Fréttablaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 07.04.2006, Blaðsíða 44
 7. apríl 2006 FÖSTUDAGUR32 timamot@frettabladid.is Meira en hundrað manns flytja í dag Sálumessu Moz- arts á tónleikum í Selfoss- kirkju í dag og Breiðholts- kirkju á morgun. Fjórir kórar ásamt einsöngvurum og hljómsveit hafa æft verkið undanfarnar vikur. Keith Reed er einn for- svarsmanna verkefnisins ásamt því að syngja ein- söngshlutverk en hann segir að þátttakendur hafi notið æfinganna á Sálu- messunni og hlakki til að koma verkinu frá sér í kvöld og á morgun. „Sálumessa Mozarts er búin að festa sig mjög í sessi vegna þess að þetta er mikið verk með mikla sögu. Tón- list Sálumessunnar er mjög vinsæl og kraftmikil. Fólk tekur eftir stefjunum og til- finningunni í tónlistinni svo það þekkti andann áður en við fórum að æfa verkið,“ segir Keith. Sjálfur segir hann að verkið sé í uppá- haldi hjá honum eins og mörgum öðrum og verður þetta í annað sinn sem hann tekur þátt í eiginlegum flutningi þess. „Kammerkór Austurlands flutti verkið árið 1999 en ég stofnaði kór- inn og stjórnaði honum þá. Svo komst ég nálægt því að syngja einsöng með Fíl- harmóníunni fyrir þremur eða fjórum árum síðan en þá var ég veðurtepptur fyrir austan svo ég komst ekki á tónleikana.“ Tækifærið er því hans núna að flytja ein- sönginn sem hefur í raun- inni verið undirbúningi síðan fyrir síðustu tónleika. „Parturinn minn er orðinn vel æfður,“ bætir Keith við og hlær mikið. En Keith er ekki bara einsöngvari í Sálumessunni heldur átti hann hugmynd- ina að verkefninu. Hann kemur að að starfi allra fjögurra kóranna sem syngja í kvöld og á morgun, stjórnar Landsvirkjunar- kórnum, Samkór Selfoss og Kirkjukór Breiðholts og sér um raddþjálfun Samkórs Reykjavíkur. Keith segir að messan sé ekki mjög löng í flutningi en þeim mun stór- brotnari og geri miklar kröfur til kóranna sem flytja hann. „Ég stakk upp á þessari hugmynd til að láta þessa fjóra kóra fá verkefni sem þeir hefðu ekki fengið að takast á við annars. Þeir voru meira í flutningi á dægurlagatónlist og íslensk- um kórlögum áður.“ Fyrstu viðbrögð sumra kór- meðlimanna voru að verk- efni á borð við Sálumessu Mozarts væri eitthvað sem aðrir ættu að sjá um. „Þau sögðu að við ættum að bara leyfa Mótettukórnum eða Langholtskirkjukórnum að gera þetta. En ég sagði bara nei! Þetta er alveg týpískt íslenskt því allt svona tal um að vera ekki nógu góður er alveg rosalega ríkt í ykkur.“ Óttinn hvarf þó um leið og búið var að ákveða að takast á við verkefnið. „Allir fóru þá að hugsa bara eins og ófrískar konur. Barnið okkar vex með tímanum, við vitum ekki alveg hvern- ig það á eftir að líta út en við vitum þó að eitthvað er í gangi. Það er spennandi að finna að eitthvað er að þró- ast og við erum búin að bera verkið í maganum alveg síðan í janúar. Núna erum við virkilega tilbúin og ofsa- lega gaman að eiga von á heilbrigðri fæðingu.“ Tónleikarnir í kvöld verða haldnir klukkan hálf níu í Selfosskirkju og hefj- ast þeir seinni í Breiðholts- kirkju á morgun klukkan 17. KEITH REED: FLYTUR SÁLUMESSU MOZARTS Von á heilbrigðri fæðingu KEITH REED, SÖNGVARI OG KÓRSTJÓRI Fjórir kórar syngja Sálumessu Mozarts á tvennum tónleikum um helgina ásamt einsöngvurum og hljómsveit. Keith Reed kemur að starfi allra kóranna auk þess sem hann er einn fjögurra einsöngvara. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. HENRY FORD (1863-1947) LÉST ÞENNAN DAG „Fyrirtæki sem gerir ekkert annað en að græða peninga er lítilfjörlegt fyrirtæki.“ Bílaframleiðandinn Henry Ford lét framleiða bíla á færibandi í verksmiðju sinni og gerði almenningi mögulegt að eignast bíl. Á þessum degi, klukkan 1.00 árið 1968, öðluðust gildi ný lög um tímareikning. Lögin eru einföld og bara í einni grein: Hvarvetna á Íslandi skal telja stundir árið um kring eftir miðtíma Greenwich. Miðtími Greenwich er alþjóð- legur staðaltími sem miðaður er við Greenwich núllbaug en hann liggur í gegnum Konunglegu stjörnuskoðunarstöðina í Green- wich í Englandi. Á Alþjóðlegu núllbaugsráðstefnunni árið 1884 ákváðu öll lönd heimsins meðal annars að taka upp samræmdan staðartíma og á staðarvalið á Greenwich rætur sínar að rekja til þeirrar ráðstefnu. Ákveðið var að tímabeltin skyldu miðast við lengdarbauga og í hverju belti væru fimmtán baug- ar. Miðtíminn eða staðaltíminn gildir því á belti sem liggur sjö og hálfa gráðu til austurs og vesturs frá Greenwich. Reyndar leyfist ákveðið frelsi í þessum efnum eins og ákvörð- un Íslands sýnir glöggt og er samræming á tíma innan landa oft látin ganga fyrir raunverulegri staðsetningu á lengdarbaugunum. Til skýringar má til dæmis nefna að þriggja klukkustunda tímamismun- ur er á Íslandi og Grænlandi þó að hluti af Grænlandi sé á sama lengdarbaugi og Ísland. ÞETTA GERÐIST: 7. APRÍL 1968 Miðtími Greenwich gildir á Íslandi KLUKKUTURNINN Á GARÐATORGI MERKISATBURÐIR 1795 Frakkar taka upp metrann sem lengdareiningu. 