Fréttablaðið - 07.04.2006, Page 47
FÖSTUDAGUR 7. apríl 2006
Einn vinsælasti rappari heims,
Eminem, er skilinn við eiginkonu
sína Kim eftir tæplega þriggja
mánaða hjónaband. Þetta er reynd-
ar ekki í fyrsta skipti sem hjóna-
kornin skilja að skiptum því hjóna-
band þeirra endaði með ósköpum
árið 2001 eftir að Eminem söng um
draum sem hann átti um andlát
eiginkonu sinnar. Hatrömm bar-
átta hófst í fjölmiðlum sem lauk þó
á óvæntan hátt þegar rapparinn
fór niður á hnén og bað æskuástar-
innar á ný. Þann fjórtánda janúar á
þessu ári gengu þau svo í það heil-
aga á ný en greinilegt er að grunnt
hefur verið á því góða.
Samkvæmt málskjölum ætlar
Eminem að sækja um forræði yfir
dóttur þeirra, Hailie Jade Scott, en
Kim var gert að skrifa undir kaup-
mála við hjónavígsluna. Michael J.
Smith, lögfræðingur Kim, sagði að
skilnaðurinn kæmi sér í opna
skjöldu. „Við munum taka á þessu
máli,“ sagði hann við blaðamenn.
Eminem hefur viðrað þá hug-
mynd að setjast í helgan stein eftir
að hafa verið lagður inn á sjúkra-
hús vegna pilluáts og ofþreytu.
„Mér finnst eins og ég viti ekkert
hvert ég stefni,“ lýsti Eminem yfir
en síðasta plata hans bar einmitt
nafnið Curtain Call eða Tjaldið
fellur.
Eminem skilinn á ný
EMINEM Hefur ákveðið að skilja við
eiginkonu sína Kim eftir tæplega þriggja
mánaða hjónaband. FRÉTTABLAÐIÐ / GETTY IMAGES