Fréttablaðið - 07.04.2006, Síða 40
7. apríl 2006 FÖSTUDAGUR28
R
V
62
05
Arngrímur Þorgrímsson
Sölustjóri hjá RV
Lotus enMotion
snertifrír skammtari
3.982 kr.
Á tilb
oði í
aprí
l 200
6
Skam
mtar
ar og
tilhe
yrand
i
áfylli
ngar
frá L
otus
Profe
ssion
al
Lotus miðaþurrku
skápur Marathon RVS
4.778 kr.
Lotus miðaþurrku
skápur Marathon
1.591 kr.
Einnig eru á tilboði Lotus sápuskammtari
og statíf í hvítu fyrir Lotus WC pappír.
Einnig eru á tilboði Lotus sápuskammtari
og statíf úr ryðfríu stáli fyrir Lotus WC pappír.
Lotus Professional
Heildarlausn fyrir snyrtinguna
Heimdallur, félag ungra sjálf-
stæðismanna í Reykjavík, fagnar
framlögðu frumvarpi dómsmála-
ráðherra sem kveður á um að
hljóð- og myndupptökur í dóm-
húsum verði gerðar óheimilar.
Fyrir þessari breytingu eru fjöl-
mörg rök og vegur þar þyngst til-
litið til sakborninga og vitna. Það
hefur færst í vöxt að reynt sé að
ná myndum af sakborningum og
vitnum í dómsmálum og augljóst
að myndatökur af þessu tagi geta
valdið þeim miklum óþægindum.
Það er meginregla réttarfars að
sérhvert dómsmál hljóti sann-
gjarna og réttláta málsmeðferð
og í því felst meðal annars að
málsaðilum verði gert kleift að
reka mál sitt fyrir dómstólum án
þess að þurfa einnig um leið að
verjast ágangi fjölmiðlamanna.
Verði einstaklingar sakfelldir
taka þeir út sína refsingu, óþarfi
er að valda þeim og þeirra
aðstandendum óþægindum og
sársauka umfram það. Heimdall-
ur skorar því á alþingismenn að
samþykkja bann við hljóð- og
myndupptökum í dómhúsum.
Ályktun frá Heimdalli
UMRÆÐAN
BOLLI THORODDSEN
FORMAÐUR HEIMDALLAR
Í Neytendablaðinu er fróðleg
grein um upphaf grænu bylting-
arinnar. Fjallað er um baráttu líf-
fræðingsins Rachelar Carson, við
álíka þurs og nú ráða Framsókn
og Sjálfstæðisflokki. Þrátt fyrir
að vera metsöluhöfundur, fékk
hún ekki birtar greinar til varnar
hættu, sem öllum er nú löngu
ljós. Endurteknar neitanir um
birtingu greina, urðu til þess að
hún skrifaði bókina: Raddir vors-
ins þagna. Bókin, sem kom út
1962, er talin upphaf umhverfis-
hreyfingarinnar.
Því er þessi formáli, að enn
eru eiginlegir kjánar við völd og
það víðar en hér. Þetta er fólk
sem skilur ekki samhengi óskadd-
aðs náttúrulegs umhverfis og
hamingju sem svo leiðir til vel-
farnaðar. Því til viðbótar heldur
það að auður fárra auki velmeg-
un allra. Millistéttirnar sem álíta
sig á fríum sjó, vaða villu. Rétt-
læti fyrir allt og alla er það eina
sem kemur öllum vel. Líka þeim
ríku. Misþyrming á náttúru
landsins, hefur aldrei verið meiri
en undir stjórn undanfarinna
tveggja ríkisstjórna. Eignarétt
einstakra manna, hafa þessir
valdhafar metið meiri en rétt
þjóðarinnar til eigin eigna. Meðan
þjóðin svaf í velfarnaðarvímu,
voru eignir hennar færðar ein-
staklingum fyrir nánast ekkert.
Núverandi eigendur bankana,
borguðu þá að mestu með skulda-
bréfum og létu svo gróðann af
þeim ganga upp í.
Nú er svo komið, að fyrrver-
andi eignir þjóðarinnar eru not-
aðar til að græða á henni. Þjón-
usta síma og pósts, hefur snar
versnað. Stjórnvöld gleymdu að
gera ráð fyrir græðginni. Eða
hvað? Bankarnir hafa sameinast
í baráttu sinni við að rústa Íbúða-
lánasjóðinn, síðasta vígi almenn-
ings í peningamálum. Þeir lögðu
niður fjölda útibúa, sögðu upp
fólki og nú græðir síminn á langri
bið viðskiptamanna sem hringja í
bankana. Svo fara bankarnir með
gróðann til annarra landa, þar
sem þeir fá meira fyrir hann.
