Fréttablaðið - 07.04.2006, Qupperneq 55
Er í boði
Nú getur þú
fengið ATLAS
kreditkort hjá
öllum bönkum
og sparisjóðum
ATLAS korthafar fá bíómiða í Smárabíó, Regnbogann, Laugarásbíó
og Borgarbíó Akureyri á aðeins 600 kr. Tilboðið gildir í apríl og maí.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Demi Moore og barnungi kærasti hennar Ashton
Kutcher munu væntanlega
feta í fótspor leikkonunnar
Angelinu Jolie og ættleiða
barn en þetta upplýsti
Kutcher í viðtali við The
Sun. Ashton sagði að
þau væru ekki að reyna
eignast barn en myndu hugleiða ættleið-
ingu. Samkvæmt breska götublaðinu á
Kutcher að hafa sagt að það væri í tísku
að ættleiða börn frá Kambódíu eða
öðrum fátækum ríkjum. „Eng-
inn eignast sín eigin börn
um þessar mundir,“ bætti
hann við en söngkon-
urnar Jessica Simpson
og Queen Latifah hafa
báðar lýst því yfir að þær
vilji fara sömu leið.
Höfundur Harry Potter, J.K Rowling, segir stjörnur
dagsins í dag líta út fyrir að vera
tannstönglar. Rithöfundurinn
segir að hún vilji ekki að
dætur sínar tvær alist upp
með „heimskar, sjálfhverfar
og horaðar mjónur“, svo
vitnað sé til orða hennar,
sem fyrirmyndir. Á opinberri
vefsíðu Rowling ræðst hún
á leggjalöngu fyrirsæturnar
sem styðji við okur á handtöskum og
vinsældir rottuhunda auk þess sem
hún hrósar söngkonunni Pink
fyrir lagið Stupid Girls en þar
ræðst Íslandsvinkonan
á Jessicu Simpson,
Paris Hilton og Lindsay
Lohan.
Knattspyrnuhetjan Wayne Rooney hefur ráðið sér
gæludýraþjálfara vegna
þess að hann nennir ekki að þrífa upp
eftir hundana sína þrjá, samkvæmt The
Mirror. Tveir þeirra, Fizz og Bella, eru aldir
upp við venjulega „mannasiði“ en sá þriðji
hefur ekki alveg náð því hvar hann eigi að
gera stykkin sín í rándýrri villu Rooney og
unnustu hans. Samkvæmt The Mirror
er kúkurinn farinn að skilja eftir
greinileg merki á parkettinu og
hefur Rooney þurft að ganga
hreint til verks.