Fréttablaðið - 07.04.2006, Side 48

Fréttablaðið - 07.04.2006, Side 48
 7. apríl 2006 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Kl. 12.00 Dr. Hans Blix, fyrrum yfirmaður vopnaeftirlits Sameinuðu þjóð- anna, ræðir um þróun reglna alþjóðasamfélagsins um vald- beitingu, tilraunir til að hefta útbreiðslu gereyðingarvopna og umbætur í starfi Sameinuðu þjóðanna í Hátíðarsal Háskóla Íslands. > Ekki missa af... Singapore Sling á Grand Rokk um helg- ina. Suddarokk í félagi við Halta hóru og Gavin Portland. Gjörningi Sigríðar Dóru Jóhannsdóttur í Gallerí Dvergi á Grundarstíg 21 kl. 18. Síðasta sýningarhelgi. Sýningu á verkum Gunnlaugs Blön- dal og Snorra Arinbjarnar í Listasafni Íslands. Leiðsögn verður um sýninguna nú um helgina og aðgangur er ókeypis. Magnús Ragnarsson er nýr söngstjóri Söngsveitarinnar Fílharmoníu og á sunnudag- inn stýrir hann sínu fólki í fyrsta sinn á vortónleikum í Langholtskirkju. „Ég tók við sveitinni í janúar og þetta er búið að ganga svakalega vel. Ég held að við kunnum bara vel hvert við annað, ég við kórinn og kórinn við mig,“ segir Magnús og getur þess í framhjáhlaupi að starfsandinn sé léttur því hann hafi meira að segja fengið kórinn til að hlaupa apríl á síðustu laugar- dagsæfingu og syngja afturábak. „Það er gott að finna að þau treysta mér,“ áréttar hann hlæjandi. Magnús er nýfluttur heim frá Svíþjóð þar sem hann stundaði nám í orgelleik, kór- og hljóm- sveitarstjórn. „Ég valdi verkin síðastliðið haust. Þá mundi ég að lærimeistarinn minn í Svíþjóð hafði flutt annað verkið, Stabat mater eftir Haydn, en sagt að það væri mjög sjaldan flutt þótt það væri ofboðslega fallegt og flott. Ég kynnti mér verkið og varð alveg heillaður af því. Þetta er eitt af fyrstu stóru hljómsveitarverk- unum eftir Haydn en hann semur það 1767 þegar hann er að fikra sig áfram með svona stórar tón- smíðar. Þetta var verkið sem kom honum á kortið í Evrópu og stærsta verkið hans meðan hann lifði en það hefur aldrei verið flutt hér- lendis.“ Til mótvægis við tregafullt og dramatískt verk Haydns þar sem mest mæðir á einsöngvurunum, Huldu Björk Garðarsdóttir, Nönnu Maríu Cortes, Jónasi Guðmunds- syni og Davíð Ólafssyni, valdi Magnús krefjandi kórverk. „Ég valdi verk eftir Mozart, meðal annars að því að nú er 250 ára fæðingarafmæli hans í ár. Verkið heitir Vesperae solennes de Con- fessore sem útleggst: „Hátíðar - aftansöngur til heiðurs hinum mikla játara“ en það er ekki vitað til hvaða dýrlings það er ort.“ Verkið byggir á textum úr Davíðs- sálmunum en Magnús segir að verkið sé fremur erfitt bæði fyrir söngfólk og hljómsveit því text- inn sé mikill og Mozart noti aldrei sömu tónhugmyndina tvisvar en útkoman sé góð. Á næstunni fer Söngsveitin Fíl- harmonía síðan að æfa Carminu Burana. „Við erum á leið til Búlg- aríu í haust, þar er hljómsveit sem vill vinna með okkur og við ætlum í heimsókn til þeirra en þau munu síðan líklega koma hingað til okkar í september,“ segir Magnús en bætir við að Fílharmonían hafi ekki oft sungið utan landstein- anna en í þau skipti hafi þau oft stefnt í austur. „Ég hlakka til að fara til Búlgaríu,“ segir Magnús að lokum. „Það er alltaf gaman að kynnast nýjum borgum og nýrri menningu.“ Vortónleikarnir verða haldnir í Langholtskirkju á pálmasunnu- dag 9. apríl og þriðjudaginn 11. apríl kl. 20.00. kristrun@frettabladid.is Veglegir vortónleikar MAGNÚS RAGNARSSON STÝRIR SÖNGSVEITINNI FÍLHARMONÍU Í FYRSTA SINN Á VORTÓNLEIKUM UM HELGINA Flytja krefjandi og hádrama- tísk verk eftir Haydn og Mozart. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM ! ��������������������������������������������������� � ������ ��� �� ������� ��� ��� ����������� ��������������������������� �������������������������������������� ���������� ������������������������������������������������� ������������������ ������������ �������������� �� ����������� �������������������� ������������������������������� ������ ������������������������� ����������� �� ��������� ������� ������������ KRINGLUKRáIN fyrir leikhúsgesti Tilboðsmatseðill KRINGLUK ÁIN VIÐTALIÐ eftir Lailu Margréti Arnþórsdóttur Fimmtud. 6. apríl kl. 20.00 Föstud. 21. apríl kl. 20.00 Fimmtud. 27. apríl kl. 20.00

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.