Einkavæddu bankarnir fara
offari í erlendum lántökum og
óforsjálum útlánum. Erlendir
keppinautar reyna að ófrægja þá
og brigsla þeim um óábyrga fjár-
glæfrastarfsemi. Trúlega er
öfundin þar að verki. Vonandi
veldur græðgisvæðing bankanna
ekki efnahagslegu skipsbroti, en
hún hefur bitnað illa á óhörnuð-
um ungmennum. Þeim var talin
trú um að lántaka fyrir bílum og
öðrum forgengilegum hlutum,
væri sjálfsögð og eðlileg.
Nýlega lét KG banki í það
skína, að utan alls annars rekst-
urs, gæfu höfuðstöðvar hans,
þjóðinni meiri arð en stórt álver.
Í sömu yfirlýsingu, bjó hann
þjóðina undir flutning þeirra til
útlanda, því það væri þægilegra.
Sorglegt að bankarnir byggi
meira á græðgi og gróða, en þjóð-
hagslegri verðmætasköpun. Rík-
isstjórninni er varla sjálfrátt í
mikilvægum málum. Þegar hún
sá hvert stefndi í samskiptum við
USA um herverndarsamninginn,
skortir hana reisn eða vit, til að
gera það sem gera þurfti. Banda-
ríkjamönnum leiddist þófið og
gerðu einhliða það sem þeim kom
best og við áttum að gera fyrir
löngu. Kannski eru þeir vinir
þegar það hentar þeim. Nú hefur
forsætisráðherrann, ákafasti
virkjana- og álsinninn, utan
atvinnumálaráðherra, lýst yfir
að ál- og virkjanabrálæðið sé ekki
Framsókn eða öðrum valdhöfum
að kenna. Fyrst og fremst séu
það aðgangsharðir beiðendur
stóriðju sem eigi sökina. Ef Sjálf-
stæðisflokkurinn nær borginni,
selur hann Landsvirkjun Orku-
veituna. Nái hann að halda völd-
um eftir kosningarnar 2007, mun
hann einkavæða Landsvirkjun
eins og hann hefur lýst yfir.
Niðurbrot ríkisstjórnarinnar á
sjálfsvirðingu og hagsmunum
þjóðar minnar, nægir ekki. Aðal
gersemin, vatnið, skal af þjóðinni
tekið með lögum. Heimskulegri
rök fyrir breytingu laga, hef ég
aldrei heyrt en frá núverandi
atvinnumálaráðherra. Hún segir
að lögin breytist ekkert við breyt-
inguna. Væri hún þjóðholl, sem
hún reynir að forðast, hefði hún
breytt lögunum í það sem hún
segir þau ekki vera. Fjöldi jarða
hefur komist í eigu einstaklinga
sem sjá sér hag í hækkandi verði
þeirra og er vatnið aðalatriðið.
Það greiðir útlendum auðjöfrum
leið til að ráða örlögum Íslands
og þar af leiðandi þjóðarinnar.
Náttúrulegt umhverfi og hags-
munir þjóðarinnar, virðast núver-
andi stjórnvöldum aukaatriði.
Að síðustu vil ég minnast á
Baugsmála leikritið, en það er
eitt það dýrasta og vitlausasta
sem hér hefur verið sett upp. Ég
fæ ekki betur séð, en að Jóhannes
í Bónus sé hinn besti drengur og
hafi reynst þjóðinni vel. Að halda
meingölluðum, kostnaðarsömum
og niðurdrepandi málaferlum
áfram gegn fjölskyldu hans, er
yfirgengileg heimska, eða jafn-
vel verra. Það er í það minnsta,
til skammar.
Ríkisstjórnin forðast
að vera þjóðholl
UMRÆÐAN
STJÓRNHÆTTIR Á
ÍSLANDI
ALBERT JENSEN TRÉSMIÐUR
Niðurbrot ríkisstjórnarinnar á
sjálfsvirðingu og hagsmunum
þjóðar minnar, nægir ekki.
Aðal gersemin, vatnið, skal
af þjóðinni tekið með lögum.
Heimskulegri rök fyrir breyt-
ingu laga, hef ég aldrei heyrt
en frá núverandi atvinnumála-
ráðherra.
Einkar ánægjulegt var að frétta
að Iggy Pop væri á leiðinni til
Íslands. Þar með bætist í hóp
margra frægra og reyndra
„Íslands“-rokkara einn sá áhrifa-
mesti. James Newell Osterberg
fæddist 21. apríl 1947, ólst upp í
Ann Arbor í Michigan í Bandaríkj-
um Norður-Ameríku og kom fram
á sjónarsviðið með hljómsveitinni
Stooges árið 1967, þá eins og nú í
fylgd bræðranna Rons og Scotts
Asheton, en David Alexander spil-
aði með á bassa í upphafi, en hvarf
svo á braut.
Iggy hlaut nafn sitt þegar hann
lék á trommur með hljómsveitinni
Iguanas nokkrum árum fyrr (1962-
1965). Wayne Kramer úr annarri
þekktri Michigan-sveit, MC5 sagði
að Iggy hefði verið góður tromm-
ari, taktfastur en laus við skrúð og
útúrdúra. Iggy lék einnig undir
hjá ekki ómerkara listafólki en
The Four Tops og the Marvelettes
þegar þau kom fram í Ann Arbor,
og reyndar mörgum fleiri tamla –
motown-sveitum, sem ferðuðust
án undirleikara vegna þess að það
var ódýrara.
