Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.04.2006, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 07.04.2006, Qupperneq 58
 7. apríl 2006 FÖSTUDAGUR46 BORÐTENNIS Guðmundur Stephen- sen kom brattur til leiks með liði Malmö sem bar sigurorð af Eslöv í öðrum leik liðanna um sænska meistaratitilinn í borðtennis. Guð- mundur hefur verið veikur og gat ekki tekið þátt í fyrsta leik liðanna sem núverandi meistarar í Eslöv unnu 5-2. Guðmundur sýndi mátt sinn og megin þegar hann kom aftur í liðið í öðrum leiknum og lagði andstæð- ing sinn, Mikael Zöögling, örugg- lega 3-0. Malmö sigldi síðan til sig- urs í viðureigninni og vann sannfærandi 5-0. Liðin eigast við að nýju í dag en þrjá leiki þarf til að vinna Svíþjóð- armeistaratitilinn þar sem ljóst er að hart verður barist. - hþh Malmö jafnaði gegn Eslöv í baráttunni um titilinn í Svíþjóð: Guðmundur í ham GUÐMUNDUR STEPHENSEN Kom, sá og sigraði eftir veikindi og vann sinn leik örugglega í gær. Spennan verður mikil í lokaleikjunum um titilinn. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. EIGN CHEP CHEP bretti og gámar (CHEP búnaður) eru og verða ætið einkaeign CHEP UK Limited eða eins af tengdum fyrirtækjum þess (CHEP). Aðeins CHEP, leigutakar CHEP búnaðar og viðkomandi umboðsaðilar CHEP hafa lögmætan rétt til að nota CHEP búnað. Ólögmætt er að kaupa eða breyta CHEP búnaði eða skipta á honum fyrir aðra tegund búnaðar, selja eða losa sig við hann á annan hátt. Eignaupptaka í leyfi sleysi, notkun eða sala á CHEP búnaði er stranglega bönnuð. Vinsamlegast hafi ð samband í síma 568-5000 eða fax 568-5002 til að láta sækja CHEP búnað. HANDBOLTI Ísland lá í valnum fyrir Hollandi, 24-22, á æfingamótinu sem fer fram í Tékklandi um þess- ar mundir. Þetta er annað tap liðs- ins en Slóvakía vann leikinn gegn Íslandi í gær 25-21. „Við spiluðum yfirhöfuð mjög góðan leik og vorum óheppin að vinna hann ekki þegar upp var staðið. Það var mikil bæting frá leiknum gegn Slóvakíu og þegar allt kom til alls var sárt að vinna ekki leikinn,“ sagði Stef- án Arnarson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið í gærkvöld. Leikurinn var mjög jafn og spennandi en liðin skiptust á að vera yfir, þó aldrei meira en tveim- ur mörkum. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka var jafnt en hið gríðarlega sterka hollenska lið var sterkara á endasprettinum og vann að lokum tveggja marka sigur. „Ég er mjög ánægður með að hafa rifið okkur upp eftir mjög slakan leik í gær þar sem liðið spilaði heilt yfir illa. Dæmið sner- ist við í þessum leik og allir spil- uðu vel. Varnarleikurinn var góður, sóknarleikurinn var skyn- samur en vissulega skoruðum við ekki nema 21 mark. Við misnotuð- um fjögur vítaköst, sem kostaði okkur mikið á endanum,“ sagði Stefán. „Liðsheildin var að virka vel hjá okkur en þegar við vorum með leikinn í höndunum okkar misstum við dampinn. Þetta er samt sem áður bara æfingamót og við lítum björtum augum á framhaldið,“ sagði Stefán en Ísland mætir Tyrkjum í dag. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Skúladóttir og Jóna Margrét Ragnarsdóttir skoruðu allar fjögur mörk í leiknum en þær Drífa Skúladóttir, Guðbjörg Guðmannsdóttir, Ragnhildur Guð- mundsdóttir og Sólveig Lára Kjærnested skoruðu allar tvö mörk hver. Hanna Guðrún Stef- ánsdóttir og Harpa Eyjólfsdóttir skoruðu svo sitt hvort markið. Helga Torfadóttir varði fimmtán skot í markinu. - hþh Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði 24-22 gegn Hollandi í gær: Herslumuninn vantaði HANNA G. STEFÁNSDÓTTIR Skoraði eitt mark í leiknum og stóð vaktina í vörninni með stakri prýði. