Fréttablaðið - 07.04.2006, Side 59
FÖSTUDAGUR 7. apríl 2006
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
APRÍL
4 5 6 7 8 9 10
Föstudagur
■ ■ LEIKIR
19.15 Haukar og Keflavík mætast í
úrslitakeppni Iceland-Express deildar
kvenna í körfubolta að Ásvöllum.
19.15 Fylkir og Þór mætast í DHL-
deild karla í handbolta í Árbænum.
■ ■ SJÓNVARP
18.35 Súpersport á Sýn.
19.05 Gillette sportpakkinn á Sýn.
19.35 Meistaradeildin á Sýn.
Fréttaþáttur.
20.00 Masters mótið í golfi á Sýn.
Bein útsending frá öðrum degi.
23.00 Súperkross á Sýn. Skífan Laugavegi 26 opið alla daga til 22 · Skífan Smáralind · Skífan Kringlunni · Póstkröfusími 591-5310 · www.skifan.is
skemmtir þér ;)
MESTA ÚRVALIÐ ER Í SKÍFUNNI
YFIR 20.000 TITLAR AF TÓNLIST, DVD OG TÖLVULEIKJUM
24 • 1, 2, 3 og 4 Þáttaröð 24 • Playstation leikur
2.999 kr.
DVD
4.999 kr.
PS2
24 TILBOÐ
Hver þáttaröð
FÓTBOLTI Manchester United hefur
gert stærsta styrktarsamning sem
félag í ensku úrvalsdeildinni hefur
gert með 56,5 milljón punda samn-
ingi við ameríska tryggingarfyrir-
tækið AIG. Samningurinn er til
fjögurra ára og er því metinn á um
fjórtán milljónir punda á ári
hverju, en næststærsta samning-
inn gerði Chelsea við Samsung
sem metinn er á tíu milljónir
punda á hverju ári. Juventus á þó
enn stærsta samning hvað félög í
heiminum varðar en samningur-
inn við Tamoil er metinn á fimmt-
án milljónir punda á ári.
United hefur verið í leit að
nýjum fjárfestum eftir að síma-
fyrirtækið Vodafone ákvað að
rifta samningi sínum frá og með
loka tímabilsins. Hann kostaði fyr-
irtækið níu milljónir á ári hverju
og er því um töluverða aukningu
að ræða fyrir United sem leiðir af
sér aukna fjármuni til leikmanna-
kaupa.
Það var í síðustu viku sem veð-
málafyrirtækið Mansion sakaði
United um að leika tveimur skjöld-
um og eiga í samningaviðræðum
við tvö fyrirtæki, en United dró
sig út úr viðræðunum.
Samningurinn við Mansion var
metinn á mun hærri upphæð, 70
milljónir punda, en talið er að
United hafi hætt við vegna ótta
um orðspor sitt við að ýta undir
veðmál. - hþh
Manchester United gerir risasamning við bandaríska tryggingafyrirtækið AIG:
Nýr metsamningur í höfn
NÝR BÚNINGUR Ryan Giggs í nýjum búning
Manchester United með merki AIG framan á.
NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
GOLF Bandaríski kylfingurinn Tom
Lehman lenti óvænt í mikilli lífs-
hættu á miðvikudag þegar hann
var á leið út á Augusta-flugvöll til
að sækja son sinn sem ætlar að
fylgjast með pabba sínum á Mast-
ers-mótinu.
Lehman var að keyra í mesta
sakleysi á hraðbrautinni þegar
sportbíll keyrði framhjá honum
og um leið heyrði hann mikinn
hvell. Þegar hann stöðvaði bílinn
sá hann gat í hurðinni eftir
byssukúlu. Lehman slapp ómeidd-
ur en byssumaðurinn var handtek-
inn skömmu síðar. - hbg
Tom Lehman í lífshættu:
Skotið á bíl
Lehmans
Iceland Express-deild karla:
KEFLAVÍK-SKALLAGRÍMUR 80-84
Stig Keflavíkur: AJ Moye 33, Arnar Freyr Jónsson
12, Magnús Gunnarsson 12, Jón Nordal 8, Sverrir
Þór Sverrisson 8, Vlad Boer 7.
Stig Skallagríms: Hafþór Gunnarsson 22, Pétur
Sigursson 21, George Byrd 15, Jovan Zdravevski
12, Dimitar Karadzovzki 7, Axel Kárason 5, Pálmi
Sævarsson 2.
DHL-deild karla:
VALUR-SELFOSS 26-21
Mörk Vals: Mohamadi Loutofi 7, Hjalti Pálmason
5, Fannar Friðgeirsson 5, Ingvar Árnason 4, Kristj-
án Karlsson 3, Atli Rúnar Steinþórsson 2.
Varin skot: Pálmar Pétursson 18.
Mörk Selfoss: Einar Örn Guðmundsson 7, Davíð
Ágústsson 5, Atli Kristinsson 3, Ramunas Mikalon-
is 2 Hörður Bjarnason 2, Ragnar Svwnbergsson 2.
Varin skot: Sebastian Alexandersson 12.
UEFA bikarinn:
MIDDLESBROUGH-BASEL 4-1
0-1 Eduardo Da Silva (23.), 1-1 Mark Viduka (33.),
2-1 Mark Viduka (57.), 3-1 Jimmy Floyd Hassel-
baink (79.), 4-1 Massimo Maccarone (90.).
Middlesbrough komst áfram samanlagt 4-3.
SCHALKE-LEVSKI SOFIA 1-1
0-1 Emil Angelov (24.), 1-1 Cassio Lincoln (58.)
Sevilla komst áfram samanlagt 4-2.
ZENIT ST PETERSBURG-SEVILLA 1-1
1-0 Youn Hyun (50.), 1-1 Blanco Kepa (66.).
Sevilla komst áfram samanlagt 5-2.
STEAUA BÚKAREST-RAPID BÚKAREST 0-0
Steaua komst áfram, 1-1 á marki skoruðu á útivelli.
ÚRSLIT GÆRDAGSINS