM
FLUGSTÖÐVAR LEIFS
EIRÍKSSONAR TIL 19.
APRÍL.
Þeir farþegar sem
mæta til innritunar fyrir
klukkan sex að morgni
munu njóta sértilboða
í verslunum Flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar fram til
19. apríl. Til dæmis býðst
þeim að geyma bílinn
frítt í tvo sólarhringa
á langtímabílastæði
Securitas. Þeir sem
panta sér gleraugu hjá
Optical Studio fá par af sólglerjum í kaupbæti með réttum styrkleika.
Allt frá 15 til 30 prósenta afsláttur er veittur í ýmsum verslunum
flugstöðvarinnar. Til dæmis er 30 prósenta afsláttur á flugfreyjutöskum í
Eymundsson og 25 prósenta afsláttur á gjafakassa frá Kaffitári.
Innritun hefst klukkan fimm um morguninn en farþegar eru minntir
á að framkvæmdir standa yfir í flugstöðinni og fólk því hvatt til að gefa
sér góðan tíma fyrir flug.
Morgunstund gefur
gull í mund
Á leið til útlanda
Húsasmiðjan býður til helg-
arsprengju á öllum minni
raftækjum og öllum búsáhöld-
um og páskavörum. Veittur er 30
prósenta afsláttur af brauðrist-
um, blöndurum, samlokugrillum,
diskum, bollum, brauðbrettum
og ýmsu fleira. Tilboðið gildir
fram á mánudag.
Hereford gleður bragðlaukana í
apríl. Á mánudögum og þriðju-
dögum er parísarbuff á tilboði
hjá þeim. Alla miðvikudaga
frá 17 til 20 er boðið sérstakt
tilboðsverð á rifjasteikum og
alla fimmtudaga er boðið upp
á tvo fyrir einn í mat á milli 17
og 20. Alla daga býður Hereford
tvo fyrir einn af fordrykkjum fyrir
matargesti milli 17 og 20.
iPod afspilari er á fermingartil-
boði hjá Duka í Smáralindinni.
Afspilarinn kostar 29.900 á
tilboðinu sem er kostaboð enda
stórgott tæki.
ALLT HITT
[MATUR TILBOÐ]
VIÐLEGUBÚNAÐUR
Í FERMINGARGJÖF
Nokkrar verslanir bjóða upp á
fermingartilboð á viðlegubúnaði.
TILBOÐ 5
KRYDDLEGIÐ
PÁSKALAMB
Það er ævaforn siður að hafa
lambakjöt á páskum. Það
má matreiða á ýmsa
vegu.
MATUR 2