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. HANDBOLTI Valsmenn lögðu Sel- fyssinga í Laugardalshöll í gær í leik sem hafði alla burði til að verða spennandi undir lokin. Stað- an var 18-18 þegar leikur Selfyss- inga hrundi og Valsmenn fóru með öruggan fimm marka sigur af hólmi, 26-21. „Þetta var hörmulegur leikur að okkar hálfu. Við vorum alltaf á undan en það vantaði grimmdina til að afgreiða leikinn strax. Sel- fyssingar börðust gríðarlega vel og börðust eins og hetjur. Það vantaði sterka leikmenn í þeirra lið en við höfðum þetta að lokum. Sigur er sigur,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsmanna, eftir leikinn. „Miðað við hvernig við spiluð- um þennan leik mætti halda að mínir menn hefðu ekki komið til- búnir í þennan leik. Kannski van- mátum við Selfyssinga, ég held þó ekki, en síðustu tveir leikir hjá okkur hafa ekki verið nógu góðir. Við þurfum að rífa okkur upp,“ sagði Óskar Bjarni, sem hefur gefið allar vonir um Íslandsmeist- aratitil upp á bátinn. „Nú snýst þetta bara um að bæta leik okkar, baráttan er á milli Fram og Hauka. Nú kemur páskafrí þar sem við þurfum að æfa vel áður en við leikum gegn Þór á Akureyri. Svo verður gaman að spila í deildabikarnum,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. - hþh Valur vann 26-21 sigur á Selfyssingum í DHL-deild karla í handbolta í gær: Lélegur leikur hjá okkur ATLI RÚNAR STEINÞÓRSSON Brýst hér í gegnum vörn Selfoss í leiknum í gær. Atli skoraði tvö mörk í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. KÖRFUBOLTI „Ég bjóst alls ekki við þessu, satt best að segja stefndi ég að því að hjálpa liðinu að komast í úrslitin. Félagið hefur aldrei kom- ist svona langt, við höfum ekki hugsað um það sem blöðin hafa skrifað um okkur og látið verkin tala inn á vellinum,“ sagði George Byrd eftir óvæntan sigur í Kefla- vík í gær. Ótrúlegur viðsnúningur frá seinustu heimsókn Borgnes- inga til Keflavíkur þegar þeir töp- uðu með fimmtíu stigum. Flestir bjuggust við Keflavík- ursigri í gær en Skallagrímsmenn komu gríðarlega ákveðnir til leiks. Borgnesingar komust mest fjór- tán stigum yfir í fyrsta leikhlutan- um og voru 22-13 yfir þegar farið var í annan leikhluta. Þeir virtust koma heimamönn- um í opna skjöldu, spiluðu hreint út sagt frábæra vörn og Hafþór Gunnarsson var sjóðheitur með fjórar þriggja stiga körfur í fyrsta leikhlutanum. Hann fékk síðan sína fjórðu villu í öðrum leikhluta en þá steig Pétur Sigurðsson upp með þrjár þriggja stiga körfur og staðan í hálfleik óvænt 42-28, gest- unum í vil. George Byrd spilaði stórt hlutverk og tók hann fimmt- án fráköst í fyrri hálfleik. Allt annað var að sjá til Kefla- víkurliðsins eftir hléð, það fékk góðan meðbyr og fór að saxa á for- skot heimamanna. Alls skoruðu heimamenn 32 stig í þriðja leik- hlutanum, sem var fjórum stigum meira en í hinum tveimur á undan til samans. Skallagrímur hafði reyndar 61-60 yfir eftir þriðja leikhlutann en liðið var í miklum vandræðum. Gestirnir voru farnir að ókyrrast en voru ekki á þeim buxunum að hleypa Keflvíkingum fram úr. Þeir byrjuðu fjórða leikhlutann vel og komust fljótt sex stigum yfir en heimamenn sýndu hins vegar seiglu og reynslu, náðu að jafna 78-78 þegar skammt var eftir. Strax í næstu sókn tókst Jóni Nordal að blaka boltanum ofan í eftir þriggja stiga skot Magnúsar Gunnarssonar og heimamenn voru komnir yfir, 80- 78 þegar rúm mínúta var eftir. Við tók mögnuð mínúta; Skallagríms- menn komu boltanum inn í teig á Byrd og Arnar Freyr Jónsson braut á honum. Það sem fylgdi í kjölfarið gerði nánast út um leikinn. Arnar fékk dæmt á sig tækni- víti fyrir orðaskak við dómara leiksins. Byrd fór því á vítalínuna en setti hvorugt vítið niður. Pétur Sigurðsson fór því næst á vítalín- una og setti bæði vítin niður og að auki fékk Skallagrímur boltann þegar 28 sekúndur voru eftir. Skynsamur Dimitar Karadzovzki hélt boltanum fyrir gestina áður en Jovan Zdravevski setti niður tveggja stiga körfu og Skallagrím- ur var kominn í úrslit í fyrsta skipti í sögu félagsins. „Keflvíkingar voru frekar kraftlausir og maður hafði það á tilfinningunni að þeir hefðu búist við frekar auðveldum leik og það nýttum við okkur. Það bjóst eng- inn við því að við næðum svona langt en það er kominn tími á Borgarnes í úrslitin. Njarðvíking- ar hafa allt með sér en ég vonast eftir skemmtilegum leikjum,“ sagði Valur Ingimundarson í leiks- lok. elvar@frettabladid.is AJ MOYE Góður leikur hans í gærkvöldi var ekki nóg fyrir lánlausa Keflvíkinga, sem lutu í gras fyrir baráttuglöðum Skallagrímsmönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR Sögulegur sigur Skallanna Skallagrímur vann sögulegan 84-80 útisigur á Keflavík í oddaleik í gær. Borg- nesingar unnu sinn fyrsta leik í Keflavík og leika til úrslita í fyrsta skipti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.