1906 Fjallið Vesúvíus gýs og veld- ur eyðileggingu í borginni Napólí. 1943 Stjórnarskrárnefnd Alþingis skilar samhljóða áliti um að leggja til að 17. júní 1944 skuli valinn til stofnunar lýðveldisins. 1943 Laugarnesspítali í Reykjavík brennur til kaldra kola. 1946 Sjálfstæði Sýrlands frá Frökkum er opinberlega viðurkennt. 1948 Alþjóða heilbrigðisstofn- unin (WHO) er stofnuð af Sameinuðu þjóðunum. 1998 Söngvarinn George Michael er handtekinn á almenn- ingssalerni í Beverly Hills fyrir ósiðlegt athæfi. ANDLÁT Gunnar Einarsson, fyrrverandi stöðvarstjóri Pósts og síma, Hörgs- hlíð 8, Reykjavík, lést á Landspít- alanum, hjartadeild, aðfaranótt þriðjudagsins 4. apríl. Bragi Melax, kennari, Skúlagötu 40, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala Landakoti sunnudag- inn 2. apríl. Lúðvík Alfreð Halldórsson, Birki- mel 9, Varmahlíð, Skagafirði, lést af slysförum sunnudaginn 2. apríl. Fjóla Gunnlaugsdóttir, frá Víðinesi í Hjaltadal, lést á Heil- brigðisstofnuninni á Sauðárkróki mánudaginn 27. mars. Sigurður Jóhannesson, dvalar- heimilinu Felli, Reykjavík, er látinn. Freyr Steingrímsson, Hömrum 10, Djúpavogi, varð bráðkvaddur laugardaginn 1. apríl. JARÐARFARIR 13.00 Greta María Jóhannsdóttir, frá Skógarkoti í Þingvalla- sveit, Skólabraut 3, Seltjarn- arnesi, verður jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju. 13.00 Júlíana Matthildur Isebarn, Hringbraut 43, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík. 13.00 Helga Þorsteinsdóttir, Droplaugarstöðum, áður til heimilis í Hörgshlíð 10, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju. 13.30 Þóroddur Eiðsson, frá Þóroddsstað, Eyrarvegi 13, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju. 14.00 Gunnlaugur Sigurðsson, Sæbakka 8, Neskaupstað, lést á Fjórðungssjúkrahús- inu í Neskaupstað þriðju- daginn 28. mars. 14.00 Gunnar Magnús Kristjáns- son verður jarðsunginn frá Akraneskirkju. 15.00 Vigfús Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri, Fjóluhvammi 5, Hafnarfirði, verður jarð- sunginn frá Hallgrímskirkju. AFMÆLI Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir borgarstjóri er 41 árs. Andrea Jónsdóttir poppfræðingur er 57 ára. Magnús Þór Jónsson (Megas), tónlistar- maður er 61 árs. PARÍS SKARTAR SÍNU FEGURSTA Vorið hefur hafið innreið sína í þessa höfuðborg rómantíkurinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Verndun og sjálfbær nýt- ing líffræðilegs fjölbreyti- leika hafsins verður við- fangsefni Málstofu Hafréttarstofnunar Íslands í dag. Sérfræðingur frá Hollandi, Erik Jaap Molina- ar, flytur framsöguerindi og í kjölfarið verða fyrir- spurnir og umræður, en Molinaar starfar hjá Haf- réttarstofnun Hollands og Háskólanum í Utrecht. Leitað verður svara við spurningum um hvernig standa eigi að verndun við- kvæmra vistkerfa hafsins. Allsherjarbanni við botn- vörpuveiðum á úthafinu verður gerð skil auk ann- arra áríðandi viðfangsefna. Tómas H. Heiðar, for- stöðumaður Hafréttar- stofnunar Íslands stýrir fundinum og hefst hann klukkan 11.30 í stofu 101 í Lögbergi. Allir áhugasamir eru velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Fjölbreytileiki hafsins HAFIÐ Hafréttarstofnun heldur fyrirlestur í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Óskars Vigfússonar Álfaskeiði 3, Hafnarfirði. Nicolina Kjærbech Vigfússon Valborg Kjærbech Óskarsdóttir Óskar Ásbjörn Óskarsson Hjördís Ólöf Jónsdóttir Ómar Óskarsson Erla María Kristinsdóttir barnabörn og barnabarnabarn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Gunnar Einarsson fyrrverandi stöðvastjóri Pósts og Síma, Hörgshlíð 8, Reykjavík, lést aðfaranótt þriðjudagsins 4. apríl á Landspítalanum, hjartadeild. Jarðarför auglýst síðar. Ólöf Hólmfríður Sigurðardóttir Þór Gunnarsson Sigrún Ása Sturludóttir Hrafnhildur Gunnarsdóttir Anita Bowen Embla Þórsdóttir Klaus Wallberg Andreasson Sturla Þórsson Ólöf Tara Smáradóttir Guðlaug Ýr Þórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.