Móðir James Osterberg, Lou-
ella Christensen var af dönskum
ættum, og faðir hans írskum og
enskum, en ættleiddur af innflutt-
um Svíum. Hann var kennari. Þau
hjón bjuggu í hjólhýsi með einka-
syni sínum. Stooges var undir
áhrifum frá Jim Morrison og
Doors og vakti strax athygli fyrir
hávært og taktfast rokk. Sumum
ofbauð, en aðrir hrifust. Hljóm-
sveitin gaf út þrjár skífur á ferlin-
um. Sú fyrsta var samnefnd, 1969,
næsta var Fun House, 1970, og
loks sú þriðja 1973, Raw Power
sem heillaði undiritaðan, en Bowie
átti þar í mikinn þátt. Sveitin leyst-
ist upp í eiturlyfjaneyslu og rugli
skömmu síðar. Angie Bowie, eigin-
kona Davids, var send með þá til
Bandaríkjanna vegna þess að ekki
þótti óhætt að láta flugmiðana í
hendur þeirra. Selja hefði mátt þá
fyrir dópi. Síðar reis Iggy upp
þegar Bowie gaf út Let´s Dance og
lagið China Girl, sem þeir sömdu
saman. Of langt mál er að gera
grein fyrir allri sögunni. Fyrir
áhugasama er bent á að bókin
Gimme Danger: The Story of Iggy
Pop eftir Joe Ambrose, Omnibus
Press, 2004 er mikill brunnur fróð-
leiks. Þar er afar athyglisverð
lesning á ferð. Ekkert kemur þó í
stað tónlistarinnar. En Iggy hefur
verið að allan tímann og gefið út
margar sólóplötur.
Fyrir þremur árum fékk Iggy
þá Asheton-bræður til liðs við sig
og úr varð að þeir endurreistu
Stooges, þessa áhrifamiklu sveit
sem var langt á undan pönkinu er
fyrst hélt innreið sína þremur
árum eftir að Stooges lagðist í
þriggja áratuga dvala. Nú munu
þeir halda sig við upphafið að
mestu og vantar ekki kraftinn í
flutninginn. Iggy og Stooges eru
reyndar goðsögn sem enginn rokk-
áhugamaður ætti að láta fram hjá
sér fara. Iggy hefur lengi verið
laus við fíkniefni, lifir heilsusam-
legu lífi og fer örugglega úr að
ofan 3. maí næstkomandi, enda
treystum við á að ekkert verði
gefið eftir hjá þessum 59 ára rokk-
ara.
Í lokin má rifja upp til gamans
að Raw Power var keypt í Ósló
1973 um sama leyti og báðir hægri
fótar skórnir, sem eitt sinn var
fjallað um í Fréttablaðinu. Þessi
plata var betri kaup. Við bjuggum
þá saman bræðurnir og hlustuðum
mikið á rokk. Skúli og vinir hans
og reyndar mínir líka töldu þenn-
an flutning mikla hörmung og á
endanum sá Skúli til þess að plöt-
unni var skipt út fyrir aðra, sem
enginn man lengur hver er.
Nokkrum árum seinna var hann
orðinn svo leiður á söknuði mínum
eftir Stooges að hann færði mér
nýtt eintak plötunnar.
Í upphafi keyptu um tuttugu
þúsund manns þessa plötu. Hún
selst enn, er hluti af lífeyri stráks-
ins úr hjólhýsahverfinu í Ann
Arbor og hefur haft áhrif á þús-
undir ef ekki tugþúsundir rokkara
og auðgað rokkið, sem er þáttur í
menningu okkar, líka á Íslandi
eins og Bubbi Morthens, er hljóð-
ritaði lagið I Wanna be Your Dog
með stæl fyrir meira en tveimur
áratugum, er gott dæmi um. Nú
verður það flutt af sjálfum meist-
aranum. Þá verður gaman enda
hefur Stooges fengið góða dóma
fyrir tónleikaferð sína.
Höfundur er áhugamaður um
rokktónlist og reyndar alla tónlist.
Þá kom röðin að Iggy Pop
IGGY POP Greinarhöfundur býst við að hann fari úr að ofan á tónleikunum.
UMRÆÐAN
IGGY POP
ÓLAFUR HELGI KJARTANSSON
Í upphafi keyptu um tuttugu
þúsund manns þessa plötu.
Hún selst enn, er hluti af lífeyri
stráksins úr hjólhýsahverfinu í
Ann Arbor og hefur haft áhrif
á þúsundir ef ekki tugþúsundir
rokkara og auðgað rokkið, sem
er þáttur í menningu okkar,
líka á Íslandi...